Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1989 arstað. Frábært tækifæri fyrir alla þá sem vilja stytta skammdegið og hvfla sig á hryssingslegri vetr- artíð, skemmta sér og snæða fjöl- breyttan mat, lita hörundið, spila golf og eiga góða daga á „Hamingjueyjunni1*. íslenskir fararstjórar á Kanaríeyj- um eru Auður og Rebekka Beint dagflug: 18/12 8/1 29/1 19/2 12/3 2/4 16/4 Ferðoskrifstofurnar og FLUGLEIÐIR Sími 690100 Jósep Guðjónsson Pálshúsum - Minning Fæddur 16. júní 1899 Dáinn 10. nóvember 1989 í dag fer fram frá Garðakirkju útför Jóseps Guðjónssonar, bónda í Pálshúsum í Garðahverfi, en hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði hinn 10. þ.m. eftir skamma legu þar. Með Jósep er fallinn frá einn síðasti fulltrúi aldamótakynslóðar þessa byggðarlags, kynslóðar sem ólst upp í anda rómantískrar hug- sjónastefnu með óbilandi bjartsýni á framtíð lands og þjóðar. Jósep fæddist á Aðalbóli í Mið- firði í Vestur-Húnavatnssýslu 16. júní 1899. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Sigurðsson hrepp- stjóri frá Björk í Grímsnesi og Jós- efína Jósefsdóttir frá Litla-Bakka í Vestur-Húnavatnssýslu, en þau hófu fyrst búskap á Aðalbóli, en fluttu aldamótaárið suður og sett- ust að á Óttarsstöðum í Garða- hreppi og bjuggu þar til ársins 1918. Þá fluttust þau í Krýsuvík, en bjuggu þar aðeins eitt ár, en eftir það lá leiðin að Pálshúsum í Garðahverfi þar sem þau bjuggu til dauðadags. Jósep fylgdi foreldrunum og vann að búskapnum með þeim þegar honum uxu kraftar. Árið 1931 gekk Jósep að eiga Ingibjörgu Guð- mundsdóttur frá Stóra-Nýjabæ í Leiðrétting Við vinnslu minningargreinar um Guðna Sævald Jónsson, Hafnar- firði, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag, urðu þau mistök, að hluti setningar féll niður. Þar sem getið var barna þeirra Guðna Sævalds og eftirlifandi konu hans, Þóru Eyjólfsdóttur, féll niður nafn yngsta barnsins Kristins Jóns, f. 1969, sem er enn í föðurhúsum. Morgunblaðið biður alla viðkomandi velvirðingar á þessum mistökum. Krýsuvík og hófu þau búskap í Pálshúsum í sambýli við Guðjón og Jósefínu foreldra Jóseps ásamt Guðmundi yngri bróður Jóseps, en hann lést árið 1987 en konu sína missti Jósep 19. apríl 1985. Á yngri árum stundaði Jósep vinnu utan heimilis eins og títt var um unga menn á þessum tíma. Hann stundaði m.a. sjósókn á skút- um og alls konar smíðavinnu. Smíðavinnan var honum mjög hug- leikin og sinnti hann henni nokkuð alla ævi. Hann var mjög handlaginn maður og vandvirkur með afbrigð- um og gerði ætíð miklar kröfur til sín á því sviði. Jósep hafði sérstakt yndi af fallegum og vel gerðum hlutum. Hann strauk gjarnan fingr- um um þá og dáðist að þeim ef þeir voru vel smíðaðir og á vissan hátt var hann fagurkeri og naut þess að vera í návist fagurra muna. Það lætur að líkum að jafn hand- laginn maður og Jósep var lagði grönnum sínum lið við smíðavinnu og það var sem hann hefði næma tilfinningu fyrir því hvar rétta mætti hjálparhönd. Þau Jósep og Ingibjörg eignuðust tvö börn, Guðjón, sem_ fæddur er 9. september 1932 og Ástu, fædda 7. nóvember 1933. Þá gekk Jósep Ester Helgadóttur í föðurstað, dótt- ur Ingibjargar, sem hún hafði eign- ast áður en þau gengu í hjónaband. Ester er gift Davíð Davíðssyni, prófessor við Háskóla íslands og eiga þau 6 börn. Þegar börn Jóseps uxu úr grasi fóru þau að vinna í heimilinu og smám saman tóku þau við búinu og önnuðust Jósep af stakri alúð síðustu æviár hans, en hann naut þess að fá að dvelja heima í Páls- húsum fram undir hið síðasta. Við sem þetta ritum áttum þyí láni að fagna að alast upp í ná- grenni við Pálshúsaheimilið nálega öll okkar æskuár og er það því okkur mjög kært og nákomið. Þeg- ar faðir okkar, sem bjó í Kjarn- holtum í Biskupstungum ásamt móður okkar, missti heilsuna sum- arið 1933 og við fjögur systkinin öll þá kornung, töldu foreldrar okk- ar að auðveldara yrði að sjá heimil- inu farborða með því að flytja frá Kjarnholtum og setjast að í Króki í Garðahverfi sem þá var laus til ábúðar, því að ljóst var að erfitt yrði fyrir hana að búa áfram á jafn stórri og vinnufrekri jörð og Kjarn- holt er. Það sem hefur án efa ráðið miklu um þá ákvörðun að flytjast að Króki var að þar var hún í ná- býli við frændur sína í Pálshúsum, en þau voru uppeldissystkini. Þeir bræður gerðu móður okkar kleift að flytjast að Króki með því að endurbyggja íbúðar- og útihús á jörðinni, en þau voru orðin afar léleg. Eftir að faðir okkar komst til nokkurrar heilsu, eftir tveggja ára sjúkrahúslegu og þá verulega fatlaður maður til vinnu, reyndust þeir bræður og Pálshúsaheimiið okkur ómetanleg hjálparhella sem aldrei verður fullþakkað, en minn- ingin um Jósep, þennan hávaxna, góðlega mann, sem hafði sérstaka hæfileika til að laða að sér börn, mun lifa í minningu okkar og við vottum öllum aðstandendum samúð okkar. Systkinin írá Króki ú FRAMKVÆMDASJÓÐUR ÍSLANDS auglýsir til sölu húseignina TRYGGVAGÖTU 20, REYKJAVÍK, með tilheyrandi eignarlóð, sameiginlegri með Vesturgötu 2. Húsið er á tveimur hæðum, alls um 520 fm, nýbyggt og tilbúið til notkunar. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Framkvæmdasjóði íslands, Rauðarárstíg 25, Reykjavík, sími 624070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.