Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTIJDAGUR ,17. NÓVEMBKR 19S9 21 Formaður SIA um Upplagseftirlit Verslunarráðsins: Tími til kominn að _ kreQast þess að allir Qölmiðlar eigi aðild UPPLAGSEFTIRLIT Verslunarráðs íslands kynnti í gær á blaða- mannafundi tölur um upplag og dreifíngu finim tímarita og fjögurra bæja- og héraðsfréttablaða á tímabilinu maí til september. Einnig voru kynntar tölur um seld eintök af Morgunblaðinu, sem voru að jafhaði 49.349 á tímabilinu. A iundinum lét Halldór Guðmundsson for- maður Sambands íslenskra auglýsingastofa það álit í ljós að innan skamms mundu einstakar auglýsingastofur taka að beina því til við- skiptavina sinna að auglýsa ekki í öðrum Ijölmiðlum en þeim sem eiga aðild að upplagseftirlitinu eða veita aðrar staðfestar upplýsingar um útbreiðslu sína. Minning- artónleik- ar um Jón Halldórsson KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur minningartónleika laugar- daginn 18. nóvember í tilefhi af því að Jón Halldórsson, stofnandi og fyrsti stjórnandi Ka'rlakórs KFUM, sem nú er Karlakórinn Fóstbræður, hefði orðið 100 ára 2. nóvember síðastliðinn. Tónleik- arnir verða haldnir í Langholts- kirkju og hefjast þeir kl. 15. Dagskrá minningartónleikanna hefst með því að formaður kórsins, Björn Þorsteinsson, flytur ávarp, en síðan mun kórinn syngja undir stjórn Ragnars Björnssonar. Þá mun Jón Þórarinsson flytja erindi um Jón Halldórsson og störf hans að kór- og tónlistarmálum. Valur Arnþórs- son bankastjóri mun flytja ávarp frá Framkvæmdum við fyrri áfanga þjónustukjarnans er nú lokið, en í honum eru m.a. borðsalur fyrir 70-80 manns, hár- og fótsnyrtistofa, lítil verslun, aðstaða fyrir heimaþjón: ustu og skrifstofur Sunnuhlíðar. í seinni áfanga verða heitir pottar ásamt bað- og búningsaðstöðii, sjú- krabað og lítið þvottahús. Áætlað er að hefja framkvæmdir við seinni áfangann eftir áramót. Með opnun dagdvalar fyrir aldr- aða rætist langþráður draumur í þjónustu við eldri borgara í Kópa- vogi. I dagdvölinni verður lögð áhersla á félagslega þjónustu við þá aldraða sem búa í heimahúsum. Þeir sem verða í dagdvölinni verða Jón Halldórsson Landsbanka íslands, en þar starfaði Jón mestan hluta æfi sinnar. Að lok- um syngur kórinn ásamt Gömlum Fóstbræðrum nokkur lög undir stjórn Jóns Þórarinssonar. Eftir tónleikanna mun tónleika- gestum boðið upp á kaffiveitingar í Félagsheimili Fóstbræðra, og eru velkomnir þangað allir velunnarar kórsins og vinir Jóns Halldórssonar sem heiðra vilja minningu hans. sóttir heim á morgnana og ekið í Sunnuhlíð, þar sem boðið verður uppá fjölbreytilega tómstundavinnu og félagslíf í björtu og rúmgóðu húsnæði. Það er markmið Sunnuhlíðarsam- takanna að byggja upp þjónustu við aldraða Kópavogsbúa. Þau reistu og hafa nú rekið hjúkrunarheimili í meira en 7 ár, en þar eru 54 sjúkra- rúm og einnig vel tækjum búin sjúkraþjálfun ásamt barnaheimili fyrir börn starfsfólks. Þá hafa verið byggðar á vegum samtakanna vern- daðar þjónustuíbúðir og nú bætast við þjónustukjarninn og dagdvöl fyr- ir aldraða. (Fréttatilkynning) Halldór sagði að sambandinu þætti tími til kominn að kreljast þess að allir íjölmiðlar landsins ættu aðild að þessu eftirliti. Sterkar radd- ir væru uppi um að takmarka þátt- töku í væntanlegri lesendakönnun við þau tímarit sem ættu aðild að upplagseftirlitinu. Fjölmiðlamarkað- ur