Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 25 Morgunblaðið/Bjarni íar kirkjunnar og framkvæmdastjóri kynna söfnunarátakið „Brauð handa íi Gunnarsson stjórnarformaður, Haraidur Olafsson, Sigríður Guðmunds- •björn Hlynaur Arnason og séra Ulfar Guðmundsson. nar hafin: •annindan í Eþí og á Indlandi þess sem Alþingi hefur ályktað að yrði árlega. í fyrra söfnuðust um 20 milljón- ir króna í söfnunarátakinu. „Við vonumst til að fá meira nú, ef vel tekst til,“ segir Sigríður. Hún seg- ir að Hjálparstofnun miði starf sitt við smærri verkefni, sem hún ráði vel við. Sem dæmi nefnir Sigríður að á Indlandi eru 130 böm styrkt til náms. Þar þarf um 500 krónur á mánuði til að kosta hvert barn, að meðtöldum klæð- um, mat og skólagjöldum. Af þess- um 130 börnum styrkir Kaupþing hf. 100 til náms. Þá eru einnig styrkt vangefin böm á Indlandi, en þau fá enga aðhlynningu án hjálpar líknar- stofnana. Namibía fær sjálfstæði á næstunni og þar þarf að lyfta grettistaki í menntamálum, þar sem hrikalegur skortur er á skól- um í landinu. Hjálparstofnanir kirknanna á Norðurlöndunum hafa tekið höndum saman um að reisa kennslustofur í landinu og kaupa kennslugögn. Sigríður segir að í Eþíópíu sé mjög ótryggt ástand nú, samfara óeirðum er uppskerabrestur, um lynda- áru-urn 1985 og 1986 voru liðlega eitt þúsund fleiri sæti í kvikmynda- húsunum. A síðasta ári voru að meðaltali 569 bíósýningar á viku allt árið. Alls voru frumsýndar 186 erlendar kvikmyndir, sem er tölu- vert minna en til dæmis á árinu 1985 þegar 229 myndir voru frum- sýndar. Á árunum 1987 og 1988 voru um 200 sýningar á íslenskum kvikmyndum, en tvö ár þar á und- an voru liðlega 600 sýningar á íslenskum myndum. 80% uppskerunnar bregst. Hjálp- arstofnun mun taka þátt í hjálpar- störfum þar. Sigríður segir stofnuninni oft berast veglegar gjafir og nefndi hún að á þessu ári hefur stofnun- inni tæmst arfur, ásamt öðrum líknarfélögum, frá Birni Björns- syni magister, sem lengi var kenn- ari við Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Hlaut Hjálparstofnun um tvær milljónir króna af þeim arfi. Þá lét Vilhjálmur Þorsteinsson, verkamaður hjá Reykjavíkurborg, eftir sig stóran arf til fjögurra líknarstofnana, þar á meðal Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, og komu um fjórar milljónir króna í hlut hverrar stofnunar. Sigríður Guð- mundsdóttir segir þessi framlög vera ómetanleg og styrkja starfið mikið. Árni Gunnarsson segir það vera til háborinnar skammar hve lítið stjórnvöld láta af hendi rakná til hjálparstarfs. Framlög ríkisins á næsta ári eiga samkvæmt fjárlög- um að nema um 0,062% af vergri þjóðarframleiðslu, en það er innan við tíundi hluti þess, sem Alþingi ályktaði árið 1985 að skyldi renna til þróunarmála og hjálparstarfs. í ályktuninni segir að 0,7% skuli renna til þessara mála af hálfu ríkisins. Árni segir þetta framlag varla gera meira en að bjarga samningsbundnum verkefnum fyrir horn. Hann segir þessa söfn- un skipta lang mestu máli í fjáröfl- un stofnunarinnar og alltaf hafi gengið vel að safna framlögum á aðventunni, jafnvel þó illa ári í þjóðfélaginu, þá sé engu líkara en fólk sé reiðubúið til að láta meira af hendi rakna. Nú er verið að dreifa gíróseðlum fyrir söfnunina „Brauð handa hungruðum heimi“ inn á öll heim- ili i landinu, ásamt með söfnunar- baukum. Framlögum er hægt að koma