Morgunblaðið - 20.08.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 20.08.1989, Síða 4
,,rf#i«œ8ma»wíi**Aí f* i 14 >' '5 &a&z 'Daic Wkona MEISTARANNA þegar hann gerði sér ljóst að hjóna- band hans og Gölu væri endanlega lokið. Hann var orðinn að andlegu rekaldi þegar hann kynntist úti- gangsstúlku á götu í fátækrahverfi Parísar. Þetta var falleg stúlka en ónærð og óhrein, tilbúin að fara í rúmið með þeim sem gaf henni matarbita í staðinn. Paul bauð henni að búa hjá sér, þau urðu ástfangin og lifðu þokkalega ham- ingjusömu lífi í mörg ár. Salvador og Gala urðu fljótlega peningalaus. Hann var fátækur og hún búin að eyða því sem hún átti. Dali leitaði þá til greifans af Noail- les sem var góðvinur súrrealista. Greifínn samþykkti að greiða Dali 29.000 franka fyrirfram fyrir mynd sem Dali huggðist mála af „gamla manninum Giuglielmo Tell“. Þessi fjárhæð nægði þeim í bili og þau keyptu lítið fiskimannahús í litlu fiskimannaþorpi skammt norðan við Barcelona. Þau áttu þetta hús meðan þau lifðu og þótti gott að búa þar öðru hvoru, einnig eftir að Dali var orðinn heimsfrægur málari. Dali kemst til metorða meðal súrrealista Dali vann mikið með súrrealísku hreyfmgunni í París og komst fljótt til metorða, innan hennar. Hann varð fljótlega þekktasti súrrealist- inn og af mörgum talinn sá merki- legasti. Paul þótti afar vænt um Nusch, stúlkuna sem hann kynntist í fá- tækrahverfinu, en hann gat ekki gleymt Gölu. Hann skrifaði henni: „Fyrir mér ert þú ástin holdi klædd, þú ert endurholdguð þrá og unaður ástarfunda. Þú ert allt hugmynda- flug mitt. Hvers vegna hefurðu ekki látið taka af þér nektarmynd- ir nýlega? Mig langar að fá af þér samfaramyndir og njóta ásta með þér fyrir framan Nusch.“ Dali skrifaði henni einnig. Hann málaði andlit hennar á kort og skrifaði: „Ég elska Gölu meira en móður mína, meira en föður minn, meira en Picasso og meira að segja meira en peninga!" Dali skrifaði ekki um kynlíf enda sagður getu- laus. Hann skrifaði um andlega ást og hið stórfenglega og það var ein- mitt það sem Gala vildi heyra. Paul vildi vera lítill — Dali stór Þeir voru um margt ólíkir, Paul og Salvador Dali. Paul vildi vera skáld og hann kærði sig kollóttan um að öðlast frægð eða verða mik- ils metið skáld. Dali vildi hins veg- ar verða mesti málari heimsins. Gölu hafði alltaf dreymt að ala af sér séní, og að vissuleyti má segja að það hafi hún gert eftir að hún tók upp samband við Dali. Það má líka segja að hann hafi verið stór- brotnasta listaverkið herinar. Gala var alltaf við hlið Dalis þegar hann málaði. Hún færði hon- um penslana, strigann og litina og þetta hvatti hann til að vinna mik- ið. Hann vakti athygli í Banda- ríkjunum og hélt fljótlega sýningu í New York. Gala og Salvador Dali giftust í október 1933 þegar hann var að verða þrítugur og hún fertug. Margt í fari Gölu breyttist eftir að hún giftist Dali. Hún hafði til dæm- is alltaf haft stutt liðað hár sem hún skipti til hægri, en eftir brúð- kaupið hafði hún millisítt hár sem hún tók saman í hnakkanum með Chanel-slaufu. Hún hélt þessari greiðslu þau 50 ár sem hún var giftDali. Paul og Nusch giftu sig sumarið : , . . • • , , MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGUST 1989 Dali-hjónin um 1980. Hér fer vel á með þeim, en svo virðist sem stundum hafi þau rifist heiftarlega og slegist. Sýndarmennskan og frægðin gerðu það að verkum að Dali fékk oft þunglyndisköst, og þegar Gala var orðin sjötug var hún búin að