Morgunblaðið - 26.11.1989, Page 31

Morgunblaðið - 26.11.1989, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLK fl FRETTUM suNNúDXfaóti^’ NÓVEMfiERvJ989 TONLIST Öperudagai í Varna í VARNA í Búlgaríu er glæsilegt Óperuhús, byggt í upphafí þessarar aldar í byggingarstíl austuríska keisaradæmisins. Nýlega hafa farið fram gagngerar breytingar á þessu gamla óperu- húsi, svo að það þjóni öllum nútimakröfum til óperuflutnings. Var það opnað eftir endurbæ- turnar með sýningu á Töfraflautunni eftir Moz- art, og var Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, óperu- söngkonu, boðið til þessarar frumsýningar sem fúlltrúa Islensku óperunnar og til þess að kynn- ast óperuflutningi í Varna. Gestgjafínn var Kamburov forstjóri Varnaóperunnar og deildar- stjóri óperu- og listadeildar Menntamálaráðu- neytisins, svo og Damyanov, sem annast þar tengsli við vináttufélög. Dvaldi Ólöf Kolbrún þar ásamt Margréti Sigþós- dóttur, formanni Búlgaríufélagsins á íslandi, vikuna 6.-13. nóvember sl. Segir Olöf Kolbrún að óperuhúsið þjóni öilum nútímkröfum til óperufluttn- ings og heillaðist af leik og söng búlgörsku lista- mannanna og lofaði búninga og leikmynd. Einnig var þeim Ólöfu Kolbrúnu og Margréti boðið að sjá Vald örlaganna eftir Verdi í hinu glæsiiega óperu- húsi í Sofía. Kvaðst Ólöf Kolbrún sjaldan hafa heyrt eins góðar raddir í Óperu og nefnir sérstaklega Stefku Evstatievu, sem fór með hlutverk Leonoru. I heimsókninni var rætt við stjórnendur menning- armála um menningarmál og menningartengsl Búlg- aríu og Islands, m.a. möguleikar á að Varna óperan gæti e.t.v. heimsótt ísland í næstu framtíð. í Varna er m.a. haldin listahátíð á hveiju sumri, kölluð „Varna-sumar“, og var fyrst haldin 1926. Þar fer fram flutningur á óperum, ballettum og tónleikum, að ógleymdri alþjóðlegri ballettkeppni ungs fólks og er hún sú elsta í heimi. Fer þetta fram í óperu- húsinu, útileikhúsinu í listigarðunum, menningar- höllinni, sýninga- og íþróttahöllinni og víðar. Auk þess fer fram alþjóðleg kvikmyndahátíð, sýning á grafík- og ljósmyndum, leikbrúðusýning, kórakeppni o.fl. Ennfremur er þar starfræktur á hveiju sumri þjóðlista (folklore)-skóli í þorpi nálægt Varna. Margrét og Ólöf Kolbrún með Kamburov, for- stjóra Varna-óperunnar.Á innfeldu myndinni er gamla óperuhúsið í Varna. Myndin tekin í sum- ar, eftir að búið var að gera það upp. Myndin sem fyrir valinu vard. Rétt er að taka fram að hún er upprunalega slide-mynd í lit og eigi víst að gæði hennar skili sér með öllu í svai-t/hvítu þar eð myndin er afar dökk í eðli sínu. Stúikan á myndinni er Silja, dóttir Ijósmyndarans. að var svolttið skemmtilegt með þessa mynd, skilafrestur á myndunum var dagurinn eftir að hún var tekin. Ég fékk bílinn lánað- an og ætlaði í sunnudagsbíltúr út á Reykjanes. Dagurinn rann upp með grenjandi slagveðri, en engu að síður var lagt í hann og ég skaut eitthvað uin fimm filmum á bílinn, hugsaði næstum meira um að blotna sjálfur sem minnst. Það er reyndar regla sem ég vinn m.a. eftir, að biða aldrei eftir góðu veðri. Á íslandi er slíkt trygging fyrir því að ekkert verði gert. Aftur á móti sækist ég ekki eftir slagveðri og það er erfítt að mynda í slíku veðri,“ segir Magnús. Magnús Hjörleifsson starfar sem sjálfstæður verktaki, en mest af hans tíma fer í að vinna fyrir aug- lýsingastofur og tímarit. En hann hefur einnig komið nærri bílaljós- myndun, hefur t.d. séð um alla ljós- myndun fyrir Heklu sem flytur inn og selur ýmsar kunnar bílategund- ir. Að sigra í samkeppni af þessu tagi er mikill hvalreki fyrir ljós- myndara, ekki eingöngu fjárhags- lega, en verðlaunin nema nærri 200.000 krónum, heldur einnig fag- lega, þannig hefur Mazda tekið auglýsingasíður í vikuritinu virta Newsweek sem út kemur 27. þessa mánaðar og í desemberhefti Nation- al Geographic, og munu sigurmynd- irnar 15 verða birtar, auk þess sem 1990-almanak Mazda er rétt óút- komið og verður dreift um heim allan. 31 SINGER SAUMAVÉLAR SPARA ÞÉR SPORIN SAMBA EXCLUSIVE Saumavél með 11 mismunandi nytja-, skraut- og teygjusaumum. ☆ Beinn saumur ☆ Zig-zag ☆ Styrktur zig-zag ☆ Blindfalds saumur ☆ Opinn loksaumur ☆ Þriggjaspora zig-zag -A" Tíglasaumur -fr M-saumur Loksaumur Einnig hefur vélin sjálfvirkan hnappagatasaum, frjálsan arm og þægilega yfirbreiðslu. Vélin er með frjálsum armi og sjálfvirkum hnappagatasaum. Það er auðvelt að þræða hana og létt að spóla. kr. 19.277 stgr. Við kaup á einni af neðangreindum saumavélum fylgir Magic Taylor tölufestingavél eða viðgerðavél í bónus. SINGER tölvuvél mód. 6268 kr. 56.555 stgr. SINGER Serenade 30 mód. 6235 kr. 46.164 stgr. SINGER Serenade 10 mód. 6233 kr. 34.100 stgr. SAf3§3 0 SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ OG KAUPFÉLÖGIN GREIÐSLUKORT OG GÓÐIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.