Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 39
MORGtMÉLAÐIÐ FÖSTUIMGUR OT. NDYEMBER :19§0 39 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson ■ÁstalífSporödrekans Sporðdrekinn (23. október — 21. nóvember) er frægur fyrir sterka kynorku og ástríður, þó stundum þuifi töluvert til að ná innri eldi hans upp á yfir- borðið. Það er sagt að hann sé öðrum merkjum fremri og skemmtilegri sem ástarfélagi. Þetta álit á við töluvert að styðjast, ekki síst vegna þess að Sporðdrekinn er tilfinninga- ríkur og hefur áhuga á sam- böndum og því að ná djúpum tengslum við annað fóík. Á hinn bóginn er það persónulegt hvað hver og einn vill í ást og vináttu. Því er Sporðdrekinn ekki allra. Erótík Þegar talað er um Sporðdrek- ann og kynlíf er ágætt að taka eitt fram. Sporðdrekinn er til- finningamerki og áhugi hans beinist fyrst og fremst að því að ná djúpu sálrænu sambandi við aðra mannveru. Hið líkam- lega er ekki alltaf í fyrsta sæti. Það er til dæmis frekar Nautið sem leggur áherslu á hreina líkamlega ást. Sporð- drekinn hefur áhuga á því sem við getum kallað erótík. Á dulúð, á sálrænum straumum, tálbrögðum, hálfkveðnum vísum og því að ást leiði til umbreytingar. Hann vill tapa sjálfum sér í ástinni og breyt- ast, en hann vill einnig hafa dulúð í kringum ástina og gengur því ekki alltaf hreint til verks. Það þarf ýmislegt að vera í kringum ástina og ástar- leikina. Hulinn eldur Þó það sé rétt að Sporðdrekinn geti verið heitur í návígi, er hann jafnframt dulur og stund- um bældur. Það getur því ver- ið erfitt að komast niður á eld- fjallið sem kraumar undir jök- ulbreiðunni. Sporðdrekinn hleypir öðrum ekki nálægt sér nema hann treysti viðkomandi og tilfinningalegt andrúmsloft sé rétt. Hann á því-til að sveifl- ast á milli tímabila og-vera ýmist heitur og áhugasamur eða kaldur og afskiptalítill, allt eftir umhverfi og aðstæðum. Þó má segja að erótísk föt, dulúð, rétt áugnatillit og hálf- kveðnar vísur geri þar sitt gagn. Allt sem höfðar til áhuga hans á því dularfulla er hvetj- andi. Elskhugar Sporðdrekans ættu því að gæta þess að láta ástina ekki vera of mikið í dagsbirtu vanans. Ástmaöur Sem elskhugi er Sporðdreki næmur og djúpur, skilnings- ríkur og oft og tíðum ofsafeng- inn. Sumir drekar, aðeins sum- ir, hafa gaman af því að leika með vald og undirgefni í ástar- leikjum og stundum er viss grimmd og jafnvel kvalalosti ekki langt undan. Sporðdrek- inn er engin dúkkulísa og hef- ur gaman af því að hafa viss átök í kringum ástalífið. Ef honum finnst einhver deyfð í ástinni þá á hann til að stinga smávegis með broddinum, eða þar til hann nær fram tilfinn- ingaviðbrögðum. Sporðdrek- inn vill fallega ást eins og aðr- ir, en honum líður illa ef algjör- lega þarf að loka á tilfinning- arnar. Trygglyndi I ást er Sporðdrekinn traustur og trygglyndur. Ef hann elskar er hann reiðubúinn að vaða eld og brennistein fyrir þann heitt- elskaða. Hann er lítið fyrir hálfkák og hálfvelgju. KynlífiÖ Það má að lokum geta þess að hinn dæmigerði Sporðdreki hugsar oft mikið um kynlíf. Það er til dæmis engin tilviljun að tveir af frægari áhuga- mönnum um. kyniíf þjóðarinn- ar, eða þau Flosi Ólafsson dálkahöfundur m.m. og Jóna Ingibjörg kynfræðingur, eru Sporðdrekar. GARPUR ég en peÓFESsoR t/l deu , mú. 8/USA &ÓLE&. !