Morgunblaðið - 26.11.1989, Side 27
‘ MORGUNBLAÐiÐ
MINNINGAR
njlCM Ulií I T? liUli h m
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989
Guðjón Jósefs-
son - Minning'
Enn einn heiðursmaður úr
íslenskri bændastétt e'r horfinn
sjónum okkar, kominn á efri ár,
farinn að heilsu og kröftum hefur
hann eflaust verið hvíldinni feginn.
Eftir stöndum við sem vorum svo
lánsöm að eignast vináttu hans og
þökkum liðna tíma.
Þeir ena áreiðanlega margir sem
minnast liðinna ánægjustunda við
spjall yfir kaffibolla í stofunni eða
eldhúsinu á Ásbjarnarstöðum. Það
er með ólíkindum hvað það gátu
stundum rúmast margir á þeim bæ,
þó ekki sé hann stór, en þar er allt-
af pláss fyrir gesti, vegna þess að
þar er hjartarúm. Áreiðanlega
sakna barnabörnin þess nú sárt að
nú er hlýja höndin hans afa ekki
lengur til að leiða þau.
Þessi örfáu orð eiga að vera tii
þess að færa þakkir okkar hjóna
til Guðjóns nú að leiðarlokum, þakk-
ir fyrir hlýhug og vináttu á liðnum
árum. Innilegar samúðarkveðjur til
þín, Rúna mín, barna ykkar tengda-
bama og barnabarna.
Guð geymi ykkur öll.
G.B.
Síðasta dag í sumri lést á Hvamm-
stanga eftir nokkra sjúkdómslegu
Guðjón D. Jósefsson bóndi á As-
bjamarstöðum, f.v. hreppstjóri og
sýslunefndarmaður.
Þar sem nánir samstarfsmenn
hans og sýslungar hafa skrifað um
hann, ætt hans og afkomendur,
ásamt margþættu ævistarfi, endur-
tek ég slíkt ekki að öðra leyti en
því, að móðurætt hans var úr
Strandasýslu og Dölum.
Því miður Iágu leiðir okkar Guð-
jóns lítið saman. Báðir inn til íjalla
sín hvoru megin við Húnaflóa. Hins-
vegar hittumst við nokkram sinnum,
og á þeim stundum fann ég glöggt
hversu mikilli manngöfgi hann var
gæddur.
Þegar Steinunn dóttir þeirra Ás-
bjarnarstaðahjóna og Svanur sonur
okkar Ingu ákváðu að ganga hönd
í hönd á lífsveginum hófust kynni
okkar við Guðjón, sem aldrei bar svo
skugga á. Hann kom mér fyrir sjón-
ir sem ljúflegt prúðmenni. Hafi hann
ekki verið sérstakt góðmenni, skil
ég ekki húgtakið. Yfirlætislaus íhug-
un á lausn vandamála er að jafnaði
farsælli en hávært glamur og sýndar-
mennska.
Ég hygg, að Guðjón hafi, sökum
prúðmennsku sinnar, ógjarnan aflað
sér óvildarmanna þótt hann væri
fastur á skoðunum þegar um rétt-
læti var að tefla. Á honum sannað-
ist, að uppdalafólk getur gjaman
kennt umheiminum sanna lífsspeki
og skapað öðram mannlega fyrir-
mynd, sem stenst alla „isma“, tískur
og trúðskap.
Útfarardagurinn, 28. október, sl.
var sólríkur og kyrr framanaf. Rétt
eins og sá er stjórnar veðri og vind-
um hafi viljað með því hvetja sem
flesta að fylgja héraðshöfðingja
Vatnsnesinga síðasta spölinn.
Síðdegis strauk haustsvalinn um
bliknandi jarðargróður og ýfði nokk-
uð klæðnað og höfuðhár ungra sem
aldinna í kirkjugarðinum á Tjörn.
Við hjónin vorum ákveðin að vera
við útför þessa vinsæla kunningja
okkar hinumegin Flóans, ef kostur
væri á. Ágætur frændi minn og ná-
búi ók okkur á færleik sínum. Við
höfðum ekki áður farið að Tjamar-
kirkju og komum þangað dijúgum
tíma fyrir auglýsta jarðarför. Héld-
um því áfram út Vatnsnes og inn
hinumegin móts við Hvítserk, án
þess þó að gefa okkur tíma til að
ganga til sjávar.
Á eftir kom upp í hugann sú ein-
kennilega tilviljun, að einmitt á þess-
um slóðum leit Guðjón á Ásbjarnar-
stöðum fyrst dagsins ljós.
Ef til vill hafa óvænt kveðjuboð
borist með okkur af bemskustöðvun-
um til hinstu hvílunnar, þar sem
móðir jörð umlauk verndarfaðmi um
trúverðugan son sinn.
Hin reisulega Tjarnarkirkja var
þéttskipuð í sætum og stæðum út
að dyram. Einnig margt manna inn
í prestsseturshúsi, en hátalarakerfi
komið þar fyrir.
Kirkjukórinn á Hvammstanga sá
um góðan söng, og ekki spillti Garð-
ar Cortes fyrir með dásamiegum ein-
söng sínum.
Þótt prestseturshúsið á Tjörn sé
stórt hefði það mátt auka rýmd sína
mörgum sinnum við erfidrykkjuna
þar. Þar sást best hve mannfjöldinn
var mikill. En allt gekk þetta vel og
allir fengu nægju sína af góðmetinu.
