Morgunblaðið - 20.10.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.10.1989, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 Búnaðarbankinn: Stefán Hilmarsson lætur af störfum Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbankans, hefur sagt starfi sínu lausu, samkvæmt upplýsingum, sem Morgnnblað- ið hefiir aflað sér. Hefur verið boðaður fundur í bankaráði Búnaðarbankans í dag kl. 11, þar sem fjallað verður um ráðningu eftirmanns Stefáns. Bankastjórar Búnaðarbankans auk Stefáns eru Jón Adolf Guð- jónsson og Stefán Pálsson. Að- stoðarbankastjórar eru tveir, Sól- on Sigurðsson og Sveinn Jónsson. Launamálaráð BHMR: Skerðingu lífeyris- jframlags mótmælt LAUNAMALARAÐ Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna mótmælir harðlega tillög- um í frumvarpi til fjárlaga, um 500 milljóna króna skerðingu á Iögbundnu framlagi ríkissjóðs til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. í ályktun sem launamálaráð BHMR hefur samþykkt segir, að skerðingin á framlagi ríkisins til LSR sé kynnt sem frestun á lögbundnu framlagi ríkisins til lífeyrissjóðsins, og takmarkið virðist vera að skapa sjónhverfmgar um greiðslustöðu ríkissjóðs með því að ganga í lífeyris- sjóð starfsmanna. Launamálaráð BHMR hvetur Alþingi til að fara ekki inn á þá braut að falsa greiðslu- stöðu ríkisins með því að beita laga- setningarvaldi til að færa fé úr sjóð- um starfsmanna í því skyni að lag- færa tímabundið greiðslustöðu ríkis- ins. Varar launamálaráðið stjórnvöld við að freista þess að stefna lífeyris- sjóði starfsmanna í greiðsluþrot, til að knýja síðar fram stórkostlega. rýrnun á loforðum um lífeyrisréttindi tii handa starfsmönnum, en félags- menn BIIMR muni svara slíkri árás af fullum þunga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Sædal Svavarsson byggingarstjóri lýsir tæknibúnaði og kostum stóra sviðsins fyrir fréttamönn- um. Á innfelldu myndinni eru menn að leggja síðustu hönd á sælgætissöluna í andyrinu. Borgarleikhúsið vígt í kvöld: Byggingarkostnaður er orðinn um 1,5 milliarður Styrkur Reykjavíkurborgar til Leikfélagsins hækkar Tveir bílar ultu í hálku TVEIR bílar ultu á Reykjanes- braut í gærmorgun en þá var talsverð hálka á brautinni vegna ísingar. Um klukkan Qögur valt fólksbíl á suðurleið. Okumaður var einn í bílnum. Hann meiddist lítilsháttar, að talið var, og fór til læknisskoð- unar. Bíllinn er tnikið skemmd- Um klukkan átta um morgun- inn valt leigubíll við Vogastapa. Auk ökumanns voru þrír farþegar í bílnum. Þeir sluppu ómeiddir en ökumaðurinn kvartaði undir eymslum. Bíll hans er mikið skemmdur. FORMLEG vígsluathöfn Borgarleikhússins verður í kvöld en fjórf- án ár eru liðin síðan byggingarframkvæmdir hófust. Heildarkostn- aður er rúmlega 1,5 milljarðar króna en eftir er að vinna verk er svarar til um 6% af kostnaði. Húsið rúmar 840 manns í sæti í sölun- um tveimur en í Iðnó voru sæti fyrir 220 til 240 manns. Davíð Oddsson borgarstjóri og formaður byggingarnefhdar segir, að búast megi við að framlag Reykjavíkurborgar' til Leikfélagsins hækkaði úr 40 milljónum á ári í 80 milljónir með auknum umsvif- um félagsins. Styrkur rikisins hefiir verið 10 