Morgunblaðið - 01.09.1989, Side 38
3S
MÓktaJNBLAÐIÍ) IÞRÓTTIRyÖWwA&UR 1' Vf.I'TKMBKR H)ftí)
KNATTSPYRNA / DOMARAR
Guðmundur og
Eyjólfur dæma í
Evrópukeppninni
Guðmundur_ Haraldsson og
Eyjólfur Ólafsson, knatt-
spyrnudómarar, dæma í 1. um-
ferð Evrópukeppninnar. Guð-
mundur dæmir fyrri leik Lil-
leström frá Noregi og Werder
Bremen frá Vestur-Þýskalandi
13. september. Eyjólfur fær
síðari leik Ballymena frá Norð-
ur-írlandi og Anderlecht frá
Belgíu 27. september.
Línuverðir með Guðmundi í
Noregi verða Sveinn Sveinsson
og Bragi Bergmann. En þetta
sama tríó dæmdi einmitt leik
Skota og Kýpur í undankeppni
HM í Glasgow í vor. Með Ey-
jólfi verða Öli P. Olsen og Guð-
mundur Stefán Maríasson, en
þetta er fyrsta verkefni Guð-
mundar á erlendri grundu.
Eyjólfur
Guðmundur
KNATTSPYRNA / ITALIA
Maradona ekki enn
kominn til INIapólí
skrifar
frá Italíu
Diego Armando Maradona sem
þénar um 250.000 krónur íslen-
skar á dag fór í sumarfrí til Arg-
entínu, heimalands síns, í vor og hef-
ur enn ekki látið sjá
Brynja sig á Ítalíu. Napólí lék
Tómer fyrsta leikinn á tíma-
bilinu án hans og
mega menn sætta sig
við óskýrar yfirlýsingar kappans í
gegnum fjölmiðla.
Maradona neitaði lengi vel að snúa
aftur til Napólí á tilsettum tíma eftir
sumarleyfi og lét ekki vita hvar hann
var. Fréttahaukar voru sendir til
Argentínu til að reyna að hafa uppá
honum, og viti menn: hann fannst
uppi í fjöllum þar sem hann var í
veiðiferð ásamt fjölskyldu sinni. Hann
reiddist við fréttamennina sem hon-
um þóttu of ágengir og hyggst nú
höfða mál á hendur þeim sem hafa
„reynt að svipta mig ærunni“ eins
Diego Maradona.
og hann komst sjálfur að orði í sjón-
varpsviðtali.
Sagt að mafían hafi haft í hótunum
við Maradona og að hann tengdist
umfangsmiklu kókaínmáli. Um þess-
ar mundir standa yfir réttarhöld sem
Maradona tengist, því stúlka nokkur
segir að sonur hennar sé einnig son-
ur knattspyrnukappans.
ítalskir knattspyrnuáhugamenn
hafa fengið sig fullsadda af kjána-
skapnum og þeir eru fáir sem taka
málstað Maradona. Sala á ársmiðum
á leiki Nápólí hefur gengið illa í ár
og er það bein afleiðing hinnar undar-
legu hegðunar fyrirliðans. Maradona
er vanur að fara á heilsuhæli í megr-
un og æfingar fyrir hvert keppn-
istímabil ög hann segist núna vera
fimm kílóum of þungur. Yfirmenn
Napólí hafa ekki .viljað tjá sig um
málið við fjölmiðla, en raddir eru
uppi um það að félagið vilji höfða
mál á hendur honum fyrir vanvirð-
ingu á samningi, og einnig hefur
heyrst að ítalska knattspyrnusam-
bandið muni taka hann rækilega í
gegn, sagt hefur verið að hann fái
jafnvel ekki að leika á HM á næsta
ári.
Golfklúbburinn Keilir og Evrópuferðir kynna:
Laugardaginn 2.
Sunnudaginn 10.
Sunnudaginn 17.
Laugardaginn 23.
Laugardaginn 31.
september
september
september
september
september
Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur, meö og án forgjafar.
