Morgunblaðið - 21.09.1989, Page 20

Morgunblaðið - 21.09.1989, Page 20
20 MORGUNBLAÐlÐ FIMMTL'DAGl'R 21. 1^89 Kínverska lýðræðis- fylking'in stofnuð París. Reuter. 150 KÍNVERSKIR andófs- menn ætla að koma saman í París á morgun til að taka þátt í stofnfundi Kínversku lýðræðisfylkingarinnar, FDC. Samtökin eru stofnuð til höf- uðs kommúnistastjórninni í Kína sem beitti hervaldi til að bæla niður mótmæli kínver- skra lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar 3.-4. júní sl. Þátttakendur á stofnfund- inum ætla að ræða eftir hvaða leiðum ijölflokkalýðræði, mannréttindum og fijálsu hag- kerfi verið komið á í Kína. Setningarávarp flytur Wu- erkaixi, 21 árs leiðtogi mót- mælanna á friðartorginu. Norður-írland: Upplýsingum lekið til mót- mælenda Belfasl. Reuter. GRUNUR leikur á að norður- írskir lögreglumenn hafi lekið upplýsingum um a.m.k. 60 menn, sem taldir eru tilheyra írska lýðveldishernum, IRA, til morðsveita mótmælenda í Dublin. Norður-írsk lögreglu- yfirvöld sögðu að tveimur umslögum með upplýsingum um meinta IRA-skæruliða hefði verið stolið af lögreglu- stöð í Belfast, Nokkru áður hafði þingmaður SDLP, hóf- samra þjóðemissinna, skýrt frá því að lögreglumaður hefði afhent honum skjöl með nöfn- um og heimilisföngum 18 IRA-manna. Bandaríkin: Lík Hoffa und- ir íþróttaleik- vangi Chicago. Reuter. BANDARÍSKI verkalýðsfor- inginn Jimmy Hoffa, sem hvarf sporlaust árið 1975, var myrtur, lík hans hlutað í sund- ur og grafið undir íþróttaleik- vangi í New Jersey. Tímaritið Playboy hefur þetta eftir dæmdum leigumorðingja. Tímaritið skýrði frá því í nóv- ember sl. að glæpasamtök hefðu látið myrða Hoffa nærri Detroit-borg fyrir 14 árum. Hoffa var rutt úr vegi vegna þess að hann hafði hótað að skýra frá ítökum glæpasam- taka í stærsta verkalýðsfélagi í Bandaríkjunum, IBT, það er samtökum flutningaverka- manna. ísrael: Fyrrum nasisti á mála hjá Mossad Jerúsalem. Reuter. OTTO Skorzeny, fyrrum höf- uðsmaður í stormsveitum nas- ista, starfaði fyrir ísraelsku leyniþjónustuna Mossad á sjö- unda áratugnum, að því er ísraelski sagnfræðingurinn Amnon Kava segir. Kava segir að Mossad hafí ráðið Skorzeny til að njósna um þýska vísinda- menn sem unnu að leynilegum verkefnum í Egyptalandi. Hann sagði að hinn þýski milli- liður Skorzenys hefði verið undirmaður hans í stormsveit- unum í síðari heimsstyijöld- inni. Kava greindi frá þessu í ísraelska útvarpinu sl. þriðju- dag. Þota ferst í Sahara með 171 innanborðs: Talið að þotan hafí spmngið í loft upp Yfirlýsingar öfgasamtaka ekki teknar alvarlega París. London. Router. VERIÐ getur að frönsk farþega- þota sem fórst í Sahara-eyðimörk- inni í fyrradag hafi verið sprengd í loft upp, að því er talsmenn franska flugfélagsins Union des Transports Aeriens (UTA) sögðu í gær. Tveir ókunnir menn lýstu ábyrgð á verknaðinum á hendur öfgasamtakanna Heilags stríðs í Líbanon en trúverðugleiki þeirra er mjög dreginn í efa. 171 maður var um borð og segja flugmálayfir- völd ólíklegt að nokkur hafi lifað af. Farþegaþotan sem er af gerðinni DC-10 var á leiðinni frá N’Djamena, höfuðborg Tsjad, til Parísar. Tuttugu mínútum eftir flugtak sagðist flug- maðurinn ætla að láta í sér heyra eftir aðrar tuttugu mínútur. Það voru síðustu ijarskiptin milli flugvélarinn- ar og flugturnsins í N’Djamena. Eft- ir 18 tíma leit fannst brakið 650 km norðvestur af N’Djamena á einum afskekktasta stað jarðar. Hlutar úr þotunni voru dreifðir yfir 40 ferkíló- Pólska ríkisstjórnin vill aðstoð við einkavæðingu Varsjá, London, Washington. Reuter. PÓLLAND og Evrópubandalagið (EB) undirrituðu á þriðjudag fyrsta viðskiptasamning þessara aðila og er þar kveðið á um að pólskum vörum verði veittur greiðari aðgangur að mörkuðum EB. Einnig er gert ráð fyrir stór- aukinni samvinnu á ýmsum svið- um, m.a. í landbúnaði og Ijarskipt- um. Pólskir ráðamenn segjast ekki búast við að samningurinn hafi víðtæk áhrif á viðskiptin við EB þegar í stað en hann sýni bættan hug EB-þjóða í garð Pólverja. Francois Mitterrand Frakklands- forseti telur brýnasta vanda