Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989
Sigurður Magnússon
verksljóri - Minning
Fæddur 17. ágpúst 1903
Dáinn 26. ágiist 1989
Sigurður fæddist í Stóru-Tungu
á Fellsströnd sonur merkishjónanna
Karólínu J. Kristinsdóttur frá
Stykkishólmi og Magnúsar Magn-
ússonar frá Purkey á Breiðafirði.
Móðir hans andaðist af barnsförum
29 ára gömul frá fjórum ungum
börnum. Þá var Sigurður 6 ára.
Hann dvaldist með föður sínum til
fermingaraldurs en þá fluttist hann
mrá Stykkishólmi út á Hellissand til
föðurbróður síns Jóhannesar Sand-
hóim og konu hans Kristínar er var
dóttir Helga skálds að Gíslabæ við
Hellna. Þau hjón höfðu áður tekið
til fósturs kornunga Ingileifu, syst-
ur Sigurðar, við andlát móður
þeirra. Þar dvaldi Sigurður til full-
orðinsára. Hugur hans hneigðist til
menntunar en á Hellissandi varð
því ekki við komið. Sjómennsku-
störf urðu hans verksvið sem ann-
arra ungra manna. Sigurður varð
harðduglegur kappsmaður að
hverju sem hann gekk.
26. maí árið 1927 kvæntist hann
Guðrúnu, dóttur Jónasar Þorvalds-
^íonar formanns í Hallsbæ og konu
hans Ingveldar Gísladóttur. Jónas
var talinn veðurgleggsti formaður
við Breiðafjörð á sinni tíð. í Hallsbæ
á heimili foreldra Guðrúnar hófu
ungu hjónin sinn búskap. Það var
mikil reisn yfir Hallsbæjarheimilinu
hjá foreldrum Guðrúnar. Þar var
hveijum fagnað er að garði bar.
Sama reisn hélst á heimili Guðrúnar
og Sigurðar hvar sem þau bjuggu.
Þau eignuðust íjögur börn. Elstur
er Jónas kvæntur Theódóru Björg-
^vinsdóttur. Þau eiga fimm börn.
Hann er múrari í Reykjavík. Arnar
kvæntur Helenu Guðmundsdóttur
frá Vestmannaeyjum. Þau eiga þijú
börn. Hann er nú heildsali í
Reykjavík. Inga gift Herði Pálssyni
bakara á Akranesi. Þau eiga þijú
börn. Yngstur er Magnús, fisksali
í Reykjavík. Sambýliskona hans er
Ragna Magnúsdóttir. Hann á einn
son. Öll eru börn og barnabörn Sig-
urðar og Guðrúnar hið mesta mynd-
arfólk.
Krossavík við Hellissand var erf-
iður útgerðarstaður sökum brims,
grunnsævis og sandfoks. Vegna
fjárskorts freistuðust formenn til
að setja vélar í vetraráraskip sín
er þeir áttu skuldlaus fremur en
að kaupa ný vélskip. En það kom
í ljós að gömlu áraskipin þoldu ekki
vélaraflið og biluðu. Að fenginni
reynslu annarra fór Sigurður Magn-
ússon og félagar hans, Sigurður
S. Siguijónsson og Magnús Jónsson
frá Munaðarhóli, til Reykjavíkur og
létu smíða nýjan opinn vélbát sem
hlaut nafnið Höfrungur. Sá bátur
reyndist vel undir stjórn hinna
þróttmiklu athafnamanna. Voni
þeir samskipa á honum í átján ár.
Þetta var brautryðjendastarf. Nú
voru gömlu áraskipin lögð til hliðar
og þeir er síðar komu börðust fyrir
því að eignast ný skip.
Á sjómannadaginn 1982 á fjöl-
mennri samkomu á Hellissandi var
Sigurður heiðraður af-sjómanna-
dagsráði með merki sjómannadags-
ins. Hann mun hafa síðastur manna
ýtt smábát til róðurs úr Halls-
bæjarvör en þá stundaði hann róðra
í frístundum sínum. Hallsbæjarvör
hefur verið lendingarstaður smá-
báta um sumur, vor og haust frá
fyrstu tímum. Hún er nú lokuð með
uppfyllingu og er það mikill skaði.
