Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989
ENDURSKOPUN
HVUNNDAGSINS
Jóhann Brieni myndlistarmaður,
Mislitar kýr, 1966.
________Myndlist______________
Bragi Ásgeirsson
Sumarsýning Norræna hússins að
þessu sinni er kynhing málverka
Jóhanns Briems, gerðum á árunum
1958-1982.
Hér er um blandað úrval málverka
að ræða frá þessum árum, svo að
sýningin getur hvorki talist yfirlits-
sýning né þemasýning.
Og að sjálfsögðu eiga slíkar kynn-
ingarsýningar fyrst og fremst að
kynna listamenn vítt og breitt, en
ekki marka þeim neinn ákveðin bás,
eins og t.d. þemasýningarnar vilja
gera, sem á stundum verða til þess,
að sýningargestir, er ekki þekkja til
íslenzkrar listar, fái alranga hug-
mynd um viðkomandi listamenn.
Sumarsýningar Norræna hússins
hafa frá upphafi haft þann megintil-
gang að gera íslenzka list aðgengi-
lega útlendum gestum og hafa þær
oftar en ekki náð tilgangi sínum. Það
hlýtur þó að teljast nokkur galli, að
þeim hefur aldrei verið markaður
ákveðinn tími í dagskrá hússins, sem
svo alls ekki hefur mátt hrófla við,
því að þær hafa staðið mislangt yfir.
Sumar furðanlega stutt, t.d. hin stór-
athyglisverða sýning á verkum Jóns
Stefánssonar á síðastliðnu sumri,
sem hlaut mikla aðsókn og sumir
voru að skoða í þriðja og jafnvel
fjórða skiptið síðasta kvöldið, sem
hún var opin, að mér var sagt, enda
var þar margt stórbrotinna mynda,
sem menn höfðu aldrei séð áður.
Sumarsýningin 1978 lokaði einnig
dyrum sínum eftir furðu stuttan tíma
er hæst lét, en henni var nú einfald-
lega ekki ætlaður lengri tími. En svo
er öðrum ætlaður mjög rúmur tími
og teygist úr honum þrátt fyrir tak-
markaða aðsókn.
Vík ég að þessu hér vegna þess,
að mér þykir einsýnt að marka verði
sumarsýningum ákveðið tímabil ár
hvert í dagskrá hússins, en ekki fara
eftir tilfallandi ásókn í sýningarrým-
ið hvetju sinni. Hér er sýningartíma-
bil núverandi sýningar með miklum
ágætum.
Þeim sem fylgjast eitthvað með
íslenzkri myndlist má vera ljóst, að
hver sýning á verkum Jóhanns Bri-
em, þar sem saman er komið úrval
verka hans, er stórviðburður á
íslenzkum menningarvettvangi. Jó-
hann er ótvírætt með sérstæðustu
málurum sinnar kynslóðar hérlendis,
sem hægt og bítandi hefur áunnið
sér slíkar vinsældir, þótt í afmörkuð-
um hópi upplýstra sé, að vart er sett
upp sýning dúka hans, að ekki sé
allt í einkaeign.
Aldrei var þó neinn hávaði í kring-
um þennan listamann, sem virðist
hafa verið jafn frábitin öllum tegund-
um af skrumi og í myndverkum
sínum af óþarfa flúri.
Jóhann er óvenju heilsteyptur og
markviss listamaður, sem hafði frá
upphafi hlutina ljósa fyrir sér og var
ekki með neinar óþarfa vangaveltur
né yfirþyrmandi áhyggjur út af áliti
annarra, en stóð jafnan fastur á sínu.
Einmitt slíkir verðá fyrr en varir
nútímalegir, enduruppgötvaðir og
viðurkenndir af lístrýnum og fræði-
mönnum, sem áður litu framhjá
þeim, á meðan hinir, sem svo mikið
bar á og haldið var stíft fram, eru
kannski gleymdir fyrr en varir. En
þetta er raunar gömui saga, sem
alltaf er að endurtaka sig.
Það sem máli skiptir er að rækta
upplag sitt, og það virðist Jóhann
Briem hafa kunnað flestum íslenzk-.
