Morgunblaðið - 21.09.1989, Side 30
'30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989
VilborgO. Bjömsdóttir
frá Laufási - Minning
Fædd 2 7. nó Vember 1901
Dáin 12. september 1989
Bogga frænka, eins og fjölskylda
hennar kallaði hana, fæddist í Lauf-
ási við Eyjafjörð, dóttir prestshjón-
anna þar, séra Björns Björnssonar
og Ingibjargar Magnúsdóttur.
Vilborg ólst upp í Laufási, að
undanskyldum námsárum sínum
við Kvennaskólann í Reykjavík, til
23ja ára aldurs, að hún flutti ásamt
móður sinni til Reykjavíkur, eftir
andlát föður síns.
Ingibjörg lét reisa stórt íbúðar-
~*'hús við Sólvallagötu 17, sem hýst
hefur stóran hluta fjölskyldunnar
gegnum árin allt til dagsins í dag.
Þar bjó hún ásamt Vilborgu, sem
alla tíð var hennar hjálparhella, þar
til hún lést.
Ingibjörg hélt saman hinni stóru
fjölskyldu, með sinni mildu hendi,
og eftir andlát hennar tók Vilborg
við því hlutverki, og eru margar
ljúfar endurminning^r frá sam-
verustundum fjölskyldunnar á Sól-
vallagötunni.
Fljótlega eftir flutninginn til
Reykjavíkur hóf Vilborg störf hjá
Landsíma íslands, á langlínudeild,
og starfaði þar í 47 ár, lengi sem
varðstjóri. I þá tíð, þegar öll samtöl
til og frá landsbyggðinni voru hand-
virk, stárfaði mikill fjöldi kvenna á
langlínudeildinni, og hafa margar
þeirra sem störfuðu undir stjórn
Vilborgar sagt mér að annan eins
Skrifstofutækninám
Betra verð - einn um tölvu
Tölvuskóli íslands
S: 67 14 66
FATAS KÁPAR
á frábœru verði
rataskáparnir frá okkur vekja athygli fyrir
góöa hönnun, fjölbreytt útlit og ekki
frábært verö.
Það er spennandi að heimsækja okkur.
Sjáumst!
Funahöfða 19, sími 685680
yfirmann hafi þær ekki haft, hún
hafi borið umhyggju fyrir þeim sem
með henni stöi’fuðu, og tekið þátt
í meðlæti þeirra sem mótlæti eins
og besta móðir, eins og ein af þess-
um talsímakonum tjáði mér.
Fyrir utan fjölskyldu sína og störf
hennar á Landsímanum voru útivist
og ferðalög helstu áhugamál henn-
ar. Hún ferðaðist mikið erlendis en
þó enn meir um landið sitt og sér-
staklega þótti henni ánægjulegt að
ferðast um óbyggðir landsins, og
þær voru ófáar gönguferðirnar um
nágrenni Reykjavíkur.
Boggu þótti mjög vænt um Lauf-
ás og sagði okkur bræðrabörnum
sínum margar sögur frá æskuárum
sínum í Laufási og hafði hún óskað
þess að jarðneskar leifar sínar
fengju að hvíla þar.
Blessuð sé minning þessarar
elskulegu frænku minnar.
Björn Björnsson
Föðursystir mín Vilborg Oddný
Björnsdóttir var eina dóttir 6 barna
Ingibjargar Magnúsdóttur og séra
Björns Björnssonar prests í Laufási
við Eyjafjörð.
Bræður hennar voru: Magnús
Björnsson stýrimaður, Björn
Björnsson bankafulltrúi, Jón S.
Björnsson bankafulltrúi, Stefán
Björnsson tollvörður og dr. med.
Jóhannes Björnsson læknir, sem
allir eru látnir. Með þeim eru gengn-
ir fulltrúar þeirrar kynsjóðar, sem
stóðu traustum fótum á íslandi fyr-
ir og eftir lýðveldistökuna og þeirr-
ar menningar sem þá var.
Vilborg, Bogga frænka, var
lengst af varðstjóri hjá Landsíma
íslands og átti heimili með móður
sinni á Sólvallagötu 17, sefn Ingi-
björg reisti ásamt börnum sínum,
eftir hún varð ekkja og flutti til
Reykjavíkur 1924.
Vilborg var mikill unnandi
íslenskrar náttúru og undi sér best
í skauti hennar, en hún tregaði það
mest seinustu ár ævinnar, er heils-
unni hnignaði, að geta ekki notið
náttúrunnar sem fyrrum.
Vilborg var í miklu uppáhaldi hjá
bræðrum sínum og frændsystkinum
og var mikið um gestakomur á
heimili hennar, sem var innréttað
af mikilli smekkvísi, og sömuleiðis
var hún tíður og ljúfur gestur hjá
vinum og vandamönnum.
