Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 5
MQffGyNBLAÐIÐ KÖSTlfTM(;L'K 17. NÓVEMBER 1.989 5 Uppsagnir yfirvofandi ef ekki semst í Moskvu Frá síldarsöltun á Seyðisfirði. GUNNAR Flóvens, formaður Síldarútvegsnefhdar ríkisins sem staddur er í Moskvu, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að enn væri eftir að staðfesta samn- ing Síldarútvegsnefndar og sov- éska fyrirtækisins Sovrybflot um kaup Sovétmanna á 150.000 tunnum af saltsíld. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um fram- vindu mála.Ófremdarástand er að myndast á síldarsöltunarstöð- um og er víða farið að huga að uppsögnum starfsfólks, eins og fram kemur í samtölum við verk- stjóra víðs vegar um landið. Ná- ist samningar ekki við Sovét- menn fara mikil verðmæti í súg- inn og er sennilegt að um 200 miljónir króna liggi bara í um- búðakostnaði, þ.e. tunnum, á síldarsöltunarstöðum landsins. Sigfinnur Mikaelsson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Stranda- síldar á Seyðisfirði, sagði að hann byggist við því að þurfa að segja upp 20-30 manns um helgina verði samningurinn við Sovétmenn ekki staðfestur fyrir þann tíma. Hann sagði að atvinnuástand á Seyðis- firði væri afleitt, frystihús gjald- þrota, sfMarvertíðin virtist ætla að bregðast og loðnuveiði sömuleiðis þannig að miklir erfiðleikar blöstu við Seyðfirðingum. Hann var harð- orður í garð ráðamanna þjóðarinnar og sagði að þéir virtust halda að ijármunir yrðu til í bönkum lands- ins. „Þeir gera sér ekki grein fyrir því að sjávarútvegur er slagæð þessarar þjóðar og eru skeytingar- lausir um þessi mál.“ „Ég hef einfaldlega ekki efni á því að greiða á milli 500-800.000 krónur í vinnulaun í hverri viku. Það hefur þegar verið saltað upp í samninga á Evrópumörkuðum en okkur vantar stórsíld,“ sagði Sig- finnur. Viðar Elíasson, verkstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum tók í sama streng. „Það er búið að ráða fólk í síldarsöltun en það er ekkert fyrir það að gera. Ef ekkert gerist innan tveggja daga neyðumst við til að segja upp fólki.“ Hann benti hins vegar á að það gæti orðið bagalegt fyrir fyrirtæki að segja upp starfsfólki og samn- ingum við báta ef síðan semdist við Sovétmenn. „Við gætum liðið fyrir það síðar,“ sagði Viðar. Eitthvað færra aðkofnufólk er við síldarsöltun úti á landi en undan- gengin ár. Sigfinnur sagði þó að 10 aðkomumenn væru hjá Stranda- síld og hefðu þeir búist við miklum uppgripum. Það hefði hins vegar algjörlega brugðist og mætti að- komufólk jafnvel búast við upp- sögnum um helgina. Kristján Ragnarsson, verkstjóri Skinneyjar hf. á Höfn, sagði að ekkert aðkomufólk væri við síldar- söltun á Hornafirði og taldi hann að ekki kæmi til uppsagna fyrr en í síðustu lög. „Við erum búnir að salta upp í okkar hluta á Norður- landamarkaði, alls 3.100 tunnur. Við höfum líka flakað í 430 tunnur á Þýskalandsmarkað. Að öðru leyti hefur hefur vinna hér stöðvast. Beðið eftir að samningar takist við Sovétmenn." Ekki verra ástand í 25 ár Eitthvað hefur fundist af stórri síld í Seyðisfirði en erfitt hefur ver- ið að veiða hana, að sögn Búa Þórs Birgissonar, verkstjóra hjá síldar- söltun Hraðfrystihúss Eskiijarðar. Búi Þór kvaðst ekki muna eftir öðru eins ástandi frá því 1964. „Málum væri þokkalega komið af samningar hefðu náðst við Sovét- menn. Millisíldin sem verið er að veiða hæfir vel á Sovétmarkað. Nú eru bátar að landa 100-130 tonnum af síld og af því fara um 40 tonn til vinnslu en afgangurinn í bræðslu," sagði Búi Þór. Sömu sögu er að segja frá Vest- mannaeyjum, þar bíða menn í of- væni eftir að samningar við Sovét- menn verði staðfestir en söltun hef- ur að mestu lagst af. I Vinnslustöð- inni hf. er verið að heilfrysta síld á Evrópumarkað og edikleggja síldarflök á Þýskalandsmarkað. Að sögn Viðars hefur þegar verið salt- að í 2.000 tunnur hjá Vinnslustöð- inni á Evrópumarkað en nú héldu menn að sér höndum. Viðar Elíasson sagði að færra aðkomufólk væri í síldarsöltun í ár en undangengin ár og taldi að það stafaði af meira framboði á vinnu- markaðnum. „Við ráðum alltaf fleira starfsfólk á álágstímum, nú hefur hins vegar enginn álagstími komið. Ég trúi samt ekki öðru en að samningar náist. Ég held að Sovétmenn kaupi síld þótt það verði kannski eitthvað minna magn en ráð var gert fyrir,“ sagði hann. Þá var það á mönnum að heyra að almenn gremja væri vegna samnings um olíukaup á næsta ári sem gerðir hafa verið við Sovét- menn. Taldi Kristján Ragnarsson á Höfn að betra hefði verið að bíða með þá samninga þar til sildar- samningurinn við Sovétmenn hefði verið staðfestur. LJOSRITAR Það allra nýjasta í Ijósritun. Einn mest seldi Ijósriti í heiminum í dag. Yfir 70 íslenskir skólar nota Mita. Verð og gæði við allra hœfi. FJOLRITAR ^ Gjörbylting ífjölritun. Stórminnkar kostnað við fjölföldun. Einfaldur, áreiðanlegur og hreinlegur fjölriti. „Prentsmiðja“ á ótrúlegu verði. 7Æai\l Guttormsson - Fjölval hf, Armúla 23, pósthólf 8895,128 Reykjavík, simar 82788,688650, telefax 91-35821, kt. 410169-0109

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.