Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁÖUR 1. ÁGÚST 1989 37 unni heim. Augasteinninn, Sigríður dóttir hennar, veiktist hastarlega í október 1984 og lést eftir stutta legu. Þegar ég minnist Jórunnar frænku minnar frá fyrri tíð þá finnst mér ævinlega eins og nafn hennar hafi verið tengt gleði og fögnuði. Þegar hún kom í heimsókn til Reykjavíkur árin sem hún var búsett á Akureyri, þá var glatt á hjalla hjá Norðmannssystkinahópn- um og hún hrókur alls fagnaðar. Hún spilaði og söng og lífsgleðin streymdi frá henni. Hún hafði ein- staklega þýtt viðmót og það fylgdi henni alla ævi og einnig fallega brosið hennar. Hún kvartaði aldrei í raunum sínum á efri árum, en eftir að Sigríður dóttir hennar lést var eins og lífsviljinn hyrfi. Katrín Viðar, elsta systir hennar, lést fyrir þremur mánuðum og nú kveðúr sú síðasta af Norðmannssystkinunum. Þau voru öll í hópi ötulustu braut- ryðjenda á sviði tónlistar og dans- listar hér á landi og lögðu stóran skerf til eflingar þessara listgreina meðal þjóðarinnar. Að lokum vil ég þakka sérstak- lega þeim sem best önnuðust Jór- unni hin síðari ár, og gerðu henni að mestu leyti kleift að búa þar sem hún þráði helst að fá að vera þar til yfir lyki, en það var á hennar hlýlega heimili sem geymdi dýr- mætar minningar frá liðinni ævi. Sigurður, dóttursonur hennar, sem mest hafði notið umhyggju ömmu sinnar, reyndist henni einstaklega vel og guð blessi hann fyrir það. Kristín, dóttir Ástu Norðmann, var henni afar hjálpleg og einnig Marta Guðbrandsdóttir, sem bjó á efri hæðinni á Skeggjagötu 10 og fylgd- ist grannt með Jórunni af einstakri velvild. Og Eva, elsta dóttir Geirs, hafði ævinlega gott samband við ömmu sína. Þegar ég heimsótti hana síðast fyrri part sumars var hún heima, en rúmliggjandi. Hún fagnaði mér með sömu hlýju og ævinlega. Ég spurði hana hvort hún gæti ekki hugsað sér að klæðast og koma með mér heim dálitla stund, þá svaraði hún brosandi, „ekki núna, elskan, bráðum". Þá spurði ég hana hvort hún léki stundum á hljóð- færið, þá svaraði hún með sama brosinu, „ekki núna en ég ætla að fara að æfa mig aftur bráðum“. Nú er elsku Jórunn vafalaust komin í fögnuð í ástvinahópi og án efa er hún sest við hljóðfærið glöð og sæl. Guð blessi minningu yndislegr- ar frænku. Þuríður Pálsdóttir HVERAGERÐI OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT. ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19 ALLAR HELGAR OG FRÍDAGA KL. 12-20 Kveðjuorð: Guðlaugur Stefáns- son, Vestmannaeyjum Fæddur 12. ágúst 1916 Dáinn 22. júlí 1989 Hinn 28. júlí kvöddum við vinir og vandamenn Guðlaug Stefánsson. Hann lést hinn 22. þ.m. eftir erfið veikindi. Guðlaugur fæddist 12. ágúst 1916 í Vestmannaeyjum, og ólst þar upp við gott atlæti. Hann gift- ist 31. maí 1941 Laufeyju Eyvinds- dóttur sem einnig var Vestmanney- ingur, og eignuðust þau tvær dæt- ur, Ingu og Guðfinnu. Laufey lést hinn 1. desember 1987, þar missti Guðlaugur og öll íjölskyldan mikið. Hann var maður athafna og bjartsýni, í mörg ár stundaði hann umfangsmikla útgerð með bræðr- um sínum og fjölskyldu, einnig átti hann og rak fram undir það síðasta heildsölufyrirtæki, sem einnig tengdist útgerð. I gegnum störf sín og í ýmsum félögum í Eyjum kynnt- ist hann fjölda fólks og var vin- margur maður. Skap hans var létt og áhugi hans á atvinnulífi lifandi, og eitt er víst, að margur maðurinn hefur komið á skrifstofuna hjá Gulla í Gerði um dagana. Fjölskyldu sinni var hann traust- ur og hlýr, og vildi öllum gera gott, gjafmildi hans og rausn voru lítil takmörk sett. Við sem tengdumst Guðlaugi Ijölskylduböndum áttum alltaf traustan vin þar sem hann var, og hjá honum og hans konu öruggt skjól. Fyrir það ber að þakka. Ég minnist sérstaklega bjartra sumarkvölda í Eyjum fyrir mörgum árum, þegar telpuhnokki dundaði sér við garðyrkjustörf með honum en gróðurinn ilmaði og allt var í blóma. Þá var mörgum frækornum sáð, bæði í mold og sál. Guðlaugur átti við mikla van- heilsu að stríða sín síðustu ár, en lífsvilji hans var sterkur og ekki gefist upp fyrr en yfir lauk. I þess- um veikindum sínum naut hann umönnunar dætra sinna og síðast starfsfólks Sjúkrahússins í Eyjum. Fyrir hönd fjölskyldu minnar allr- ar, kveð ég Guðlaug í dag með þakklæti í huga og sendi dætrum hans og þeirra íjölskyldum samúð- arkveðjur. Mér himneskt ljós í hjarta sín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin min ég trúi og huggast læt. (höf. Kristján Jónss.) Eygló Þorsteinsdóttir + Ólafur K. Einarsson fyrrverandi verkstjóri hjá Vita- og hafnamálastofnun, verður jarðsunginn frá Garðakirkju miðvikudaginn 2. ágúst kl. 1 5. Aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGILAUG TEITSDÓTTIR, Tungu, verður jarðsungin frá Breiðabólstað í Fljótshlið föstudaginn 4. ágúst kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, KARA ÁSLAUG HELGADÓTTIR, Frakkastíg 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Ingibjörg Jónsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Ásiaug Sigurðardóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson. ELDRI BORGARAR! Styttið skammdegið og komið með okkur í sólskin og hlýju til Portúgals í vetur. Læknisþjónusta á staðnum. Fararstjóri: Jóhanna G. Möller, söngkona. Upplýsingar í síma 628181. EVRÓPUFERÐIR, Klapparstíg 25, Reykjavfk. i „Hjá ÓS fást sterkar og fallegar hellur tíl að gera hvers kyns stéttir og bflastæði. Ég mæli með hellunum frá ÓS og byggi þau meðmæli á reynslunni. Þær eru framleiddar úr öldu hráefhi og góðir kantar gera það verkum að allar línur verða reglulegar. Hellunum er pakkað í plast og þeim ekið heim í hlað. f fáum orðum sagt: Gæðavara og góð þjónusta.“ Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, eigandi Garðavals. i l i j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.