Morgunblaðið - 26.11.1989, Page 20

Morgunblaðið - 26.11.1989, Page 20
. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 19?9 Þarna liggja Íslandsíorin þétt saman í höfninni í Paimpol, lögðust hvert utan á annað þegar þau komu heini í september. Upp í áttatíu skip sigldu þaðan í febrúarmánuði á vit óveðranna við Island. BRETAGNE Cctm-ðu Horú— «»ð7 • BáUMIPOL, Quai Sud Une rgngé« Goétettes tJ'lsienc Hér á eftir fer stuttur kafli úr nýrri bók eftir Elínu Pálmadóttur, blaðamann. Bókin nefnist Fransí biskví — Frönsku íslandssjómennirnir, og fjallar eins og nafnið bendir til, um fiskveiðar Frakka hér við land. Frakkar veiddu hér ókjör af fiski í 300 ár, fram yfir 1930. Elín hefúr unnið að þessari bók í mörg ár, bæði hér heima og úti í Frakklandi, og kemur hér margt fram, sem hingað til hefúr verið okkur lokuð bók — og líklega einnig Frökkum. Kaflinn hér á eftir er úr 2. þætti bókarinnar, þar sem lýst er hvern- ig frönsku sjómennirnir bjuggu sig af stað á Is- landsmið í janúarmánuði ár hvert. I kaflanum hér ræðir um sjómennina í Paimpol á Bretagne. Paimpol Þarna sem Islandsförin liggja, þekkjast þau varla fyrir sömu skipin sem komu í september og lögðust hvert utan á annað í höfninni í Paimpol. Þrengslin eru mikil í flotdokkinni innan við innsiglingarrennuna, því að aðeins fá skip úr þess- um stóra flota fá verkefni við strandflutninga yfir „dauða tímann“, eftir að þau hafa skilað af sér aflanum í söluhöfnun- um í Bordeaux og Boulogne eða til dreifingar- og söltunar- stöðvanna. En Paimpólarar hafa eftir langa og harða baráttu vegna ört stækkandi Islandsflota — og fyrir afraksturinn af þessum sömu siglingum — tryggt með flothöfninni að þessar þungu skútur standi ekki alltaf á þurru á fjöru tvisvar á dag þarna við Ermarsundið, þar sem svo gífurlegur munur er á flóði og fjöru. Höfnin mundi tæmast á fjöru, ef lokurnar héldu þar ekki sjó inni. Umsvifin kringum skúturnar vaxa. Utgerðarmennirnir eru búnir að tryggja sér mannskap, hafa farið að huga að skip- stjórum strax um haustið. Samkeppnin um góða fiskimenn er orðin hörð, eftir að íslandsflotinn varð svona stór. Fyrir hvert pláss, sem losnar við dauðsfall, koma þó 20, sem vilja fylla í skarðið. A Bretagne taka fiskimennirnir að streyma úr litlu steinbæjunum í þorpunum í kring á stefnumótin við útgerðarmenn. Áður höfðu útgerðarmennirnir farið út í þorp- in eða sent skipstjóra sína eða fulltrúa til að tryggja sér þá, sem orð fór af fyrir fiskni, og setja þeim stefnumót í kránni á tilteknum degi fyrir brottför flotans. Líka koma þangað aðrir óráðnir fiskimenn í leit að skipsrúmi með fisknum skip- stjóra. Ein vertíð dugar til að lyfta eða eyðileggja orðstír eins skipstjóra. Fiskimennirnir í Paimpol hafa flestir verið á sjó á Islandsmiðum frá 12-14 ára aldri, þeir sem ekki bytjuðu þá á enn harðari vinnu sem saltarar eða „graviers“ í landi á Saint-Pierre-eyju við Nýfundnaland. Þangað fara á hverri vertíð um þúsund 14-17 ára drengir. Faðirinn tekur drenginn sinn með sér til útgerðarmannsins til að freista þess að koma honum með sér í skipsrúm eða þá á annað skip. Drengurinn fær þó ekki skráningu og laun fyrr en eftir 12 mánuði, er hann verður „novice", lærlingur upp á hálfan hlut. Gömlu jaxlarnir, sem sloppið hafa með heilt skinn í 30 vertíðir á miðunum við ísland, þekkjast á bláu eða dökku ullarpeysunum og hrokknu skegginu. Ekki höfðu þeir allir ætlað á fiskimiðin við Island, þegar Kofli úr nýrri bók eftir Elínu Pálmadóttur þeir komu heim í sept- ember. En sama á við um þá og skú- turnar, þeir eru búnir að gleyma erfiði og harðræði fyrri vertíða. Eða eins og Anatole le Braz, sem býr þarna á sumr- in í bænum Treguer, er fram undir 1890 gerði út fáeinar^ skút- ur á ísland- smið, lýsir því: „Það fyrsta sem sjómaðurinn segir, þegar hann er kom- inn að eld- stæðinu í litla húsinu sínu: Nú er nóg komið! Nóg komið af fjarlægum miðum, nóg af kuldahrolli, eymd og dauða, Nú skal því vera lokið. Ég fer ekki aftur.“ Eiginkonan sam- þykkir það, meðan peningarnir endast, sem þó er oftast búið að eyða fyrirfram. Nú skuli hann vera heima og fá sér eitthvað annað að gera. En hljóðið brejrtist, þegar búið er að borga reikningana hjá bakaranum, matvörukaup- manninum, smávöruverslun- inni, kjötkaupmanninum. Þá þarf að fara að hugsa málið. Hvað á að gera annað? Og fyrr en varir er ákvörðun tek- in. „Kona góð, hvað finnst þér? Kannski ætti ég þrátt fyrir allt að fara aftur til Is- lands.