Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 11
MQRQUNBLAÐIÐ FQSTUDAGUR ÁÁ NÓVEMBER 19g9 11 Árbók Listasafns íslands Myndlist Bragi Ásgeirsson Nýkomin er út árbók Listasafns Islands, hin fyrsta í sögu þess, og er vonandi, að um árvissan viðburð verði að ræða hér eftir. 011 listasöfn, sem einhvers mega sín, gefa út slíkar árbækur eða rit, sem eru í senn skýrsla um athafna- semi hvérs safns fyrir sig á undan- gengnu ári, svo og fræðilegar rit- gerðir um einstök málverk í eigu þeirra eða ákveðin tímabil og lista- stefnur. yfirhöfuð allt, sem viðkem- ur starfsemi metnaðarfulls lista- safns í höfuðdráttum. Hér er um mikið átak og stórhug að ræða, því að hér er að sumu leyti rennt blint í sjóinn, vegna þess að ritið er gefið út, þótt ekki hafi fengist íjárveiting fyrir því frá hinu opinbera. Verður safnið því að reiða sig á sölu ritsins, viðbrögð almennings og velunnara þess. Sjálfur er ég þess fullviss, að slíkur stórhugur skili sér í bein- hörðum peningum, éf rétt er að útgáfunni staðið, en kannski á lengri tíma en æskilegt væri, en hér á tap að vera útilokað til lengri tíma litið. Sagan segir mér líka, að hik og ótti við að taka á sig áhættusamar framkvæmdir hefur verið mesti dragbítur heilbrigðrar þróunar í íslenzku myndlistarlífi undan- gengna áratugi. Hér er og orðinn að veruleika gamall draumur dr. Selmu Jóns- dóttur og má koma fram, að það mun hafa tekið áratug að koma út hinu mikla safnriti, sem sá loks dagsins ljós í tilefni aldarafmælis safnsins árið 1984. Slík nánasarsemi sómir ekki sjálfstæðu þjóðríki, en eins og ég hef oft bent á, þá hefur safnið engan fastan tekjustofn í Qárlög- um, en verður að reiða sig á náð og miskunn misvelviljaðra manna í fjárveitingarnefnd hveiju sinni. Það hljóta allir að sjá, að slíkt er fráleitt um jafn mikilvæga stofnun. Það sem gert hefur ýmsar þjóðir að stórveldum í listinni er ekki ein- ungis stórhugur ráðamanna, heldur eru víðast hvar lög um það, að ákveðinn hundraðshluti hagnaðar af hvers konar getraunastarfsemi, happdrættum, lottói o.fl. í þeim dúr renni til menningarstarfsemi. Að auki eru ijárframlög til menningar undanþegin skatti víðast hvar. En i þessum málum öllum verð- um við útskerinu að teljast harla frumstæðir í réttri merkingu þess orðs og um leið í fullu samræmi við meinta einangrun og veiði- mannaþjóðfélag. Árbókin er gefin út í minningu dr. Selmu Jónsdóttur, fyrrum for- stöðumanns safnsins, (f. 1917- d. 1987) og er það vel við hæfi. Þó hefði mátt rita meira um störf hennar við safnið rþessu fyrsta ársriti, en þeim mun vafalítið gerð ski! eftir því sem fram líða stund- ir, enda annað naumast hægt, þar sem verka hennar sér svo víða stað. En ágæt grein eftir Hörð Ágústs- son um dr. Selmu er framarlega í ritinu svo og skrá yfir rit, sem hún samdi eða átti þátt að. I hugleiðingu, þar sem núverandi forstöðumaður, Bera Nordal, kem- ur víða við, segir hún m.a. að öil umræða um starfsemi safnsins sé af hinu góða og má það til sanns vegar færa. Opin umræða um myndlist er því miður á allt of lágu stigi hér á landi svo og málefnaleg- ar deilur. Menn vita oft ekki um hlutina, fyrr en þeir hafa gerst og öllu hefur verið ráðstafað, ekki einu sinni við, sem höfum það mikilvæga starf með höndum að rita um þessi mál. Ég nefni hér t.d. er mikilvægar sýningar eru fyrirhugaðar erlendis, sem öllum kemur við, sem í hring- iðu þessara mála eru, þá er búið að skipa einhvetja áður en nokkur veit til að velja þátttakendurna, stundum fólk er fyrir utan hringið- una stendur og litla yfirsýn hefur um hérlenda þróun! Slík lágkúra og baktjaldamakk er algjört eins- dæmi, en ég hef einmitt lengi fylgst með því, hvernig staðið er að slíkum málum erlendis og þekki því nokkuð til þeirra miklu deilna, er iðulega koma upp og eins og hreinsa andrúmsloftið. Og enginn óskar þess eins heitt og ég, að svo mætti einnig vera