Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 2
M0RGUNL5LAÐIÐ l'’ÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1989 ■\ Jósafat Arngrímsson laus úr haldi: Fyrri ábyrgðir ná teknar gildar London, frá Berki Arnarsyni, fréttaritara JÓSAFAT Arngrímsson, sem setið hefiir í varðhaldi í London grunaður um stórfelld fjársvik, var látinn laus í fyrradag. Þá hafði verjandi hans náð sam- komulagi við lögreglu og sak- sóknara um að taka til greina ábyrgðir tveggja aðila sem dóm- stóll hafði áður neitað að taka gildar. Áður hafði einn maður gengið í ábyrgð fyrir Jósafat með sam- þykki réttarins. Samtals nema ábyrgðimar 90 þúsund sterlings- pundum, eða um 9 milljónum króna. Jósafat þarf næst að mæta fyrir rétt í málinu þann 12. desem- ber. Fram að þeim tíma verður vegabréf hans í vörslu lögreglu, hann verður að mæta hjá lögreglu alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, hann verður að dveljast í London og má ekki breyta um dvalarstað þar nema láta lögreglu vita með fyrirvara. Þá má hann ekki hafa samband við aðra aðila málsins. Morgunblaðsins. Lögregla verst frétta af rann- sókninni og málsatvikum en hér í Bretlandi hindra lög ítarleg frétta- skrif fjölmiðla í sakamálum fyrr en dómur i þeim hefur verið kveð- inn upp. Varað við eld- flaugaskotum Norðmanna Eggjaverð lækkar VERÐ á eggjum lækkaði skyndilega í gær og fór í nokkrum verslunum á höfuð- borgarsvæðinu niður fyrir 300 krónur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var ástæða lækkunarinnar sú, að Hagkaup hugðist bjóða bökunarvörur til jólanna á tilboðsverði, þar á meðal egg. Undanfarið hefur verð á eggjum verið samræmt. Við verðlækkunina í gær brast hins vegar samstaða eggjaframleið- enda og er skýringin sögð vera offramleiðsla. Ástæður offram- leiðslunnar eru að neysla hefur minnkað um 12-14% síðan í fyrra, en framleiðslan staðið í stað. Því hafa safnast birgðir, sem framleiðendur reyna nú að losa sig við með því að lækka verðið. Egg kostuðu 299 krónur í Hagkaupum í gær og 290 krón- ur í Bónus. Einnig lækkaði eggjaverð hjá fleiri verslunum, þar á meðal Kaupstað og Mikla- garði. Siglingamálastofiiun hefur vakið athygli sjófarenda á við- vörunum norskra stjórnvalda vegna fyrirhugaðra eldflauga- skota frá Andöja í Noregi í tengslum við heræfíngar, á tíma- biiinu 22. nóvember til 4. desem- ber. Andöja er rétt norðan við Lofoten og siglingarleiðin í Hvíta hafið ligg- ur þar fyrir vestan. Siguijón Hann- esson hjá Siglingamálastofnun sagði að stofnunin vildi koma þess- um viðvörunum á framfæri því íslensk skip yrðu hugsanlega á ferð þarna í grennd. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Veiðifélagamir Atli Ómarsson og Henning Haraldsson með hluta af veiðinni. Rjúpur hvert sem litið var „ÞVÍLÍKT og annað eins hef ég aldei séð, móamir vom full- ir af ijúpum hvar sem litið var,“ sagði Atli Ómarsson skotveiði- maður úr Reylgavík i samtali við Morgunblaðið fyrir stuttu, en hann og veiðifélagi hans, Henning Haraldsson, fengu samtals 140 ijúpur. eftir þriggja daga veiði á hálendinu." Við fundum ijúpumar ekki fyrr en á hádegi fyrsta daginn og veiddum í tvo til þrjá tíma hyem dag, meira gátum við ekki borið í bflinn. Þær vora allar á tiltölu- lega litlu svæði á milli þúfna á sléttlendinu og við gengum hægt um svæðið og skutum. Rjúpurnar voru mátulega styggar og um helmingur skotinn á flugi,“ sagði Atli. • * * Kristján Ragnarsson á aðalfundi LIU: Greiddum 1,1 milljarð í tolla til EB á síðasta ári Eigum að nýta veivilja til þess að fá frjálsan aðgang að hinum nýja sameinaða markaði ISLENDINGAR greiddu 1,1 milljarð í tolla til landa innan Evrópubandalagsins á síðasta ári að því er fram kom í ræðu Kristjáns Ragnarssonar við setningu aðalfundar LIU í gær. Ef bókun 6 um tollaívilnanir á sjávarafurðum hefði ekki verið í gildi hefðu tollagreiðslurnar numið um 4 milljörðum króna. Kristján sagði að miklu máli skipti að íslendingar gætu náð viðunandi samningum við Evr- ópubandalagið um málefiii sín. „Engar líkur benda þó til að bandalagið samþykki inngöngu þjóða nema þær undirgangist þær skuldbindingar er felast í grund- vallarsáttmála bandalagsins. Smá- þjóð, eins og við, getur aldrei fall- ist á þær skuldbindingar. Því eig- um við að nýta velvilja leiðtoga stærstu bandalagsþjóðanna til þess að fá frjálsan aðgang að hinum nýja sameinaða markaði. Það hlýt- ur að gerast í tvíhliða viðræðum en ekki í samfloti með EFTA-ríkj- Kristján sagði að ef selja ætti þann fisk á markaði hér, sem nú væri seldur úr landi, myndu aðeins stærstu