Pól- verja nú vera gjaldeyrissskort en auk þess þurfi þeir að fá tæknilega aðstoð og hvetur hann til sameig- inlegs átaks vestrænna ríkja í þessu skyni. Framkvæmdastjórn EB annast samræmingu á stuðningsaðgerðum 24 vestrænna ríkja til handa Pólveij- um og Ungveijum. EB er byijað að senda nautakjöt til Pólverja og á næstunni fá þeir hveiti, fóðurvörur, ólífuolíu og ávexti. Bandalagið hefur heitið Póllandi neyðaraðstoð að and- virði 120 milljóna Bandaríkjadollara (7.200 milljóna ísl.kr.). James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði við því á blaðamannafundi á þriðjudag- að Vesturveldin veittu íjárhagsaðstoð án skilyrða. „Við viljum ekki endur- taka mistqkin sem vestræn iðnríki gerðu á áttunda áratugnum þegar við dældum fé í pólskt efnahagslíf án þess að krefjast raunhæfra að- gerða í efnahagsmálum," sagði Ba- ker. Hann bætti við að leggja yrði Reuter Tadeusz Mazowiecki, forsætis- ráðherra Póllands, ásamt Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, eftir að fyrsti við- skiptasamningur Pólverja við Evrópubandalagið hafði verið undirritaður. áherslu á áætlanir sem gerðar hefðu verið um stuðning við uppbyggingu einkafyrirtækja í Póllandi. Hubert Janizsewski, sem er að- stoðarforstöðumaður þeirra stofnun- ar í Póllandi er annast umsjón með erlendum fjárfestingum í landinu, er nú staddur í Bretlandi. Hann sagði ríkistjórn Tadeusz Mazowieckis ætla að fá erlenda aðila til að aðstoða við að einkavæða mikilvæg fyrirtæki í landinu. „Ljóst er að skipasmíða- stöðvar eru þar efst á blaði," sagði Janizsewski. „En einnig kemur til greina að einkavæða fyrirtæki í létta- iðnaði :. . ríkisstjórnin hefur ekki enn metið stöðuna í öllum fram- leiðslugreinum." Hann sagði að and- staða væri útbreidd meðal verka- manna við þessar hugmyndir og stjórnin yrði að fara gætilega; það tæki mörg ár að vinna bug á kredd- um um bandaríska kapítalista sem kreistu blóðið úr verkalýðnum. Reka yrði áróður fyrir einkavæðingunni og útskýra hvað hún merkti í reynd. Hann sagði ennfremur að ekki væru allir sammála um ágæti er- lendra Ijárfestinga. Verkamenn hjá keramik-verksmiðju hefðu í at- kvæðagreiðslu fellt tillögu um sam- vinnu við ítalskt fyrirtæki. Ástæðan var sú að þeir sem hefðu fengið störf hjá fyrirhugaðri, nýrri verksmiðju hefðu fengið hærri laun. „Verka- mennirnir eru vanir samfélagi jafn- aðar þar sem allir fá sömu laun, án tillits til framlags," sagði Janizsew- ski. metra svæði í Nígeríuhluta Sahara- eyðimerkurinnar. „Brakið er dreift um það stórt svæði að allt bendir til að sprenging hafi orðið í mikilli hæð,“ sagði Michel Friess, talsmaður flug- félagsins UTA, í gær. Næstu byggðu ból eru í hundruð kílómetra ijarlægð frá slysstað og því stóðu franskar björgunarsveitir frá Tsjad og hersveitir frá Nígeríu andspænis erfiðu björgunarverkefni í gær. Talsmenn hersins sögðust ótt- ast að enginn hefði lifað slysið af. Fréttir af fjölda farþega voru mjög óljósar í fyrstu og enn hefur ekki fengist staðfestir hvpijir voru um borð. Vitað er að flestir farþeganna voru Afríkumenn en auk þeirra var 31 Frakki, nokkrir bandarískir starfsmenn Exxon olíufélagsins og Italir og Svisslendingar meðal far- þega. Talið er að skipulagsmálaráð- herra Tsjad og eiginkona bandaríska sendiherrans í Tsjad hafi einnig ver- ið um borð. Ókunnur maður hringdi í UTA í gær og segist talsmaður flugfélags- ins ekki taka þá hringinu alvarlega. Annar ókunnur maður hringdi í al- þjóðlega fréttastofu í London í gær og tilkynnti að öfgasamtökin Heilagt stríð hefðu sprengt þotuna í loft upp. Hann talaði ensku með erlend- um hreim og sagði að þetta ætti að kenna Frökkum að hætta að skiptast á upplýsingum við ísraela um _Hiz- bollah-leiðtogann Sheik Obeid. ísra- elár hafa Obeid nú í haldi eftir að hafa rænt honum í Suður-Líbanon. Franskif embættismenn segjast draga trúverðugleika þessarar simhringingar í efa því venjulega gefi Heiiagt stríð út yfirlýsingar á arabísku í Beirút. Fréttaflutningur Prövdu s’affnrýndur Moskvu. Reuter. VITALY Tretjakov, aðstoðarritstjóri vikublaðsins