Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 13 C.ARÐUR S.62-1200 62-1201 Skipholti 5 2ja-3ja herb. Seljendur. Höfum kaup- endur að góðum 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðum. Oft er mjög góð útborgun boð- in.Vinsaml. hafið samband. Blómvallagata. Mjög góð 2ja herb. 56,2 fm ib. á 2. hæð í góðu eldra steinhúsí. Mjög góður stað- ur. Verð 4,1 millj. Tilvalin íb. fyrir ungt fólk með lánsloforð frá Hús- næðisstofnun. Garðastræti 3ja herb. glæsil. íbhæð (2. hæð) í steinh. íb. er öll end- urn. m.a. eldh., baðherb., gólfefni o.sv.frv. Bílsk. Laus. 4ra-6 herb. Hjá Landspítalanum. 4ra herb. íb. á 2. hæð (efri) (þríbhúsi. ib. er tvær fallegar saml. stofur., 2 svefnherb., eldh. og bað. Nýtt eldh., bað og parket. Mjög góður staður. Verð 6,8 millj. Vesturberg. 4ra herb. 95,1 fm íb. á 1. hæð í blokk. Sérgarður. Laus strax. Góð íb. Verð 5,3 millj. Laugarnesvegur. 4ra herb. ib. á 3. hæð í bokk. íb. er 2 góðar stofur, 2 herb., rúmg. eldh. og bað. Bein sala eða skipti á sérh., raðh. eða einb. {:ífusel. o4ra-5 herb. 110 m íb. á 1. hæð. 15 fm herb. í kj. tengt íb. m. hringstiga. Þvottah. í íb. Bílgeymsla. Verð 6,5-6,7 millj. Stórholt. 6-7 herb. íb. á tveimur hæðum samt. 159 fm. Bflsk. Nýtt gler. Eldhinnr. nýl. o.fl. Góð eign. Einbýli - Raðhús Raðhús. Höfum til sölu mjög gott 204 fm raðhús á ról. stað í Breiðholti. Innb. bílsk. 4-5 svefnherb. Laus fljótlega. Engjasel. Endaraðhús, tvær hæðir og kj. að hluta. Fallegt vandað hús. Mjög mikið útsýni. Annað Miðborg. Verslunarhúsnæði á götuhæð í hornhúsi við fjölfarna götu. Húsnæðið er 142,6 fm auk 35,5 fm geymslu í kj. Iðnaðarhúsnæði. 140 fm góð götuhæð i Vogum. Góöar inn- keyrsludyr. Verð 5 millj. Kári Fanndal Guðbrandsson, Axel Kristjánsson hrl. Skipulagsbreyt- ingar á löggæslu eftir Birgi ísl. Gunnarsson Löggæslumál hafa allmikið verið til umræðu á opinberum vettvangi. Þannig tók Guðmund- ur H. Garðarsson þessi mál upp í utandagskrárumræðu á Alþingi fyrir skömmu. Hann er jafnframt fyrsti flutningsmaður að tillögu til þingsályktunar um eflingu löggæslu, sem nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins flytja. Löggæslan ekki í lagi Tilefni þessara umræðna er sú tilfinning borgaranna að löggæsla sé ekki í nægilega góðu lagi, hvorki í Reykjavík né að minnsta kosti á sumum stöðum úti um land. Mörgu fólki finnst öryggi sínu ekki nægi- lega vel borgið. Þar kemur ýmislegt til. Sprengjufaraldur hefur gengið yfir borgina og fyllir fólk óhug. Skemmdarverk af ýmsu tagi eru daglegt brauð og líkamsárásir eru orðnar alltof algengar. Mikil ólæti eru í miðborg Reykjavíkur á næt- urnar um helgar og skilja eftir sig brotnar rúður í verslunargluggum 21750 Yfir 30 ára reynsla tryggir örugg viðskipti Efstihjalli -*2ja Mjög falleg 2ja herb. 57 fm íb. á efri haeð í 2ja hæða húsi. Suðursvalir. Einkasala. Garðabær - sérhæð m/bflsk. 4ra herb. 107 fm efri hæð í tvíbhúsi. Sérhlti. Sérinng. Bflsk. fylgir. Laus strax. Einkasala. Suðurvangur - Hf. 4ra herb. ca 100 fm mjög falleg ib. á 1. hæð. Þvottaherb. í íb. Einkasala. Verð 6,0 millj. 5 herb. - m/bflsk. Glæsil. 5 herb. íb. á 2. hæð við Orra- hóla. 4 svefnherb. Sérsmíðaöar innr. Innb. bílsk. Ákv. sala. Fossvogur - raðh. Mjög fallegt endaraðh. (pallahús) ásamt bílsk. við Hulduland. Iðnaðarhúsnæði 480 fm hús é tveimur hæðum v/Hyrjarhöfða. Auk þess eru 2 útbygg. hver 90 fm að stærð. Selst í einu lagi eða hlutum. L Agnar Gústafsson hrl.,j Eiríksgötu 4 Málflutnings- og fasteignastofa Arbær - 2ja herb. Gullfalleg 2ja herb. íbúð til sölu á besta stað í Árbæ. Öll verslun og þjónusta við hendina. Mikið áhvílandi. Upplýsingar í síma 673312 eftir kl. 17.00. Kópavogur - Austurbær Mjög falleg og björt 5 herb. 125 fm (br.) endaíbúð á 1. hæð í 2ja hæða litlu fjölbýli. Stórar suðursvalir. Skipti möguleg á stærri eign. Ákv. sala. jgm Fasteignasalan Kjörbýli, n sími 641400. og ýmiss konar óþrif. Löggæslu- menn sjást þar sjaldan. í blöðum hefur mátt lesa dæmi þess, að úti á landi mæti lögreglan ekki til að rannsaka innbrot eða á slysstað eftir bílveltu, fyrr en dagvinna hefst vegna eftirvinnubanns úr ráðuneyti héðan úr Reykjavík. Breyta þarf skipulaginu Lögreglumenn sjálfir hafa bent á þennan vanda en lítið virðist að gert til úrbóta. