Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 21
21 MQRGljNBlAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2.1, SEPTEMBER 1989 Flugslysið við Jótlandsstrendur: Engar upplýsing- ar á flugritunum ENGAR upplýsingar er að finna á flug- og hljóðritum skrúfuþotu norska flugfélagsins Partnair sem gefið geta vísbendingar um hvað olli því að flugvélin hrapaði í Norðursjó 8. september sl. A hljóðritanum, sem tekur upp samtöl flugmanna, heyrðist ekk- ert eftir gangsetningu flugvélar- innar og flugritinn stöðvaðist skönimu fyrir óháppið. Ekki er vitað hvers vegna. Jíljóð- og flugritar norsku flug- vélarinnar voru sendir til rannsókna í London eftir að þeir náðust af hafsbotni í síðustu viku. Viðstaddir voru starfsmaður norska loftferða- eftirlitsins og flugstjóri frá Partn- air-flugfélaginu. Norska blaðið Aft- enposten hafði eftir þeim að það síðasta sem hefði heyrst á hljóðrit- anum væri þegar flugmennirnir hefðu gangsett hreyfla flugvélar- innar. Síðan væri eins og segul- bandið hefði stöðvast rétt fyrir flug- tak. Útilokað væri að segja hvers vegna. Væri það liður í skylduverk- um áhafnar fyrir flug að gangsetja hljóðritann og ganga úr skugga um að hann starfaði eðlilega. Rannsókn á flugritanum leiddi í ljós að flugvélin var í réttri hæð, 22.000 fetum, og hafði verið 34 mínútur og 55 sekúndur á lofti þegar hún hrapaði skyndilega niður í Tannisbugtina norður af Hirtshals í Danmörku. Hætti flugritinn að nema upplýsingar um starfsemi hreyfla og stjórnkerfa rétt áður en hún hrapaði. Allt hefði verið með eðlilegum hætti þangað til en þó hefði hraði flugvélarinnar aukist á síðustu stundu um 16 hnúta, eða 26 km/klst. Með því að rannsaka upptökur ratsjárstöðvar í Danmörku og upp- tökur AWACS-eftirlitsflugvélar Atlantshafsbandalagsins, sem var á flugi í nágrenni slysstaðarins, hefur tekist að reikna út feril flugvélar- innar síðustu mínútur fyrir brot- lendingu. Þar kemur fram að hún breytti nokkrum sinnum um stefnu síðustu þijár mínúturnar áður en hún hvarf af ratsjám. Nam stefnu- breytingin á tímabili allt að 180 gráðum. Ennfremur var reiknað út að flugvélin hefði á einni mínútu steypst úr 22 þúsund fetum í 11 þúsund fet. Eftir það koni hún ekki fram í ratsjám. Fulltrúai' norska loftferðaeftir- litsins sögðú að svarið við þv; hvers vegna flugvélin fórst væri líklega að finna í braki hennar, sem nú er unnið að því að ná upp af hafsbotni. Kína: Vitað um af- tökur 242 manna í Kína London. Reuter. AMNESTY International, hin alþjóðlegu mannréttindasam- tök, sögðu í gær að vitað væri um 242 menn sem teknir hefðu verið af lífi fyrir meinta glæpi í Kína það sem af væri ári. Amnesty sagði að talan væri eflaust enn hærri. Líklegt væri að margir hinna fjögur þúsunda manna, sem teknir hefðu verið fastir eftir aðför alþýðuhersins gegn umbótasinnum í bytjun júní, hefðu verið teknir af lífi. Vitað væri um a.m.k. 137 sem látnir hefðu verið gjalda þátt- töku í í aðgerðum umbótasinna með lífi sínu. Sjúklingar í Fær- eyjum óskilvísir __ Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaósins. ÁRLEGA hverfur af Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum fatn- aður, sem metinn er á hálfa milljón ísl. kr. Á spjöldum, sem sjúkra- hússtjórnin hefur sett upp, segir, að í fyrra hafi þessi rýrnun verið fólgin í 1.200 buxum, 400 nærskyrtum, 300 brjóstahöldum og 200 handklæðum. Forstöðukona þvottahússins seg- ir, að leitt sé til þess að vita, að fólk skuli ekki bera meiri virðingu fyrir opinberum eigum en tekur fram, að stundum sé um athugunar- leysi að ræða. Þegar sjúklingar eru útskrifaðir fara sumir heim í nær- fatnaði af sjúkrahúsinu og margir senda hann síðan aftur. Þeir eru samt til, sem hafa reynt að fela upprunann með því að lita fatnað- inn. Segist hún stundum hitta fólk á förnum vegi, sem finnist sjálfsagt að ganga í fötum rækilega merktum Landssjúkrahúsinu. Hefur nú vet'ið ákveðið að fylgjast betur með þessu en hingað til. GARÐASTÁL Á þök og veggi = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 520Ö0 með Silvia's mother, Cover of the Rolling Stones, Only Sixteen og öll hin góðu lögin á Hótel íslondi í kvöld og laugardagskvöld. Dr. Hook er ein allra, allra skemmtilegasta hljómsveit sem hingað hefur komið, enda eru lögin stórkostleg, félagarnir hressir og fram- koman einstaklega lífleg. Missið nú ekki af hrikalega góðu stuði með 0 ;HOOK Akureyringar! Munið Dr. Hook föstudagskvöld íSjallanum. Miðasala og borðapantanir daglega í Hótel íslandi og í Sjallanum. SiM** * 96-22970 HÖTEL fjUAND 687111 Hvort sem þú ert byrjandi eða keppnismaður í íþróttinni þá bjóðum við uppá 5 glæsilega Squash-velli og einn Racketball-völl sem gefa bestu völlum Evrópu ekkert eftir. Pantaðu tíma núna fyrir veturinn í Squash eða Racketball hjá Squash-Klúbbnum Stórhöfða 17 (við Gullinbrú). Pantanir teknar í síma 67 43 33 --u KLUBBURINN Stórhöfði 17 LEIKTU S0UASH A FRÁBÆRUM VÖLLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.