Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 263. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hart deilt á Sten Andersson: Eru Svíar sammála innlimun Eistlands? Slokkhólmi. Reutér. OLL spjót standa nú á Sten Andersson, utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, og er hann sakaður um að hafa lagt blessun sína yfír innlimun Eistlands í Sovétríkin. Andersson var í Eistlandi í síðustu viku og sagði þá, að Svíar teldu ekki, að Eystrasaltsríkin væru hersetin af Sovétmönnum. Suður Afríka: Aðskilnað- arstefiiaá nndanhaldi FORSETI Suður-Afríku, F.W. de Klerk, skýrði frá því í gær að framvegis yrði hvergi um að ræða lög* bundinn kynþáttaaðskilnað, apartheid, á baðströndum og ennfremur, að 36 ára gamall lagabálkur um að- skilnað á ýmsum afþreying- arstöðum yrði fljótlega af- numinn. Eru þessi lög ásamt öðrum einn af horn- steinum aðskilnaðarstefn- unnar í Suður-Afríku. De Klerk hefur sagt, að nýir tímar séu að renna upp í landinu og hann hefur boðið leiðtogum blökkunianna til viðræðna um aukna þátt- töku þeirra í stjórn lands- ins. Þá kvaðst hann í gær mundu skýra frá frekari umbótum þegar þingið kemur saman í febrúar. Börnin á myndinni fögnuðu tíðindunum með því að hlaupa niður á strönd enda er nú ekkert að marka skil- tið þar sem segir, að aðeins hvítir menn megi baða sig í sjónum. Hans Modrow forsætisráðherra tókst í gær að koma saman sam- steypustjórn kommúnistaflokksins og fjögurra smáflokka, sem hingað til hafa verið meðreiðarsveinar kommúnista en leggja nú áherslu á að vera sjálfstæðir. Flokkarnir fjór- ir, fijálslyndir demókratar, kristileg- ir démókratar, þjóðlegir demókratar og bændaflokksmenn, fá 11 ráð- herraembætti af 27 en ekki var vit- að hvernig þeim yrði skipt á milli flokkanna. Formenn allra flokkanna samþykktu í gær tillögur, sem Modrow mun leggja fyrir þingið í dag, og þýða í raun, að hið komm- úníska stjórnkerfi, sem verið hefur í landinu allt frá stríðslokum, verði lagt af. í tillögunum er kveðið á um sam- starf við vestræn fyrirtæki; að lítil fyrirtæki verði í einkaeigu og þeim ívilnað í sköttum og með aðgangi að erlendum gjaldeyri; að ríkisfyrir- tækin verði gerð sjálfstæð og opin- berar niðurgreiðslur, fimmtungur ríkisútgjalda, teknar til endurskoð- unar. Þá eru boðuð ný lög um fé- laga-, funda- og fjölmiðlafrelsi; að skilið verði á milli löggjafar-, fram- kvæmda- og dómsvalds; að lögfræð- ingar og dómarar verði óháðir og sérstakur stjórnarskrárdómstól! skipaður. Þá á að skera niður um- svif öryggislögreglunnar. Modrow vill einnig fækka ríkis- starfsmönnum verulega og flytja þá til framleiðslugreinanna og hann vill, að hlutur kvenna á þingi og í stjórn verði tryggður með lögum. Þá eiga þau sjúkrahús, sem hafa aðeins ver- ið fyrir hina útvöldu stétt, að vera opin almenningi og allt menntakerf- ið á að endurskoða. Reuter - í tillögunum segir, að skilgreina skuli stefnu Austur-Þýskalands í her- og varnarmálum að nýju; gefa nýliðum í hernum kost á að gegna borgaralegri þegnskyldu; leggja fram nýjar tillögur um afvopnun í Evrópu og síðast en ekki síst er lagt til, að samskiptin við Vestur-Þýska- land verði stóraukin á öllum sviðum. Haft er eftir háttsettum heimilda- mönnum í Austur-Þýskalandi, að fyrirhugaðar breytingar séu miklu Bengt Wester- berg, formaður Fijálslynda flokksins, segir, að ummæli utanríkis- ráðherrans séu „óskiljanleg og óviðunandi" en Andersson heldur því fram, að hann hafí aðeins verið að ítreka stefnu sænskra stjórnvalda um langan ald- ur. Stjórnarandstaðan