Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17: NÓVEMBER 1989 V ér einir vitum Svar til Stefáns Svavarssonar vegna Seðlabankahússins sem er ekki til í efnahagsreikningi bankans eftirHelga Magnússon Stefán Svavarsson löggiltur end- urskoðandi, lektor við Háskóla ís- lands, endurskoðandi Seðlabanka ís- lands, Landsvirkjunar og fleiri aðila og formaður reikningsskilanefndar Félags löggiltra endurskoðenda — nú í rannsóknarleyfí í Bandaríkjun- um — hefur sent Frjálsri verslun tóninn vegna skrifa blaðsins um stór- hýsi Seðlabankans við Kalkofnsveg sem ekki er til í efnahagsreikningi bankans. Ég sem ritstjóri blaðsins tel óhjá- kvæmilegt að svara Stefáni nokkrum orðum, enda ,þótt mér leiðist að standa í opinberu orðaskaki við hann, því ég tel Stefán Svavarsson um margt hinn ágætasta mann þó hon- um verði á mistök eins og flestum öðrum. Okkar maður í Ameríku Stefán heldur því fram að um- íjöllun Fijálsrar verslunar sé byggð á misskilningi og að blaðið hafi ko- sið að ijalla um málið án þess að ræða um það við þá sem því eru kunnugir. Ljóst er að frétt blaðsins er fráleitt byggð á misskilningi enda er grein Stefáns órækt vitni þess. Blaðamaður Frjálsrar verslunar reyndi að bera frétt sína undir Stefán og fá skoðun hans á því hvemig hann gæti áritað ársreikning bank- ans og talið hann gefa glögga mynd, m.a. af efnahag hans, án þess að telja sjálft Seðlabankahúsið með eignum í efnahagsreikningi. En á vinnustað Stefáns í Háskóla íslands var blaðamanninum tjáð að Stefán væri við nám og rannsóknir í Ameríku og kæmi til starfa árið 1990. Ameríka er mikil álfa og við gátum ómögulega farið að leita Stef- án uppi þar til að fá ummæli hans um málið. Og það var einnig sann- færing okkar að enginn gæti svarað fyrir álit Stefáns Svavarssonar nema Stefán Svavarsson sjálfur. Stefán velur að Qalla í Morgun- blaðsgrein sinni meira um annað en sjálft Seðlabankahúsið og reiknings- skil Seðlabankans. Erfítt er að veij- ast þeirri hugsun að tilgangurinn sé að beina athyglinni frá aðalatriði málsins sem er það hvort viðeigandi sé að færa upp efnahagsreikning bankans án þess að telja þessa miklu fasteign með eins og hún sé ekki til. Lektorinn eyðir miklu púðri í styttuna af Ingólfi Amarsyni, Viðeyj- arstofu, Bessastaði, Amarhvol og afkomu þjóðþrifastofnanna eins og Háskóla Islands og Landspítalans. Borgin eignfærir fasteignir Aðalröksemd Stefáns Svavarsson- ar fyrir því að Seðlabankahúsið sé ekki eignfært er sú að Seðlabankinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni. Hann nefnir nokkur dæmi um félög og stofnanir sem séu ekki rekin með hagnaðarmarkmiði og verður að líta SEÐLABANKI ÍSLANDS CENTRAL BANK OF ICELAND ANNUAL REPORT 1988 Stefán Svavarsson leggur áherslu á í skrifum sínum að skýringar séu óaðskiljanlegur hluti reikningsskila. En í enskri útgáfu ársreiknings Seðlabank- ans árið 1988 eru engar skýring- ar. Helgi Magnússon „Því fer jQarri að um- rædd reikningsskilaað- ferð Seðlabankans geti talist viðtekin hér á landi.