Morgunblaðið - 21.09.1989, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.09.1989, Qupperneq 37
MORGÍJNBLÍADID' BIMMTUDAGl'R 21. SEPTEMbí!r 198>) 3? Hljómsveitin Antik. F. v. Haukur Garðarsson gítarleikari, Ásgrímur Angantýsson hljómborðsleikari og Bjarni Ómar Haraldsson sem syng- ur og spilar á gítar. Efri röð f.v. Einar E. Sigurðsson trommuleikari og Halldór Þórólfsson bassaleikari. Einar spilar á trommur og „raddar“ V-þýsk jakkaföt Gæóavara - Gott veró Stakir jakkar og buxur Leóurjakkar Mikió úrval af peysum Frakkar - Bindi - o.m.fl. Verið velkomnir RAUFARHOFN Halda uppi Qöri á N or ðausturlandinu ARaufarhöfn eru fimm ungir menn með hljómsveit sem gengur undir nafninu Antik. Einn hljómsveitarfélaganna Einar E. Sigurðsson segir að til standi að skipta um nafn á hljómsveitinni fljótlega. „Nafnið er villandi," sagði hann. „Fólk gæti haldið að við værum einhverjir gamlir karlar sem spiluðu bara gamla tónlist. En við erum kornungir menn sem spilum nútímalega tónlist, en auðvitað eru gömul lög innan um, t.d. rokk og þess háttar.“ Hljómsveitin var stofnuð um síðustu áramót en félag- ar í henni hafa verið við hljóð- færaleik síðastliðin fimm ár. Hljóm- sveitin hefur spilað fyrir dansi víða á norð-austurlandi. Hljóðfærin eru hljómborð, tveir gítararar, bassi og trommur. Einar spilar á trommur og „raddar“. „Eg byijaði að spila á trommur þegar ég var fimmtán ára, en ég er tuttugu og_ tveggja ára núna,“ segir Einar. „Ég er fæddur á Rauf- arhöfn og uppalinn hér, sem og aðrir í hljómsveitinni Antik. Við æfum þrisvar í viku. Við spilum helst hefðbundna dansmúsik og svo rokk, þó ekki þungarokk. Við spil- um það hins vegar fyrir okkur sjálfa á æfingum. Við semjum einnig lög og það stendur til að hljóðrita í stúdíói eitthvað af lögunum okkar á næstunni. Jónas Friðrik ætlar að semja fyrir okkur texta við tvö lög. Hann hefur m.a. samið hefur texta fyrir Rió tríóið. Við spilum fyrir dansi á ýmsum stöðum hér í kring. Sú tónlist sem okkur virðist höfða mest til fólks núna er svokallað diskórokk. Við höfum lagt mikla peninga í tækja- kaup og eigum góð hljóðfæri. Við vorum hins vegar í mestu vandræð- um með að fá bíl til að flytja okkur á milli. En nú höfum við fengið rútu. Hún bilaði nú reyndar í tveim- ur fyrstu ferðunum svo að við urð- um alltof seinir á dansstað. Við urðum því að stilla upp hljóðfærun- um í miklum flýti og byija svo að spila lafmóðir. En svona er þetta, það gengur á ýmsu í spilamennsk- unni. Við höldum stundum böll sjálfir en það er mikið happdrætti. Við þurfum núna að borga fyrir alla löggæslu og það eru aldrei færri en þrír löggæslumenn á hveiju balli. Þetta var ekki svona áður, þetta eru einhver ný lög. Annars eru böllin hér yfirleitt mjög róleg. Á veturna er ekki mikið um að vera í skemmtanalífinu. Það má segja að þetta jafnist út, fólk skemmtir sér talsvert á sumrin en lítið á veturna. Það er mikið af unglingum hér á sumrin, koma margir hingað til að vinna í frysti- húsinu. En á veturna fer flest allt ungt fólk í skóla og mikið af því fólki kemur ekki hingað aftur. Það sest að fyrir sunnan." Auk hljómsveitarstarfsins hefur Einar staðið fyrir hótejrekstri á Raufarhöfn á sumrin. Á veturna hefur hann verið j Hótel og veitinga- skóla íslands. „Ég valdi þetta nám m.a. vegna þess hve dýrt það er að halda sér uppi fyrir sunnan þeg- ar maður á ekki heimili þar. Ég var í Iðnskólanum hálfan vetur en ákvað svo að fara í nám þar sem ég kæmist á samning. Þá gæti ég lært og fengið einhvert kaup. Ég er alveg sæmilega sáttur við þetta nám en ég held þó að ég komi ekki til með að vinna við þetta alla mína æfi. Maður finnur líka vel fyrir sam- drættinum í þjóðfélaginu í þessari vinnu. Ég hef verið kokkur á sjó og gæti hugsað mér að vera það um tíma, en ekki til langframa." gsg Sk>ATOM MATGERÐ KEJSARANS FINA I KINA MATSEÐILL Fiskisúpa Keisarans í Kína Humar fyrir hermanninn að austan Kjúklingur Swaton steiktur við múrinn. Hörpudiskur pönnusteiktur m/lauk Lambakjöt í súrsætri sósu Shanghai Krabbakjöt með sveppum og Swatonsoði Cha Chi Kai: kjúklingur létt steiktur Nautakjöt: woksteikt í mildu kryddi TILBOÐ FYRIR TVO Fiskisúpa • Humar • S watonkj úklingur Krabbi með sveppum*Nautakjöt*Kaffi ________________1190 kr. pr.mann_________________ Swaton er blómlegt hérað við borgina Shanghai í Kína. Þar er kínversk matargerðarlistbyggðágamalliheiðmeðmildum kryddtegundum og ein- faldri samsetningu réttana. Swaton héraðið er þekkt fyrxr góða matgerð og matreiðslumeistarar Kínversku keisaranna voru ævmlega frá Swaton en þar er heimspekingurinn Konfúsíus fæddur. Næstu vikur verður Swaton matur á matseðilinum á veitinga húsinu Shanghai og ljóst og dökkt Tsing tao öl frá Kína . Kínverska veitingahúsið, Laugavegi 28b, sími: 16513.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.