Sigurður eða Sigurður Sandhólm
eins og hann var jafnan kallaður,
var hrókur alls fagnaðar í vinahóp
og söng og dansaði manna mest.
Hann var manna greiðviknastur og
ráðhollur þeim er áttu í erfiðleikum.
Um það vil ég vitna í afmælisgrein
er vinur minn Siguijón Kristjáns-
son, skipstjóri, sem nú er nýlátinn
skrifaði en þar segir: „Þegar ég,
sem þetta skrifa, átti í fjárhagsörð-
ugleikum, bauð Sigurður að lána
mér peninga þá, sem áttu að fara
í hús hans, sem var í smíðum. Þessu
drengskaparbragði mun ég seint
gleyma, og sannast þar máltækið
— sá er vinur, sem í raun reynist. —“
Siurður nam múraraiðn og múr-
aði mörg hús bæði á Hellissandi og
í Ólafsvík, fyrst einn en síðar í fé-
lagi við syni sína. Það hafði verið
aldargamall draumur Snæfellinga
að fá akfæran veg framundir Jök-
ul. Sigurður beitti sér fyrir því
máli af brennandi áhuga. Safnaði
hann fé og gjafadagsverkum svo
framkvæmd yrði hafin. Fór hann
ferðir til Rejdtjavíkur og ræddi við
ráðamenn þar. Loks var vegurinn
lagður öllum til gagns og ánægju.
í nær 25 ár stóð Sigurður sem
verkstjóri og matsmaður við hlið
hins þjóðkunna athafnamanns
Rögnvaldar Ólafssonar forstjóra frá
Brimilsvöllum, við rekstur Hrað-
frystihúss Hellissands. Tókst þeim
að drífa þetta lífsnauðsynlega fyrir-
tæki byggðarlagsins áfram með
góðum árangri þrátt fyrir óvænt
áföll. Árið 1975 seldu þau Sigurður
og Guðrún hús sitt á Hellissandi
og fluttust til Reykjavíkur í eigið
húsnæði þar. Síðar fluttust þau að
Hrafnistu er Sigurður kenndi þess
sjúkdóms er leiddi hann til dauða
að morgni 26. ágúst.
Það var hamingjudagur í lífi Sig-
urðar þegar hann tengdist hinn ein-
stöku gæðkonu Guðrúnu Jónas-
dóttur er bjó honum fagurt og frið-
sælt heimili. Sökum hins ijölþætta
og erfiða starfs Sigurðar hvíldi upp-
eldi barna þeirra langtum meira á
hennar herðum. Hún var ávallt
reiðubúin að taka á móti gestum
er fylgdu starfi manns hennar á
öllum tímum og hún var konan sem
átti nægan kærleika og trúaryl til
að dempa öldur skapgerðar hins
stundum ofurkappsama athafna-
og drengskaparmanns. Trúin hinn
mikli aflgjafi til góðra hugsana og
verka var þeirra sameign og styrk-
ur. Þangað sóttu þau kraft til að
yfirstíga erfiðleikana. í dagbókum
Sigurðar er hann ritaði í til hinstu
stundar eru skráðar lofgjörðir og
þakkir fyrir þá guðlegu forsjá og
vernd sem hann og fjölskylda hans
hafa notið.
Ég kveð Sigurð minn æskuvin,
jafnaldra og félaga, sem nú er horf-
inn yfír á þroskabrautir hins eilífa
lífs.
Karvel Ögmundsson
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast vinar míns Sigurðar
Magnússonar verkstjóra frá Hellis-
sandi, sem andaðist á Landspítalan-
um að morgni sunnudagsins 26.
nóvember sl. Andlát hans kom nán-
ustu ættingjum og vinum ekki á
óvart, því hann hafði barist við erf-
iðan sjúkdóm sl. tvö ár af karl-
mennsku og æðruleysi. Löngu og
farsælu dagsverki er lokið. Hátíð
ljóssins er að ganga í garð, en jólin
verða ekki hin sömu án hans Sig-
urðar. Sigurður var fæddur í
Stóru-Tungu á Fellsströnd 17.
