Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 35 baka. Eigi dugði þó að æðrast, bar- áttan hélt áfram, hinir er eftir voru urðu að sjá sér og sínum farborða og aðstoða eftir mætti þá, sem áttu um sárt að binda. Sigurður var stórhuga og fram- sýnn maður. Hann reri lengi á vél- báti úr Krossavík, er hann lét byggja í félagi við tvo vini sína, þá Magnús Jónsson og Sigurð Svein Siguijónsson. Þetta var mikið átak á þeim tíma, kreppan hijáði land og þjóð, en ráðvendni, samheldni og farsæld þeirra félaga fleytti þeim yfir alla brimboða og sker örðug- leikanna. Útgerð þeirra félaga var lánsöm og áfallalaus, en eins og að líkum lætur oft erfið, því hafnar- aðstaða í Krossavík var nánast eng- in. _ A Hellissandi kynntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu Jónasdóttur frá Hallsbæ. Guð- rún er mikil myndarkona, glaðlynd, ættfróð og fróðleiksfús eins og hún á kyn til. Foreldrar hennar voru /ónas Þorvarðarson formaður frá Hallsbæ og kona hans Ingveldur Gísladóttur frá Skíðholtum á Mýr- um. Sigurður og Guðrún voru gefin saman í hjónaband í Ingjaldshóls- kirkju 26. maí 1927. Þau eignuðust íjögur börn sem öll eru á lífi, Jón- as, eiginkona hans er Theodóra Björgvinsdóttir; Arnar, eiginkona hans er Helena Guðmundsdóttir; Inga, eiginmaður hennar er Hörður Pálsson og Magnús, sambýliskona hans er Ragna Magnúsdóttir. Sigurður og Guðrún bjuggu lengst framan af í Hallsbæ, en 1955 byggðu þau sér glæsilegt einbýlis- hús við Keflavíkurveg 5, Sigurð dreymdi um að rækta landið og sjá það skógi vaxið. Hann girti af landskika í Beruvíkurhrauni, þar sem hann gróðursetti tré í fjölmörg ár. Er hann því brautryðjandi að tijáræktundir Jökli. Snyrtimennska var honum í blóð borin og lagði hann metnað sinn í að gera um- hverfi húss síns sem snyrtilegast. Árið 1973 heiðraði Lionsklúbbur Nesþinga þau hjónin fyrir störf sín á þessu sviði. Árið 1941 hóf hann störf hjá Hraðfrystihúsi Hellissands og var I þar verkstjóri og fiskimatsmaður uns hann lét af störfum í septem- ber 1975 og þau hjónin fluttust tii Reykjavíkur. Hann var frábær starísmaður, eljusamur og glöggur og vinnubrögðin eins snyrtileg og best varð á kosið, því eins og fyrr sagði, var snyrtimennska og vand- virkni honum eðlislæg. Mun öllum þeim, er með honum hafa unnið fyrr og síðar, mikil eftirsjá í honum. Á sjómannadaginn 1982 var hann heiðraður af Sjómannadagsráði Hellissands fyrir áratuga störf sín við útgerð og fiskverkun. Sigurður lét aldrei mikið yfir sér, þó að til hans væri borið mikið traust. Hann var athugull, dagfars- prúður og hæglátur í fasi, en fastur fyrir, ef svo bar undir. Hófsamur, en allra manna glaðastur á mann- fagnaði. Hann hélt dagbók áratug- um saman, þó að færslum í hana fækkaði síðustu vikurnar. í skrifum hans þar kemur fram staðföst og sterk trú á Guði og fyrirbænir fyrir sér og sínum. Sigurður var ber- dreyminn eins og margt ættfólk hans af Purkeyjarætt var og er, og komu honum ekki aliir hlutir á óvart. Þetta vissu aðeins hans nán- ustu, enda flíkaði hann ekki tilfinn- ingum sínum. Þrátt fyrir það að Sigurður væri fluttur til Reykjavíkur stóð hugur hans ávallt