Fyrir hvern keppnisdag verda veitt glæsileg verdlaun;
fyrir besta skor án forgjafar og þrenn verdlaun meö forgjöf.
Aöalverölaun eru ferðir fyrir tvo til Portúgal
ásamt þátttöku í opnu golfmóti áhugamanna.
Feröir, gisting og keppnisgjald er innifaliö.
XIITAP AIR ^
Iqolfmja
tfurtournament
ALGARVE89
25 Nov — Dez/Dec
XII opna gólfmót Tap Air Portugal
fyrir áhugamenn haldið í Algarve 25. nóv.-2. des.
Þessi verölaun veröa veitt þeim tveim kylfingum
sem ná bestum samanlögöum árangri með og án forgjafar
fyrir 3 bestu hringi af 5.
Mótið fer fram á golfvellinum á Hvaleyrarholti í Hafnarfiröi.
Þátttökugjald er kr. 1.000,- fyrir hvern keppnisdag.
Skráning í síma 53360.
Öllum ágóöa af þessum mótum veröur variö til styrktar
sveit golfklúbbsins Keilis sem taka mun þátt í Evrópukeppni meistaraliöa
á Spáni næstkomandi nóvember.
AIR
PORTUGAL
evrópuferðir
eurotour<-
GUWEIA
FRJALSIÞROTTIR
Ásakanir um lyfja-
misferli alrangar
Stjórn FRÍ telur ásakanir Flaraldar
Magnússonar hafa valdið frjálsíþrótta-
hreyfingunni álitshnekki
Stjóm Frjálsíjjróttasambands ís-
lands (FRÍ) fjallaði um ásakanir
Haraldar Magnússonar, formanns
frjálsíþróttadeildar Fimleikafélags n
Hafnarfjarðar (FH), vegna meintrar
lyfjamisnotkunar Kristjáns Skúla
Asgeirssonar, hlaupara úr íþróttafé-
lagi Reykjavíkur (ÍR) og aðildar Birg-
is Guðjónssonar varaformanns FRÍ
þar að, dagsettar 16. og 17. ágúst,
á fundum sínum 22. og 29. ágúst.
Ásakanir þessar birtust einnig sem
frétt í DY 18. ágúst og í grein i aama
blaði 21. ágúst.
Hið rétta er að við rannsókn í
júlí/ágúst 1988 greindist heymæði
og áreynsluasmi hjá Kristjáni Skúla,
samkvæmt læknisgögnum, sem FRÍ
hefur undir höndum. Meðferð við
þeim sjúkdómi fólst í því að hann var
settur á Ventoline-úða og Beeotide-
úða. Þessi lyf eru ekki á bannlista
Alþjóðafijálsíþróttasambandsins en
þess er sérstaklega getið í skrá AI-
þjóðaólympíunefndarinnar að þau séu
lcyfð. Lyfjaeftirlitanefnd ÍSI hefur
staðfest með bréfi til FRÍ að ofan-
skráð lyf séu lögleg. Einu afskipti
Birgis af Kristjáni Skúla fram til 18.
ágúst var að staðfesta í símtali að
notkun ofangreindra iyfja væri leyfi-
leg.
Haraldur skrifar síðan aftur bréf
dagsett 23. ágúst sem birtist í DV
28. ágúst. Þar komu fram viðbótará-
sakanir í garð Kristjáns Skúla og
staðhæft að fararstjórar og þjálfarar
hafa fengið leyfi fyrir hann að taka
asmalyf í töfluformi í Evrópubikar-
keppninni i Dublin 5.-6. ágúst sl.
Hvorutveggja er alrangt. Hann hefur
aldrei verið á asmatöflum. Kjartan
Guðjónsson aðalfararstjóri sem og
aðrir fararstjórar, svo og Guðmundur
Karlsson landsþjálfari og Gunnar P.
Jóakimsson, þjálfari Kristjáns Skúla,
sem einnig var með í for til Dublin,
staðfesta að ekkert samkomulag hafi
verið gert við einn eða neinn um lyfja-
notkun hans.