um listamönnum betur — hitt er
misskilningur og ber vott um tak-
markaðan listrænan þroska að vera
í sífellu að rækta upplag annarra,
kannski einstaklinga hinum megin á
hnettinum! Það er norrænn kraftur
í málverkum Jóhanns Briems, áhrif
sín sækir hann til þýskra, en þó frem-
ur til norrænna listamanna og mynd-
efni hans eru sígilt norræn, en al-
þjóðleg um leið. Fram kemur einnig
að hann er skólaður í Dresden ög
var á námsárum sínum í návígi við
„expressjónismann". Sú listastefna
er einmitt í hæsta mát norræn, með
Edvard Munch sem upphafsmanninn,
ásamt Belgíumanninum James Ensor
og Svisslendinginum Ferdinand
Hodler. En beinna áhrifa þessara
manna gætir lítið í málverkum Jó-
hanns, hann er einfari og t.d. lítt
gefinn fyrir hástemmda tilfinninga-
semi eins. og t.d. „kossaflensið" í
myndum Munchs! Og þó er mikill
innileiki og samkennd með lífinu í
myndefnavali listamannsins, sem
maður skynjar af lífi og sál, þótt
myndefnið sé kannski einungis eitt
tré, ein mannvera, einn bátur, eitt
naut o.s.frv. En oftar er að hann
tefli saman tveimur uppistöðuform-
um á myndfletinum, mannverum eða
dýrum, sem lið í svipmiklum form-
rænum átökum og kröftugri burðar-
grind, sem gefur honum jafnframt
tækifæri til að beita sterkum einföld-
um Iitaandstæðum.
Það sem Jóhann Briem er í raun
og veru að gera í myndum sínum,
er að upphefja hin ýmsu sjónarhorn
hvunndagsins, umskapa þau og
miðla til áhorfandans í nýjum og
óvæntum búningi. Einmitt þetta telst
kjarni allrar átakamikillar listar,
hvernig sem menn svo nálgast við-
fangsefnið og hvaða skólum, sem
þeir nú hafa að baki.
í eina tíð gekk það svo langt á
Norðurlöndum og þá ekki síst á Is-
landi, að sýnileg áhrif frá næsta
umhverfi þýddu, að listamaðurinn
væri glataður, einfaldlega út úr
myndinni í öllum skilningi. En slíkt
tímabil kemur væntanlega aldrei aft-
ur, því að við þurfum einmitt sem
mest á töfrum umhverfisins að halda
og þeim hæfileika, að geta skynjað
mikilleikann í því. En sé hann ekki
til, þá er það listarinnar og ímyndun-
araflsins, að ráða þar bót á — að
breyta auðn og tómi í fyllingu og
ríkdóm með brögðum skapandi listar.
Skipta má list Jóhanns Briems í
tvo afmarkaða hluta, annars vegar
hreinar ævintýramyndir úr þjóðsög-
unum, þar sem riddarar, álfar og
uppvakningar koma við sögu, svo og
myndir af vettvangi sjálfs mannlífs-
ins, sem að sjálfsögðu er ævintýri
út af fyrir sig. En hvort heldur sem
er, þá vakir það fyrst og fremst fyr-
ir listamanninum að skapa úr efnivið
sínum átakamikla og lífræna heild,
þar sem burðarásarnir eru litir,
myndbygging, ljósflæði og efnisá-
ferð. Stigmögnun Ijósflæðisins fær
hann með mismunandi beitingu li-
tanna. Hér kann Jóhann vel til verka
og beitir pentskúfnum á mjög karl-
mannlegan og skynrænan hátt.
Ýmsir bestu eðliskostir Jóhanns
Briems sem.listamanns koma greini-
lega fram á sýningunni í Norræna
húsinu, en þó virkar myndavalið í
heild nokkuð sundurlaust. Það hefði
að mínu mati verið alveg nóg að
nota stóra salinn undir hið besta á
sýningunni, en minni salinn til áð
gera sýninguna mannlegri með
kynningu á listamanninum, teikning-
um, bókum og einstaka eldri mynd.
Þetta hef ég víða séð gert með nrjög
góðum árangri á ferðum mínum ytra,
og útlendingar væru meira en þakkl-
átir fyrir þess konar almenna kynn-
ingu.
Hefði slíkt verið gert þá er trúa
mín að sýningin hefði öllu betur náð
tilgangi sínum og jafnvel hlotið hálfu
meiri aðsókn. Á mörgum myndanna
á sýningunni er Jóhann að mínu áliti
alveg sérstakur í íslenzkri og norr-
ænni myndlist og leyfi ég mér að
telja upp nokkrar myndir hér til
áréttingar: „Hestar á grænni
brekku“ (3), Ólafur reið með björgum
fram“ (4), „Stúika við ströndina"
(8), „Gul kind“ (11), „Heiði“ (13),
„Við ströndina" (17), „Ein bleik og
önnurgul" (19), „Börn við sjó“ (20),
„Grænn reiðmaður“ (23), „Græn
kýr“ (26) og „Kona við sjó“ (29).
Sýningarskráin er einföld í sjálfu
sér og einkum þakkar maður fyrir
æviágripin, sem segja hlutlaust frá
ótalmörgu, en hins vegar hefur vegg-
spjaldsformið enga þýðingu þar sem
sjálft brotið myndar að sjálfsögðu
áberandi kross þvert yfir miðju þess
til beggja átta, sem naumast er til
prýði.
