Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989
GM CHEVROLET
MONZA
\v<0,
i H 1 s
HAGSTÍEuuðiu uilhiihui Hnamð
AÐEINS KR. 695.000 ,9r
3Ý2 árs lánstími
1
Sjálfskapar-
víti félagsmála-
ráðherrans
Já, nú bjóðum við þessa vinsælu fjölskyldubíla
af árgerð fyrra árs
á hreint ótrúlegu verði.
Auk hagstæðs verðs, auðveldum við kaupin
með því að lána hluta eða jafnvel allt kaupverð
bílsins í 31/2 ár á hagstæðum bankalánum.**
Komdu í reynsluakstur strax og kynntu þér
frábæra aksturseiginleika Chevrolet Monza.
•Fasteignaveö er nauösynlegt, ef allt kaupveröiö er lénaö.
**Verö miðast við staögreiöslu og án afhendingarkostnaöar.
BiLVANGURsf=
Höfðabakka 9, símar 687300 - 674300 (bein lína)
eftir GeirH. Haarde
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra hefur farið mikinn
í fjölmiðlum vegna ákvörðunar
húsnæðismálastjórnar um að
hafna tillögu frá fulltrúa hennar
um að hækka vexti hinn almennu
húsnæðislána úr 3,5% í 4,5%. Sak-
ar ráðherrann stjórnarmenn í Hús-
næðisstofnun um ábyrgðarleysi og
segir Byggingarsjóð rikisins
stefna hraðbyri í gjaldþrot verði
vextirnir ekki hækkaðir.
En hér er ekki allt sem sýnist.
í lögum um Húsnæðisstofnun
ríkisins sem nú era nr. 86/1988
segir í 48. gr. að ríkisstjórnin taki
ákvörðun um vexti húsnæðislána
að fengnum tillögum húsnæðis-
málastjórnar og umsögn Seðla-
bankans. Af almennum stjórnskip-
unarvenjum er ljóst að ríkisstjórn-
in tekur slíka ákvörðun á grand-
velli tillögu frá ráðherra þessa
málaflokks, þ.e. félagsmálaráð-
herra.
Þegar núverandi húsnæðislána-
kerfi var komið á laggirnar vorið
1986 gaf þáverandi ríkisstjórn
aðilum vinnumarkaðarins fyrirheit
um að vextirnir yrðu 3,5% út
kjörtímabilið, þ.e. fram á vor 1987.
Miklar breytingar hafa orðið á
vöxtum í landinu frá því ákvörðun
um 3,5% vextina var tekin og nið-
urgreiðsla húsnæðislána stórau-
kist frá því sem gengið var út frá
vorið 1986. Öllum hefur mátt vera
það ljóst að sú þróun græfi undan
eiginfjárstöðu sjóðsins og myndi
fyrr eða síðar stefna honum í
gjaldþrot. Til að forða því hefur
lengi verið óhjákvæmilegt að
hækka þessa vexti en félagsmála-
ráðherra hefur til þessa skotið sér
undan ábyrgðinni á því að leggja
slíka hækkun til í ríkisstjórn.
Núverandi félagsmálaráðherra
var og er í hópi þeirra sem mest
hafa gagnrýnt núverandi húsnæð-
islánakerfi. Ráðherrann hefur eigi
að síður setið aðgerðarlaus varð-
andi þetta atriði í tvö ár og horft
upp á þessa þróun þótt frumkvæð-
isskylda hennar sé afdráttarlaus.
Ráðherrann hefur ævinlega fundið
SJÆFSffl! 00
HRADSENDINGAR
TIL ÚTLANDA!
FLJÚTAR - OG Á KYNNINGARVERÐI!
UMBOÐSMENN Á ÍSLANDI
REYNSLA • ÞEKKING • ÞJÓNUSTA
S: 29111
Geir H. Haarde
„Nú er húsbréfakerfið
komið á stúfana og það
er sem óðast að koma
á daginn sem við sjálf-
stæðismenn héldum
fram á síðasta vori:
Húsbyggjendur og
íbúðakaupendur líta
ekki við húsbréfaláni
með tæplega 7% ávöxt-
un til 25 ára ef þeir eiga
samtímis kost á láni
með 3,5% vöxtum til 42
ára í hinu almenna
Iánakerfi.“
sér afsakanir til að koma sér hjá
þeirri óvinsælu ákvörðun að leggja
til hækkun þessara vaxta. Vetur-
inn 1987-88 mátti ekki hækka þá
vegna þess að þá var kaupleigu-
kerfið að koma. í fyrravetur mátti
það ekki vegna þess að þá var
húsbréfakerfið á leiðinni.
Nú er húsbréfakerfið komið á
stúfana og það er sem óðast að
koma á daginn sem við sjálfstæðis-
menn héldum fram á síðasta vori:
Húsbyggjendur og íbúðakaupend-
ur iíta ekki við húsbréfaláni með
tæplega 7% ávöxtun til 25 ára ef
þeir eiga samtímis kost á láni með
3,5% vöxtum til 42 ára í hinu al-
menna lánakerfi.
Á þetta bentu sjálfstæðismenn
ítrekað í umræðum um húsbréfa-
framvarpið á Alþingi á síðasta
vori. Þá gekk ráðherrann hins
vegar til viðskipta við Alþýðu-
bandalagið, sem er eðli máls sam-
kvæmt á móti markaðsviðskiptum
með húsbréf, og gerði samkomu-
lag sem í raun grefur undan mögu-
leikum á því að húsbréfin nái fót-
festu. Kvennalistinn var og platað-
ur til samkomulags um málið gegn
loforðum um úrbætur í óskyldum
málefnum. Nú er komið á daginn
að ríkisstjórnin hefur þverbrotið
það samkomulag, svo sem við
sjálfstæðismenn spáðum á sl. vori,
og kvennalistakonur sitja eftir með
sárt ennið.
En nú er komið að því að taka
ákvörðun um vextina í gamla hús-
næðislánakerfinu. Félagsmálaráð-
herrann getur ekki lengur skotið
sér undan ábyrgð né komið henni
yfir á húsnæðismálastjórn og skýlt
sér á bak við hana eins og greini-
lega var ætlunin. Hvað gera ráð-
herrann og ríkisstjórnin nú?
Höfuncliir er einn af
alþingismönnum
Sjálfstxdisflokksins í Reykja vík.