Morgunblaðið - 22.09.1989, Side 17
MQRGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 22,- SEPTEMBEfi 1989
47
Skákþing unglinga
haldið um helgina
KEPPNI Skákþings íslands 1989
í drengja- og telpnaflokki, fædd
1974 eða síðar, verður dagana
22.-24. september nk. Tefldar
verða 9 umferðir eftir Monrad-
keríí og er umhugsunartími 40
mín. á skák fyrir keppanda.
Ef næg þátttaka fæst, verður
sérstakur telpnaflokkur, annars
verður hafður sami háttur og und-
anfarin ár.
Umferðataflan er þannig: Föstu-
dagur 22. sept. kl. 19-23 1., 2. og
3. umferð. Laugardagur 23. sept.
ki. 13-18 4., 5. og 6. umferð.
Sunnudagur 24. sept. kl. 13-18 7.,
8. og 9. umferð.
Teflt verður í félagsheimili TR á
Grensásvegi 46, Reykjavík. Þátt-
tökugjald er kr. 600. — Innritun
fer fram á skákstað föstudaginn
22. september kl. 18.30-18.55.
Skákstjóri verður Ólafur H. Ól-
afsson.
MORSE CONTROL
Stjórntæki fyrir vélar og gíra, spil o.fl. Stýrisvélar og stýri. Mikið úrval fyrirliggjandi.
Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Fyrir allar vélategundir og bátagerðir.
Hagstætt verð -
leitið upplýsinga.
VÉLASALAN H.P.
ÁNANAUST 1, REYKJAVIK. SÍMI 91-26122
Haustferð
Sjálfstæðis-
manna í Nes-
og Melahverfi
FÉLAG Sjálfstæðismanna í Nes-
og Melahverfi eftiir til hinnar
árlegu haustferðar sunnudaginn
24. september. Að þessu sinni
verður farið í skoðunarferð um
Reykjavík undir leiðsögn Davíðs
Oddssonar, borgarstjóra.
í ferðinni
verður meðal
annars komið í
Borgarleikhú-
sið, Höfða og
Vatnsveituna.
Þá verður við-
dvöl á Kjarv-
alsstöðum og
veitingar þegn-
ar þar í boði
félagsins. Öll-
um eldri borgurum hverfisins er að
venju boðið í haustferðina.
Lagt verður af stað frá Nes-
kirkju klukkan 13.30 á sunnudag-
inn. Skráning þátttakenda er á
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins að
Háaleitisbraut 1, til klukkan 17 á
föstudag.
Bent Larsen
tef lir á helg-
arskákmóti á
Egilsstöðum
DANSKI stórmeistarinn Bent
Larsen mun taka þátt í helgar-
skíikmóti tímaritsins Skákar,
sem fram fer á Egilsstöðum helg-
ina 22. til 24. septeinber.
Hér er um að ræða 38. helgar-
skákmótið, sem tímaritið Skák efn-
ir til og er það nú í fyrsta sinn
haldið á Egilsstöðum.
Fyrirkomulag mótsins verður
með þeim hætti, að fyrst eru tefld-
ar tvær stuttar skákir og þá taka
við fimm umferðir, þar sem hver
keppandi hefur eina og hálfa
klukkustund til að leika fyrstu 30
leikina, en síðan hálfa klukkustund
til að ljúka skákinni.
Fyrsta umferðin á helgarskák-
mótinu verður tefld klukkan 18
föstudaginn 22. september, en því
mun ljúka að kvöldi sunnudagsins
24. september. Fyrstu verðlaun eru
50.000 krónur, önnur verðlaun
25.000 krónur, þriðju verðlaun
15.000 krónur og fjórðu verðlaun
10.000 krónur.
Sumir eru einfaldlega
betri en aðrir
í Vestur-Þýskalandi hefur verið leitt í Ijós,
að Mitsubishi Colt/Lancer hafa meira rekstraröryggi
en aðrir bílar í sama stærðarflokki.
í könnun, sem hinn virti félagsskapur ADAC (Félag bifreiöaeigenda í
V-Þýskalandi) lét gera árin 1986-1988 á 10.000 bifreiðum af öllum
tegundum og geröum, kom fram að í flokki smærri fólksbíla reyndust
Mitsubishi Colt/Lancer hafa lægsta bilanatíðni. Athuganir náöu yfir fyrstu
þrjú ár þeirra bifreiða, sem valdar voru í könnunina, og dómsorð hinna
þekktu neytendasamtaka að henni lokinni voru : „Engar bilanir, sem
orö er á gerandi." Talsverður munur reyndist vera á Mitsubishi
Colt/Lancer og þeirri bifreiðategund, sem næst var aö bilanatíðni og var
sá munur svipaöur fyrir öll þrjú árin, sem könnunin tók til.
Þetta er í sjötta sinn, sem áðurnefnd samtök setja Mitsubishi bifreiðir
í efsta sæti á lista sinn yfir rekstraröryggi bifreiða.
Sumir eru einfaldlega
MITSUBISHI COLT/LHNCER