Hún varð miðpunktur ættarinnar
við' fráfall móður sinnar 1962 og
var ætíð tekið á móti mér af mik-
illi élsku og fyrr en varði var Vil-
borg búin að leiða mig fram og
aftur í tímann, oft aftur í aldir, í
frásagnarhæfni sinni um menn og
málefni innan og utan ættarinnar
og ekki síst í minningunum frá
æskuheimilinu, Laufási við Eyja-
fjörð, sem hún kenndi sig ávallt við.
Björn H. Jóhannesson
Vilborg Oddný Björnsdóttir frá
Laufási er látin.
Bogga frænka er dáin, síðust
systkinanna frá Laufási við Eyja-
fjörð. Þar verður hún jarðsett, enda
finnst mér að hún hafi tæpast farið
þaðan; þar dvaldi hugur hennar
löngum.
Er afi dó fluttist ijölskyldan til
Reykjavíkur og Ingibjörg amma
reisti fjölskylduhús á Sólvallagötu
17. Það hús var oft fullt af fólki,
um jól, á afmælum eða á öðrum
tyllidögum, frá kjallara og upp í
ris. En þar bjó amma og stjórnaði
öllu með myndarlegri festu. ■
En hjá henni var Bogga og sá
um flest. Öll fengum við barnabörn-
in jóla- og afmælisgjafir. Þær
keypti hún Bogga frænka og gekk
frá. Hún sá um bakkelsi og hlað-
borð þegar veislur voru og hún sá
um ömmu þegar undan hallaði hjá
henni.
Þegar amma féll frá tók Bogga
frænka við hennar hlutverki. Hún
fylgdist með barnabörnunum og
barnabarnabörnunum og lét sig
miklu skipta hvernig hveijum og
einum vegnaði. Hún var góð kona
og vildi öllum vel.
Hún er horfin; enn ein þeirra, sem
hverfa af þeirri kynslóð er ólst upp
á þeim tíma er var nær miðöldum
en nútímanum. Hún lifði fyrir aðra
og ég er einn af þeim og fyrir það
er ég þakklátur.
Haddi
Minning:
Steinar Karlsson
bifreiðasljóri
Með örfáum orðum langar mig
til að minnast góðs vinar, sem ég
kynntist er ég hóf æfingaakstur hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur í maí-
mánuði síðastliðnum fyrir sumaraf-
leysingarnar.
Það var þá sem ég var sendur
upp í vagninn sem Steinar keyrði.
Var þetta með mínum fyrstu æf-
ingatímum, svo ég fann fyrir kvíða,
en hann hvarf þó fljótt þegar ég
var sestur undir stýri í vagninum
hans Steinars. Hann var einn af
mörgum vagnstjórum sem höfðu
einkar gott lag á því að þjálfa ný-
liða.
Steinar hafði síðastliðinn vetur
keyrt vagninn sem ég og konan
mín þurftum svo oft að nota. Ófærð-
in var mikil og erfitt var að bíða
með tvö börn úti í kuldanum eftir
strætó. Við vorum oft á ferðinni
og ósjaldan þótti okkur miður að
teíja strætó með því að koma barna-
vagninum inn að aftan.
Síðan var það í einum æfinga-
tímanum, að Steinar segir við mig
í mikilli einlægni: „Ég dáðist að
ykkur, þér og konunni þinni í vet-
ur, þegar þið voruð að ferðast með
börnin ykkar í strætó; dáðist að
ykkur.“
Eg man hversu vænt mér þótti
um að heyra slík orð frá vagn-
stjóra, eftir að hafa haft hálfgert
samviskubit af ferðum mínum með
strætó, með barn í vagni og annað
í burðarpoka, því sjálfur veit ég að
mörgum vagnstjóranum er illa við
barnavagna og farangur sem far-
þegar hafa með sér. En það setti
Steinar ekki fyrir sig, heldpr dáðist
að fólki sem notaði þjónustu vagn-
anna og sýndi með því það andlit
Strætisvagna Reykjavíkur, sem
yfirmenn og eftirlitsmenn SVR
mega vera stoltir af.
Eftir æfingaaksturinn leit ég í
kringum mig eftir Steinari, en af
einhveijum ástæðum sem ég ekki
vissi hveijar voru kom ég ekki auga
á þennan góða dreng við akstur
strætisvagnanna. Saknaði ég hans
sem eins af lærifeðrum mínum hjá
SVR, og kveð hann hér með um
leið og ég óska honum Guðs bless-
unar, og aðstandendum styrk í sorg
þeirra.
Einar Ingvi Magnússon