Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 Reuter Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ræðir við Jeanne Sauve, yfirlandsstjóra Kanada, í Ottawa í gær. Heimsókn forseta íslands til Kanada: Ánægjuleg ferð og við- tökur skínandi góðar Ottawa. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, kom í gær til Ottawa, höfiiðborgar Kanada, eftir viðdvöl á Nýfitndnalandi og Nova Scot- ia. í Ottawa hitti hún Jeanne Sauve, yfirlandstjóra Kanada, og Brian Mulroney forsætisráðherra. Forsetinn ræddi við blaðamenn í embættisbústað landstjórans. Sagði hún að ferðin hefði verið ánægjuleg í alla staði og að viðtökur hefðu verið skínandi í Kanada en heimsókn hennar hófst á laugardag í Nýfúndnalandi. Tilefni heimsóknarinnar er m.a. það að í ár er í hundraðasta sinni haldið upp á byggð íslendinga í Kanada. Markverðast þótti Vigdísi Finn- bogadóttur að ' skoða minjar í L’Anse aux Meadows um komu víkinga til Nýfundnalands. „Ég vissi hvemig Kanada var saman sett enda var ég að sjálfsögðu búin að vinna heimavinnuna mína. En förin til L’Anse aux Meadows kom á óvart. Þar hefur verið gerð þjóð- argersemi. Hvítir menn komu og hittu indíána og þar lokaðist hring- urinn. Allir kynstofnar jarðarinnar höfðu þá komið saman,“ sagði for- seti íslands. Flugvél forsetans lenti á Uplands-flugvelli í Ottawa klukkan 15.30 á staðartíma í gær. Þaðan var haldið í lögreglufylgd að emb- ættisbústað landstjórans. Þar var Vigdísi gerð heiðursmóttaka að hermannasið, þjóðsöngvar íslands og Kanada voru leiknir og hleypt af 21 fallbyssuskoti. Að móttök- unni lokinni hélt forseti íslands á fund landstjórans, Jeanne Sauve. Ræddu þær horfur í friðarmálum og sagði Vigdís að þeim hefði kom- ið saman um að ólíklegt væri að styijöld brytist út: „Það væri frá- leitt að mannkynið tortímdi sjálfu sér". Eftir fundinn með yfirlandsstjór- anum var haldin veisla sem Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, var viðstaddur. Mulroney sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir fundinn með Vigdísi að hann hlakkaði til að hitta forseta ís- lands. „Hún er óviðjafnanleg kona og við höfum reynt að gera heim- sókn hennar sem ánægjulegasta," sagði Mulroney. Sagðist hann vænta þess að hápunktur heim- sóknar forseta íslands yrði í íslend- ingabyggðum Manitoba næsta mánudag en þá verður íslendinga- dagurinn haldinn hátíðlegur. í dag, þriðjudag, heldur forseti íslands til Toronto enjiaðan er förinni heitið til byggða Islendinga. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra ræddi við John Crosbie, utanríkisviðskiptaráð- herra Kanada, í Halifax í Nova Scotia en Crosbie stjórnaði gerð fríverslunarsamnings Kandastjórn- ar og Bandaríkjanna. Utanríkisráð- herra ræddi einnig við forsætisráð- herra Nýfundnalands, Clyde K. Wells, og var samstarf í sjávarút- vegsmálum og „ófrægingarherferð grænfriðunga" á hendur fiskveiði- þjóðum í Norður-Atlantshafi, eins og utanríkisráðherra orðaði það, helsta umræðuefnið. Jón Baldvin sagði að þessar umræður hefðu allar verið á upphafsstigi og því væri ekki unnt að slá neinu föstu um hvers eðlis samstarf á þessu sviði yrði. Hlutafjársjóður: Átta fiskvinnslu- hús fá 475 milljónir STJÓRN HIutaQársjóðs Byggðastofnunar hefúr ákveðið að gefa átta hlutafélögum í fískvinnslu kost á nýju hlutafé, samtals 475 milljónum króna. Hlutafélögin sem hér um ræðir eru Meitillinn í Þorlákshöfn sem fær 119 milljónir króna, en það er hæsta upphæðin sem boðin er. Hraðfrysti- hús Grundarfjarðar fær 52 milljón- ir, Fiskvinnslan