milljónir á ári. „Það er vel að þessari byggingu staðið og ekkert til sparað þó ekki hafi verið bruðlað,“ sagði Davíð þegar fjölmiðlum var boðið að skoða húsið. Sagði hann að bygg- ing hússins hefði verið mikið átak rétt eins og þegar iðnaðarmenn reistu Iðnó um aldamótin en í þessu húsi sem er um 11 þúsund fermetr- ar mætti víða koma gamla Iðnó fyrir. Nefndi hann sem dæmi að æfingarsalur á fjórðu hæð vær jafn stór salnum í Iðnó. Sagði hann að mikil ánægja væri með húsið, það hefði reynst vel og minntist þess að sænski leikstjórinn Ingmar Bergmann hefði hrifist af nálægð áhorfenda við sviðið er hann skoð- aði húsið og sagt að engu væri líkarar en að listafólk hefði ráðið meiru um hönnunina en stjórn- málamenn. „Og það er rétt,“ sagði Davíð. Tómas Zoéga framkvæmda- stjóri Leikfélagsins sagði að um 110 til 130 manns ynnu að meðal- ' tali hjá félaginu. Fastráðnir starfs- menn eru um 40, þar af um 20 leikarar. Enn hefur ekki verið bætt við starfsmönnum i nýja hús- inu en stefnan er að halda sem flestum lausráðnum. „Þetta er miskunnarlaust en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun og menn í ábyrgðum með allar fjá- skuldbindingar," sagði Tómas. Þegar byggingarnefnd hefur lokið störfum verða afskipti borgarinnar af leikhúsinu lítil sem engin. Árleg- ur rekstrarkostnaður Leikfélagsins er um 100 til 110 milljónir á ári. Byggingamefnd húsins skipa nú Davíð Odsson formaður, Steinþór Sigurðsson leikmyndateiknari, Þórður Þ. Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur og til vara Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi, Sigurður Karlsson leikari og Tómas Zoéga. Arkitektar hússins em þeir Guð- mundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson og Þorsteinn Gunnars- son. Reykjavíkurborg hefur látið gera kynningarbækling um Borg- arleikhúsið sem dreift verður til borgarbúa og munu leikarar Leik- félags Reykjavíkur sjá uni dreif- inguna. Aflaverðmæti og fískkaup eftir verstöðvum 1988: Reykjavíkurflotmn skilaði mestum aflaverðmætum Akureyringar verja mestu fé af öllum verstöðvum til fiskkaupa AFLAVERÐMÆTI reykvískra fiskiskipa er töluvert meira en afla- verðmæti skipa frá öðrum verstöðvum. Þessi skip öfluðu fyrir 3,3 milljarða á síðasta ári, en Vestmannaeyjaflotinn var næstur í röð- inni með 2,8 milljarða. Reykjavík er hins vegar aðeins í þriðja sæti yfir verðmæti keypts afla til vinnslu. Fyrirtæki í borginni keyptu físk fyrir 1,5 milljarða á síðasta ári. Mestu fé til fiskkaupa var varið á Akureyri, 1,8 milljörðum, og næstmestu í Hafnarfirði, 1,6 millj- örðum króna. Hlutur Reykvíkinga af heildaraflaverðmæti á síðasta ári er 10,8% en hlutur borgarinnar í fiskkaupum aðeins 6,3%. Reykjavíkurflotinn hefur því í verulegum mæli farið annað en til heimahafnar með afla sinn. Fiskifélag Islands hefur unnið úr gögnum sínum lista yfir þær verstöðvar, sem yfir mestu afla- verðmæti ráða, og þær, sem mestu verja til fiskkaupa. Við samanburð af þessu tagi verður að taka margt inn í dæmið. Inni í aflaverðmæti skipanna á hverjum stað fyrir sig reiknast allur afli þeirra á því verði, sem hann er seldur. Þannig hefur það áhrif á verðið hve mikið af afl- anum er