“ svo á að Stefán bendi á þær sem dæmigerðar fyrir þær reikningsskila- aðferðir sem hann telur góðar og gildar í Seðlabankanum. Hann kallar til vitnis knattspymu- félögin KR og Fram og hann nefnir sveitarfélögin. Því verðum við nú að fá svar við eftirfarandi spumingu: Hvemig haga íþróttafélög og sveitar- félögin reikningsskilum sínum? Sveinn Jónsson formaður KR tjáði mér að reikningsskil félagsins væm þannig að allar fjárfestingar væm eignfærðar og endurmetnar með hefðbundnum hætti. Þetta gildir jafnt um fasteignir, framkvæmdir við íþróttavelli og fjárfestingar í skíðamannvirkjum í Skálafelli. Hann kvað gjaldfærslu eigna óþekkta. Samkvæmt ársreikningi Knatt- spymufélagsins Vals em fasteignir og önnur íþróttamannvirki eignfærð, endurmetin og uppfærð með þeim hætti sem þykir sjálfsagður í þjóð- félaginu. Ársreikningurinn er undir- ritaður af Þorsteini Haraldssyni löggiltum endurskoðanda og Stefáni Bergssyni löggiltum endurskoðanda. Þessi tvö félög em talin dæmigerð fyrir þau reikningsskil sem viðtekin em innan íþróttahreyfmgarinnar. Þar kannast menn ekki við Seðla- bankagjaldfærslur á eignum og fjár- festingum og menn gera sér far um að sýna sem raunhæfasta eigna-, skulda- og eiginijárstöðu í efnahags- reikningi. Það er því næsta víst að Stefán hefur verið heldur óheppinn með dæmið sitt. Bergur Tómasson löggiltur endur- skoðandi, sem gegnir stöðu borga- rendurskoðanda, tjáði mér að allar fasteignir Reykjavíkurborgar væm eignfærðar og kæmu fram í efna- hagsreikningi borgarinnar. Endur- bætur á Viðeyjarstofu sem Stefán gerði að umtalsefni, em þar á meðal eignfærðar. Sömu reikningsskilaað- ferðir gilda einnig hjá öðmm sveitar- félögum. Þau eignfæra fasteignir sínar. Seðlabankagjaldfærslur á fas- teignum era ekki tíðkaðar. Aftur hefur Stefán því verið óheppinn með dæmi! Verður Seðlabankahúsið selt? Skylt er að geta þess að Stefán segir að vera megi að borgin færi fasteignir sínar að einhveiju marki til eignar, og segir svo: „ .. .en það þjónar í sjálfu sér engum sérstökum tilgangi, nema sennilegt megi telja að hún þurfi og ætli að selja tiltekn- ar eignir sínar.“ Ef fyrirhuguð eða hugsanleg sala eigna hjá stofnunum sem ekki em reknar í hagnaðarskyni nægja, að mati Stefáns, til eignfærslu fasteigna þeirra, hlýtur að mega draga þá ályktun af meðhöndlun hans á Seðla- bankahúsinu, að útilokað sé að húsið verði selt eða tekið til annarra nota. Þeir sem fylgjast með þjóðfélags- umræðunni vita að ýmis áhrifamikil öfl hér á landi em engan veginn sátt við það hvernig Seðlabankinn hefur þróast. Oft er bent á að ekki em nema rúm 30 ár síðan Seðlabank- inn var skúffa í einu skrifborði hjá Landsbankanum, eins og það er orð- að í gamni og alvöru. Á þijátíu ámm hefur hann breyst úr skúffu í stofnun með 140 stöðugildi í vinnu á 7000 fermetra gólffleti. Margir áhrifa- menn í íslenskum stjómmálum hafa mikinn áhuga á að snúa þróun Seðla- bankans við og færa hana til baka í átt að skúffunni góðu. Sumir þess- ara manna em fyrirferðarmiklir í núverandi ríkisstjórn íslands og þessa dagana em til umræðu tillögur stjómvalda um að breyta hlutverki Seðlabankans og setja hann undir stjóm Hagstofunnar. Þá gæti Seðla- bankahúsið orðið óþarft undir Seðla- bankann. Hver veit nema ríkisstjóm og Alþingi ákveði einn góðan veður- dag að selja Seðlabankahúsið. Stefán Svavarsson eða aðrir geta ekki útilokað neitt í þessu efni og því ætti röksemd hans sjálfs, um eignfærslu á fasteignum Reykjavík- urborgar sem hún þarf eða ætlar að selja, að gilda jafnt um Seðlabankann því auðvitað gæti til þess komið að byggingin yrði seld. Það er ekkert