hér, þar sem svo er komið að mynd- listarmenn þora varla að láta í ljós skoðanir sínar opinberlega af ótta við að það komi þeim illa og dragi langa og ljóta drögu á eftir sér. Hins vegar er stundum vitnað í ónafngreinda huldumenn, er allt þykjast vita á bak við tjöldin. Og einhver ástæða hlýtur að vera fyrir þessu, enda t.d. ekki vansalaust, er ábyrgir fræðimenn reiða hnefana á loft og jafnvel rugla mikilvægum ártölum í rit- gerðum sínum, — vei þeim, er standa í hárinu á slíkum. Það seg- ir sig einnig sjálft, að það fást fáir t'il að skrifa listrýni í dagblöðin enda ekki eftirsóknarvert við nú- verandi aðstæður. Með hliðsjón af framanskráðu hlýtur rit sem árbókin að opna mikilvægar leiðir til úrbóta um heilbrigða umræðu, það mun og auka möguleika á því, að hún hljóti hljómgrunn meðal hinna mörgu áhugamanna um myndlist. Fólk þyrstir nefnilega í opna, bein- skeytta og skelegga umræðu um þessi mál. Það er sem sagt svo margt, sem fram kemur í árbókum safna, sem að öðrum kosti vekur upp alls kon- ar getgátur og miður hollt umtal. Deilur hljóta að koma upp um einstök innkaup safna, sem þykja orka tvímælis eða þá hvernig stað- ið var að þeim, og hér á Listasafn íslands ekki að verða nein undan- tekning frá öðrum söfnum erlendis. Hér skal svarað einarðlega á opin- berum vettvangi, en ekki hlaupa í felur. Það var t.d. rangt að týna verki innan safnsins árið 1964 eða ’65, (og má hafa gerst oftar) þegar einstaklingur úti í bæ vildi taka það sem dæmi um fáránleg inn- kaup safnsins. Slíkt á alls ekki að Nátttröllið á glugganum eftir Ásgrím Jónsson, 1905. hræðast, heldur standa fyrir sínu máli með trú á það, að menn hafi gert rétt með vísun til framtíðar- innar. Árbókin er fyrst og fremst upp- lýsingarit og í þessu fyrsta riti er ýmis nytsamlegur fróðleikur um störf safnsins og væntaniegar sýn- ingar, en þó er eðlilega nokkur byijendabragur á ritinu, sem mað- ur er þó meira en reiðubúinn til að afsaka. Aðaiinnihald ritsins er úttekt á myndefni Ásgríms, „Nátttröllið á glugganum", eftir þá listsagnfræð- ingana Júlíönu Gottskáiksdóttur og Hrafnhildi Schram. Er það fróðleg ritsmíð, sem seg- ir um margt sögu og þróun mynd- efnisins í höndum Asgríms, ásamt því að þjóðsögunni er gerð skil svo og þeim þætti almennrar sagn- fræði, en hins vegar þykir mér ekki nægilega djúpt kafað í list- sögufræðina og þróun sjálfs mynd- efnisins. Allt á sinn bakgrunn og ekkert er fullkomlega sjálfsprottið, og þannig eru áhrif frá öðrum málur- um jafn sjálfsögð og eðlileg og móðurmjólkin enda neitar þeim enginn sannur listamaður. Það er úrvinnsla áhrifanna, sem máli skiptir og frumleg túlkun þeirra. Hér eru áhrifin að vísu rakin til táknhyggjunnar (symbolismans), sem var allsráðandi í danskri list á síðasta áratug 19. aldar og mikið til á námsárumÁsgríms. Þessa list- stefnu hefur Einar Jónsson mynd- höggvari ræktað manna algjörast af íslenzkum- myndlistarmönnum, og Ásgrímur var ekki ósnortinn eins og fram kemur. Minnst er á nokkra norræna myndlistarmenn og m.a. vísað til þess, „að í bóka- skreytingum Norðmannsins Eriks Werenskiolds (1855-1938) hafi tröllið fengið sjálfstæða mynd, sem var sprottin út úr norskri náttúru og með alþýðlegu yfirbragði og varð hún sígild í norrænni myndlist um aldamótin. Hér bar og einnig að nefna samtíðarmann Weren- skiolds, Th. Kittelsen (1857-1914). En hefði ekki verið ennþá nær- tækara að leita beint til upprunans og myndheims Gustave Morau (París 1826 — París 1898). Hann var gríðarlegur áhrifavaldur um sína daga og fram á þessa öld. Furðulegur og rómantískur mynd- heimur hans hafði m.a. áhrif á surrealistana. Hann málaði t.d. myndina „Galathea“ á árunum 1880-’81. Myndefnið er sótt í gríska goðafræði um hafmeyjuna Galatheu, sem hínn eineygði risi Polyfemos, sem hafði m.a. Oddiseif í haldi_ um tíma, elskaði árangurs- laust. í þeirri mynd kemur það fram