Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 48
Kringlan 5 Sími 692500 E/NKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM: . FOSTUDAGUR 17. NOVEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Landsfundur Alþýðubandalagsins: Ráðherra gagn- rýndi drögin að nýrri stefhuskrá STEINGRÍMUR Sigfusson, sam- gönguráðherra, sagði á lands- fundi Alþýðubandalagsins í gær- kvöldi að hann hefði aldrei séð drög að nýrri stefnuskrá flokks- ins, sem liggur fyrir fundinum, fyrr en hann fékk þau send með öðrum landsfundargögnum. Kjarvals- flaska á uppboði Flöskuna á myndinni málaði Jóhannes Kjarval einhvern tímann á árabilinu 1948-49, samkvæmt þeim heimildum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. í kjölfarið mun hann hafa málað nokkrar til viðbótar, sem boðnar voru upp hjá Stúdenta- félagi Reykjavíkur í fjáröflun- arskyni. Þessi flaska verður á uppboði hjá Klausturhólum í byijun næsta mánaðar og mun það vera í fyrsta skipti sem svona flaska er seld á opinberu uppboði. Flaskan hefur verið í einkaeigu frá upphafi. % Morgunblaðið/RAX Væri hann þó í framkvæmda- stjórn, miðsljórn, þingflokki og ráðherraliði flokksins. Drögin voru unnin af nefnd sem framkvæmdastjórnin skipaði til að endurskoða stefnuskrána í kjölfar síðasta landsfundar Alþýðubanda- lagsins. Steingrímur sagðist setja spurningamerki við þessi drög og fara fram á að það væri gert skýrt og ljóst hvað þarna væri á ferð- inni, en ekki vitnað til þess sem grundvallarplaggs um það sem flokkurinn hafi viljað vera á undan- förnum árum en ekki komið sér til að gera. Steingrímur hafnaði einnig til- lögu félaga úr Birtingi um að Al- þýðubandalagið gangi í Alþjóða- samband jafnaðarmanna. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, hafði áður tekið í sama streng. Sjá einnig frétt á blaðsíðu 4. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ofankoma á Akureyri Látlaus snjókoma var á Akureyri í gær og mikil hálka á götum bæjarins og vegum í nágrenninu. Síðari hluta dags var færð víða tekin að þyngjast, en stöllurnar á myndinni héldu þó sínu striki. 8 ára dreng- ur varð fyr- ir skólabíl á Sauðárkróki ALVARLEGT slys varð á Sauð- árkróki í gær, er átta ára gam- all drengur varð fyrir skólabíl. Drengurinn var fluttur meðvit- undarlaus með flugvél tií Reykjavíkur í gærkvöldi mikið slasaður, einkum á höfði og síðu. Tildrög slyssins voru þau, að sögn Bjöms Mikaelssonar yfirlög- regluþjóns, að bílnum var ekið eft- ir Freyjugötu um fimmleytið. Þeg- ar komið var móts við skólann, kom hópur barna hlaupandi eftir göngustíg. Drengurinn sem slasað- ist virðist hafa verið fremstur í hópnum og hafa lent framan á bílnum, en virðist ekki hafa farið undir hjólin. 30-40 börn voru í bílnum og köstuðust til þegar ökumaðurinn hemlaði, en meiddust ekki telj- andi. Björn segir ekkert benda til að bílnum hafi verið ekið óeðlilega hratt. Engin vitni að slysinu höfðu gefið sig fram í gærkvöldi. Sjávarútvegsráðherra vissi ekki um olíukaupasamninginn fyrir undirritun: Undirritun samnings um olíu- kaup vekur furðu og hneykslan - segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ - Viðræður um freðfiskkaup hefjast á mánu- dag og um reynsluna af viðskiptasamningi íslendinga og Sovétmanna á miðvikudag HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði komið honum á óvart að samningur um kaup á olíu frá Sovétríkjunum skyldi hafa verið undirritaður á þriðju- daginn. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði að undirritunin hefði ekki átt að koma sjávarútvegsráðherra á óvart, þar sem hann hefði vitað að samningar um kaup á olíu frá Sovétríkjunum væru gerðir á þessum árstíma. Samningaviðræður við Sovétmenn um freðfisk- kaup þeirra á næsta ári hefjast í Moskvu á mánudag. