Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 Keflavíkurflugvöllur: Byssur hafa áð- ur verið mundaðar - segir Emil Eyjólfsson, formaður Flugvirkjafélagsins „ÞAÐ er ljóst að við munum óska eftir því við forráðamenn Flugleiða að félagið komi sér upp eigin flugskýli þannig að við þurfum ekki að lenda í árekstrum við hermenn á Keflavíkurflugvelli. Her og vinna við farþegaflugvélar fer ekki saman,“ sagði Emil Eyjólfsson, formaður Flugvirkjafélagsins í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekki rétt sem kom fram í viðtali við Friðþór Eydal, blaðafull- trúa varnarliðsins, að byssum hafí ekki verið beint að flugvirkjunum tveimur, sem herlögreglan handtók. Byssum var beint að þeim og það er ekki í fyrsta skipti sem það ger- ist á Keflavíkurflugvelii," sagði Emil. Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær voru tveir flugvirkjar hand- teknir skömmu eftir miðnætti að- faranótt mánudags í flugskýli á Keflavíkurflugvelli, þar sem þeir voru að vinna við eina af flugvélum Flugleiða. „Flugvirkjarnir voru búnir að vinna í flugskýlinu í fjórar klukku- stundir þegar atburðurinn gerðist. Það var hermaður sem gaf þeim leyfi til að fara inn á merkt bannsvæði til að stinga rafmagnskapli í sam- band. Hann beindi svo síðar að þeim byssu og þuklaði þá og hann lét kalla út sjö herlögreglumenn. Þessi sami hermaður hafði séð þá vera að vinna við Flugleiðavélina og gefið þeim leyfí til að fara inn á hið af- markaða svæði. Þess vegna er fram- koma hans vægast sagt furðuleg. Mennirnir voru ekki að vinna á hinu hefðbundna athafnasvæði Flugleiða, heldur voru þeir að vinna í bás sem Flugleiðir höfðu fengið lánaðan vegna aðstöðuleysis," sagði Emil. * Aftnælisrit Armanns Snævarr Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttardómari og ritnefiidarmaður, Ármann Snævarr og Valborg Sigurðar- dóttir, eiginkona Ármanns. Lífríki Mývatns: Enn óljóst hvað or- sakar sveiflurnar SÖGUFÉLAG hefur sent frá sér Ármannsbók, afinælisrit í tilefhi af 70 ára aftnæli dr. Ármanns Snævarr, fyrrverandi lagaprófessors, háskólarektors og hæstaréttardómara, en hann varð sjötugur hinn 18. september síðastliðinn. í ritnefhd voru Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttardómari, Benedikt Blöndal, hæstaréttardómari, Drífa Páls- dóttir, héraðsdómslögmaður og Gunnar G. Schram, prófessor. Rit- stjóri var Helgi Sigurðsson, héraðsdómslögmaður. Mývatnssveit. Sérfræðinganefiid um Mý- vatnsrannsóknir boðaði til fund- ar í Hótel Reynihlið sunnudag- inn 4. desember. Formaður nefhdarinnar, Vilhjálmur Lúðvíksson, setti fundinn með stuttri ræðu. Síðan tók Helgi Jónasson á Grænavatni við fundarstjórn. Framsöguræður fluttu Kristján Þórarinsson, Helgi Jóhannsson og Jón Olafs- son. Ræðumenn kynntu starf sitt og rannsóknir og skýrðu málefnið með myndglærum. Dreift var á fundinum skýrslu sem nefndin hefur gefið út og ber heitið Rann- sóknir á áhrifum af starfsemi Kísiliðjunnar á lífríki Mývatns. Efnivið í þessa skýrslu hafa nefnd- armenn lagt til en dr. Kristján Þórarinsson líffræðingur hefur síðan fært meginhluta skýrslunnar í þann búning sem birtur er. Margar fyrirspurnir voru lagðar fyrir frummælendur svo og fund- armenn og kom margt fram. Hins vegar virðist enn ekki vera ljóst hvað