náttúmiögmál að starfsemi Seðla- bankans verði í þessu húsi um alla framtíð. Engar skýringar í enskri útgáfú í Morgunblaðsgrein sinni hefur Stefán Svavarsson þann háttinn á að tala í miklum umvöndunartóni, að hætti hinna alvitra. Þegar hann fjallar um að getið sé um bygging- una í skýringum með ársreikningi — sem hann virðist telja boðlegt þó svo hússins sé hvergi getið í sjálfum efnahagsreikningnum — segir hann orðrétt: „Blaðamaðurinn kaus að halda því fram, að bankinn léti í reikningsskil- um sínum sem svo, að bankahúsið væri ekki til. Þetta er rangt. Það er venja að líta svo til, að ársreikningur feli í sér ekki aðeins töluleg yfirlit eins og rekstrar- og efnahagsreikn- ing, heldur taki hann einnig til þeirra skýringa, sem reikningunum fylgja. Þar er greint frá mati á eignum bankanns og skýringamar em óað- skiljanlegur hluti reikningsskilanna. Það er því rangt, að bankinn sé í einhveijum feluleik með húsið sitt; þar er á Kalkofnsvegi 1 og frá því er skýrt í ársreikningi bankans, svo sem hver sem er getur sannfærst um, sem vill af yfirvegun kynna sér málið. Niðurstaðan er því sú, að árs- reikningur bankans er í samræmi við góða reikningsskilavenju og hann gefur auk þess glögga mynd af af- komu og efnahag hans.“ En bíðum aðeins við. Ársskýrsla Seðlabanka íslands er gefin út prentuð á íslensku og ensku. Eins og efni standa til er ensku útg- áfunni væntanlega dreift til allra helstu samskiptaaðila bankans víða um heim og til annarra þeirra útlend- inga sem vilja kynna sér Seðlaban- kann og ársreikning hans. Meðal les- enda reikningsskila bankans í útlönd- um em fulltrúar þeirra erlendu við- skiptabanka _sem eiga samskipti við Seðlabanka Islands, auk þess vænt- anlega Alþjóðabankinn, Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn og OECD svo einhveijir séu nefndir sem hljóta að teljast mikilvægir í þessu sambandi. „Skýringar eru óaðskiljanlegur hluti reikningsskilanna," sagði Stef- án Svavarsson í fyrrnefndri grein. En engar skýringar eru með ensku útgáfunni af ársreikningi Seðla- banka íslands fyrir árið 1988, ein- ungis rekstrar- og efnahagsreikning- urinn — og svo vitaskuld áritun Stef- 15 Umfjöllun Frjálsrar verslunar um að Seðlabankahúsið sé ekki fært til eignar í ársreikningi bankans hefúr vakið athygli og kveikt umræð- ur um málið. áns um að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu og efnahag bankans! Em skýringar e.t.v. bara óaðskilj- anlegur hluti reikningsskilanna á máli innfæddra, að mati Stefáns Svavarssonar? Em þessir samskipta- aðilar í útlöndum einhvers konar annars flokks lesendur reikningsskila Seðlabanka íslands, að mati Stefáns Svavarssonar? Við emm m.a. að tala um Alþjóðabankann og Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. Enn á ný virðist Stefán hafa verið svona óheppinn með dæmi. Umfjöllun Frjálsrar verslunar var þörf Eftir stendur að umfjöllun Frjálsr- ar verslunar var hreint ekki á mis- skilningi byggð. Víst er að stofnanir, félög og fyrirtæki hér á landi sem ekki em rekin í hagnaðarskyni hafa fráleitt tekið upp þær reikningsskila- aðferðir, sem_ Stefán telur boðlegar í Seðlabanka íslands, varðandi gjald- færslu fasteigna og annarra verð- mætra varanlegra rekstrarfjármuna. Sveitarfélögin og íþróttahreyfingin em m.a. til vitnis um það. Því fer fjarri að