Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓl l IJÍmiWkudagúr 6. DESEMBER 1989 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Bo Johansson gefur svar á næstunni FORSVARSMENN Knattspyrnusambands íslands ræddu ígær við sænska þjálfarann Bo Johansson um landsliðsþjálfarastarfið, sem er óskipað. „Þetta voru gagnlegar viðræður. Bo Johansson gefur okkur svar á næstunni um það, hvort hann vilji ganga til samningaviðræðna, en við eigum eftir að ræða við fleiri þjálfara og hann veit það," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Johansson kom til landsins í gær og átti að fara aftur út í morg- un. í samtali við Morgunblaðið sagðist hann vera mjög ánægður með að fá tækifæri til að ræða við KSÍ um starfið. „Mér líst vel á ís- land, þó ég hafi ekki fylgst_ með knattspyrnunni hér á landi. Ég er opinn fyrir öllu, en þetta eru fyrst og fremst viðræður á breiðum grundvelli og engar ákvarðanir teknar.“ Að sögn Eggerts er á þessu stigi málsins verið að ræða um að ráða þjálfara til tveggja ára og hug- myndin er að hann verði meira eða minna á landinu og í nánu sam- bandi við leikmenn og þjálfara. „Við viljum annað fyrirkomulag en var hjá Held, vera með þjálfara á staðnum þannig að leikmenn hér heima viti og finni að með þeim sé fylgst og þeir hafi að einhveiju að keppa. Við ræddum meðal annars um að landsliðsþjálfari yrði með þjálfaranámskeið og þannig í tengslum við félögm og var Johans- son mjög áhugasamur fyrir slíku — sagði það bestu leiðina til að kynn- ast hlutaðeigandi.“ Eggert sagði að þeir hefðu rætt lauslega um starfið án skuldbind- inga. ,Næsta skref er að senda honum allar upplýsingar í einum pakka ásamt nánari útlistun á þeim kvöðum og skyldum, sem við óskum eftir, og eftir það ákveður hann hvort hann vilji halda nánari við- ræðum áfram.“ Morgunblaöið/Júlíus Bo Johansson til vinstri, ásamt Eggert Magnússyni, nýkjömum formanni Knattspymusambands íslands í gær. KNATTSPYRNA / NOREGUR Teitur leggur áherslu á að fá Kristinn til Brann Kristinn R. Jónsson. Teitur Þórðarson þjálfari norska 1. deildarliðsins Brann segist leggja mikla áherslu á að fá Kristinn R. Jónsson, mið- vallarleikmann úr Fram, til liðs við félagið. „Já, ég geri það og er búinn að segja stjómarmönnum félagsins það,“ sagði hann í sam- tali við Morgunblaðiðí gærkvölíli. „Þeir hafa verið að skoða málið og það kemur í ljós eftir nokkra daga hvað gerist. Hvort þeir treysta sér, fjárhagslega, til að fá hann hingað," sagði Teitur. Leyfilegt er að nota Jfjóra leik- menn í hveiju liði í Noregi, og fyrir eru þrír — þar af er einn landsliðsmaðurinn Ólafur, bróðir Teits, sem kunnugt er. Kristinn sagði í gærkvöldi að færi hann til norska liðsins, vildi hann semja til tveggja ára. T KNATTSPYRNA / UEFA-BIKARINN Stuttgart slegið út STUTTGART, sem léktil úrslita í Evrópukeppni félagsliða á síðasta keppnistímabili, féll úr keppninni í gærkvöldi. Liðið náði aðeins 1:1 jafntefli á heimavelli gegn belgíska liðinu Antwerpen, en Belgarnir unnu fyrri leikinn í 3. umferð 1:0. KNATTSPYRNA Reglu um rang- stöðu breytt Alþjóða knattspymusambandið, FIFA, ætlar að leggja til á ársþinginu á Italíu í júní á næsta ári að reglum um rangstöðu verði breytt; leikmanni verði heimilt að standa samsíða næst aftasta mót- heija á vallarhelmingi vamarliðs, þegar knötturinn er sendur til hans. Hingað til hefur sóknarmaður talist rangstæður í þessu tilviki, ef hann er samsíða eða nær endalínu en næst aftasti varnarmaður [mark- maðurinn getur þess vegna verið í skógarferð og telst ekki með ef tveir samherjar eru nær endalínu]. Verði tillagan samþykkt tekur nýja reglan gildi í júlí á næsta ári í leikjum á vegum FIFA. Stuttgart lék vægast sagt illa og saknaði óneitanlega Ás- geirs Sigurvinssonar og Buchwald, sem eru meiddir. Pað vantaði ■■■■■■ stjórnanda á miðj- FráJóni una og ha.us í vöm- Halldóri ina; Basualdo átti ðSSSÍ •"?