Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 7
, ■ , MORtH.NBUXDIlJ ffQSTUDffiyR jUfyJNÓVEMBEB* 198r 7 Fundur SVS og Varðberg: Astand og horfiir fyrir austan tjald Dr. Michael S. Voslensky, prófessor og forstöðumaður Sovétrann- sóknastofnunarinnar í Miinchen, verður ræðumaður á fundi samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs, laugardaginn 18. nóvem- ber 1989. Umræðuefni hans verður Ástand og horfur í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Hann flytur erindi sitt á ensku og svarar fyrirspurn- um á eftir. Dr. Voslénsky er einn virtasti og þekktasti sérfræðingur um sovésk málefni, sem nú er uppi, og birtast greinar hans í blöðum og tímaritum um allan heim. Frægastur varð hann fyrir bók sína um sovézku herrastétt- ina, Nómenklatúra, sem hann taldist sjálfur til fram til ársins 1972, þegar hann settist að á Vesturlöndum. Hann hafði áður m.a. verið deildar- stjóri í sovézka utanríkisráðuneytinu, upplýsingastjóri Ráðherraráðs Sov- étríkjanna, starfsmaður Heimsfriðar- ráðsins í Prag og Vín, starfsmaður Sovézku vísinda-akademíunnar, prófessor við Lúmúmbaháskólann í Moskvu, ráðgjafi Æðsta ráðsins, starfsmaður Miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins og fram- kvæmdastjóri aðalnefndar Sovétríkj- anna um afvopnunarmál. Núna er að koma út eftir hann ný bók í Þýzk- Dr. Michael S. Voslensky alandi og Frakklandi (síðar í Banda- ríkjunum, Bretlandi og víðar), sem nefnist á þýzku „Sterbliche Götter. Die Lehrmeister der Nomenklatura“ (þ.e. „Dauðlegir guðir. Kennifeður nómeklatúrunnar"). Leiðrétting: Ágreiningnr um veið- arfæri sem fylgifé I Morgunblaðinu í fyrradag, birtist frétt um eftirmál vegna uppboðs á togaranum Sigurey frá Patreksfirði. Frétt þessi var í veigamikhim atriðum röng. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður Barðstrendinga ósk- aði eftir að víkja sætr í máli, sem reis vegna ágreinings um kröfu um að veiðarfæri teldust fylgifé, en ekki vegna ágreinings um upphæð uppboðskostnaðar,- eins og sagði í fréttinni. Þá sagði í fréttinni, að eigendum hefði verið gert að greiða rúmlega 5 milljónir í sölulaun til ríkisins. Þetta er einnig rangt. Eigendum var gert að greiða þessa upphæð í uppboðskostnað í heild. Af þeirri upphæð er ágreiningur um 1% af uppboðsandvirði eða rúmlega 2,5 milljónii' króna. Uppboðskostnaður í heild skiptist hins. vegar í marga liði, þ.á.m. sölulaun og innheimtu- laun. Loks segir í fréttinni, að í verð- bréfum sé gert ráð fyrir, að veiðar- færi fylgi skipinu. Hið rétta er, að það er gert ráð fyrir því í sumum verðbréfanna en ekki öllum. Þetta leiðréttist hér með um leið og beðið er velvirðingar á þessum mistökum. Ráðhúsið við Tjörnina: Belgískt sement í útveggi STEYPUVINNU við skrifstofubyggingu ráðhússins við Tjörnina er að mestu lokið, að sögn Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar borgarverk- fræðings og formanns verkefhisstjórnar. Sérstakt sement var flutt til landsins frá Belgíu fyrir ráðhúsið og er hægharðnandi lághitase- ment í botnplötu og kjallara hússins, en hvítt sement í útveggjum og súlum. Islenskt sement er notað í aðra hluta hússins. Að sögn Ríkharðs Krisljánssonar verkfræðings, var hvíta sementið valið til að ná fram ljósri áferð á útveggi. Sex súlur standa sunnan undir þakkanti ráðhússins og eru þær steyptar í sérstökum stálmótum og sagði Þórður að náðst hefði einstak- lega góð áferð enda væri um að ræða sjónsteypu, sem ekki þyrfti að pússa. Að sögn Ríkharðs voru gerðar tilraunir með steypublöndur til að ná fram ljósgrárri áferð á húsið áður en ákveðið var að nota hvíta sementið. Var það gert að ósk arki- tektanna og á ljósa áferðin að hald- ast þó svo húsið veðrist. Belgíska hægharðnandi lághita- sementið, var valið til að halda niðri hitamyndun í þykkum veggjum og gólfplötum í kjallara ráðhússins. „Þegar steypa á eitthvað, sem á að verða vatnsþétt eru sprungur helsta vandamálið, en þær koma vegna þess að steypan hitnar mjög fyrstu dagana á meðan hún er að harðna,“ sagði Ríkharður. „Hitastig í þykkri botnplötu getur farið upp í suðumark vatns en þegar steypan kólnar dregst hún saman og þá geta myndast sprungur. Til þess að halda þessu niðri er reynt að halda allri hitamyndun í lágmarki og þess vegna var þetta belgíska sement valið.“ Að sögn Lofts Árnasonar verk- fræðings hjá ístaki, en fyrirtækið er verktaki að húsinu, er ekki um- talsverður verðmunur á íslenska og belgíska sementinu. Morgunblaðið/Sverrir Við suðurhlið ráðhússins eru sex súlur, steyptar í sérstökum stálmót- um úr hvítu sementi til að ná fram ljósri áferð. Er notast við sama sement í alla útveggi hússins og á áferðin að haldast þrátt fyrir veðrun. KAUPÞING HF Kringlumn 5, 103 Reykjtwtk Sími 91-689080 Kaupþing hf býður upp á Hraðþjónustu við kaup og söiu Eininga- og Skammtímabréfa. í Hraðþjónustunni á jarðhæð Kringlunnar 5, er hægt að ganga beint til verks við kaup og innlausn verðbréfa. Þú færð afgreiðslu strax og þarft ekkert að bíða. Hraðþjónusta Kaupþings er opin alla virka daga frá klukkan 9:00 lil 17:00. iVvjung Irá Kaupþingi hf.: Hraðþjónusta í Kaupþingi — við kaup og söli Einingabréfa og Skammtímabréfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.