Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 22
ú Rajiv Gandhi ■ KONGRESSFLOKKUR Rajivs Gandhis forsætisráðherra mun bíða ósigur í þingkosningunum í Indlandi í næstu viku, ef marka má skoðanakönnun óháða blaðsins Sunday Magazine. Könnunin segir líklegast að flokkurinn fái 215 - 240 þingsæti en til að halda meiri- hluta þarf hann að fá a.m.k. 273 sæti af 545 á þinginu. Nýr flokkur í Indlandi, Tækifærissinnaflokk- urinn, reynir að höfða til kjósenda með því að hæðast beisklega að stjórnmálalífi Indveija. Hann segist vilja stuðla að trúarbragðaátökum og stéttaskiptingu, segir ráðamenn eiga að hygla ættingjum sínum og stela opinberu fé. Lýst er yfir dygg- um stuðningi við ættarveldi en Rajiv Gandhi er þriðji maðurinn af sömu ætt sem gegnir embætti forsætis- ráðherra. „Tækifærissinnaflokkur- inn styður eingöngu þá sem eru hrifnir af óspektum,“ segir m.a. í stefnuskrá flokksins. ■ SPRENGING eyðilagði fjóra km af gasleiðslu við borgina Norílsk í norðurhluta Síberíu á fimmtudag, að sögn ÍVlSS-fréttastofunnar sov- ésku. Vinna í námum og málm- verksmiðju á svæðinu stöðvaðist að mestu en enginn mun hafa slasast. Talið er ástæðan fyrir óhappinu hafi verið sú að hitastig féll skyndi- lega úr 7 gráðu frosti niður í 42 gráður á Selsíus. í júní týndu um 600 manns lífi er gassprenging olli eldsvoða í tveim járnbrautarlestum skammt frá borginni Ufa í Úralijöll- um. Einnig varð sprenging í olíu- og gasleiðslu nálægt Tobolsk í októ- ber en enginn slasaðist. • Æstir stuðningsmenn klerka- stjórnarinnar á fundi í Teheran. ■ KLERKASTJÓRNIN í íran lét taka fjölda pólitískra andstæð- inga sinna úr hópi fanga af lífi vorið 1988, að sögn höfunda skýrslu um mannréttindi í íran sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúi SÞ, Reynaldo Galindo Pohl, er stjórnaði • rannsókninni, segir klerkastjórnina ótvírætt hafa brotið gegn samþykktum samtak- anna um mannréttindamál og haldi uppteknum hætti. Ekki er getið um tölu fólksins á síðasta ári. Hins vegar er sagt að meðal þeirra 900, er klerkastjórnin viður- kennir að hafa líflátið á fyrri hluta þessa árs, hafi sannanlega verið margir pólitískir fangar. íranska klerkastjórnin segir að flestir dauðadómarnir hafi verið vegna fíknielhabrota en lengi hafa verið á kreiki grunsemdir um að fíkni- efnabrotin væru notuð sem skálka- skjól til að klekkja á pólitískum andstæðingum. ■ FLOKKSLEIÐTOGANUM í Sovét-Moldavíu, Semjon Grossu, var vikið frá í gær. Um síðustu helgi slösuðust um 200 manns í höfuðborginni Kíshínjov er átök urðu milli lögreglu og fólks sem krafðist þess að 20 menn, er trufl- uðu hátíðarhöld vegna afmælis rússnesku byltingárinnar 7. nóvem- ber síðastliðinn, yrðu látnir lausir úr fangelsi. 771SS-fréttastofan sagði að við störfum Grossu hefði tekið Pjotr Lútsínskíj sem verið hefur næst-æðsti maður kommúni- staflokksins í Tadzhíkistan frá 1986. Stjórnvöld hafa kennt Al- þýðufylkingu Moldavíumanna um óeirðirnar. MORGUflÖlAÐÍÐ FÖSTÚdÁGUR Í7. ÚÓVEMBER Í989 E1 Salvador; Stjórnin haftiar til- lögu utn vopnahlé San Salvador. Reuter. BARDAGAR milli stjórnarhermanna og vinstrisinnaðra skæruliða héldu áfram í höfuðborg E1 Salvador í gær, fímmta daginn í röð. Stjórn Iandsins hafiiaði tillögu Rauða krossins um að samið yrði um vopnahlé og starfsmönnum stofnunarinnar var fyrirskipað að halda sig utan átakasvæðanna þar sem ekki væri hægt að tryggja öryggi þeirra. Sex jesúítar og tvær konur voru myrt í háskóla í borginni. Engar