og ýmis sænsk dagblöð láta sér ekki þá skýringu nægja og segja, að And- ersson hafi gerst sekur um aula- hátt og tillitsleysi á þeim tíma þeg- ar Eystrasaltslöndin krefjast meira sjálfstæðis frá Moskvu. Árið 1941 urðu Svíar til þess fyrstir þjóða að viðurkenna innlim- un Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin en langflestar ríkisstjórnir á Vest- urlöndum hafa aldrei gert það. Westerberg sagði í viðtali við ríkisútvarpið, að eitt væri að viður- róttækari en nokkurn hafi órað fyrir en búist er við, að samsteypustjórnin sitji fram á næsta haust og verði þá efnt til kosninga í landinu. Austur-þýska fréttastofan ADN sagði frá því í gær, að Egon Krenz, formaður kommúnistaflokksins, hefði skýrt Erich Honecker, fyrrum leiðtoga, Margot, konu hans, Erich Mielke, fyrrum yfirmanni öryggis- lögreglunnar, og 24 öðrum svo frá, að nærveru þeirra væri ekki lengur óskað í þingflokki kommúnista. kenna eitthvert ástand á stríðstímum en annað að halda fram sömu skoðun þegar mikilvægar breytingar væru að eiga sér stað. Hreinsanir í Búlgaríu Sofía. Reuter. PETAR Mladenov, nýr leið- togi búlgarska kommúnista- ílokksins, vék í gær úr emb- ætti 10 samstarfsmönnum Todors Zhivkovs, fyrrum leiðtoga. Er talið víst, að hreinsanirnar séu fyrir fyrir- boði einhverra umbóta í Búlgaríu í anda þeirra, sem orðið hafa í Sovétríkjunum. Á fundi miðstjórnar búlg- arska kommúnistaflokksins var ákveðið, að fimm félagar í stjórnmálaráðinu og fimm í miðstjórninni skyldu láta af störfum en meðal þeirra síðar- nefndu var Vladimir Zhivkov, 37 ára gamall sonur Todors Zhivkovs, sem lét völdin í hend- ur Mladenov fyrir viku. Vestrænir stjórnarerindrek- ar segja, að hinir burtreknu séu allir harðlínumenn og hreinsan- irnar það róttækar, að Mlad- enov hljóti að hafa haft sam- þykki Sovétmanna fyrir þeim. Þá segja þeir einnig, að útilok- að sé annað en að einhveijar umbætur komi í kjölfarið. Litháun- um ekki umsnúið Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR kommúnista í Lit- háen voru í gær á skyndifundi með sovéska stjórnmálaráðinu en að honum loknum kváðust þeir jafn ákveðnir og áður í að stofha óháðan konunúnistaflokk. - Fundurinn var haldinn að frum- kvæði Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, en Sovétstjórnin hefur miklar áhyggjur af þróuninni í Litháen og öðrum Eystrasaltsríkj- um. Talið er fullvíst, að Iitháíski kommúnistaflokkurinn muni sam- þykkja á þingi sínu 19. desember nk. að segja skilið við sovéska móð- urflokkinn og ef honum helst það uppi munu kommúnistaflokkarnir í hinum Eystrasaltsríkjunum tveimur vafalaust fara að dæmi hans. Róttækar breytingar boð- aðar í Austur-Þýskalandi Aukið frelsi á öllum sviðum og stór- aukið samstarf við Vestur-Þjóðverja Austur-Berlín, Bonn. Reuter. NÝSKIPUÐ samsteypustjórn í Austur-Þýskalandi ætlar að leggja í dag fyrir þingið tillögur, sem kollvarpa í raun og veru hinu kommúníska þjóðskipulagi síðustu 40 ára. Er í þeim kveðið á um gagngerar breyt- ingar á öllum sviðum þjóðlífsins, í eftiahagsmálum, stjórnmálum, stjórn- kerfismálum, utanríkismálum og félagsmálum. Þá hefúr verið skýrt frá því, að Erich Honecker, fyrrverandi leiðtoga kommúnistaflokksins, eig- inkonu hans og 25 mönnum öðrum hafi verið vikið úr þingflokki komm- únistaflokksins. Reuter Það má kallast tímanna tákn, að þessi ungmenni, vestur-þýsk og bandarísk, klifruðu upp á Berlínarmúrinn í gær og fengu óáreitt að bijóta úr honum vænt stykki. Andersson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.