Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 37
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 37 Sláturfélag Suðurlands: Athugasemd við skrif um kjötvörur VEGNA ítrekaðra rangfærslna í umQöllun Margrétar Þorvalds- dóttur, um neytendamál dagana 23. og 30. nóvember, í Morgun- blaðinu, er óhjákvæmilegt að koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum: Gæði kindakjöts Undirritaður getur ekki verið sammála þeirri fullyrðingu grein- arhöfundar að gæðum kindakjöts hafi hrakað á liðnum árum. Gerð- ar hafa verið endurbætur á flest- um sláturhúsum landsins til að bæta meðferð og hreinlæti við slátrun. Jafnframt er allt dilkakjöt nú orðið plastpakkað í frysti- geymslum sem minnkar mikið þornun við geymslu. Kjöt er al- mennt þvegið með lágum vatns- þrýstingi og sú hugmynd að vökva Skagaströnd: Haustfagnaður Sambands a-hún- vetnskra kvenna Skagaströnd. ÁRLEGUR haustfagnaður Sam- bands austur-húnvetnskra kvenna var haldinn á Skaga- strönd nýlega. í SAHK eru 10 kvenfélög með um það bil 160 félagskonur. Undan- farin ár hafa félögin haldið sameig- inlegan haustfagnað til skiptis á félagssvæðum sínum. Þar hittast konurnar, drekka saman kaffi, spjalla og skiptast á skoðunum um sín mál. Rúmlega 70 konur komu á fagn- aðinn að þessu sinni og skemmtu sér vel að eigin sögn. - ÓB. sé sprautað í skepnur fyrir slátrun er fráleit. Aðbúnaður nýrra sláturhúsa Vandséður er tilgangur þess að gera öll ný sláturhús í landinu tortryggileg með því að fullyrða að mörg þeirra hafi of litla kjöt- sali. Skv. reglugerð um slátrun, mat og meðferð sláturafurða skal kindakjöt hanga minnst 10 klst. í kjötsal sé hiti 10 gráður eða lægri, en minnst 6 klst. nái hiti 14-15 gráðum, og aldrei lengur en 24 klst. Kjötsalir þurfa því að vera það stórir að þeir rúmi allt að eins dags slátrun. Kjötsalir í öllum slát- urhúsum Sláturfélags Suðurlands rúma dagsslátrun. Undirritaður þekkir nokkuð til sláturhúsa í landinu en kannast ekki við að mörg þeirra nýrri hafi of litla kjöt- sali. Fróðlegt væri að vita til hvaða húsa'er verið að vísa. Sala hrútakjöts Það er rangt að ekki megi setja hrútakjöt á markað hér á landi. Hið rétta er að hrútslömb eiga eftir lok nóvember að flokkast í hrútaflokk en ekki í dilkaflokk. Væntanlega á höfundur við að hann hafi keypt dilkakjöt af hrúts- lambi sem var komið of nálægt kynþroska og hefði átt að flokkast í hrútaflokk. Gölluð vara — svikin vara Það er miður hversu oft Margr- ét hefur fengið gallaða vöru frá íslenskum kjötvinnslufyrirtækjum. En þrátt fyrir lítið álit Margrétar á þessum fyrirtækjum verður að ætla að þau leggi metnað sinn í að framleiða góða vöru til að selja hverjum viðskiptavini oftar en einu sinni. Gallar þeir sem nefndir eru GÆÐAFILMA Á GÓÐU VERÐI PÖKKUNARFILMA hljóta því að flokkast undir mistök og gallaða vöru en ekki vísvitandi svik og svikna vöru. Á þessu er mikill munur. Sala á nýju dilkakjöti Það er alrangt hjá höfundi að nýtt dilkakjöt verði ekki selt fyrr en það eldra er uppurið. Allir slát- urleyfishafar hafa boðið nýtt dilkakjöt ásamt eldra éf þeir irafa þá átt eldra kjöt. Sláturfélag Suð- urlands hefur eingöngu selt nýtt dilkakjöt frá því í október eins og fram kemur á merkingum á frosnu pökkuðu dilkakjöti frá SS. Söltun hangikjöts Það er rangt að SS selji ein- göngu sprautusaltað hangikjöt. SS býður tvær gerðir af birkireyktu hangikjöti, önnur er sprautusöltuð og bragðmild, en hin er þurrsöltuð (=pækilsöltuð) og bragðsterkari. Álcggsframleiðsla Það er mjög ómaklegt að höf- úndur skuli reyna að gera fram- leiðslu tveggja stærstu kjötvinns- lna landsins toitryggilega með því að kenna hana við gúmmí eða önnur geiviefni. íslenskur kjötiðn- aður hefur verið í framþróun á liðnum árum og starfar nú samein- aður innan Félags íslenskra iðn- rekenda að eflingu greinarinnar sem heildar. Vörur íslenskra kjöt- vinnslufyrirtækja standast í mörg- um tilfellum samanburð við það hesta á Norðurlöndum. Það skal upplýst að SS framleið- ir þrjár gerðir af svínaskinku: SS svínaskinku, SS brauðskinku og Búrfells svínaskinku. Þessar þijár gerðir eru mismunandi að gæðum og verðlagðar samkvæmt því. Lokaorð Aukin áhugi almennings á mat- vælavinnslu og hollustuháttum er af hinu góða og hvatning til fyrir- tækja á þessu sviði til að bæta sífellt framleiðslu sína. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til jafn víðlesins fjölmiðils og Morg- unblaðsins að umfjöliun um jafn viðkvæm mál sé hlutlausari og byggð á meiri þekkingu en raun ber vitni. Steinþór Skúiason Gæði og ending Miele heimilistækjanna era í rauninni stórfcostleg verðlækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.