Öllum aðstandendum þessa prúð-
mennis vottum við hjónin innilega
samúð okkar og minnumst um leið,
að sannur drengur hefur gengið sín
lokaspor.
En harðsporana er lengi hægt að
greina.
Ingimundur á Hóli
Guðjón á Ásbjarnarstöðum er all-
ur. Það er í sjálfu sér ekki harma-
fregn, þótt áttræður maður safnist
til feðra sinna. Það er saga lífsins.
Og oft er maður þakklátur fyrir að
fólk fær að fara meðan það er ernt
og andlega heilbrigt, svo aðstandend-
ur þurfi ekki að horfa upp á það
verða að börnum á nýjan leik. En
þegar leiðir skiljast riflast upp minn-
ingar margra ára samstarfs.
Guðjón var skipaður hreppstjóri í
Kirkjuhvammshreppi 1961 ogkosinn
sýslunefndarmaður 1962. Ég fer
ekkert frekar út í að ræða störf hans
hér eða ætt. Þeim sem hafa áhuga
á því, bendi ég á rit Torfa Jónsson-
ar, Æviskrár samtíðarmanna. Við
áttum því langt og gott samstarf.
Ilann vann öll sín verk vel og allar
hans skrár og skýrslur vel unnar.
Starf hreppstjóra hefir dregist saman
undanfarin ár, en er hann tók við
var það töluvert. T.d. hvíldi inn-
heimta þinggjalda á hreppstjórum,
þótt það sé nú að mestu liðin tíð.
Samstarf okkar var fyrst og
fremst í sýslunefnd Vestur-Húna-
vatnssýslu. Ef til vill er það eins og
að nefna snöra í hengds manns húsi
að minnast á sýslunefnd, eftir allar
þær neikvæðu umræður, sem um þær
urðu, er misvitrir menn lögðu þær
niður, þótt svo heimamenn hafi snú-
ið á þá og endurvakið sýslunefndirn-
ar undir öðru nafni. í Vestur-Húna-
vatnssýslu er aðeins eitt kauptún,
Hvammstangi. Fram yfir 1970
bjuggu þar liðlega 300 manns eða
um fimmtungur sýslubúa. Það gat
því ekki veitt héraðinu þá forystu,
sem þurfti. Það kom því í hlut sam-
eiginlegrar nefndar allra hreppanna,
sýslunefndarinnar, að vera leiðandi
afl í uppbyggingu héraðsins. Þar
naut Guðjón sín mjög vel. Það leið
ekki sá sýslufundur, að hann kæmi
27
ekki með tiilögur um eitthvað það
málefni sem til framfara mátti telja
svo sem til varðveislu menningar-
verðmæta. Má þar til nefna upp-
byggingu byggðasafns, stofnun hér-
aðsskjalasafns og söfnun skjala:
Ennfremur umræður um varðveislu
minja, bæði náttúraminja og minja
gerðar af mannahöndum. Þá var
Guðjón tryggur talsmaður góðrar
heilbrigðisþjónustu og uppbyggingar
aðstöðu fyrir gamalt fólk, en þessi
mál voru að mestu í höndum sýslu-
nefndar.
Góður maður er genginn, maður
sem ávallt lagði gott til málanna og
horfði fram á veginn, maður, sem
vildi beita kröftum sínum til þess að
byggja upp landi og lýð til gagns.
Ég sakna góðs vinar og manns, sem
maður leit upp til og bar virðingu
fvrir.
Ég og kona mín sendum konu
hans og börnum svo og öðram að-
standendum samúðarkveðjur.
Jón Isberg
MOTUN
ATVINNUSTEFNU
Grímur Þ. Valdimarsson Logi Kristjánsson
Sigurður T. Sigurðsson Jón Þórðarson
Kristján Guðmundsson
REYKJANESKJORDÆMI IMOROAN STRAUMS
■ Ríkisstjórnin hefur ákvedið að beita
sér fyrir mótun atvinnustefnu og hef*
ur Júlíusi Sóines, ráðherra verið falin
framkvæmd þess verks. í vetur verða
haldnir fundir í ölium kjördæmum þar
sem þessi mál verða reifuð og leitað
eftir skoðunum og hugmyndum
heimamanna.
Bs Fyrsti fundurinn verður fyrir Reykja-
neskjördæmi norðan Straums mið-
vikudaginn 29. nóvember klukkan
20:30 í FÉLAGSHEIMILI KÓPAVOGS,
FANNBORG 2, í Kópavogi.
H Stuttar ræður flytja: Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, Júlíus
Sólnes, ráðherra Hagstofu, Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar og Óskar Maríusson, fram-
kvæmdastjóri Málningar hf.
fS Að loknum ræðum verða pall-
borðsumræður. Þátttakendur auk
frummælenda verða: Grímur Þ. Valdi-
marsson, forstjóri Rannsóknastofnun-
ar fiskiðnaðarins, Logi Kristjánsson,
formaður atvinnumálanefndar Kópa-
vogs, Sigurður T. Sigurðsson, for-
maður Verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarfirðí og Jón Þórðarson, verk-
smiðjustjóri, Reykjalundi.
H -Fundarstjóri verður Kristján Guð-
mundsson, bæjarstjóri í Kópavogi.
ffi Reyknesingar: Fjölmennið á fundinn
og takið þátt í mótun atvinnustefnu
framtíðarinnar!
■ Ef þið eigið góða hugmynd, þá látið
hana koma fram á fundinum!
SAMEINAÐA/SÍA