umrædd reikn- ingsskilaaðferð Seðlabankans geti talist viðtekin hér á landi. Á því leikur enginn vafí að brýnt er að samræma vinnubrögð á þessu svíði þannig að fólki reynist auðveld- ara að skilja innihald ársreikninga fyrirtækja og stofnana. Umfjöllun Fijálsrar verslunar um Seðlabankahúsið hefur vakið athygli og leitt til umræðu sem vonandi verð- ur til þess að hraða nauðsynlegri samræmingu vinnubragða. Hver er óskeikull? Það er aldrei til góðs þegar sér- fræðingar verða svo sérhæfðir að þeir hætta að skynja umhverfi sitt. Það er þeim heldur ekki til framdrátt- ar þegar þeir falla í þá gryfju að tala niður til fólks — það getur hitt þá illa, sérstaklega ef þeim verða á mistök, því enginn er óskeikull nema páfinn í Róm. Það er von mín að Stefán Svav- arsson geri átak-í að átta sig betur á því sem er að gerast í kringum hann, rækti með sér hæfileikann til að skynja umhverfið og gæti þess að lokast ekki af í fílabeinstumi sér- hæfninnar. Sérfræðingar em nauð- synlegir en þeir mega ekki sérhæfast frá raunvemleikanum, en skemmti- leg skilgreining á sérfræðingi segir að sérfræðingur sé maður sem viti meira og meira um minna og minna — og endi með því að vita heilmikið um ekki neitt. Höfundur er ritstjóri Ftjáisrar verslunar. ■ HIN ÁRLEGU jólakort kvenn- félagsins Hringsins í Hafnarfirði em komin á markaðinn. Allur ágóði sölunnar .rennur til líknarmála. Kortin eru í í tveimur útgáfum, blárri útgáfu og rauðri. Hönnuður er frú Guðrún Geirsdóttir. ■ MERKJASENDINGAR sem komu frá radarstöðinni á Bolafjalli við ísaQarðardjúp á neyðartíðni flugvéla vom ekki miðaðar út af hópi skipa, eins og skilja mátti af frétt Morgunblaðsins, heldur af slysavarnarbátnum Daníel Sig- mundssyni frá Isafirði. Að sögn Jóhanns Ólafssonar rekstrarstjóra bátsins liðu um 40 mínútur frá því að kall kom, þar til áhöfn bátsins hafði staðsett sendingarnar á Bola- flalli. Jóhann segir að báturinn sé einn örfárra íslenskra skipa sem hefur búnað til að miða slíkar send- ingar sem þessar. íslenskur ferðamanna- hópur í Buenos Aires Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá Ingólfi Guð- brandssyni, sem staddur er í Bueonos Aires með íslenskan ferðamannahóp: Fyrir rúmri viku stóðum við i 2500 metra hæð í hlíðum Andes- Qalla og horfðum i síðustu byggð inkanna í Perú, Macchu Picchu, eftir að hafa gist borgina Cuzco, sem eitt sinn var höfuðborg hins Nýja heims, og séð fortíð, ný- lendutímann og nútíð mætast í höfuðborginni Líma, þar sem við dvöldumst í góðu yfirlæti á Sheraton-hótelinu. Síðustu 5 dagana hefur Buen- os Aires brosað við okkur, fyrsta ferðamannahópnum frá Islandi. Fólk er heillað af borginni, bygg- ingum, matnum og mannlífi í þessari höfuðborg menningar á suðurhelmingi jarðar. I dag hefst ferðin til norðurs á ný með stansi við stærstu fossa veraldar, Igu- azu. Um helmingur hópsins legg- ur lykkju á leið sína og svífur upp á Sykurtoppinn í Rio de Ja- neiro, þar sem dvalist verður í 2 daga. Við hittumst síðan öll 94 að tölu í höfuðborg Venezúela, Caracas, áður en við „förum í fríið“ á karbabísku eyjunni Margarita og hvílum okkur til mánaðamóta á nýju Hilton-hót- eli. Ferðin hefur að öllu leyti geng- ið að óskum og öllum líður vel. Sendum Veraldarkveðjur úr sól og hita á Suðurhveli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.