erlendu kaupendumir eiga Loðdýrarækt: Rúmlega 100 Qölskyldur gjaldþrota grípi stj órnvöld ekki til aðgerða SAMKVÆMT niðurstöðum nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar, sem gert hefiir úttekt á stöðu loðdýraræktar, er talið að án aðgerða sljórnvalda leggist búgreinin að mestu af, og rúmlega 100 fjölskyld- ur verði gjaldþrota. Heildartap vegna hrans greinarinnar er talið verða nálægt 1,2 milljarði króna. Skuldir loðdýrabænda eru áætlað- ar um 2,3 milljarðar, en þar af eru lán frá Stofiilánadeild land- búnaðarins um 1,4 milljarðar. Lán Stofnlánadeildar landbún- aðarins til loðdýraræktar era tryggð með 1. veðrétti í viðkom- andi bújörðum, og lauslega áætlað söluverðmæti jarða og annarra eigna þeirra loðdýrabænda sem búist er við að yrðu gjaldþrota er um 800 milljónir, en skuldir þeirra um 1.700 milljónir. Er þá reiknað með að bændur sem eru með þijá fjórðu af heildarframleiðslunni yrðu gjaldþrota, en þar er um að ræða rúmlega 100 fjölskyldur. Tap Stofnlánadeildarinnar yrði veru- legt, og aðrir lánadrottnar myndu að öllum líkindum tapa stórum upphæðum. Skuldir fóðurstöðva era áætlaðar um 450 milljónir, og .telur nefndin að áætlað tap vegna gjaldþrots fóðurstöðvanna yrði um 200 milljónir. Þá myndi auk þess fylgja í kjölfarið gjaldþrot annarra fynrtækja í loðdýraræktinni. í skýrslu nefndarinnar kemur fram að samkvæmt rekstraráætlun fyrir minkaræktina á nassta ári er gert ráð fyrir að tekjur af skinna- sölu verði 276 milljónir. Gjöld án vaxta og afskrifta eru áætluð 355 milljónir, en samtals 531 milljón að meðreiknuðum vöxtum og af- skriftum. Fyrirsjáanlegt tap á framleiðslunni er því 255 milljónir. í refaræktinni er gert ráð fyrir að tekjur af skinnasölu verði 57 millj- ónir og gjöld án vaxta og afskrifta verði 99 milljónir. Heildargjöld að meðtöldum vöxtum og afskriftum era áætluð 132 milljónir, og er rekstrartapið samkvæmt því áætl- að 75 milljónir. Fyrirsjáanlegt rekstrartap í loðdýraræktinni er því samtals 330 milljónir á næsta ári, og vantar 121 milljón til að greiða kostnað fyrir vexti og af- skriftir. Samkvæmt þessu þyrfti söluverðmæti íslenskra loðskinna að tvöfaldast frá því sem nú er til þess að standa undir héildarrekstr- arkostnaði búgreinarinnar. Samkvæmt endanlegum tillög- um nefndarinnar er talin þörf á um 100 milljóna króna rekstrar- styrk til loðdýraræktarinnar á næsta ári, en því til viðbótar kem- ur 20 milljóna króna árlegur rekstrarstyrkur frá Framleiðnisjóði sem þegar hefur verið ákveðinn. Þá er reiknað með skuldbreytingu - allt að 60% skammtímaskulda hvers loðdýrabónda með ríkis- ábyrgð, eða allt að 420 milljónum króna. Lánin verði veitt til 12—15 ára og verði þau afborgunarlaus fyrstu 2—3 árin, verðtryggð með 5% vöxtum. Skuldbreytingin yrði þó háð því skilyrði að lánastofnan- ir skuldbreyti 40% lausaskuldanna til 6—8 ára með sjálfsskuldar- ábyrgð bóndans. Telur nefndin að með skuldbreytingu skammtíma- skulda ásamt lengingu langtíma- lána megi þó ætla að ekki verði unnt að leysa greiðsluvanda allra bænda, dg því megi reikna með rekstrarstöðvun hjá einhveijum hluta þeirra, sem í flestum tilfellum myndi leiða til gjaldþrots. fulltrúa á þeim markaði. „íslenskri fiskvinnslu yrði ekki vært í þeirri samkeppni," sagði Kristján. Hann sagði að eigendur stærstu fisk- vinnslufyrirtækjanna í Þýskalandi ræddu um það opinberlega að æskilegt væri að loka fiskmörkuð- unum í Bremerhaven og Cux- haven. Þeir teldu að þessir markað- ir skiluðu þeim ekki fiski til vinnslu fyrir nægilega lágt verð vegna samkeppni við marga smáa kaup- endur og heppilegra væri að kaupa fiskinn beint frá Islandi fyrir lægra verð. Kristján sagði ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort æskilegt væri að fækka fiskvinnslustöðvum og auka með því arðsemi vinnslunnar. „Eitthvað ætti -að vera unnt að gera til að bæta rekstur 16 frysti- húsa, sem skila engu upp í fjár- magnskostnað þegar 13 frystihús hafa á milli 10-20% verga hlut- deild upp í fjármagnskostnað. Með sama hætti má nefna að 19 fyrir- tæki í saltfiskframleiðslu skila engri hlutdeild upp í fjármagns- kostnað þegar 12 fyrirtæki skila yfir 20% á árinu 1988,“ sagði Kristján. Sjá ræðu Kristjáns Ragnars- sonar á miðopnu. SALA á ársgömlu kindakjöti á tilboðsverði hefiir verið minni en búist var við. Salan hefiir verið nokkuð misjöfii eftir kjötflokk- um, og kjöt í úrvalsflokki sem selt hefiir verið niðurbrytjað í hálfum skrokkum hefiir selst mun dræmar en búist var við. Dræmsalaá útsölukjöti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.