■«“ *« ‘ miðjunm og var skipt út af á 65. mínútu, Gaudino og Rasmussen voru seinir frammi og komust lítt áfram gegn sterkri vörn Antwerpen. Stuttgart var meira með knöttinn í fyrri hálfleik án þes að skapa sér umtalsverð færi, en Allgöwer skaut rétt yfir úr aukaspymu af 20 m færi á síðustu mínútu hálfleiksins. Gestimir byijuðu mjög rólega eftir hlé, en eftir að Frontzeck hafði skorað fyrir Stuttgart á 51. mínútu, komust þeir meira inn í leikinn og jöfnuðu skömmu síðar. Broeckaert skoraði með skalla eftir sendingu frá Þjóðveijanum Lehnhoff, besta manni leiksins. Heimamenn reyndu árangurs- laust að bæta við, en þrátt fyrir nokkur færi í lokin, urðu mörkin ekki fleiri og Stuttgart þar með úr leik. KNATTSPYRNA /DOMARAR Guðmundur lékk hæstu einkunn Guðmundur Haraldsson GUÐMUNDUR Haraldsson, milliríkjadómari í knatt- spyrnu, fékk 9,9 í einkunn hjá eftirlitsdómara FIFAfyrir frammistöðuna í leik Belgíu og Lúxemborgar í undan- keppni Heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu, sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brússel 25. október s.l. Þetta kom fram í máli Ellerts B. Schram, er hann flutti skýrslu fráfarandi stjórnar KSÍ á ársþingi sambandsins um helgina. Hann sagði ennfrémur að íslensk- ir dómai-ar hefðu skilað 20 störf- um erlendis á árinu og staðið sig mjög vel. Eftirlitsdómarinn gaf Guð- mundi mjög góða dóma fyrir alla þætti í umræddum leik og sagði viðureignina hafa verið erfiða, en yfirleitt fá dómarar betri með- mæli eftir því sem leikimir teljast léttari viðfangs. Guðmundur dæmdi þijá leiki í undankeppninni að þessu sinni og stóð sig sérstaklega vel. Hann byijaði á Ieik Wales gegn Finn- landi og fékk þá 9,0 í einkunn. Næst var það Skotland gegn Kýp- ur og þá fékk hann 9,5 og nú 9,9. ■■■*■» «■«■»»» »■»«■* - » ÍÞRÚmR FOLK ■ AGANEFND Handknattleiks- sambandsins kom saman í gær, og fjallaði þá m.a. um greinargerð Rögnvalds Erlingssonar, dómara, vegna aðsúgs sem að honum var gerður eftir leik Víkings og HK á laugardaginn. Nefndarmenn töldu málið ekki heyra undir nefndina og: vísaði því til stjórnar HSÍ. ■ TÍU mínútna hlé var gert á stjómarfundi hjá enska knatt- spymufélaginu Manchester Un- ited í gær vegna sprengjuhótunar! Lögreglu barst hótunin, dreif alla út af fundi en engin fannst sprengj- an. ■ ÞÓ MÁ segja að púður hafi verið í fyrrnefndum fundi; árlegum fundi hluthafa í félaginu. Þess var krafist á fundinum að gamla hetjan Bobby Charlton, einn kunnasti leikmaður félagsins og enska landsliðsins fyrr og síðar, taki við af Martin Edwards sem stjórnar- formaður. Ekki var það þó ákveðilpi ■ MICHAEL Mair, besti bmn- maður ítala, meiddist í gær á hné á æfingú og verður að fara í upp- skurð. Svo gæti farið að hann missti af öllum heimsbikarnum í vetur. ■ VRENI Schneider var í gær kjörin íþróttakona ársins í Sviss af þarlendum íþróttafréttamönnum. Hún sigraði í heimsbikarkeppninni á skíðum á sl. vetri. Þetta er annað árið í röð sem Schneider hlýtur þennan eftirsótta titil. P TONY Rominger var kjörinn Iþróttamaður ársins í í karlaflokkj í Sviss fyrir yfirstandandi ár. 52 er hjólreiðamaður og sigraði í Tour of Lombareiy-keppninni. Fjögurra manna bobsleðasveit Svisslendinga, sem varð heimsmeistari var kjörið lið ársins. ■ ARNÓR Guðjohnsen leikur á miðjunni um helgina, þegar And- erlecht mætir Beveren og ætti það að styrkja leik liðsins. Arnór hefur verið í bakvarðar- stöðunni, en lands- liðsmaðurinn Griin hefur náð sér -yif meiðslum og kemur á ný inn í liðið ásamt Nilis, sem einnig hefur verið meiddur. ■ ANTWERPEN hefur keypt Danann Per Frimann, sem fór til Bröndby í fyrra eftir að hafa leikið með Anderlecht í sjö ár. Hann telst ekki útlendingur í Belgíu, þar sem hann hefur leikið í meira*«i . firopi Frá Bjarna Markússyni iBelgíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.