ágúst 1903. Hann var næst elstur
fjögurra barna hjónanna Karólínu
J. Kristjánsdóttur frá Stykkishólmi
og Magnúsar Magnússonar frá
Purkey á Breiðafirði. Foreldrar
hans flutti til Stykkishólms, er Sig-
urður var á fyrsta ári. Þar stundaði
faðir hans ýmsa daglaunavinnu,
eins og þá tíðkaðist. Þegar Sigurður
var sex ára, andaðist móðir hans
aðeins 29 ára gömul. Leystist þá
heimilið upp, því ekki var um sam-
tryggingu að ræða á þeim tíma.
Systkinum hans var komið í fóstur,
en hann ólst upp með föður sínum
til fermingaraldurs. Þá fluttist hann
til Hellissands til föðurbróður síns
Jóhannesar Sandhólm kaupmanns
og konu hans Kristínar Helgadótt-
ur. Þau höfðu áður tekið Ingu syst-
ur hans í fóstur, er móðir þeirra
dó. Bræðrum sínum, Jóni og Val-
geiri, kynntist hann ekki fyrr en á
fullorðinsárum. Má nærri geta,
hvílíkt áfall þetta hefur verið ung-
um börnum að missa móður sína
og jtvístrast.,
Á þeim tíma var Hellissandur
með stærstu þorpum á íslandi. Sig-
ut'ður hóf þá þegar á unglingsárum
sínum að stunda sjóróðra á opnum
árabátum og síðar opnum vélbátum
úr Krossavík, því ekki var um aðra
atvinnu að ræða. Á þessum tíma
var lífsbaráttan hörð í sjávarþorpi
við opið úthaf. Saga þessa fólks var
barátta við hafið og brimúfna
strönd. Margir voru þeir, sem fóru
í róður að morgni og komu ekki til
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Þrastarhrauni 4,
Hafnarfirði,
fer fram fimmtudaginn 7. desember kl. 15.00 frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti Slysavarnafé-
lagið Hraunprýði njóta þess.
f
Sigurður Kristjánsson, Lilja Á. Sigurðardóttir,
Eyjólfur Kristjánsson,
Ingimar Kristjánsson, Kristín Gunnbjörnsdóttir,
Magnús Kristjánsson,
Elísabet Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR GUÐNASON
fyrrverandi verkstjóri,
Víðihlið 12,
lést á heimili sínu 25. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjálpar Krabbameinsfélags-
ins.
Kjartania Guðmundsdóttir,
Egili Þ. Einarsson, Hrefna S. Einarsdóttir,
Agla, Alda, Einar og Atli.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og
jarðarför
SIGURÐAR EIÐSSONAR,
Suðurgötu 39,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á St. Jósefsspítala,
Hafnarfirði.
Fjóla Pálsdóttir,
Soffia Sigurðardóttir, Markús B. Kristinsson,
Eiður Sigurðsson,
Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Páll Sigurðsson, Benný Þórðardóttir,
Ragnar Sigurðsson, Unnur Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
____o .
Ingibergur J. Jóns-
son frá Drangsnesi
Fæddur 27. október 1905
Dáinn 28. nóvember 1989
Ingibergur Jónatan Jónsson er
dáinn. Lokið er ævi einstaks sóma-
manns. Þessi geðþekki og hljóðláti
drengur gaf mörgum mikið á sinn
hógværa hátt. Minningarnai' sem
hann lætur eftir sig eru hugljúfar
og bera með sér einstakan þokka
gamla tímans.
Ingibergur var ekki viðhlæjandi
allra, en þeim sem hann tók gaf
hann tryggð sína alla. Tryggðin,
einlægnin og skapfestan voru
lífsakkeri hans og maður fann oft
heita strauma vinarþels stafa frá
honum. Hreinlyndi og reglusemi
ásamt góðri íhaldssemi voru dyggð-
ir sem spegluðust í líferni hans. Oft
var ekki af miklu að taka og þá
nýttust vel sparsemi og nýtni til
að gera hann að góðum veitanda.
Hugsunin um að hafa nóg að bíta
og brenna og að geta veitt sínum
nánustu fæði og klæði var hans
lífsspeki. Hús hans var því ávallt
fullt matar og þaðan fór enginn
svangur né á horleggjunum.
