Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 38 Ingibjörg Ingimund- ardóttir — Minning Fædd 16. febrúar 1908 Dáin 26. nóvember 1989 Hún Inga okkar er látin. Jórunn Ingibjörg Julía, eins og hún hét fullu nafni, til heimilis að Gullteigi 12, Reykjavík, lést þann 26. nóvember sl. og verður jarðsett í dag. Hún fæddist hér í Reykjavík sem Vesturbæingur. Faðir Ingi- bjargar var Ingimundur Pétursson en móðir Jórunn Magnúsdóttir. Systkinin voru alls 8, fjórar systur, þrír albræður, einn þeirra dó ung- ur, en auk þess áttu þau einn hálf- bróður, Pétur Ingimundarson, fyrr- verandi skipstjóri, sem nú er 87 ára, er sá eini, sem eftir lifir þess- ara systkina. Hann og kona hans eru bæði farin að heilsu. Ingibjörg, eins og systkini henn- ar, var alin upp við þær skyldu'r, sem þá þóttu sjálfsagðar, að að- stoða foreldra sína í einu og öllu við þau störf, sem framfleytt gat heimili og fjölskyldu með stóran barnahóp. Atvinna föðurins var sjó- mennska, fyrst á skútum og síðar á árabát, með útræði úr Selsvör í Vesturbænum. Þegar aflanum ,var komið í land var engan veginn öllu lokið. Það þurfti að verka fiskinn, salta og þurrka. Fiskur var þá breiddur á stakkstæði og þá fyrst komin til verðmæta er hann var þurr og hvítur vel. Þetta var allt t Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, JÓN M.JÓHANNSSON frá Siglufirði, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 2. des- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Oddný Nikódemusdóttir, Þóra S. Jónsdóttir, S. Valgerður Jónsdóttir, Björgvin S. Jónsson, S. Lára Jóhannsdóttir. t Eiginmaður minn, MAGNÚS ÁRNASON skipstjóri, Miðtúni 27, ísafirði, er látinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einlægar þakkir til lækna og til starfsfólks hjartadeildar Landspít- alans. Esther Hafliðadóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYTHA RICHTER, lést 30. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. desember kl. 13.30. Jakob H. Richter, Stefán J. Richter, Kristjana Richter, Guðmundur Richter, Jóhanna Richter, Sigrún Richter, Ólafur Örn Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, ÞORBRANDS SIGURÐSSONAR trésmiðs, Mávahlíð 5, er lést í Landspítalanum 30. nóvember sl. fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 7. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er góðfúslega bent á Slysa- varnafélag íslands. Sigurbjörg Magnúsdóttir. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR, Hlfð, Hvalfjarðarströnd, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 9. desember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vin- samlega bent á Sjúkrahús Akraness. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Jón Bjarnason. mikið verk og krafðist oft skjótra viðbragða þeirra, sem það verk unnu. Þeir, sem fáliðaðir voru, urðu að neyta þeirrar aðstoðar, sem heimilið gat veitt, konunnar og barnanna. Svo var það með Ingi- mund og hans fjölskyldu. Ingibjörg ólst upp við þessi skilyrði til sjálfs- bjargar. Hún vann með foreldrum sínum að lísbjörginni þá strax í æsku. Þessi reynsla kenndi henni, eins og mörgum okkar, sem alin voru upp hér á mölinni, sem kallað var, að lífið krefðist mikilla starfa og íhygli. Ingibjörg vann við sauma- skap í Kaupmannahöfn árin 1928-30 og síðar hér heima enda var hún snillingur í.