til skila í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum, til sóknarpresta og á skrifstofu Hjálparstofnunar kirkjunnar. Á Þorláksmessu verða kirkjur opnar klukkan 15-18 og tekið á móti söfnunarbaukum. Ofbeldi í Reykjavík Borgarráð: 4 til 6 lögreglumenn sinna mið- borginni að næturlagi um helgar TILLAGA um að taka upp við- ræður við lögreglu- og dórasyfir- völd um tafarlausar úrbætur vegna síendurtekinna ofbeldis- verka í miðborg Reykjavíkur var samþykkt í borgarráði í gær. í greinargerð Böðvars Bragason- ar Iögreglustjóra vegna fyrir- spurnar Elínar Olafsdóttur, Kvennalista, kemur fram að lög- reglumönnum hefur fækkað um tíu, úr 63 á vakt á fostudags- kvöldum árið 1988 í 53 á vakt árið 1989 og á laugardagskvöld- um einnig um tíu, úr 58 á vakt árið 1988 í 48 á vakt árið 1989. Þar af eru um fjórir til sex lög- reglumenn, sem sinna sérstak- lega miðborginni að næturlagi um helgar en til að mæta því ástandi, sem þar er, þyrfti að fjölga lögreglumönnum um 14 til 16. I greinargerð með tillögu Sigur- jóns Péturssonar, Alþýðubanda- lagi, um ofbeldisverk í miðborg Reykjavíkur segir að, tæplega líði sú helgi að ekki berist fréttir af líkamsárásum. „Þessar árásir verða síféllt hrottafengnari, og full ástæða er til að óttast að mjög alvarleg slys muni hljótast af, verði ekki gripið til ráðstafana, til að stöðva ofbeldismennina. Löggæsla er Iítil sem engin einmitt á þeim tímum, sem mest þörf er fyrir hana, og lögreglan lýsir því jafnvel yfir í fjölmiðlum að hún fari ekki um mestu hættusvæðin af ótta við ár- ásir. Borgaryfirvöld geta ekki sætt sig við það að lítiii hópur ofbeldis- manna haldi miðborginni í heljar- greipum, helgi' eftir helgi. Það er heldur ekki hægt að sætta sig við löggæslu, sem forðast að vera á þeim stöðum, sem hennar er þörf, af ótta um eigið öryggi. Borgaiyfir- völd ganga til þessara viðræðna við lögreglu- og dómsyfnvöld til að tryggja að þessari skálmöld ljúki, og þau munu einskis láta ófreystað til að svo megi verða sem fyrst.“ í svari lögreglustjóra kemur enn fremur fram, að þrátt fyrir fækkun lögregluþjóna hafi lögreglan í Reykjavík tekið yfir löggæslu á Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og í Kjósar- og Kjalameshreppi. Sýnt „Einstaklingar koma í vaxandi mæli til okkar með áverka eftir eggvopn, eða þá að þeir eru með áverka eftir flöskubrot. 35% af at- vikunum eiga sér stað klukkan tvö til fímm að morgni," sagði Gunnar Þór. Gunnar Þór sagði að 75% af þeim sem verða fyrir ofbeldi séu karlmenn. 40% af ofbeldisverkun- um eiga sér stað á skemmtistöðum eða fyrir utan þá. 25% þeirra sem koma á slysadeild eru konur. 40% af þeim verða fyrir ofbeldi í heima- húsum. 2000 sjúklingar komu á slysa- deildina 1988 vegna ofbeldisverka, eða að meðaltali sex sjúklingar á dag. „Við emm tilbúin að taka á móti þessum sjúklingum. Það hefur ekki íþyngt deildinni svo mikið á undanfömu í vaxandi öldu ofbeldis- verka. Þegar að er gáð þá eru flest hafi verið fram á að samdráttur á árinu 1988 hafi dregið alvarlega úr getu lögreglunnar og að fjölga þyrfti um 20 stöður á fjárlagaárinu 1990. í fjárlögunum væri hins veg- ar gert ráð fyrir að fjölga um fimm ný stöðugildi. Þá kemur fram að yfivinna hafi verið skorin niður um 71.000 greiddar stundir milli ár- anna 1987 til 1989 og er það vinnu- framlagekki undir 60 stöðugildum. ofbeldisverkin