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að gjörbreyta eigi um skipulag lögreglumála hér á landi. Við búum nú við algert ríkis- lögreglukerfi en ég tel það yrði til mikilla bóta að lögreglumál flyttust til sveitarfélaganna. Fram til ársins 1973 voru lög- reglumenn starfsmenn sveitarfé- laga. Kjarasamningar voru gerðir milli sveitarfélaga og stéttarfélaga lögreglumanna. Sveitarfélög gerðu fjárhagsáætlanir fyrir lögregluna. Ríkið greiddi að vísu ákveðinn hluta og gallinn við þetta fyrirkomulag var sá að ríkið stjórnaði lögreglunni að langmestu leyti. Eðli málsins samkvæmt voru þó tengslin á milli sveitarstjórna og lögreglu meiri en „Víða um lönd eru lög- reglumál verkeftii sveitarfélaga og ég held að reynslan hér hafi sýnt að skrefið sem stig- ið var 1973 hafi ekki verið til heilla. Við eig- um því alvarlega að taka það til athugunar að löggæslan verði flutt til sveitarfélaganna.“ þau eru nú. Að því kom þó að sveit- arfélögin vildu láta taka þennan kaleik frá sér og þessi málaflokkur var því alfarið fluttur til ríkisins. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að lögreglumenn voru alls ekki óánægðir með það fyrirkomulag sem gilti þegar sveitarfélögin höfðu þennan málaflokk. Verkefiii sveitarfélaga Víða um lönd eru lögreglumál verkefni sveitarfélaga og ég held að reynslan hér hafi sýnt að skref- ið sem stigið var 1973 hafi ekki Birgir Isl. Gunnarsson verið til heilla. Við eigum því alvar- lega að taka það til athugunar að löggæslan verði flutt til sveitarfé- laganna. Auðvitað þarf ríkið að halda uppi vissri löggæslu. Ég nefni t.d. rannsóknir og öryggisgæslu fyrir ríkið. Þetta nýja fyrirkomulag myndi kalla á nánara samstarf sveitarfé- laga og ríkis og krefst samvinnu sveitarfélaga á vissum svæðum eins og nú tíðkast reyndar í mörgum málaflokkum þeirra í milli. Ég held að við náum aldrei nauðsynlegum endurbótum í löggæslu með því að miðstýra þessum málum úr dóms- málaráðuneytinu í Reykjavík. Höfíindur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurlyördæmi. Helgi Hálfdanarson: HVITAR RUÐUR Nýlega flutti Pétur Gunnarsson rithöfundur afbragðsgóða út- varpsþætti um daglegt mál. Þar fjallaði hann um ýmsan vanda, sem að íslenzkri tungu steðjar um þessar mundir, og taldi þann mestan sem fólginn væri í van- notkun málsins. Sífellt fjölgar þeim íslenzkum orðum'sem týnast með kynslóðaskiptum og gleym- ast. Þar er ekki sízt um að kenna því mikla þjóðfélagsmeini, að brauðstrit almennings aftrar for- eldrum frá því að annast um böm sín sem skyldi, tala við þau, lesa fyrir þau, og ræða saman í áheym þeirra. Böm læra það sem fyrir þeim er haft, en fara á mis við það mál sem þeim ber aldrei að eyrum. Pétur tók vel valið dæmi af barni sem sagði, að jörðin væri hvít og rúðan hvít, vegna þess að það hafði aldrei heyrt neinn segja, að hrím væri á jörð eða héla á rúðu. Skyldi þetta glögga dæmi sýna hvert stefnir? Og hvemig skal þá við brugðizt? Væri það heilla- stefna að höfundar barnabóka segðu að rúða væri hvít, þegar hún er héluð, vegna þess að vafa- samt væri að börn nú á dögum skildu svo „forneskjulegt" orð sem héluð? Betur að fáir teldu það; enda væri þá gengið í lið með eyðingaröflum til tortímingar tungunni. Fyrir nokkru lét íslenzkur leik- stjóri þess getið í dagblaði, að hann liti ekki við leikritsþýðingu sem eldri væri en fimmtán ára; svo hröð væri breytingin á íslenzku máli, að eldri þýðingar væru ekki nothæfar. Skyldu ummæli leikstjórans einungis vera