Bfldudal fær 65 milljónir, Fáfnir á Þingeyri 52 millj- ónir, Hraðfrystihús Ólafsfjarðar 95 milljónir, Hraðfrystihús Stöðvar- Qarðar 36 milljónir, Búlandstindur á Djúpavogi 60 milljónir og Hrað- frystihús Stokkseyrar fær 96 millj- ónir króna. í frétt frá Hlutaijársjóði um þetta mál segir að ákvörðun þessi sé bundin þeim skilyrðum að verðlagn- ing eldra hlutafjár verði viðunandi að dómi stjómar sjóðsins. Einnig geri félögin að öðru leyti ráðstafan- ir til að uppfylla skilyrði reglugerð- ar sjóðsins þar sem á það kann að skorta. Sala hlutdeildarskírteina vegna þessara úthlutana hefur ver- ið tryggð. Mörg stærstu hrað- frystihúsin eru lokuð Spara kvóta til síðari hluta ársins LOKANIR vegna sumarleyfa eru almennt meiri hjá frystihúsum í landinu nú en undanfarin ár. Bæði loka fleiri hús en áður og jafúframt er almennt lokað í lengri tíma. Höfúðorsök sumarlokananna er sú, að fyrirtækin vilja spara kvóta til síðari hluta ársins. Lokanirnar valda ekki uppsögnum starfsfólks en sums staðar draga þær úr sumarvinnu skólafólks. Meðal frystihúsa sem loka nú vegna sumarleyfa em Útgerðarfélag Akureyringa, Þormóður rammi á Siglufirði, Ishúsfélag Bolungarvíkur, Norðurtanginn á ísafirði, Hólanes á Skagaströnd, Hraðfrystihús Þór- kötlustaða, Hraðfrystihús Eskifjarð- ar, Síldarvinnslan á Neskaupstað, Haraldur Böðvarsson & co. og Heimaskagi á Akranesi. Enn fremur munu öll frystihúsin í Vestmannaeyj- um loka um eða upp úr næstu helgi. „Sumarlokanir em mun almennari nú en á undanfömum áram,“ segir Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. „Þar veldur mestu, að menn sjá ekki fram á að kvótinn endist út árið og loka þess vegna nú og leggja skipunum jafnvel líka. Auðvitað spila hinir langvinnu rekstrarörðugleikar fyrir- tækjanna líka inn í þetta,“ segir Arnar. Ámi Benediktsson, formaður Fé- lags sambandsfrystihúsa hefur sömu sögu að segja. Hann segir að færst hafi í vöxt á síðustu ámm, að frysti- hús lokuðu í einhvern tíma yfir sum- arið; yfirleitt þá í eina til tvær vik- ur. „Mér virðist að það sé talsvert meira um þetta í ár og að húsunum sé nú lokað lengur; eða í tvær til þqár vikur,“ segir Árni. Arnar Sigurmundsson segir" að ekki hafi verið gripið til neinna upp- sagna vegna lokananna, heldur hafí fólki verið tilkynnt með löngum fyrir- vara, að húsunum yrði lokað á þess- um tíma, þannig að það hafi getað gert ráðstafanir til að taka sér sum- arleyfi þá. Hlutafélag í Bolungarvík kaupir loðnuskipið Júpíter EINAR Guðfinnsson hf. á Bolung- arvík og Lárus Grímsson skip- stjóri hafa keypt hlut í loðnuskip- inu Júpíter af Hrólfi Gunnarssyni útgerðarmanni í Reykjavík og hafa þessir þrír aðilar stofnað hlutafélag um rekstur skipsins. Einar Guðfinnsson hf. og Hrólfúr Gunnarsson eiga nú jafnstóran hlut í skipinu eða 47,5% og Lárus Grímsson 5%. Skipið verður skráð og gert út frá Bolungarvík og mun Lárus Grímsson verða skipstjóri þess. Einar K. Guðfinnsson, út- gerðarstjóri hjá Einari Guðfinns- syni hf., vildi ekki segja hvert kaupverð hvors hlutar hefði verið í samtali við Morgunblaðið í gær. Júpítel er 800 tonna loðnuskip. Loðnukvóti þess er 23 þúsund tonn en það hefur einnig 150 tonna Met í sól- arleysi NÝTT sólarleysismet var sett í Reykjavík í gær. Þar með er þessi júlímánuður sá sólarminnsti í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1923. Sól mældist aðeins í 77 klukkustundir en fyrra met er frá árinu 1955, 81 klukkustund. Sjö sólarstundir mældust í Reykjavík I gær. Hefði sólar notið fjórar stundir til viðbótar hefði metið frá 1955 staðið. Flestar sólarstundir í Reykjavík mældust I júlímánuði 1970, 286. Meðalsólarstundir í júlí- mánuði era hinsvegar 181 klukku- stund. Agdestein varð Norður- landameistari SIMEN Agdestein frá Noregi varð Norðurlandameistari í skák í gær, en Margeir Pétursson varð í 2.