Kynning á slíkum myndum og
fleiri meintum lykilverkum listar Jó-
hanns Briems, sem ekki eru á sýning-
unni, þætti hvarvetna listviðburður
af hárri gráðu á Norðurlöndum og
víðar. Er hér á ferðinni eitt af mörg-
um verðugum verkefnum fyrir
Norrænu Iistamiðstöðina í Svíaríki,
sem hún virðist því miður ekki hafa
uppgötvað ennþá eins og svo margt
annað næst sér, um leið og hún legg-
ur ofuráherslu á að kynna næsta
ómelt útlend áhrif innan Norðurlana-
anna.
Það þekkja nefnilega jafn fáir til
listar Jóhanns Briems á hinum Norð-
urlöndunum og við íslendingar
þekkjum lítið til listar fjölmargra
ágætra myndlistarmanna á hinum
Norðurlöndunum, sem staðfastir
hafa unnið í áratugi að list sinni.
Rennur hér engum blóðið til skyld-
unnar?
Þakka ber svo Norræna húsinu
fyrir framtakið og ölium þeim sem
hér lögðu hönd að, svo og þeim, sem
lánuðu verk á sýninguna.
SKRIFSTOFA NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNAR
óskar eftir að ráða:
KERFISRÁÐGJAFA
(Systemkonsulent)
Norræna ráðherra-
nefndinersamvinnu-
stofnun ríkisstjórna
Norðurlanda.
Samvinnan snertir flest
meginsvið samfélags-
ins. Skrifstofan hefur
frumkvæði að verkefn-
um ogsérjafnframt um
að ákvörðunum ráð-
herranefndarinnar sé
hrintí framkvæmd.
Skrifstofan skiptist í
Fimm sérdeildir, fjár-
hags- og stjórnsýslu-
deild, upplýsingadeild
ogskrifstofu fram-
kvæmdastjóra.
RáðgjaFinn mun að-
stoða ráðunauta, sem
fengnir hafa verið til
að stjórna daglegri
tölvuvinnslu á vegum
skrifstofunnar, og síðar
leysa þáafhólmi.
Staðan heyrirundir
Qárhags- og stjórnsýslu-
deild. Ráðgjafinn mun
m.a. annast:
• Afritungagnaádegi
hverjum
• Mótun öryggis-
reglna
• Skilgreiningu
vinnslureglna
• Viðhald ogtengingu
notenda
• Samskipti við fram-
leiðendur
• Almenna notenda-
aðstoð
Ráðgjafinn mun því
m.a. vinna að því að
móta reglur sem varða
afritun gagna, auk þess
sem hann mun vinna
að skilgreiningu atriða
er varðainnraöryggi
og aðgang að töívukerf-
inu. Þá mun hann einn-
ig hanna sérhæfðar val-
myndir og gera á þeim
endurbætur.
Viðkomandi er einnig
ætlað að vinna að gerð
handbókarfyrirnot-
endur og aðstoða þá.
Samhliða þessu mun
hahn einnigkennaá
námskeiðum þeim,
sem notendum erboðið
uppá. Aðauki ertil
þess ætlast að ráðgjaf-
inn sinni sjálfstæðum
verkefnum, sem komið
geti notendum í hinum
ýmsu deildum skrif-
stofunnartilgóða.
Óskaðereftirstarfs-
manni sem hefur
víðtæka reynslu á þessu
sviði. Að auki er ætlast
til þess að viðkomandi
hafi starfað við eða
kynnt sér:
• Unix-slýrikerfið
• Samhæfingu ogþró-
un tölvukerfa
• Samskipti
(x.'25,tcp/ip m.v.)
• Nettengingu
• Notendaaðstoð
Krafist er viðéigandi
menntunar og starfs-
reynslu.
Mikilvægt er að við-
komandi sé lipur í sam-
starfi oggeti starfað
sjálfstælt. Krafist er
mjög góðrar dönsku-,
norsku- eða sænsku-
kunnáttu. Ráðninger
til fjögurra ára en fram-
lenging kemurtil
greina. Ríkisstarfs-
menneiga réttálcyfi
frá núverandi starfi.
Skrifstofa ráðherra-
nefndarinnarerí
Kaupmannahöfn og
aðstoðar hún við að
útvega húsnæði. Á vett-
vangi norrænnar sam-
vinnu er Iögð áhersla á
jöfnuð og jafnrétti og
eru því konur jafnt sem
karlar hvattar til að
sækja um stöðu þessa.
Nánari upplýsingar
veita ráðunautarnir
Harald Lossiusog
Terje Granli í Kaup-
mannahöfn í síma
+45-33 11 47 11.
U msóknarfrestur renn-
urút 14. ágúst.
Skrifiegar umsóknir
skal sendatil:
NORDISK
MINISTERRÁD,
Budgcl- og administr-
ationsavdelningen,
Store Strandstræde 18,
DK-1255
Köbenhavn K.