Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 48
Reykjavík: Utsvarið verði 6,7% BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leggja til við borgarstjórn að útsvarsprósenta fyrir árið 1990 verði óbreytt eða 6,7% í Reykjavík. Meðalútsvar yfir allt landið er 6,94%, sem er það hlutfall sem inn- heimt er við staðgreiðslu skatta, eða 0,24% hærra útsvar en Reykvíking- um ber að greiða. Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar hjá ríkisskatt- stjóra, verður mismunurinn fyrir árið sem er að líða endurgreiddur um mitt næsta ár eða allt að einu og hálfu ári eftir að greiðsla hefur , -j^farið fram. Demants- síldin farin að veiðast Óslóartréð reist á Austurvelli Morgunblaðið/Júlíus Jólasvipur er kominn á borgina. Jólaljós hafa verið sett upp víða og nú er verið að reisa jólatré í borginni. í þokunni í gær varÓslóaijólatréð reist á Austurvelli og á sunnudaginn verða ljósin tendruð þar við hátíðlega athöfn. Bygging nýs álvers á íslandi: Bandarískt álfyrirtæki hef- ur sýnt áhuga á þátttöku Bandaríska sendiráðið býður aðstoð við viðræður ^ SÍLDARSÖLTUN miðar vel og í vikunni hefúr fengizt nokkuð af demantssíld inni á Fáskrúðsfirði, Berufirði og Stöðvarfirði. Togar- inn Siglfirðingur liggur inni á Fáskrúðsfirði og frystir mikið, en báturinn Hafsteinn sér um veiðar fyrir hann. Stjörnutindur frá Djúpavogi fékk 160 tonna kast á mánudag og fór drekk- hlaðinn inn á Djúpavog með tölu- vert í nótinni að auki. Áætlað var að söltun næði um 200.000 tunnum í gærkvöldi. Mest hafði verið saltað í Grindavík á sunnudagskvöld, 28.900 tunnur, Eskfirðingar höfðu þá saltað í *p25.000 tunnur, Homfirðingar í 23.000 og Fáskrúðsfirðingar í 17.800. Bátarnir voru að fá 80 til 160 tonn af gullfallegri demantssíld inni á Berufirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og reyndu nokkrir bát- ar fyrir sér þar í ljósaskiptunum. Mest hefur veiðin verið á Hálsunum út af Hornafirði, en sú síld hefur verið mjög blönduð og töluvert úr- kast úr henni. Stóra sildin fer ýmist í söltun fyrir Svíþjóð og Danmörku eða í frystingu á Japansmarkað, en frysting fyrir Japani hefur til þessa verið mjög lítil. BANDARÍSKA álfyrirtækið Alumax hefúr sýnt áhuga á að taka þátt í viðræðum um bygg- ingu nýs álvers á Islandi. Rætt hefúr verið óformlega við fleiri bandarísk álfyrirtæki. Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra segir þessar viðræður á frumstigi en vonast til að hitta fúlltrúa frá Alumax að máli í byrjun næsta árs. Bandaríska séndi- ráðið á íslandi hefúr boðið aðstoð sína við mögulegar við- ræður milli bandarískra og íslenskra aðila um álfram- leiðslu. Á fundi Atlantalhópsins í Sviss á mánudag ákvað Álusuisse að draga sig út úr hópnum. Hin tvö fyrirtækin í hópnum, Hoogovens og Gránges, ákváðu að halda áfram skoðun á byggingu nýs ál- vers á íslandi og leita eftir við- bótaraðila að verkefninu. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði við Morgunbl^ðið að rætt hefði verið óformlega við bandarísk álfyrirtæki í þessu sambandi, aðallega Alumax sem hefur bækistöðvar í Atlanta í Banda- ríkjunum. Jón sagði þetta vera mjög traust fyrirtæki sem stæði vel. Jón sagði einnig að norska fyrirtækið Elkem Aluminium hefði sýnt þessu máli áhuga. Þá sagði hann aðspurður að Norsk Hydro hefði lengi átt viðræður við íslend- inga um orkufrekan iðnað, þó ekki upp á síðkastið. Jón vildi ekki nefna fleiri fyrirtæki en sagðist myndu ræða þetta mál fljótlega við full- trúa Hoogovens og Gránges. Hans Peter Held upplýsingafull- trúi Alusuisse sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrirtækið hefði tilkynnt í maí sl. að það myndi ekki taka þátt í að byggja nýtt 185-200 þúsund tonna álver á ís- landi. Athuganir á hagkvæmni þess að stækka álverið í Straumsvík hefðu svo ekki leitt í ljós þá auknu • hagkvæmi sem vænst var, svo hvorugur kosturinn sem Atlantalhópurinn hefði rætt hefði verið fýsilegur fyrir Alu- suisse. Held sagði að Alusuisse vildi fara sér hægt í auknum umsvifum en leggja frekar áherslu á _upp- byggingu verksmiðja sinna. í því sambandi benti hann á, að í undir- búningi væri að endurnýja verk- smiðjuna í Straumsvik. Því gerði fyrirtækið meiri kröfur til arðsemi af nýjum verkefnum en ella. DAGAR TIL JÓLA Minna jólaannríki í flutningum út á land MINNA er að gera hjá þeim sem flytja vörur út á land en venju- lega á þessum árstíma. Alfreð Þórsson framkvæmdastjóri Vöru- flutningamiðstöðvarinnar hf. segir að enn sé ekki komið það annríki i flutningum á hefðbundnum jólavarningi sem venjulega sé á þessum tíma. Sagði hann að menn byggjust við að hefð- bundin jólavertíð hæfist hvað úr hveiju, en hún léti á sér standa. Alfreð sagði að sendingafjöldi hefði verið svipaður það sem af er vetri og áður, en sendingarnar væru áberandi minni. Kristinn Arason framkvæmdastjóri Vöru- leiða segir að flutningarnir séu mun minni nú. Áætlaði hann að þar munaði 30%. Þórir Sveinsson, framkvæmdastjóri markaðs- og flutningasviðs Ríkisskips, hafði sömu sögu að segja. Sagði greini- legt að minna væri nú flutt af dæmigerðum jólavarníngi út á land. Svo virtist sem kúfurinn sem venjulega myndast á þessum tíma hefði jafnast út. Árni Reynisson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, sagði ekki ólíklegt að þessi samdráttur í flutningum endurspeglaði almennan samdrátt í þjóðfélaginu. Sagði hann að þeg- ar fólk hefði minni peninga handa á milli ráðstafaði það þeim öðru- vísi. Það gæti komið fram í sam- drætti á til dæmis ýmsum stærri hlutum til heimilisins, en á móti gæti komið aukning á öðrum og ódýrari varningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.