Þessi hluti ásakananna sýnir van-
þekkingu Haraldar á lyfjamálum og
alþjóðakeppnisreglum. Keppendum
með asma er hvenær sem er helmilt
að taka margskonar lyf bæði sem
úða og í töfluformi. Þau lyf sem
læknanefndir alþjóðasérsambanda og
Alþjóðaólympíunefndarinnar leyfa,
hafa aðeins þau áhrif að bæta sjúk-
legt ástand þannig að það nálgist það
að verða eðlilegt. Þau lyf sem þannig
eru „lögleg“ eru aldei örvandi á neinn
hátt né hafa þau nokkur hagstæð
áhrif. Ekki erþörf að gera samkomu-
lag um leyfileg lyf og enginn tæki
þátt í „8amkomulagi“ um ólögleg lyf.
Eins og fram hefur komið i fréttum
falla Rússar út úr heimsbikarkeppn-
inni þar eð kúluvarpari þeirra féll á
lyfjaprófí í Evrópubikarkeppninni.
Reyndist hann hafa tekið hormóna-
lyfið testóslerón. Ef Rússar sleppa
ekki er varla við því að búast að Is-
lendingum takist að semja um töku
ólöglegra lyfja.
Haraldur hefur nú alls bendlað um
8 manns við þetta „lyfjamisferli“.
Stjórn FRÍ hefur því vísað þessu
máli til framkvæmdastjórnar ÍSl og
óskað eftir því að rannsókn verði
gerð vegna ásakana hans og með
hvaða hætti þær eru fram komnar.
Hefur stjórn FRl jafnframt áskilið
sér rétt til að leita til opinberra aðila
ef ÍSl verður ekki við þessari ósk.
Stjórn FRÍ vill fyrir alla muni að
fijálsíþróttahreyfingin verði hreinsuð
af öllum ásökunum um lyfjamisferli.
Stjórn FRÍ samþykkti að þar til
annað yrði ákveðið myndi hún engin
samskipti eiga við Harald Magnússon
meðan hann gegndi stöðu formanns
frjálsiþróttadeildar FH en þess í stað
snúa sér beint til aðalstjórnar FH og
stjórnar íþróttabandalags Hafnar-
fjarðar (ÍBH) með málefni sem varða
fijálsíþróttastarfið í Hafnarfirði. Hef-
ur formönnum FH og ÍBH verið til-
kynnt þessi afstaða og var þeim gerð
grein fyrir henni á fundi 23. ágúst.
Það skal tekið fram, að það var for-
manni FH og ÍBH tilkynnt, að stjórn
FRÍ vill eiga góða samvinnu við
hafnfirsk íþróttasamtök og hafn-
firska íþróttamenn og má minna á í
því sambandi að stjórnin hefur ákveð-
ið að þiggja boð IBH um að frjálsí-
þróttaþing 1989 verði haldið í nóv-
emberlok í Hafnarfirði.
Stjórn FRÍ teiur ásakanir llaraldar
Magnússonar varða við annan og
fjórða lið 2. greinar dóms- og refsiá-
kvæða íþróttasambands íslands (ÍSÍ)
og áskilur sér rétt til þess að fá það
staðfest með dómi. Með ásökunum
sínum hefur Haraldur borið íþrótta-
manninn, Kristján Skúla Ásgeirsson,
og Birgi Guðjónsson, varaformann
FRÍ, fararstjóra og þjálfara röngum
sökum og kært þá að ásiæðulausu.
Með því hafi hann komið ósæmilega
fram gegn yfirvaldi íljróttahreyfmg-
arinnar, valdið Kristjáni Skúla og
öðrum einstaklingum miklum óþæg-
indum og fijálsíþróttahreyfingunni
allri álitshnekki.
Reykjavík 29. ágúst,
F.h. stjórnar FRÍ,
Ágúst Ásgeirsson forniaður.