þeirri grein. Þar kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Sigurði SveinBjörns- syni, sem þá var við framhaldsnám í vélsmíði hjá fyrirtækinu Burmeist- er & Wain. Sigurður og Ingibjörg eignuðust tvö börn, mannvænlegan son Karl Björgvin, sem lést 17 ára á sjúkra- húsi hér í Reykjavík. Það var mik- ill harmdauði foreldrum hans og öllum, sem til þekktu. Þau sár voru ekki gróin Ingibjörgu og fylgdu henni því til dánardags, en dóttirin Sveinbjörg annaðist móður sína mest allra með mikilli nærfærni og ósérplægni í veikindum hennar fram á síðustu stund. Auk þess eignuðust þau hjónin tvo kjörsyni. Þeir eru, Guðmundur Már og Karl Frank. Karl er tæknifræðingur og starfar hjá Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf., en báðir hafa þeir fetað þá braut, sem Sigurður bjó þeim í málmiðnaði. Um þær mundir sem Sigurður og Ingibjörg hófu búskap og árin þar áður voru harður tími hér í Reykjavík eins og annars staðar. Kreppuárin milli heimsstyrjalda mörkuðu þann tíma, sem allir þeir, sem þá voru komnir til vits og ára muna. Það var tími harðréttis og uppbyggingar við bágan fjárhag og fábreytni til allra aðgerða þótt mikið væri reynt til framkvæmda. Þegar Sigurður Sveinbjörnsson var að byggja upp fyrirtæki sitt hér í Reykjavík stóð Ingibjörg við hlið hans í einu og öllu. Hún vann og studdi mann sinn í öllum vanda með dáð og dreng- skap, sem henni var meðskapaður. Frá félagslífi og ferðum eiga vin- ir þeirra og félagar margs góðs að minnast. Það vita þeir, sem notið hafa. Ingibjörg var ávallt tilbúin að taka þátt í græskulausu gamni, sem engan særði en varpaði sak- lausri glaðværð á hóp viðstaddra vina. Það má segja að Ingibjörg hafi ekki verið gefin fyrir pijál eða sýndarmennsku. Hún bar ekki til- finningar sínar á torg, en var heil- steyptur vinur vina sinna. Þessa höfum við hjónin orðið vör og notið í nærri hálfa öld, sem við höfum þekkst, búið í návist og ferðast saman. Síðasta ferðin, sem við fór- um saman er okkur ógleymanleg. Það var ferð til kirkju að Þingvöll- um síðastliðið sumar. Það var fimm dögum áður en Ingibjörg var kölluð á sjúkrahús til rannsóknar á sjúk- dómi þeim, sem hún lést síðar úr. í Þingvallakirkju vissi hún að Sigurð mann hennar langaði til að koma til að minnast æsku sinnar því þar var hann fermdur. Eftir messu nutum við veðurblíðunnar úti með kirkjugestum. Því næst ókum við á brott og neyttum okkar fararnestis úti í guðsgrænni náttúr- unni í Þingvallahrauni eins og hún birtist manni fegurst þar. Þetta var sannarlega hátíðleg kveðjuferð með Ingibjörgu án þess að manni dytti það í hug þá að svo færi. Auk þess að vera manni sínum og gestum þeirra hjóna bæði inn- lendum og erlendum heilsteypt hús- t MINNINGARKORT Eiginmaður minn, t SVEINN ZOÉGA, Bankastræti 14, andaðist á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, mánudaginn 4. desember. Sigríður Zoéga. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNHÉÐINN HALLGRÍMSSON, Grensásvegi 56, Reykjavík, lést í Landspítalanum þann 4. desember sl. Dagný Pálsdóttir, Elfsabet Bjarnhéðinsdóttir, Jörg Steinmann, Hallgerður Bjarnhéðinsd., Ingi Bogi Bogason, Dagný Bjarnhéðinsdóttir, Bernt Kaspersen, Karen Bjarnhéðinsdóttir, Tómas Torfason og barnabörn. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærrar dóttur minnar, systur og fóstur- dóttur, INGIBJARGAR GUÐRÚNAR HILMARSDÓTTUR, Kársnesbraut 27, Kópavogi. Margrét Þorláksdóttir, Haraldur Páll Hilmarsson, Þorlákur Ingi Hilmarsson, Sigurbjörg Kristin Hilmarsdóttir, Guðmundur Jörundsson. t Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og hlýhug við fráfall og útför GUÐMUNDAR BERNHARÐSSONAR frá Ástúni, Hátúni 10, Reykjavík. Anna Sigmundsdóttir, Finnur Guðmundsson, Ásvaldur Guðmundsson, Gerða Pétursdóttir, Sigríður G. Wilhelmsen, Erik H. Wilhelmsen, Bernharður Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Þóra A. Guðmundsdóttir, Bjarni Sighvatsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem vottuðu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR JÓNSSONAR vélstjóra, Gunnarsbraut 28. , Guðbjörg K. Arndal, Kristin Jóhannesdóttir, Magnús Guðmundsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Magnús Benediktsson, Oktavía Jóhannesdóttir, Karl Gunnlaugsson, Reynir Reynisson og barnabörn. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.