Moskvufrétta, segir í leiðara í blaði sínu í gær að þýðing flokksmálgagnsins Prövdu á níðgrein um fulltrúaþingmanninn Boris Jeltsín hafi brotið gegn reglum um sanngjarnan fréttaflutning. „Ritstjórar Prövdu lýstu því reyndar yfir að greinin úr La Repubblica hefði verið birt óstytt en þeir sáu ekki ástæðu til að efast um að höf- undur greinarinnar hefði farið með rétt mál,“ sagði Tretjakov. Grein ítalska blaðsins var birt í Prövdu á mánudag og var Jeltsín þar lýst sem drykkjuhrút og eyðslukló sem hefði drukkið út gífurlegar fjár- hæðir sem hann hafði fengið fyrir fyrirlestrahald í Bandaríkjunum. „Það er synd að sovéskir frétta- menn skyldu ekki eiga hlut að máli i þessum tímamótaatburði í anda glasnost heldur þurft á aðstoð ítal- skra dagblaða að halda,“ sagði í leið- ara Moskvufrétta. „Svo viðist sem sovéskir blaðamenn í Bandaríkjunum hafi allir með tölu verið í fríi.“ START-viðræður risaveldanna: Tilslakanir af hálfii Bandaríki amanna Ylln .. I. I« n .. II m.l. ... . ' I' l» < . Iln il.i a.l. II111.4 i.». Washington, Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum kveðast reiðubúin til að slaka á kröfúm sínum í viðræðum við Sovétstjórnina um fækkun lang- drægra kjaraorkuvopna, sem jafiian eru nefndar START-viðræð- urnar. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu á þriðjudag en á morgun, fiistudag, hefst i Wyoming í Banda- ríkjunum fúndur þeirra Bakers og Edúards Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna Baker sagði á fundi með blaða- mönnum í Washington að Banda- ríkjamenn væru tilbúnir til að falla frá þeirri kröfu sinni að hreyfan- legar landeldflaugar yrðu bannað- ar með öllu. Lét hann í Ijós þá von að þetta gæti orðið til þess að viðræðurnar kæmust á skrið en bætti við að hann teldi enn mikið verk óunnið áður en sarnn- ingur um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna yrði tilbúinn til undirritunar. Talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, Gennadíj Gerasímov, sagði á blaðamanna- fundi í Moskvu í gær að Sovét- stjómin fagnaði breyttri afstöðu Bandaríkjamanna. Hann bætti við að mikilvægt væri að útkljá önnur deilumál-í viðræðum þessum. Tilt- ók talsmaðurinn ágreining um eftirlit með stýriflaugum í skipum og kafbátum. Bandarískir embættismenn hafa fram til þessa talið að sátt- máli um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna þurfi að kveða á um algjört bann við framleiðslu og uppsetningu hreyfanlegra landeldflauga. Tæpast sé unnt að skilgreina fullnægjandi eftirlitsá- kvæði verði einungis samið um niðurskurð á þessu sviði kjarn- orkuheraflans. Sovétmenn eru öldungis andvígir því að hreyfanlegar kjarnorkueldflaugar verði bann- aðar með öllu. Þeir ráða nú yfir tveimur gerðum hreyfanlegra landeldflauga; SS-24 og SS-25. Bandaríkjamenn eiga á hinn bóg- inn engar slíkar eldflaugar enda tók Baker utanríkisráðherra fram að þetta tilboð Bandaríkjamanna væri háð því skilyrði að banda- rískir þingmenn samþykktu að smíðaðar yrðu hreyfanlegar land- eldflaugar. Ákaft hefur verið deilt um þetta á Bandaríkjaþingi en stjórn Bush Bandaríkjaforseta vill að smíðaðar verði hreyfanlegar eldflaugar af gerðinni Midget- man, sem borið geta einn kjarna- odd og að eldflaugum af gerðinni MX verði komið fyrir á hreyfan- legum skotpöllum. Ákveðið hafði verið að ný lota viðræðna um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna hæfist á ný í Genf á mánudag í næstu viku en viðræðunum hefur verið frestað um nokkra daga vegna fundar utanríkisráðherra risaveldanna í Bandaríkjunum. Fastlega er búist við því að afvopnunarmál verði efst á baugi og sagði James Ba- ker að hann vænti þess að árang- ur næðist í viðræðum um bann við frámleiðslu efnavopna, tak- markanir kjarnorkutilrauna og fækkun langdrægra kjarnorku- vopna. Ráðherrarnir munu einnig eiga óformlegar viðræður um umbótastefnu stjórnvalda í Sov- étríkjunum, hreyfingar þjóðernis- sinna í Eystrasaltsríkjunum og breytingar þær sem átt hafa sér stað í Póllandi og Ungveijalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.