orsakar hinar tíðu sveiflur í lífríki Mývatns og enn er ósannað hve mikill þáttur Kísiliðjunnar er í því sambandi. — Kristján Ármannsbók hefur að geyma 18 ritgerðir, 9 eftir íslendinga og 9 eftir fræðimenn annars staðar af Norðurlöndum. Má finna þar grein- ar á ýmsum sviðum lögfræði, svo sem í sifjarétti, fjármunarétti, refsi- rétti og stjórnarfarsrétti auk greina úr sögu íslenzks réttarfars, um lagakennslu nú á tímum og um framsal ríkisvalds til Evrópubanda- lagsins, svo að nokkuð sé nefnt. Epnfremur eru í ritinu kveðjur til Ármanns Snævarr frá ýmsum félögum og ritaskrá hans , en rit- ferill hans spannar tímabilið 1945- 1989. Ármannsbók er 367 blaðsíður að stærð og prýdd nokkrum mynd- um. Prentþjónustan Repró og Guð- jón Ó. hf. sáu um undirbúning prentunar, en bókin var prentuð í Prentsmiðjunni Rún hf. Bókbands- stofan Flatey sá um bókband. Hafskipsmál: Ragnar Kjartansson neitar öllum ákærum í frumskýrslu fyrir dómi Búist við að dómsmeðferð málsins standi fram í mars RAGNAR Kjartansson fyrrum stjórnarformaður Hafaskips gaf frumskýrslu sína í sakadómi Reykjavíkur í gær. Hann mótmælti öllum ákærum á hendur sér. Næstu daga koma allir þeir saufján menn sem ákærðir eru í málinu fyrir dóm í fyrsta skipti og gefa frumskýrslur um þau ákæruatriði sem að þeim snúa. Búist er við að því verði lokið 13. þessa mánaðar. Þá verður gert hlé til 8. janúar er meðferð málsins hefst að nýju með því að því að farið verður nákvæmlega yfir hvern kafla ákærunnar. Þegar liggur fyrir listi yfir 74 vitni sem kölluð verði fyrir í málinu, auk hinna 17 ákærðu. Lögmenn og saksóknari segjast telja að málið verði í fyrsta lagi tekið til dóms í lok febrúar. Ragnar Kjartansson mótmælti í frumskýrslu sinni því að hann hefði nokkurn tíma gerst sekur um nokkuð refsivert í sambandi Sveinn Zoega látinn SVEINN Zoega fyrrverandi framkvæmdastjóri lést í Reykjavík þann 4. desember á 77. aldursári. Sveinn gegndi margvíslegum störfum fyrir íþróttahreyfinguna, og var hann sæmdur Fálkaorðunni árið 1979 fyrir störf sín að íþróttamálum. Sveinn fæddist í Reykjavík 8. október árið 1913. Foreldrar hans voru Jón J. Zoéga trésmíðameist- ari og síðar kaupmaður í Reykjavík og kona hans Hanna P. S. Sveinsdóttir. Sveinn lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskó- lanum í Reykjavík árið 1931 og brautskráðist úr Verslunarskóla íslands árið 1933. Hann var af- greiðslumaður dagblaðsins Vísis 1933- 34 og fulltrúi hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis 1934- 42. Hann var kaupmaður í versluninni Skórinn í Reykjavík 1942-46, forstjóri Hjólbarðans hf. 1946-52 og Gúmmís hf. 1952-62, en þá hóf hann störf hjá Rúg- brauðsgerðinni hf. þar sem hann var framkvæmdastjóri. Sveinn starfaði í um 40 ár hjá Knattspymufélaginu Val, og var formaður félagsins um árabil. Hann var kjörinn heiðursfélagi Vals árið 1981 á sjötíu ára af- mæli félagsins. Hann gegndi for- mennsku í Knattspyrnuráði Reykjavíkur lengur en 'iTókkur annar, og átti mörg kjörtímabil sæti i stjórn KSÍ, auk þess sem hann átti sæti í stjórn íþrótta- bandalags Reykjavíkur. Hann var sæmdur gullmerkjum KSÍ, KRR og ÍBR. Sveinn starfaði mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, og sem ungur maður átti hann lengi sæti í stjórn Heimdallar