upplýsingar bárust um mannfall í gær en tugir óbreyttra borgara hafa beðið bana og þúsund- ir eru í hættu á átakasvæðunum frá því á laugárdag. Þúsundir manna hafa flúið borgina. Bandaríkin: Minnsti við- skiptahalli í rúm flögur ár Washington. Reuter. Viðskiptahallinn í Banda- ríkjunum minnkaði um 21% í september niður í 7,94 milljarða dala og hefúr aldr- ei verið jafn lítill í íjögur og 'hálft ár. Útflutningurinn jókst um 1,9% í 31,14 milljarða dala og hefur ekki verið jafn mikill frá því í júní. Stóraukinn útflutn- ingur á flugvélum réð þar mestu, að sögn bandaríska við- skiptaráðuneytisins. Innflutn- ingurinn minnkaði um 3,9% í 39,08 milljarða. Hallinn var mun minni en spáð hafði verið og hefur aldr- ei verið jafn lítill frá því í des- ember áríð 1984 er hann var 6,79 milljarðar dala. Vopnaðir menn fóru í háskóla í San Salvador í gærmorgun og myrtu sex jesúíta, flesta frá Spáni, og tvær konur sem störfuðu í háskó- lanum. Ekki var vitað hveijir stóðu að morðunum. Böndin berast þó að hægrisinnuðum stjórnmálamönnum og herforingjum, sem höfðu veist harkalega að jesúítunum og sakað þá um stuðning við skæruliðana. Reuter 19 marnis farast af völdum skýstrokks Óvenju öflugur skýstrokkur fór yfir norðurhluta Alabama-ríkis í Banda- ríkjunum á miðvikudagskvöld og er vitað um 19 dauðsföll og minnst 300 slasaða af völdum óveðursins. Hluti íbúðarblokkar hrundi og skóli skemmdist mikið er strokkurinn fór yfir borgina Huntsville sem hefur um 150 þúsund íbúa. Þjóðvarðliðar hafa verið sendir til svæðisins til aðstoðar lögregluyfirvöldum. Á myndinni sjást bílar sem strokkurinn hefur staflað upp eins og rekavið. Skemmdir urðu af völdum óveðurs víðar í suðaustur-hluta Bandaríkjanna. Bush um leiðtogafimdinn við strönd Möltu: Engar ákvarðanir verða teknar um framtíð Evrópu Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að markmið viðræðna hans og Míkhaíls Gorbotsjovs Sovétforseta við strönd Möltu 2. og 3. desember væri ekki að taka ákvarðanir um framtíð Evrópu. Hann kvaðst þó ætla að nota tækifærið til að flýta fyrir lýðræðisþróun í Austur-Evrópu. / „Við efnum ekki til fundarins til að semja um framtíð Evrópu," sagði Bush. Ymsir Evrópubúar hafa óttast að í ráði sé að ákveða framtíðarskip- an Evrópu á fundinum líkt og gert var á leiðtogafundinum í Jöltu eftir heimsstyrjöldina síðari. Ástæðan fyrir þessum áhyggjum er að Gennadí Gerasímov, talsmaður sov- éska utanríkisráðuneytisins, hafði sagt „frá Jöltu til Möltu“ er hann fyallaði um fund Bush og Gor- batsjovs. „Þjóðirnar í Austur-Evrópu eru farnar að tjá sig sjálfar um framtíð- ina. Þær krefjast lýðræðis, prent- og skoðanafrelsis og réttar til að velja eigin leiðtoga," bætti Bush við. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum til að örva þessa umbóta- og lýðræð- isþróun." „Við erum svo sannarlega stolt af stjórnkerfi okkar og því sem það hefur gefið okkur. Við téljum að öllum þjóðum sé fyrir bestu að taka það til fyrirmyndar en við reynum ekki að þrör.gva því á þessar þjóð- ir,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður um þá yfirlýsingu Gor- batsjovs á þriðjudag að Vesturlöndin ættu ekki að reyna að „flytja kapital- ismann út“ til Austur-Evrópu. Ungverjar og Pólverjar óska eftir aðild að Evrópuráðinu: Áhugi Austur-Evrópuríkj- anna mjög ánægiulegur - segir Ragnhildur Helgadóttir, for- maður íslensku sendineftidarinnar UNGVERJAR og Pólveijar hafa, fyrstir aöildarríkja Varsjár- bandalagsins, óskað