hérlendis hefði tekið miklum breytingum undanfarið og væri mun flóknari en áður og erfiðara að meta útbreiðslu og áhrif íjölmiðla og aug- lýsendur ættu kröfu á að fá frá íjöl- miðlum nákvæmar upplýsingar um hvað auglýsendur þeirra væru að kaupa. Hann ságðist hafa heyrt raddir um að éinstakar auglýsinga- stofur hygðust innan tíðar, í sam- ráði við viðskiptavini sína, taka upp þann hátt að kaupa einungis auglýs- ingar af þeim fjölmiðlum sem gang- ist undir einhvers konar staðfesta mælingu á útbreiðslu og áhrifum miðia sinna. Kröfur um slíkt gerðust stöðugt háværari jafnt meðal kaup- enda auglýsinga og meðal aðstand- enda auglýsingastofa. Fram kom á fundinum að upp- lagseftirlitið hefur undanfarið átt viðræður við útgefendur DV um ein- hvers konar þátttöku í upplagseftir- litinu. Einnig kom fram að stórir tímaritaútgefendur hefðu lýst yfir vantrú á því að út úr tölum um upplag væri unnt að lesa rétta mynd af áhrifamætti miðilsins. Þijú dag- blaðanna hafa í engu svarað boðum um aðild að upplagseftirlitinu. Að sögn Herberts Guðmundssonar upp- lýsingafulltrúa Verslunarráðs hefur starfsháttum eftirlitsins með tíma- ritum hefði verið breytt að nokkru leyti til að koma til móts við gagn- rýnisraddirnar. Morgunblaðið seldist að meðaltali daglega í 49.349 eintökum á tímabil- inu maí til september á þessu ári. Það seldist í 50.382 á tímabilinu mars til maí í ár og í 50.130 eintök- um desember til febrúar. Morgun- blaðið er eina dagblaðið sem á aðild að upplagseftirlitinu en þjónusta þess stendur öllum dagblöðunum til boða. í fréttatilkynningu frá Versl- unarráði segir' að tilgangur upplag- seftirlitsins sé að marka heilbrigðan grundvöll fyrir viðskiptasamkeppni dagblaðanna og notkun auglýsenda á þessum Ijölmiðlum. Upplýsingar frá upplagseftirliti dagblaða eru sendar út á þriggja mánaða fresti til fjölmargra aðila. Jafnframt er svarað innlendum og erlendum fyrirspurnum um upplag dagblaða annars vegar og annarra blaða og tímarita hins vegar. Fimm tímarit og tvö vikublöð nota sér einn- ig þessa þjónustu í aðskildu eftirliti með upplagi tímarita og vikublaða. Mesta útbreiðslu tímarita sem gangast undir upplagseftirlit hefur Þjóðlíf. Fimm tölublöð þess komu út á tímabilinu og voni þau að meðal- tali prentuð í 13.600 eintökum. Þar af var 10.833 eintökum dreift til áskrifenda en 2.741 eintaki til lausa- sölu. Eitt tölublað af Heilsurækt og næringu kom út á tímabilinu. Það var prentað í 10 þúsund eintökum og dreift til 1.250 áskrifenda sam- kvæmt upplýsingum útgefanda en 6.400 eintök fóru í lausasölu. Þtjú tölublöð af Heimsmynd komu út á tímabilinu. Þau voru að meðaltali prentuð í 9.760 eintökum. 1.372 ein- tök fóru til áskrifenda, samkvæmt staðfestum upplýsingum upplagseft- irlits en 8.333 var dreift í lausasölu. Æskan kom íjórum sinnum út frá maí til september,_ að meðaltali í 8.500 eintökum. Áskrifendur eru 7.319 en 300 eintök fóru í lausa- sölu. Tímaritið Heilbrigðismál var prentað í 8.280 eintökum og áskrif- endur voru 7.255. Hafnfirska fréttablaðið kom út sjö sinnum á tímabilinu í 5.500 eintök- um að meðaltali. Víkurfréttir á Suðuenesjum komu út 22 sinnum í 5.500 eintökum að meðaltali. Isa- íjarðarblöðin Bæjarins besta og Vestfirska fréttablaðið komu hvort um sig út 22 sinnum og var prentað upplag beggja að meðaltali 3.600, samkvæmt upplýsingum frá