//£> Náu/U1 þéæ ÚTÚR ÍSNU/Vt VON BPdDAR 8/0 /UAEA dagóar. a/ota ENNBú H/TASPEGÍA TJL AE> BP.ÆÐA l'S — EN E/NH/ER /ISSI NÓQU/AHdO U//ILMG- HITAFFUEÐI T/l Alú FRySTA TAUDUS - ) V/zG EtTTH/AB ER BOGlE) /!Ð ÞETTA. lANDlB Eie KL/EDD E/NS OQ J DeOTTUMG- H/i HAFA V HENUAR ElGlhl þaGNARo I EKEI KOMtÐ 06 BJA85~c> f CÁv-\ ,, AÐ HENNI? - fjTÁs 1 lW, GRETTIR BRENDA STARR LJOSKA FERDINAND 1 H. C. ('öEkJ/ JæzA. * SMAFOLK Herra, til er kínverskur málsháttur sem segir: „Þeir sem eru með frímiða ropa fyrstir." Ég var ekki að ropa, Magga, ég var að hrjóta. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar sagnhafi í grandsamn- ingi bíður með að hreyfa sinn sterkasta lit er ástæða til að vera vel á verði. Norður ♦ G93 ¥Á6 ♦ D85 ♦ KG1083 Vestur Austur ♦ Á104 + 862 V 10985 !; VD43 ♦ KG63 ♦ Á942 + 72 + 965 Suður ♦ KD75 VKG72 ♦ 107 *ÁD4 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: hjartatía. Suður drepur drottningu aust- urs með kóng og spilar eld- snöggt litlum spaða að blindum i öðrum slag. Ef austur heldur vöku sinni hlýtur hann að velta fyrir sér hves vegna sagnhafi spili ekki laufi — hinum augljósa líflit sóknarinnar. Svarið er ótrúlega oft hið sama: liturinn er þegar þéttur. Vestur getur því unnið út frá þeirri tilgátu að suður eigj ÁD í laufi. í fyrsta slag sannaðist að suð- ur bytjaði með KG í hjarta. Þar á hann þtjá slagi og aðra fimm á lauf. Samtals átta, og hann spilar spaða að gosanum. Ætli hann eigi þá ekki KD heima? Og níu slagi ef spaðagosinn heldur. En hvað með punktana? Vestur er þegar búinn að telja upp í 15, svo makker hlýtur að eiga tígulásinn. Eftir þessa röksemdafærslu drepur vestur á spaðaás og þarf nú að finna bestu íferðina í tígul- inn. Makker þarf að eiga a.m.k. ÁlOx eða Á9xx. Tígulgosinn’ tryggir fjóra slagi í báðumtilvik- Um og því er hann rétta spilið. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Skákþingi íslands í haust kom þessi staða upp í viðureign þeirra Björgvins Jónssonar (2.385), sem hafði hvítt og átti leik, og Karls Þorsteins (2.445). Svo sem sjá má hefur svartur tveimur peðum meira og þar að auki sterka stöðu. Eina vandamál- ið sem hann á.eftir að leysa er að koma kóngnum í örugga höfr. á drottningarvæng. Þetta tókst Björgvin að hagnýta sér með fléttu, sem tryggði jafntefli: 22. Hxe5! — dxe5, 23. Dxe5 — Hg8, 24. Rc7+ - Kd7, 25. Rxa8 — Hxa8 (Hvítur hefur unnið ann- að peðið til baka og aftur nýtir hann sér stöðu svarta kóngsins til að vinna peð:) 26. c3! — Hc8, 27. Kbl - De6, 28. Dxe6+ - Kxe6, 29. cxd4 og skömmu síðar var jafnteflið samið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.