Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 13
MORGtJNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2^. .SKPTEMBElj, 1989 13 Nanna Biichert _____Myndlist_______ Bragi Ásgeirsson I anddyri Norræna hússins eru til sýnis nokkrar ljósmyndaraðir eftir Nönnu Biichert og stendur sýningin til 24. september. Nanna hefur komið við sögu hér áður og t.d. hélt hún einkasýn- ingu í Klausturhólum fyrir nokkr- um árum og hefur átt myndir á samsýningum í Nýlistasafninu. Hún mun hálfíslenzk, fædd í Kaupmannahöfn, en varð stúdent við MR árið 1967, nam fornleifa- fræði við háskólann í Kaup- mannahöfn og hefur síðan alla tíð verið búsett þar. Fyrir Nönnu er ljósmyndunin fyrst og síðast listgrein, hún tekur á ferðalögum sínum samskonar myndir og allur fjöldinn, svo og fréttamyndir, en svo eina og eina myndaröð fyrir sjálfa sig af ein- hveiju sem henni fínnst einkenn- andi við staðinn og leitar á sköp- unarþörf hennar. Og Nanna hefur víða farið og tekið myndir, en þó þarf hún ekki langt að fara, því að myndefnin eru allt um kring og kirkjugarðar eru meðal þess myndefnis, sem heillar hana, hvar sem hún kemur. Allir ljósmyndarar af sömu gerð og Nanna eiga sér einkennandi viðfangsefni og þannig má segja, að það séu hin skörpu skil ljóss og skugga, sem Nönnu eru hug- leikin og þá einkum í kringum einfaldleikann. Hún kemur auga á það, sem fer framhjá flestum í umhverfí þeirra, og ein myndaröð, sem er hvað mest einkennandi fyrir þau vinnubrögð, er Esso Blu- es, en þar hefur hún valið einföld, óvænt og fágæt sjónarhorn við olíutankana í Hafnarfirði. Hið af- markaða myndefni, einfalt, hreint og klárt kemst vel til skila og skoðandinn skynjar hina mynd- rænu fegurð á augabragði. Það er þannig ekki hið mikil- fenglega, stórbrotna sjónarspil í umhverfinu né sjónbaugur fjar- lægðarinnar, sem endilega höfðar til Nönnu, heldur mikiifengleikinn við hið smáa og afmarkaða, sem á vegi hennar verður, — brotabrot hlutveruleikans mætti nefna það. Þetta kemur t.d. vel fram í myndaröðunum „För“ og „Spor í sandi“, þar sem hárfín blæbrigðin ná að magna upp óræðar sögur og jafnframt kemur hér fram viss áferð og hreyfing, og eru þeir því í skemmtilegri andstæðu við kyrr- stöðuna í fyrstnefndu myndaröð- inni. Þá er hin sérstæða sjálfs- mynd hennar tvímælalaust með hinu athyglisverðasta á sýning- unni. Þetta er í heiid vönduð sýning og vel að kynningunni staðið og jafnframt ótvírætt áhrifaríkasta framlag Nönnu Buchert til þessa hér í borg. Ragnars saga og Gunn- laðar saga DR. RORY W. McTurk, lektor í íslenskum fræðum við The Uni- vérsity of Leeds, flytur fyrirlest- ur í boði félagsvísindadeildar fimmtudaginn 21. september nk. kl. 17.00 í stofu 101 í Odda. Fyrir- lesturinn heitir Ragnars saga og Gunnlaðar saga og verður fluttur á íslensku. Dr. Rory W. McTurk er mörgum Islendingum að góðu kunnur. Hann dvaldist hér á landi á árum áður við nám og rannsóknir og lauk prófi frá Háskóla íslands árið 1965. Meginverk hans á vettvangi norr- ænna fræða er yfirgripsmikil rann- sókn á Ragnars sögu loðbrókar. Varði hann doktorsritgerð um það efni, sem kemur út á prenti innan skamms. í fyrirlestri sínum mun dr. Rory W. McTurk ræða utn rannsóknir sínar á Ragnars sögu loðbrókar og sérstaklega um nafnið loðbrók og hugsanleg tengsl þess við forna fijósemistrú á Norðurlöndum. Einn- ig mun hann víkja að fleiri goðsög- um sem snerta þetta efni. (Fréttatilkynning) N HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. (§g) ^ meiri ánægja^ Öllum þeim, sem á einn eöa annan hátt geröu mér daginn 16. september dásamlegan meö gjöfum, skeytum og heimsóknum, þakka ég hjartanlega. Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum og jjöl- skyldum þeirra, allt þaÖ sem þau gerÖu fyrir mig. ÞaÖ er sagt aö Guö borgi fyrir hrafninn, ég vona að hann geri það fyrir mig. Guörún Magnúsdóttir, Skúlagötu 76. HALLBfORN I HAGKAUP í dag, fimmtudag, mætir Hallbjðrn Hjartarson í Hagkaup Kringlunni og áritar og kynnir nyju plötuna Kántrý 5. Allir velkomnir. KANTRY 5 Tvímælalaust langbesta pfata Hallbjarnar lil bessa. 10 ný lög hvert ööru skemmtilegra Plata sem allir islendingar veröa aö eignast AEROSMITH - PIIMP VMSIR — LAMBADA HLICE COOPER - TRASH Stórkostleg splunkuný plata- frá meisturum rokksins AEROSMITH. Ein alkraft mesta og besta rokkplata sem komið hefur út. Þetta er platan sem fer sigurför um allan heim og inniheldur m.a. lagið vinsæla Lambada. Þú kaupir þessa fyrr eða síðar. Ný, mögnuð plata frá Alice Cooper. Það besta sem hann hefurgert í mörg ár. Inniheldur m.a. topplagið Poison. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. □ 19. o 20. LP/KASS. HALLBJÖRN HJARTARSON - KÁNTRÝ 5 1.099 R0LLING STONES - STEEL WHEELS 899 ALICE C00PER - TRASH 899 PRINCE - BATMAN 899 . BANDALÖG - ÝMSIR 1.099 GtiNS 'N' R0SES - LIES 899 N0W 15 - ÝMSIR 1.399 GUNS 'N' R0SES - APPETITE F0R DESTRUCTI0N 899 CULT - S0NIC TEMPLE 899 DISNEYLAND AFTER DARK - N0 FUEL LEFT... 899 STUÐMENN - LISTIN AÐ LIFA 1.149 LIVING C0L0UR - VIVID 899 JETHR0 TULL - R0CK ISLAND 899 MÖTLEY CRUE - DR. FEELG00D 899 CURE - DISINTEGRATION 899 MIKE 0LDFIELD - EARTH M0VING 899 STEVE RAY VAUGHAN - IN STEP 899 STEVE STEVENS - AT0MIC PLAYB0Y 899 B52'S - C0SMIC THING 899 BJARTAR N/tTUR - ÝMSIR 1.149 CD 1.499 1.499 1.599 1.599 1.599 2.699 1.599 1.599 1.599 1.649 1.499 1.599 1.599 1.599 1.499 1.499 1.599 1.599 1.649 MUNIÐ lægra verÖ í HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.