eftir aðild að Evrópuráðinu. Að sögn Reut- ers-fréttastofiinnar er talið hugsanlegt að umsókn Ungveija verði formlega samþykkt innan 12 mánaða eftir að lýðræðislegar þing- kosningar hafa farið lram í landinu. Ragnhildur Helgadóttir, for- maður sendinefhdar Islands hjá Evrópuráðinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að áhugi ríkja i Austur-Evrópu á aðild væri sérlega ánægjuleg þróun og sagði að sú stefna sem mörkuð hefði verið varðandi aukin samskipti við ríki Austur-Evrópu markaði þáttaskil í sögu ráðsins. Gyula Horn, utanríkisráðherra Ungveijalands, sagði í ræðu er hann flutti í Strasborg í gær að Ungveijar þyrftu að eiga aðild að evrópskum stofnunum ætluðu þeir sér einhvern hlut í samfélagi Evr- ópuþjóða. Krzysztof Skubiszew- ski, utanríkisráðherra Póllands, sagði á fundi með þingmanna- nefnd ráðsins að hann vonaðist til þess að stjórnvöld þar í landi gætu uppfyllt skilyrði þau sem sett eru um stjómarfar þannig að Pólveijar gætu gerst fullgildir aðilar að ráðinu. Talsmenn Evróp- uráðsins hafa sagt að Ungveijar geti aðeins gerst aðilar eftir að fram hafa farið lýðræðislegar kosningar í landinu. Sagði ónefnd- ur embættismaður í gær að hugs- anlegt væri að Ungveijaland yrði orðinn fullgildur aðili að ári. Stjórnvöld þar hafa heitið kosn- ingum í júní á næstá ári. 23 lýðræðisríki, þ.á m. Islend- ingar eiga nú aðild að Evrópuráð- inu sem sett var á stofn árið 1949. Að undanförnu hefur ráðið mjög beitt sér fyrir því að treysta sam- skiptin við stjórnvöld í þeim ríkjum Austur-Evrópu sem komið hafa á stjórnmálaumbótum og auknu lýðræði. „Mér virðist það afar jákvætt að Austur-Evrópu- þjóðir ýmsar sýna mikinn áhuga á að taka þátt í þessu lýðræðis- samstarfi sem hér fer fram,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, formaður sendinefndar íslands hjá Evrópur- áðinu í samtali við Morgunblaðið í gær er hún sat nefndarfundi í Strasborg. „Ungverski utanríkis- ráðherrann tók fram að þeir myndi leita sérfræðilegra ráða um það hvaða atriði í löggjöf sinni ungversk stjórnvöld þyrftu að laga til að geta orðið aðilar að Mannréttindasáttmála Evrópu." Sagði Ragnhildur að það gilti um öll lönd að til þess að verða reglu- Reuter Budimír Longar, utanríkisráðherra Júgóslavíu (t.v.), ásamt Gyula Horn, utanríkisráðherra Ungveijalands, og Krzysztof Skubies- zewski, utanríkisráðherra Póllands, í Strasborg í gær en hugsan- legt er talið að þessi þijú ríki verði fullgildir aðilar að Evrópuráð- inu I fyllingu tímans. legir aðilar í ráðinu þyrfti löggjöf og stjórnarfar viðkomandi lands að vera með þeim hætti að það samrýmdist þeim grundvallar- hugmyndum um lýðræði, skipt- ingu ríkisvaldsins og mannréttindi sem Evrópuráðið væri reist á. „Utanríkisráðherrar Póllands og Ungveijalands sogðu að allt væru • þetta atriði sem þeir væru að vinna að,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir og bætti við að hugs- anlegt væri að Pólland yrði næsta aðildarríki ráðsins. Ragnhildur sagði að síðasti for- seti ráðsins og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri þess hefðu beitt sér mjög fyrir auknum samskiptum við ríki Austur-Evrópu í því aug- namiði að auðvelda þeim að stíga skref til lýðræðis. Hefði ríkjum þessum verið boðið að senda áheyrnarfulltrúa á þing ráðsins nú í haust. Réttmæti þessarar stefnu hefði þegar sannast en breyting þessi markaði að sönnu þáttaskil í sögu ráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.