fá sig fullsadda af hinu öfgakennda lífí. Max Ernst gerði þessa mynd af Dada-hópnum meðan hann var í ástarsambandi við Gölu. Hún var þá gift Paul sem var besti vinur Max. Myndin var máluð árið 1922 og á henni er hann sjálfur (til vinstri númer 4 með hvítt hár), Paul Éluard (númer 9) og Gala (lengst til hægri). Pólland 1. september 1939 gerði Gala sér grein fyrir að besta ráðið fyrir þau væri að yfirgefa Evrópu. Þar sem hún hafði gott fjármálavit sá hún að í Bandaríkjunum væri hag þeirra borgið. Bandaríkjamenn höfðu sýnt myndum Dalis áhuga og virtust kunna að meta ýkjur og furðulegheit. Þau fluttu til vinkonu sinnar í Virginíu. Hvorki Gala né Salvador töluðu ensku, en það gerði ekki mikið til því þau höfðu þjón- ustufólk og ritara sem þýddu og túlkuðu fyrir þau með glöðu geði. Franski rithöfundurinn Anais Nin heimsótti Dali-hjónin þar sem þau bjuggu í Virginíu. Eftir heimsókn- ina skrifaði hún meðal annars: „Madame (frú) Dali hækkar aldrei róminn, hún gerir ekkert til að létta andrúmloftið eða heilla gestina. Henni finnst sjálfsagt að þarna séu allir komnir til að þjóna Dali, hinum mikla, óumdeilanlega Dali.“ 1934 meðan Gala og Salvador Dali voru í New York vegna sýning- ar Dalis í Julien Levy-safninu. Dali-hjónin vöktu mikla athygli í New York og voru í öllum helstu veislum sem haldnar voru í borg- inni. Það var mikils virði því með því móti gátu þau vakið athygli fjársterkra Bandaríkjamanna á myndum Dalis. Þau notfærðu sér það óspart og verðið á myndum hans hækkaði stöðugt. Athyglin og sýndarmennskan fer illa með taugakerfi Dalis Þegar þau komu aftur frá Bandaríkjunum til Evrópu braust spænska borgarastyijöldin út og þau fluttu úr litla fískimannaþorp- inu norðan við Barcelona í lúxus- hverfí Parísarborgar. Þau höfðu gert mikið til að vekja á sér at- hygli og notuðu hugmyndaflugið óspart. Sýndarmennskan var mikil, því þau urðu sífellt að skera sig úr fjöldanum. En það kom að því að allt þetta umstang bitnaði á tauga- kerfi Dalis, hann varð mislyndur og oft þunglyndur. Gala var sann- færð um að það væri best fyrir taugakerfi Dalis að þau væru sem mest á ferðinni, skiptu um um- hverfi og reyndu eitthvað nýtt. Þau voru á stöðugum ferðalögum á ár- unum 1936-39 frá Saint Moritz til Caprí, Bandaríkjanna, Kanada, Týrol, Rómar og fleiri staða. Dali var duglegur að mála á ferðalögunum, sem gáfu einnig tækifæri til að sýna sig og vekja á sér athygli. Hann tók meðal ann- ars að sér að hanna sérstakan tískufatnað fyrir Coco Chanel og Elsu Schiparelli sem á þessum tíma voru í fremstu víglínu í tískuheim- inum. Gala gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir seinni heimstyrjöldinni Þegar Þjóðveijar gerðu innrás í Satvaeto* *D<z£c , HIÆGILEGT FIFL EÐA SNILLINGUR? - EÐA HVORT TVEGGJA? Salvador Dali er af flestum talinn í hópi með meisturum aldarinn- ar, en hann hefúr ekki farið varhluta af umfjöllun gagnrýnenda. UmQölIunin hefur verið ærið misjöfn en yfirleitt nokkuð ákveðin, annað hvort mjög jákvæð eða n\jög neikvæð. Vittorio Scarbi er virtur ítalskur listgagnrýnandi sem hefúr ákveðnar skoðanir á Salvador Dali: „Dali var fyrst og fremst trúður. Hann Iét eins og fáviti allt sitt Iíf og vakti á sér athygli, ekki sem góður listamaöur heldur sem hlægilegt Ðfl. Hann hafði nákvæmléga ekkert vit á myndiist, var jú þokkalegur teiknari, en fyrst og fremst frumlegur í útliti. Það sorglegasta er að almenningur tók fiflalátunum vel og fannst þau vera merki þess að þama væri snillingur