Ingibergur var sonur hjónanna
Jóns. J. Jónatanssonar og Kristjönu
Einarsdóttur sem oftast voru kennd
við Sæból hjá Drangsnesi. Ingiberg-
ur var að stórum hluta Strandamað-
ur í marga ættliði og þó ættir hans
kæmu víðai' að, var hann fyrst og
síðast Strandamaður. Hans bær var
Drangsnes og hans sýsla var
Strandasýsla og þar ólst hann upp,
lifði manndómsárin og fram í háa
elli. Þangað leitaði hugur hans, eft-
ir að hann flutti til Reykjavíkur á
gamals aldri. Þar fyrir utan kunni
hann vel við sig fyrir sunnan og
þar var þó alltaf fjölskyldan.
Síðustu árin var hann vistmaður á
Hrafnistu í Reykjavík og hlaut þar
góða umönnun og aðhlynningu.
Fyrir það flyt ég kveðjur og þakk-
læti til starfsfólksins á Hrafnistu.
Ingibergur var mikið hraust-
menni og vinnusamur með afbrigð-
um. Skyldurækni hans og dugnaður
höfðu líka sett mark á hann og á
síðustu árum hans kom berlega í
ljós hversu útslitinn maður af erfiði
daganna hann var. Á yngri árum
og fram eftir aldri stundaði hann
sjóinn og eftir að hann kom í land
stundaði hann nær eingöngu vinnu
er tengdist sjónum.
Ingibergur var mikill heimilis-
faðir og fjölskyldan var honum allt.
Nutu kona hans, börn, fósturbörn
og barnabörn ástar hans og umsjár
til fulls. í blóma lífsins hitti hann
ástina sína og áttu þau Jónína ynd-
islegt og farsælt líf saman. Þau
voru eitt og það var dásamleg til-
finning að sjá umhyggjuna og kær-
leikann sem þau báru til hvors ann-
ars. Þegar þau kynntust átti Ingi-
bergur eina dóttur, Friðbjörgu, en
síðan eignuðust þau Jónína 3 börn
saman. Elsti drengurinn fórst af
slystförum barnungur og treguðu
þau hann alla ævi, en þeim mun
meiri elsku nutu hin börnin tvö.
Ég veit að Ragnar og Sigrún mótuð-
ust af þessari elsku og muna hana
ævilangt. En þar með er sögunni
ekki lokið, því að þremur börnum
Jónínu reyndist hann sem besti fað-
ir og ól þau að mestu upp sem sín
eigin. Ég veit fyrir fullt og fast að
þau telja sig aldrei getað þakkað
honum föðurástina.
En ekki er sagan úti, því börn
hans og fósturbörn áttu síðar meir
börn og buru. Barnabörnin nutu
sömu ástar og börnin og fósturbörn-
in og allt bar að sama brunni. Eng-
in þeirra geta fullþakkað honum
afakærleikann. Svona mætti lengi
telja en allt tekur enda. Þegar leið
að lokadegi fann hann vanmátt sinn
og þráði hvíldina. Þessi mikili járn-
karl vissi að lokastundin nálgaðist
og hann var fyllilega sáttur við hlut-
skiptið, því hann fann sig bugaðan
af sjúkleika og Elli kerlingu.
Ég veit að margir kveðja Ingi-
berg með söknuði og hlýhug.
Strandamenn minnast hans af góðu
einu og ættingjarnir með ást og
þökk fyrir allt og allt. Mestur er
þó söknuðurinn hjá Ninnu því þarna
var í sundur slitið fögru samlífi, sem
staðið hafði í rúm fimmtíu ár. Megi
góður Guð styrkja hana á erfiðum
tímum.
Það var mér mikil lífsgæfa að
kynnast slíkum ljúfling og njóta
tryggðar hans og umhyggju og fyr-
ir það þakka ég hér og nú. Mér
finnst ég svo miklu betri maður
fyrir bragðið og svo hygg ég að sé
um fleiri, því margt það besta í
fari hans endurspeglast nefnilega í
afkomendunum.
Eiginkona mín var þeirrar gæfu
aðnjótandi að eiga hann sem föður
frá frumbernsku. Á það uppeldi og
samvistir þeirra bar aldrei neinn
skugga. Fyrir það allt og margt
meira þakkar Jóhanna af öllu hjarta
með kærri dótturkveðju.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Óli og Jóhanna