útgef- endum. Þjónustukjarni Sunnu- hlíðar formlega opnaður Þjónustukjarni og aðstaða til dagdvalar fyrir aldraða í Kópavogi, sem reist hefur verið af Sunnuhlíðarsamtökunum, verður formlega tekin í notkun I dag, fóstudaginn 17. nóvember. Breytingar á leiðakerfí SVR: Leiðir samein- aðar o g lengdar Ný hraðferð Lækjartorg - Keldnaholt STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur hefiir ákveðið nokkrar breyt- ingar á leiðakerfi vagnanna og taka þær gildi í desember þegar nýja skiptistöðin í Mjóddinni í Breiðholti verður tekin í notkun. Meðal breytinga má nefna að leið 1, Lækjartorg - Norðurmýri og leið 16, Lækjartorg - Eiðsgrandi verða sameinaðar og leið 4, Hagar - Sund verður Hagar - Mjódd. Þá verða leið 18, Breiðholt - Árbær. og leið 19, Laugalækur - Álfabakki lagðar niður og boð- ið upp á nýja hraðleið, leið 115, Lækjartorg - Keldnaholt. Að sögn Sveins Björnssonar ar undir leiðarnúmeri 1 og heitir forstjóra Strætisvagna Reykjavík- þá Hlíðar - Eiðsgrandi en aksturs- ur, verða leiðir 1 og 16 sameinað- leið beggja núverandi leiða verður nánast óbreytt. Leið 2, Grandi - Vogar fer um Vesturgötu, Fram- nesveg, Hringbraut, Ananaust og Grandagarð að endastöð í Örfiris- ey og sömu leið tii baka en á kvöld- in og um helgar fer vagninn ekki Iengra en að Grandagarði 2. Leið 3, Nes - Háaleiti mun fara af Öldugötu yfir á Hringbraut um Hofsvallagötu og Túngötu og leið 4, Hagar - Mjódd mun aka úr vesturbænum að nýju skiptistöð- inni í Breiðholti. Núverandi enda- stöð er við Holtaveg en eftir breyt- inguna mun vagninn haldi áfram Skútuvog, Reykjanesbraut, Stekkjarbakka að skiptistöðinni í Mjóddinni á suðurleið og um Súð- arvog og Skútuvog á norðurleið. Við lengingu leiðarinnar þarf að fjölga vögnum á þessari leið úr flórum í fimm. Þetta fyrirkomulag gildir frá mánudegi til föstudags milli kl. 07 til 19 en á kvöldin og um helgar verður akstrinum hag- að eins og hann er nú. Nokkur breyting er á leið 15A og mun einn vagn ganga á klukk- utíma fresti frá Keldnaholti um Lokinhamra á leið að og frá Hlemmi. Á kvöldin og um helgar verður settur inn auka vagn og ekið á hálftíma fresti á Lækjartorg um Hlemm eins og nú er gert, með endastöð við Fjallkonuveg - Gagnveg. Leið 15B ekur óbreytta leið að öðru leyti en því að árdeg- is eftir að hann hefur ekið um Borgarmýri ekur hann áfram Vesturlandsveg og inn í Grafar- vogsbyggðina austan frá um Gagnveg á leið að Hlemmi eða rangsælis en síðdegis er sama leið ekin réttsælis. Endastöð leiðar 15C Grafarvog- ur - Breiðholt flyst frá Álftahólum i skiptistöðina i Mjódd. Síðdegis breytist áætlun vagnsins til þess að hann nýtist betur fólki í lok vinnudags. í fyrstu ferðum að morgni er ekið eins og leið 18 gerir í dag en eftir kl. 07 hefst reglulegur akstur og er þá í fyrstu ferð ekið um Austurberg - Vestur- berg vegna Fjölbrautarskólans. Ný hraðleið 115 Lækjartorg - Keldnaholt mun aka á klukkutíma fresti og verða viðkomustaðir vest- an Elliðaáa nánast þeir sömu og á leið 100. Með því móti myndast tengsl við Landspítala og Háskól- ann. Ráðgert hafði verið að breyta ferðum um Árbæjarhverfi en vegna takmarkaðs vagnakosts er ekki hægt að koma upp tengingu milli Seláss og skiptistöðvar í Mjódd. Af því leiðir að fresta verð- ur fyíirhuguðum breytingum á akstri vagnanna um hverfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.