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði á aðalfundi LIU í gær að furðu og hneykslan vekti að við- skiptaráðherra skyldi hafa undirrit- að samning um kaup á olíu fyrir 57 milljónir Bandaríkjadala þegar beðið væri eftir að sovésk stjórn- völd samþykktu kaup á saltsíld fyr- ir um 16 milljónir dala. Halldór Ásgrímsson sagðist ekki vilja leggja mat á það hvort eðlilegt væri að skrifa undir samning um kaup á olíu frá Sovétríkjunum áður en sovésk stjórnvöld væru búin að staðfesta samning um saltsíldar- kaup héðan og sagðist ekki hafa haft vitneskju um hann. „Það er að sjálfsögðu alltaf matsatriði hvernig standa skuli að þeim marg- þættu samningum sem eru í þessum * Akvörðun byggingarnefiidar Þjóðleikhússins um breytingar aðalsal: Hækkun á gólfi og einar svalir Á FUNDI byggingarnefhdar Þjóðleikhússins i gær samþykkti nefndin samhljóða breytingar og verkþætti sem framkvæmdir verða í Þjóðleikhúsinu á næsta ári á því tímabili sem ákveðið hefur verið að loka aðalsviði, frá 22. febrúar og fram að jólasýn- ingu næsta ár. Gólf aðalsalar verður hækkað og efri og neðri svalir sameinaðar í einar svalir, en veggir, loft, stúkur og fleira verður ýmist óbreytt eða fært í upprunalegt horf. Reiknað er með að framkvæmdir á næsta ári kosti um 350 millj. kr. Fyrsti áfanginn kostar sam- kvæmt áætlun liðíega 500 millj. kr. á verðlagi septembermánaðar, en þar er um að ræða lagfæring- ar og viðhald á aðalsal, allri að- stöðu fyrir leikhúsgesti á göngum og í hliðarsölum og anddyri og einnig í Þjóðleikhúskjallara. Á næsta ári er áætlað að ljúka við aðalsal og Kristalssalarhæð auk 3. hæðar. Einnig verður byijað á byggingu tækjaklefa neðanjarðar austan við leikhúsið. Bygging lyftu fyrir hreyfihamlaða leikhús- gesti og aðra sem þurfa að nota slíka þjónustu verður byggð í næstu lotu. Breytingarnar sem hafa verið ákveðnar miðast við að bæta verulega sjónlínur og hljómburð í húsinu, en í frum- teikningum Guðjóns heitins Samúelssonar húsameistara, sem Gólf í sal verður hækkað og svölum slegið saman í einar. teiknaði húsið, var gert ráð fyrir einum svölum eins og nú hefur verið ákveðið að gera. Sjá ennfremur á bls. 20. viðskiptum," sagði Halldór. Sovéski sendiherrann í Reykjavík gekk á fund Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra í gær. „Sendiherr- ann vísaði til ráðuneytis utanríkis- viðskipta í Sovétríkjunum, sem telur að báðir aðilar muni sýna skynsam- legan og gagnkvæman áhuga á að leysa þetta mál, sem er nú hjá sov- éskri ráðherranefnd, og ég er von- góður um að það leysist á næstu dögum," sagði Jón. Hann sagði að athuga þyrfti mjög gaumgæfilega hvort rétt væri að gefa olíuviðskipti Islendinga fijáls. „Nú hefur það reyndar verið svo að olíufélögin hafa flutt inn frá öðrum löndum þegar ástæða hefur gefist til þess. Állt þetta mun koma til athugunar fram til þess að gert verður nýtt samkomulag við Sov- étríkin að liðnum gildistíma þess samkomulags, sem hefur verið í gildi fyrir árin 1986 til 1990. Yfir- litsviðræður um reynsluna af við- skiptasamningi þjóðanna og fram- kvæmd hans í ár og í fyrra hefjast í Moskvu 22. þessa mánaðar og ég vona að botn verði fenginn í síldar- sölumálið fyrir þann tíma. Annars vegar er gerður samning- ur við olíufyrirtæki um olíukaup og hins vegar fiskinnflutningsfyrirtæki um fiskkaup og milli þeirra er ekk- ert stjórnskipulegt samband í Sov- étríkjunum um einstakar ákvarðan- ir. Það verða náttúrulega ennþá minni tengsl á milli einstakra við- skiptasamninga, eða kaupsamn- inga, heldur en áður var vegna þess að nú er sovéska hliðin marg- skipt,“ sagði Jón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.