á ferð. Verk- in hans eru mér einskis virði og skilja nákvæmlega ekkert eftir sig“. Þó sú sem penna þessum stýrir sé eitilharður aðdáandi Dal- is, heimtar réttlætiskenndin að þetta álit Scarbis komi fram. Hann málaði og lét eins fífl. Hún sá um afganginn Salvador Dali átti það svo sannarlega til að hegða sér á annan hátt en fólk gerir flest. Útlitið, klæðaburðurinn og hin undarlega framkoma áttu eflaust stóran þátt í hinni miklu athygli sem hann vakti um allan heim sem myndlistarmaður. Saman voru þau Salvador og Gala stórsnj- öll. Hann málaði og lét eins og fífl en hún sá um afganginn. Hún hafði mikið fjármálavit og þefaði upp rétt fólk á réttum stað á réttum tíma. Ég hef heyrt tvær furðusögur um Dali sem ég sel ekki dýrari en ég keypti þær. Önnur segir að hann hafí hitt blindan mann með staf á fömum vegi. Hann hafi sparkaðrí manninn svo hann féll í götuna, hrækt svo á hann og sagt: „Ég þoli ekki að hafa fatlaða aumingja fyrir mér. Andskotinn hirði þig“. Hin sagan er þannig: Dali gekk fram á hóp úti- gangsmanna og betlara. Hann spurði þá hvort þeir væru ekki svangir og hvort þeim liði ekki illa. Þegar þeir játtu því hóf Dali frásögn af mikilli veislu sem hann hafði verið í hjá aðalsmönnum kvöldið áður. Þar sagðist hann hafa etið sig fullsaddan af ostrum og humrum sem hann hafi skolað niður með fínasta kampavíni. Áður en hann yfirgaf betlar- ana sagði hann: „Svona fíneríi geta ræflar eins og þið aldrei kynnst“. Það má svo sem vel vera að eitthvert sannleikskom sé í þessum furðu- legu sögum, en hvað sem þeim líður erú það myndir Dalis sem standa eftir hann og þegar þær eru skoðaðar eru flestir sammála því að þar hafí enginn venjulegur maður verið á ferð. Hvað svo sem orðið venjuleg- ur þýðir. Alla vega þótti Dada-istum orð hafa litla merkingu. Ekkert samband lengur við aðra súrrealista Dali-hjónin bjuggu til skiptis á þremur stöðum í Bandaríkjunum, í Virginíu hjá vinkonu sinni, í svítu á Hótel Regis, einu glæsilegasta lúxus-hóteli New York, og svo í Beverly Hills í Kalifomíu. Dali málaði ekki eingöngu, heldur hann- aði einnig skartgripi, tískufatnað og leikbúninga, meðal annars fyrir ballettuppfærslu í Metropolitan. Gala annaðist hins vegar ijármálin, það var hún sem samdi um verð á verkum Dalis, sá um bankavið- skipti og hafði samband við lög- fræðinga þegar þess þurfti. Gala fylgdi þeirri stefnu að Dali væri svo mikill snillingur að öll verk hans ættu að vera í allra hæsta gæðaflokki. Dollararnir hlóðust upp í bunkum hjá þeim og þau nutu þess að vera rík. Aðrir súrrealískir listamenn fluttust frá Evrópu til New York á stríðsárunum, en Dali-hjónin höfðu ekkert samband lengur við aðra súrrealista. Þau höfðu engan áhuga á því og Gölu fannst Dali vera yfir alla aðra hafinn. Töluverð- ur rígur myndaðist því og súrreal- istar kunnu illa við framkomu Dali-hjónanna. Gala hafði ekkert samband leng- ur við Max Emst eða Paul Éluard. Hún hafði reyndar ekkert samband við fólk í París á stríðsárunum og fékk ekki einu sinni fréttir af Céc- ile dóttur sinni, sem hafði gift sig í millitíðinni. Paul brennir öll bréfin frá Gölu, hún notar þau sem tekjulind Þegar síðari heimsstyijöldinni lauk fékk Gala bréf frá Paul. Hann bað hana að eyðileggja öll bréfin sem hann hafði skrifað henni. „Ég vona að þú lítir á málið eins og ég,“ skrifaði hann, „og viljir ekki skilja eftir neitt sem minnir á einka- líf okkar.“ Hann brenndi öll bréfin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.