Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989
5
Bryndís, önnur dætra Jóns Stefánssonar, og Bera Nordal, forstöðu-
maður Listasafns íslands, virða fyrir sér „Hesta á fjalli" sem Jón
málaði kringum 1926.
Yfirlitssýning á verk-
um Jóns Stefánsson-
ar í Listasafhi Islands
YFIRLITSSÝNING á verkum listmálarans Jóns Stefánssonar verð-
ur opnuð í Listasafni íslands á morgun, laugardag. Þetta er fyrsta
sýningin sem spannar allan feril listamannsins og er elsta myndin
talin vera frá um 1910 þegar hann var við nám í París og þær
yngstu málaði Jón kringum 1960 en hann lést árið 1962. Myndir
Jóns prýða alla sali safnsins, sýningin er sú stærsta í Listasafninu
til þessa og á sér áð sögn forstöðumannsins, Beru Nordal, margra
ára aðdraganda. Hrafnhildur Schram listfræðingur segir að sýning-
in muni veita óvenju sterka og heildstæða mynd af listferli þessa
málara, sem verið lia.fi einn áhrifamesti frumkvöðull íslenskrar nút-
ímalistar.
Blaðamaður átti þess kost að
ganga um saii Listasafnsins í vik-
unni í fylgd Beru Nordal, forstöðu-
manns, Bryndísar Jónsdóttur, sem
er önnur dæta málarans, Hrafn-
hildar Schram og Ólafs Kvaran,
forstöðumanni Listasafns Einars
Jónssonar, sem rýnt hefur í feril
listamannsins og valið myndir á
sýninguna.
Landslagsmyndir Jóns eru mörg-
um íslendingum að góðu kunnar
og skipa að sjálfsögðu veglegan
sess á sýningunni. Þær hóf Jón þó
ekki að mála fyrr en á þriðja ára-
tug aldarinnar, en áður hafði hann
einbeitt sér að mannamyndum,
módelstúdíum og uppstillingum.
Þessir efnisflokkar eiga allir full-
trúa meðal þeirra 118 mynda sem
á sýningunni eru.
Bera Nordal segir að sýningin
eigi sér langan aðdraganda. Ákveð-
ið hafi verið þegar safnið flutti í
nýtt húsnæði að fyrsta stóra sýn-
ingin yrði á verkum Jóns og áhersla
þannig lögð á áhrif hans í mótun
íslenskrar myndlistar. Listasafnið
eignaðist stóran hluta dánarbús
ekkju málarans snemma á síðasta
áratug og á það sinn þátt í því að
sýningin varð að veruleika. Rúmur
fjórðungur verka á sýningunni er
þó fenginn að láni úr stofnunum,
fyrirtækjum og frá einkaaðilum.
Talsvert af myndum kom frá Dan-
mörku þar sem Jón bjó um árabil,
þar á meðal lánar Ingiríður drottn-
ingarmóðir eitt verk.
Þetta er fyrsta yfirlitssýning á
verkum listamannsins frá því að
hann lést fyrir 27 árum en önnur
slík sýning var í Listasafninu árið
1952. Jón hélt raunar fáar sérsýn-
ingar um ævina og þóttu þær jafn-
an mikill listviðburður.
Jón Stefánsson fæddist á Sauð-
árkróki árið 1881. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Lærða skólanum í
Reykjavik aldamótaárið og hóf
myndlistamám í Kaupmannahöfn
1903 eftir nokkur ár við verk-
fræðinám þar í borg. Árið 1908
hélt Jón til Parísar þar sem hann
sat í skóla Henri Matisse um
þriggja ára skeið og kynntist hinni
pólskættuðu Elsie er varð fyrri
kona hans. Frá 1913 og öll stríðsár-
in bjó listamaðurinn í Kaupmanna-
höfn. Þar var hann til að byija
með óánægður með verk sín og
eyðilagði þau jafnóðum, svo að fátt
eitt hefur varðveist frá því fyrir
1917.
Jón var búsettur á íslandi frá
1924 til 1937. Hann reisti sér íbúð-
arhús með vinnustofu við Berg-
staðastræti í félagi við Ásgrím
Jónsson listmálara. Þar bjó Jón
eftir að hann sneri heim frá níu
ára Danmerkurdvöl og allt til
dauðadags árið 1962.
Þegar Jón dvaldi í Danmörku
kom hann oft til íslands á sumrin
til að mála. Margar mynda hans
bera vitni um að landið hafi átt í
honum sterk ítök og oft er ijallið
tákn þess, að sögn Beru Nordal.
Allnokkrar sjávarmyndir eru
sýningunni í Listasafninu og kveðst
dóttir Jóns, Bryndís, halda einna
mest upp á þær. Hún segir að það
hafi komið sér á óvart að mikið
af myndunum á sýningu Lista-
safnsins hafi hún aldrei séð fyrr,
henni verði æ betur ljóst hve af-
kastamikill málari faðir hennar
hafi verið.
Reylyavíkurborg lánaði „Hraunteig við Heklu“ á yfirlitssýninguna
í Listasafni íslands. Myndin er frá 1930.
Svavar Egilsson kaupir hlut í Ferðamiðstöðinni Veröid:
Stærstu hluthafar seldu sitt
SVARAR Egilsson kaupsýslu-
inaður hefur keypt eignarhluta
Sigurðar Garðarssonar og Sig-
urðar Arnar Sigurðssonar í
Ferðamiðstöðinni Veröld. Svavar
verður stjórnarformaður fyrir-
tækisins.
Andri Már Ingólfsson verður
áfram framkvæmdastjóri Ferða-
miðstöðvarinnar Veraldar. Andri
Már vildi ekki upplýsa hve stór
hundraðshluti hlutafjár fyrirtækis-
ins hefði skipt um hendur í þessum
viðskiptum. Hann vildi ekki upplýsa
hvert kaupverðið hefði verið.
Andri Már staðfesti að undarfar-
ið hefði aðstandendur Veraldar,
ferðasKrifstofanna Sögu, Polaris og
Samvinuferða Landsýnar varpað
fram og rætt sín á milli hugmyndir
um sameiningu fyrirtækjanna. Þær
viðræður hefðu þó aldrei komist á
neitt formlegt stig. Hann vildi ekki
fullyrða að slíkar viðræður yrðu úr
sögunni með inngöngu Svavars
Egillssonar í Veröld en sagði telja
að forséndur hefðu breyst við það,
enda hefði Svavar komið til liðs við
Veröld í þeim tilgangi að skjóta enn
sterkari stoðum undir reksturinn.
AIIKLIG4RDUR
MARKAÐUR VIÐ SUND