broslegar kenjar, eða eru þau ef til vill tímanna tákn? Ég hygg að vísu að þar séu skiptar skoðanir. En sé mark á takandi, er háskinn miklu meiri og miklu nær en flesta gmnar. Eigi að síður kunna viðbrögð leik- stjórans að orka tvímælis. Ymsum kann að þykja, sem þar sé heldur betur gefið undir fótinn því við- horfi, að rúða skuli fremur sögð hvít en héluð, svo ekki sé réttum skilningi stefnt í voða. Þegar ég las þessi ummæli, kom mér í hug bráðfalleg þýðing Jakobs Benediktssonar á leikriti Millers, / deiglunni, sem leikin var í Þjóðleikhúsinu árið 1955. Sam- kvæmt eðli málsins forðaðist dr. Jakob að nota orð sem yngri vom 'en verkið gaf tilefni til. Þýðingin hlaut afbragðsgóða dóma og var kölluð merkilegt verk í alla staði, ekki sízt fyrir það, hve þýðandan- um hefði tekizt prýðisvel að ná hinum máttuga, þunga, fornlega og biblíukennda stíl höfundarins, án þess að tilsvörin yrðu torkenni- leg eða óþjál í munni. . Ég er hræddur um að einhver myndi fúlsa við þýðingu sem svo var til stofnað um málfar; og enda þótt textinn þætti samt svo auð- skilinn og eðlilegur, að sérstak- lega var orð á gert, hlyti hann að teljast of torveldur þeim íslend- ingum sem nú stíga fæti á fold, meira en fimmtán ámm síðar! Af þeim sökum einum þætti nauðsyn- legt að endurþýða leikritið á „nútímamál". Ástæður til þess að endurþýða verk em vitaskuld af ýmsum toga. Eðlilegt getur verið að fram komi jafnvel margar þýðingar á sama verki á svipuðum tíma, og það því fremur ef um merkilegt skáld- verk er að ræða. Þó að mér hafi þótt tenórsöngvari gera tilteknu lagi góð skil, vil ég eigi að síður heyra bamtónsöngvara syngja það með sínu nefi. Líkt er um þýðingar. Ekkert skáldverk yrði þýtt á aðeins einn veg, svo að ekki yrðu ótal aðrar leiðir færar. En krafa um endurþýðingu vegna þess að örar breytingar á máli geri íslenzkan texta vanhæfan á tveim áratugum, felur í sér háska- legt stefnumið. Auðvitað getur viss tegund leikverka verið svo háð dægurflugum í máli, að ástæða sé til að hagræða þess vegna einstökum atriðum að nokkrum tíma liðnum. Og sú þúfa véltir engu hlassi. En dekur við rótslitna lágkúm, sem man ekki lengra til máls en aldur kynslóð- ar, væri tilræði við íslenzka menn- ingu. Flest leikhús vilja kallast menn- ingarstofnanir; og af opinberum leikhúsum er þess krafizt, að þau séu í fylkingarbijósti til verndar þjóðtungunni. Þeirri skyldu væri báglega sinnt með því að ýta á eftir hmni móðurmálsins af ótta við sjálfa málhefðina. Ekki er Dönum láandi að vilja segja á leiksviði „Vi kom der begge to“ fremur en „Vi tvende komme did“. En á því skeiði sem slík breyting hefur orðið á dönsku máli, hefur íslenzk tunga sem betur fer dafnað án nokkurra telj- andi breytinga umfram eðlilegan vöxt, að minnsta kosti til skamms tíma. Það hefur verið haft til marks um mikilleik íslenzkrar tungu, að íslendingar væm læsir bæði á verk Halldórs Laxness og Snorra Sturlusonar. Hlutverk íslenzkrar málverndar er að varð- veita þá reisn tungunnar í lengstu lög. Baldur prófessor Jónsson komst einhvern tíma svo að orði: „Ef vér fómum Snorra, þá er Halldóri Laxness einnig fórnað og öllu sem er á milli þeirra." Mönnum getur hnykkt við að heyra slík orð, rétt éins og þau komi á óvart; og þó mega allir sjá, hve geigvænlega sönn þau em. En þá vofir ógæfan yfir, ef íslenzkar bókmenntir og íslen^k leikhús fara að viðurkenna hnign- un tungunnar sem sjálfsagða staðreynd og fylgja henni jafn- harðan eftir í verki, líkt og sagt væri á leiksviði, að héluð rúða væri hvít, svo ekkert ungviði í salnum ætti á hættu að heyra þar í fyrsta sinn hið forna og torskilda orð „héla“. Prentvilia leiðrétt: í greinarkom mitt „/ gærkvöld" hér í blaðinu 2. þ.m. lenti sú hast- arlega villa, að prentað var þágu- fallssýki þar sem í handriti mínu stóð þágufallsmynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.