nærri Hellissandi. Stað- urinn og fólkið þar átti sterkar og djúpar rætur í honum og fór hann þangað vestur árlega og jafnval oft á sumri. Snæfellsjökull með dulúð sína og stórbrotið landslag og brimsorfna strönd verður hluti af þeim, sem þar eru uppaldir. Þessi mynd máðist aldrei úr huga Sigurð- ar og hann átti því láni að fagna síðustu árin að geta notið fagurs útsýnis úr stofuglugga sínum og séð sólina hníga til viðar á bak við Jökulinn og fjöllin í vestri á fögrum vor- og sumarkvöldum. Áður fyrr var Hellissandur af- skekkt þorp og einu samgönguleið- irnar til umheimsins voru hafið og íjaran undir Olafsvíkurenni. Varð að sæta sjávarföllum til að komast þá leið. Því var það, að Sigurður beitti sér fyrir því, að lagður var akfær vegur fyrir Jökul. Safnaði hann gjafadagsverkum til vega- lagningarinnar, auk þess að vinna að henni sjálfur og lagði fram fé úr eigin vasa til verksins, þar eð ekki fékkst íjármagn úr opinberum sjóðum. Sigurður var aldamótabarn, sem bar gæfu til þess að sjá marga af sínum draumum og hugsjónum rætast. Eignaðist góðan lífsföru- naut og gæfusöm börn. Komið er að leiðarlokum. Ótal minningar hrannast upp_ í huganii eftir þijátíu ára kynni. Ógleyman- legar eru ferðir vestur á Hellissand og höfðinglegar móttökur þeirra hjóna. Svipmikill maður er horfinn sjónum okkar, maður sem við Dóra eigum óvenju mikið að þakka. Við hjónin vottum Guðrúnu og börnum hennar okkar dýpstu sam- úð og biðjum guð að blessa minn- ingu látins vinar. Minningarathöfn um Sigurð verður haldin í dag frá Áskirkju kl. 13.30. Útför hans fer fram nk. laugardag 9. desember frá Ingjalds- . hólskirkju, kirkjunni þar sem hann og Guðrún gengu í hjónaband fyrir 63 árum síðan. Sigtryggur Helgason & Ármúla 29 simar 38640 - 686100 Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Armstrong LOFTAPLÖTUR ^KoPiAsr GÓLFFLÍSAR l^fARMAPLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL ALSJÁLFVIRKIR BLÓÐÞRÝSITMÆLAR Hentugir til fjölskyldu- og heimilisnota, sem og fyrir lækna og sjúkrastofnanir. íslenskur leiðarvísirásamt samandreginni umfjöllun um helstu orsakir háþrýstings. Gætið heilsunnar. Finnið sjálf ykkar rétta blóðþrýsting. Helstu sölustaðir: Lyfjabúðir. Heildsölubirgðir: LOGALAND heildverslun. Sími 12804. FYRIRHEITNA LANDIÐ EFTIR EINAR KÁRASON. Sjálfstætt framhald Djöflaeyjunnar og Gulleyjunnar. Hún lýsir för þriggja afkomenda Thulefólksins til fyrirheitna landsins, Ameríku, á vit Presleys, Badda, Gógóar og allra hinna. Lifandi mannlýsingar, hröð frásögn, skrautlegt baksvið og góður húmor. - Skemmtileg bók. Eyjabækurnar fást nú allar í Stórbók. NÁTTVÍG EFTIR THOR VILHJÁLMSSON. Ástin, dauðinn og hafið. Áhrifamikil og viðburðarík saga úr undirheimum Reykjavíkur. Hún greinir frá tveimur sólarhringum í lífi leigubílstjóra nokkurs sem dregst nauðugur inn í atburðarás óhugnaðar og ofbeldis. Þessi bók er enn einn sigur Thors Vilhjálmssonar á ritvellinum. og menning ■ ■ ( PJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTANNA Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. VILHJALMSSON 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.