selt utan og hve stór hlut- ur frystitogara er á hveijum stað. Afiaverðmæti þeirra er reiknað á afurðaverði, en jafnframt eru þeir inni í tölunni um fiskkaup viðkom- andi staða. Þá þarf einnig að hafa í huga, að á sumum stöðum er keyptur afli mun meiri en afli heimaskipa. Þar má til dæmis nefna þá staði, sem mest bræða af loðnu. Seyðfirðingar eiga ekkert nótaskip, en taka á móti miklu af loðnu á hverri vertíð svo dæmi sé nefnt. Sem dæmi um hið gagnstæða má nefna að tvö skip, sem skráð eru á Fáskrúðsfirði, Hilmir SU og Hilmir II SU, landa aldrei þar. Því verður aflaverðmæti Fáskrúðsfjarðarskipa mun meira en fiskkaup á staðnum. Reykjavíkurskipin voru á síðasta ári með um 10,8% heildaraflaverð- mætis íslenzka fiskiskipaflotans, sem alls nam 30,2 milljörðum króna. Vestmannaeyjar voru með 9%, Ilafnarfjörður 5,9%, Akureyri 5,7% og Grindavík 4,6%. Akur- eyringar keyptu hins vegar mestan afla til vinnslu. Alls var varið 24,1 milljarði króna til fiskkaupa. Af því voru Akureyringar með 7,3%, Hafn- firðingar 6,6, Reykjavík 6,3, Vest- mannaeyjar 5,8 og Grindavík 4,1%. Þetta eru einu staðirnar, sem keyptu fisk til vinnslu fyrir meira en einn milljarð króna. í Reykjavík, Vestmannaeyjum og Keflavík er um helmingi minna fé varið til fiskkaupa, en aflaverðmæti skipanna er. Það þýðir í raun að verulegur hluti alls afla á þessum stöðum er seldur óunninn utan eða til annarra verstöðva. Hátt hlutfall af afla skipa frá Þorlákshöfn og Akranesi fer einnig annað til vinnslu. Athyglivert er að ísfirðing- ar, Siglfirðingar, Eskfirðingar og Norðfirðingar kaupa meiri afla til vinnslu, en floti þeirra aflar. Hvað varðar þijá síðasttöldu staðina munar þar mest um loðnukaup, en á ísafirði liggur munurinn mest í rækju. Annars staðar er tiltöiulegt jafnvægi milli aflaverðmætis skip- anna og kaupverðs fisks tii vinnslu. Átta landa keppnin: Tap gegn Dönum DANIR unnu Islendinga með 4 vinningum gegn 2 í 5. umferð átta landa keppninn- ar í skák í gær. Önnur úrslit urðu þau að Pólverjar sigr- uðu Svía með 4,5 vinningum gegn 1,5, Vestur-Þjóðveijar sigruðu Færeyinga með 4,5 vinningum gegn 1,5 og Norð- menn sigruðu Finna með 4 vinningum gegn 2. íslending- ar mæta Svíum í dag í næsts- íðustu umferð keppninnar. Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Erling Mortensen á 1. borði. Á öðru borði varð jafn- tefli hjá Margeiri Péturssyni og Jens Ove Fries Nielsen, á þriðja borði varð jafntefli hjá Helga Ólafssyni og Jakob 0st Hansen, og á þriðja borði varð jafntefli hjá Jóni L. Árnasyni og Klaus Berg. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tapaði fyrir Ninu Hojberg á 5. borði, og á 6. borði varð jafntefli hjá Hannesi Hlífari Stefánssyni og Jan Sor- ensen. Vestur-Þjóðveijar eru efstir í keppninni með 21,5 vinninga, Danir eru í öðru sæti með 18,5 vinninga, Pólveijar eru í þriðja sæti með 18 vinninga, Svíar eru í fjórða sæti með 14,5 vinn- inga, íslendingar eru í fímmta sæti með 13,5 vinninga og bið- skák, Finnar eru í sjötta sæti með 13 vinninga, Norðmenn eru í sjöunda sæti með 12,5 vinninga og biðskák og Færey- ingar reka lestina með 7,5 vinninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.