-4. sæti ásamt Bent Larsen frá Dan- mörku og Jouni Yijölá frá Finn- landi. Fyrstu tvö sætin gáfú rétt til keppni á millisvæðamótinu og verða þremenningamir að heyja aukakeppni um 2. sæti. Ekki hefúr verið ákveðið hvenær sú keppni fer fram. Agdestein endaði með % vinning. Margeir Pétursson gerði jafntefli í tveimur síðustu skákum sínum, við Harry Schiissler frá Svíþjóð og Curt Hansen frá Danmörku og endaði með 814 vinning. Helgi Ólafsson gerði sömuleiðis jafntefli í síðustu skákum sínum, þar á meðal við Agdestein, og endaði í 5.-6. sæti með 8 vinninga ásamt Hansen. Jón L. Árnason tapaði fyrir Heikki Westerinen frá Finnlandi í síðustu umferð mótsins og endaði í 13. sæti með 3/2 vinning. rækjukvóta, tæplega 100 tonna bol- fiskkvóta og 1000 tonna síldarkvóta. „Það er okkur mikið fagnaðarefni að Júpíter skuli nú bætast í flota Bolvíkinga," sagði Einar K. Guð- fínnsson. , Að sögn Einars K. Guðfinnssonar mun Júpíter fara á veiðar fljótlega og verða á rækjuveiðum fram eftir hausti. Láras Grímsson, skipstjóri á Júpíter, var áður skipstjóri á loðnu- skipinu Hafrúnu sem gert var út frá Bölungarvík. Síðustu ár hefur hann verið skipstjóri á Hilmi II frá Reykjavík. Júpíter hét áður Gerpir og var síðutogari smíðaður árið 1957. Hrólf- ur Gunnarsson útgerðarmaður keypti skipið af Tryggva Ófeigssyni og breytti því í loðnuskip árið 1979. Grænfriðungar boða blaðamannafiind: Búist við yfirlýsingu um firestun herferðarinnar TVEIR forustumenn grænfriðunga halda blaðamannaiúnd á Islandi í dag og er búist við að þeir tilkynni að herferð gegn sjávarafúrðum íslendinga í Bandaríkjunum 0g I Evrópu verði frestað á meðan engar hvalveiðar verða stundaðar hér á landi. Campbell Plowden, sem stjómað Þetta hefur ekki fengist staðfest, hefur herferð grænfriðunga í Banda- ríkjunum, og Peter Melchett fram- kvæmdastjóri Greenpeace í Bret- landi, munu halda blaðamannafund á Hótel Borg klukkan 10 í dag. Til- efni fundarins hefur ekki verið gefið upp, en búist er við að þar verði því lýst yfir að herferðinni verði hætt. en þegar Jakoþ Lagercrantz svæðis- stjóri grænfriðunga á Norðurlöndum var spurður hvort það væri ekki rök- rétt að álykta að herferðinni yrði frestað, nú þegar hvalveiðum í vísindaskyni væri lokið, sagði hann að svo væri. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þegar pakkinn var opnaður að lokinni röntgenmyndatöku komu í Ijós spænskar kennslubækur. „Varúð — bréfsprengja“: Landhelgisgæslan opnar bókasendingu Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar voru í gær kvaddir til að kanna innihald pakka sem talið var að gæti innihaldið sprengju. Sá ótti reyndist ástæðulaus. í pakkanum var bók sem starfs- maður háskólans hafði pantað frá mexíkóskri bókaútgáfu. Þegar pakkinn kom til viðtakanda veitti hann því athygli að „Varúð — bréfsprengja“ hafði verið skrifað á pakkann á ensku. Sprengjusér- fræðingamir voru fengnir á stað- inn. Þeir röntgenmynduðu pakk- ann í Vatnsmýrinni og kom þá í ljós að þar var ekkert athugavert að finna, aðeins umbeðnar kennslubækur í spænsku. Að sögn sprengjusérfræðings Landhelgisgæslunnar er talið að áletrunininni hafi verið bætt á pakkann einhvers staðar á leið hans frá Mexíkó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.