þar sem hann gegndi varaformennsku í mörg ár. Eftirlifandi eiginkona Sveins Zoéga er Guðrún Sigríður Jóns- Sveinn Zoéga dóttir, dóttir Jóns Brynjólfssonar kaupmanns í Reykjavík. Þau eign- uðust fjögur börn. við reikningsskil Hafskips og sagði rangt að villt hefði verið um fyrir stjórn félagsins eða forsvarsmönn- um Útvégsbanka íslands. Hann sagði að reikningsskil Hafskips hefðu byggst á varúðarsjónarmið- um öðru fremur. Þá mótmælti hann því að hann hefði átt þátt í að vekja eða styrkja rangar hug- myndur stjórnenda Útvegsbank- ans um fjárhag Hafskips og valdið bankanum vísvitandi fjártjóni eða hættu á fjártjóni. Hann hefði eng- ar rangar eða villandi upplýsingar gefið nema síður væri, allar upp- lýsingar hefðu verið gefnar af betu vitund og þær hefðu ein- kennst af fyrirvörum sem staðfest hefðu rekstrarerfiðleika félags sem róið hefði lífróður. Ragnar mótmælti því sem röngu og órökstuddu að hann hefði ásamt Björgólfi Guðmundssyni flutt hluthafafundi vísvitandi rangar eða villandi upplýsingar um líklega afkomu félagsins 1984 eða stöðu þess í árslok. Þær upp- lýsingar sem þar voru gefnar hefðu verið byggðar á bestu vitund þess tíma. Ragnar neitaði að hann hefði með saknæmu hugarfari sent til- kynningu til hlutafélagaskrár með tilgreindri heildarupphæð hlutafj- ár félagsins enda þótt það væri ekki allt innborgað. Hann benti á að Hafskip hefði lögum samkvæmt haft heimilt til að eiga allt að 10% af eigin hlutafé. Ákærum um að fjárdrátt af sérstökum tékkareikningum, hilm- ingu og bókhaldsóreglu mótmælti Ragnar sem röngum og sagði að ekki hefði verið farið fram úr bók- uðum heimildum í samningi um kjör hans sem stjórnarformanns. Um ákæru þess efnis að taumur eins lánardrottins, Reykvískrar endurtryggingar, hefði verið dreg- inn með því að greiða þangað um skeið 20 þúsund bandaríkjadali vikulega á tíma sem ekki gat du- list að greiðsluþrot vofði yfir Haf- skip sagði Ragnar Kjartansson að þar eins og víðar í málinu teldi hann að ákæruvaldinu hefði orðið alvarlega á í messunni og mót- mælti hann þessum lið ákærunnar með öllu. Ragnar Kjartansson afhenti dómurum og saksóknara í gær þijár stuttar skýrslur. í einni ger- ir hann grein fyrir grundvallarat- hugasemdum sínum við rannsókn og ákæru. Þar segir hann komin samandregin aðalatriði upplýs- ingaskýrslu sinnar frá því í ágúst- mánuði, sem hann vísaði til að öðru leyti. I annarri skýrslu gerir hann sérstaklega athugasemdir við þá þætti ákæru sem lúta að fjárdrætti af sérstökum tékka- reikningum og bókhaldsóreiðu. Hann boðar að í upphafi næsta árs muni hann leggja fram ítarlega skýrslu um þennan tiltekna þátt. í þriðju skýrslunni tínir Ragnar til 15 atriði sem hann telur renna stoðum undir það að reikningsskil Hafskips hafi að meginstofni til verið byggð á varúðarsjónarmið- um og að víða hafi verið gengið skemmra en leyfilegt hafi verið til styrkingar á bókfærðri eiglnfjár- stöðu félagsins á grundvelli við- tekinna reikningsskilavenja. Ragnar og lögmaður hans óskuðu eftir að þessar skýrslur Ragnars fengjust lagðar fram í málinu. Dómurinn beindi þeim tilmælum til ákæruvaldsins að það kynnti sér skýrslurnar og gerði grein fyr- ir afstöðu sinni til framlagningar þeirra fljótlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.