á sláandi hátt hvert norrænir mál- arar sóttu fyrirmyndina, en um- formuðu hana og heimfærðu á norðlægar slóðir. Polyfemos varð sem sagt að norrænu trölli, en hafgúan að saklausri bóndadóttur! Erik Werenskiold var einmitt við nám í París á árunum 1880-’83 og hefur án vafa þekkt mætavel til listar Moreus og vitað um hinn fræga skóla hans, sem við hann var kenndur og jafnvel tyllt þar tá! Einnig er meira en líklegt, að Ásgrímur hafi séð mynd af því fræga verki Moreaus og mörgum fleirum í Kaupmannahöfn á náms- árunum, en Danir voru einmitt merkilega forvitnir um það sem var að gerast í París á þeim árum. Hvað sem öðru líður er það eðli- legur hlutur og Ásgrími til hróss, að hann var opinn fyrir straum samtímans og hagnýtti sér þá. Þetta finn ég helst að ritsmíð þeirra stallsystra í listsagnfræðinni, en framlag þeirra er þó hið athyglis- verðasta. Von mín er, að ársrit listasafns- ins hljóti þær almennu móttökur að framhald verði tryggt og mikil- vægt er, að_ það rati inn á hvert bókasafn á íslandi og í hvern ein- asta skóla. Loks ber að þakka Beru Nordal stórhuginn og öllum, sem hér lögðu hönd að. Ljósmyndin 150 ára Llst og hönnun BragiÁsgeirsson Eins og margur mun vita, þá eru 150 ár liðin síðan ljósmyndin var fundin upp og hefur þess verið minnst víða um heim með vegleg- um sýningum. I Bogasal Þjóð- minjasafnsins var 7. október opnuð sýningin Ljósmyndin 150 ára. Saga ljósmyndunar á Islandi í máli og myndum og stendur hún til nóvem- berloka. Sýningin hafði næstum farið framhjá mér, enda sýningar óvenju margar um þessar mundir, og það láðist að iata mig vita af henni fyrr en nú nýverið og skundaði ég þá umsvifalaust á vettvang. Að sjálfsögðu er sýningin sett upp til að minnast þess, að nú eru 150 ár frá því að uppfinning Dagu- erre var kynnt í 'París 1839, með vísun á upphaf og þróun ljósmynd- arinnar hér á land. Fræðilega séð er þetta mjög áhugaverð sýning og nær vafalítið tilgangi sínum að mestu, en hún er þó dáiítið erfið fyrir augað og því er mikilvægt, að áhugasamir gefi sér góðan tíma til að skoða hana. Þá er nauðsynlegt, ef við- komandi vill hafa gagn af sýning- unni, að lesa vei hina greinargóðu skýringartexta á veggjunum, því þeir gefa mikilsverðar upplýsingar um þróunina og einstaka frumheija íslenzkrar ljósmyndunar. Margar myndanna eru mjög vel teknar og eru dijúg heimild um tímana, en þær eru jafnframt í mörgum tilvik- um gamlar og máðar, svo að mað- ur þyrfti helst að hafa stækkunar- glér vð hendina! Það er fróðlegt að ferðast vítt um landið í gegnum ljósmyndir fyrri ára, virða fyrir sér löngu horf- ið fólk og sjá hina ýmsu byggðu staði, en hver slíkur hafði sín sér- kenni og sitt sérstaka aðdráttarafl. Á seinni tímum hafa hinar svoköll- uðu framfarir máð flest sérkenni út og byggt er eftir sömu teikning- unum í öllum landsfjórðungunum, oft án minnsta tillits til mismun- andi landslags og veðurfars. Til að gera slíka sýningu að- gengilegri hefði verið til mikilla bóta að stækka sumar myndanna upp á nútímavísu og gefa að auki út sýningarskrá, sem hefði orðið markverð heimild um sýninguna og gert hana mun forvitnilegri fyr- ir fólk. Slík sýningarskrá af veg- legri gerð hefði svo ósjálfrátt orðið ómetanlegt námsgagn í skólum landsins. En skyldi ekki peningas- kortur eiga hér nokkra sök eins og oftar, er ríkið stendur að baki merkum sýningum? Engu að síður er þetta í senn fróðleg og skemmtileg sýning, sem ég er viss um að margur mun hafa gagn og ánægju af að skoða. Sjálfur þakka ég með virktum fyrir mig. BÆJARINS BESTI FISRUR ÍHJARTA BORQARiriHAR Tilboðsdagar á sælkeraréttum! Veislumatur á vægu verði: • Hvítlauksristaður hörpudiskur með sveppum • Lambahnetusteik með kryddjurtasósu • Súkkulaðimús með rjóma • Kaffi og konfekt Aðeins kr. 1.490.- J) Hafnarstræti 5 Pöntunarsími: 18484

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.