“ Konan leggur frá sér vinnu sína, stendur graf- kyrr um stund, ypptir öxlum og svarar að lokum: „Já, kannski. Svona eru örlag- anornirnar. Hvað þýðir að fást um það?“ Nú verður að drífa sig til að fá gott pláss. Það er fyrir öllu. Það er glatt á hjalla á Café des Islandais á hafn- arbakkanum. Snapsar og eplavín liðka málbeinið áður en einn og einn er kallaður afs- íðis til útgerðar- mannsins til að semja Við hann. Um 15-50 franka í „denier dieu“, óaftur- kræfu smáuppbótina og svo um fyrirframgreiðsluna, sem sjaldan fer þó yfir 200 franka, til að geta búið sig af stað og skilið eitthvað eftir handa fjöl- skyldunni. Fyrirframgreiðslan er mikilvægust í þessum samningum, jafnvel eftir að samningar nást 1905 um ofur- litla launauppbót eftir á. En að ná góðum samningi er mikilvægara fyrir fiskimann- inn en peningarnir, svo mikil- vægir sem þeir þó eru á þess- ari stundu. Góðir skilmálar sýna að hann er karl í krapinu og góður fiskimaður. Hann heldur reisn sinni. Þegar hann kemur fram fyrir til félaganna, fær hann í staupinu og þótt ráðningarskilmálarnir eigi að fara leynt getur fiskimaður- íslandsfískimaður frá Paimp- ol kveður konuna sína. Hann er kominn í þungu leðurstíg- vélin með trésólunum, sem eru svo mikilvæg í útbúnaðin- um. inn, með réttu eða röngu, aldrei stillt sig um að gorta af því, hvernig boðið var í hann. Og þegar hann hefur svo á skráningarskrifstofunni, þar sem hver áhöfnin af annarri er kölluð upp, hlustað á samninginn sinn upp lesinn og sett nafnið sitt eða bara kross undir, getur hann fengið af útborg- uninni og farið að búa sig af stað. Allt er á fleygiferð í bænum. Peningar í umferð um stund, aldrei þessu vant. Hundruð fiskimanna streyma í búð- irnar og verkstæðin. Konurnar, sem hafa fengið sér ódýra súpu einhvers staðar, meðan karlarnir borðuðu á kostnað útgerðarmannsins í kránni, fara með til að velja lök og fatnað — kannski til að tryggja að fyrirframgreiðslan fari ekki í annað. Allt of mörg dæmi eru þess að hún hafi horfið á 48 tímum, áður en nokkur gat áttað sig, og allur útbúnaður- inn eftir. Enda hefur daglegur áfengisskammtur í harðræðinu á miðunum gert margan sjómanninn að alkóhólista. En það þarf að halda vel upp á þennan atburð. Kannski geta konan og börnin líka notað tækifærið og fengið eitthvað smálegt, úr því að peningur sést nú í eina skiptið á árinu. Áhrifavald Bretónakvenna á menn sína er allmikið, enda tekur konan ákvarðanir ein meiri hluta ársins. Þau hafa því öll komið til Paimpol, gangandi eða í kerru úr þorpinu sínu í Kerity, Ploubazlanec, Plouézec, Perras- Hamon, Pors-Even, Bréhateyju, Plounez, Plouvion eða Yvars. Margt þarf að kaupa. Af því eru sjóstígvélin mikilvæg- ust, og sumir hafa pantað þau fyrirfram. Helst verður að hafa tvenn, svo að annað parið geti þornað meðan verið er í hinu. Þetta eru leðurstígvél með hárri bót upp á lærið að framan og negld á trésóla. Saumur dugir ekki, heldur verður að kljúfa skinnið fyrir neglingu, svo að stígvélin leki örugg- lega ekki. Leki gæti kostað fótinn í kuldanum á íslandsmið- um. Sjóstígvél smíðar flöldi sérhæfðra skósmiða. Líka þarf góðan sjógalla úr heimaofnu líni, sem dýft er í heitt lýsi eða línolíu, olíubornu svunturnar, ermahlífarnar og höfuðföt- in með eyrna- og hnakkahlífum. I öllum mjóu götunum uppi af höfninni, Götu Islandsfa- ranna og á Martraytorginu með móleitu 18. aldar steinhlöðnu húsunum, þar sem fólkið úr sveitunum kemur vikulega á markaðinn með framleiðsluvöru sína, er nú allt iðandi af svartklæddum konum, með stífaðan, hvítan höfuðbúnað með vængjum út frá eyrunum, og sjómönnum í bláu bretónsku ullarflókaúlpunum sínum, „vareuse“ og með hattkúfa eða kaskeiti með leðurderi. Smákaupmennirnir, sem hafa af kappi búið sig undir þessa verslun með sjófatnað, eru glaðir. Stóran hníf með oddi þarf að kaupa til að geta skorið brauðið sitt og flakað fiskinn, pappírssnifsi til að skrifa á bréfið heim með maískipinu, láta taka mynd af konunni, kaupa ullarfatnað, svuntu og lök. Útgerðarmennirnir birgja sig upp af önglum, línu, hnífum, köðlum og seglum. Hand- vagnar fara skröltandi með þung seglin niður á hafnarbak- kann. Skipstjórarnir velja sjálfir veiðarfærin eftir því, hvar þeir hyggjast veiða og á hvers konar botni. Allur Jsessi blóm- legi iðnaður í bænum hefur frá 1860-70 byggst á Islandsveið- unum og er samofinn þeim, allt frá skipasmíðunum og seglag- erðunum og niður í fata- og matargerð. Útgerðarmennirnir kaupa hveiti ofan úr sveitinni. Þeir hafa áður látið mala það sjálfir í Tregue-myllu og baka þetta mikilvæga „biskví“,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.