framin á litlu svæði í miðbæ Reykjavíkur, þar sem sjö til átta krár eru. Umferðin er gífur- leg um helgar í kringum þessa staði, en aftur er löggæslan ekki nægileg af sama skapi. Yngra fólk er byijað að vafra um miðbæinn. Átján ára unglingar fá kostninga- rétt og fá að gifta sig, en aftur á móti fá þau ekki að kaupa sér bjór- glas á krá fyrr en þau eru orðin tuttugu ára. Það veldur reiði og pirringi hjá þeim að fá ekki aðgang að kránum. Það er erfitt að segja hvers vegna þessi ofbeldisalda ríður yfir einmitt núna. Þó er ekki hægt að Ioka augunum fyrir því að meira- er um framboð á kvikmyndum og myndböndum um ofbeldi, en fyrir fimm til sex árum. Frá þessum myndum fær fólk fyrirmynd," sagði Gunnar Þór Jónsson. Yfir helmingur ofbeld- isverka er um helgar Yfir helmingur af ofbeldisverkum í Reykjavík er framinn um helgar og þá jafnt yfir árið. Flest. ofbeldisverkin eru framin á kvöld- in eða að nóttu. Dr. Gunnar Þór Jónsson, yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að 62% þeirra sem verða fyrir ofbeldi séu á aldurinum 15-29 ára. Engar tölulegar upplýsing- ar til um afbrot hér á landi HILDIGUNNUR Ólafsdóttir afbrotafræðingur segist hafa efasemdir um að ofbeldisverkum hafi fjölgað hér á landi. Hins vegar eru eng- ar tölfræðilegar upplýsingar til á íslandi um afbrot og því segir hún að engin Ieið sé að sjá hvort um er að ræða aukningu eða fækkun afbrota. Hildigunnur sagði að á hagstof- um annarra landa væru til tölfræði- legar upplýsingar um allar kærur, svo hægt er að bera saman allar breytingar á milli ára. Hér væru kærur hins vegar ekki skráðar að öðru leiti en því að gerð er lögreglu- skýrsla. Til þess að fá tölulegar upplýsingar um afbrot hér á landi þyrfti því að fletta í gegnum allar lögregluskýrslur um kærur. Þess vegna væri mjög erfitt að fullyrða nokkuð um hvort breytingar hefðu orðið á tíðni eða eðli ofbeldisverka hér á landi. Hún sagði að oft hefði komið til tals að safna saman þessum upp- lýsingum en það hefði hins vegar ekki verið framkvæmt. Kominn tími til að auka öryggi leigubiíreiðastj óra -segir Ingólfur M. Ingólfsson formaður Frama UNDANFARIN tvö ár hefiir verið í athugun hjá Frama, félagi leigu- bifreið;istjóra, hvað gera megi til að auka öryggi bifreiðastjóra. Að sögn Ingólfs M. Ingólfssonar formanns félagsins hefur enn ekki verið ákveðið hvað verður gert, en menn gera sér grein fyrir að tími er kominn til að gera eitthvað í þessum málum því alltaf verða leigubifreiðastjórar fyrir árásum af og til. I öðrum löndum eru ýmsar að- hefur þann kost að sá sem er inni ferðir notaðar til þess að auka ör- yggi leigubifreiðastjóra. Ingólfur segir að í Svíþjóð sé þeim bannað að vera með mikla peninga á sér og veit almenningur það. Ingólfur sagði að hér á landi væru leigubif- reiðasljórar hættir að hafa mikla peninga með sér og ættu því erfið- ara með að skipta ávísunum fyrir farþega. Farþegar yrðu að skilja að þetta gerðu bifreiðastjórarnir einungis af öryggisástæðum. í Bandaríkjunum er venjan að láta taxa-merkið blikka til að gefa til kynna að eitthvað sé að. Þetta í bílnum sér ekki ef ljósið blikkar. En það sem hefur gefið besta raun er að setja hnapp í bílinn sem bílstjórinn nær auðveldlega að ýta á, en er ekki aðgengilegur fyrir aðra í bílnum. Þegar ýtt er á hnapp- inn blika öll ljós, flautan fer í gang og einnig sírena sem komið er fyr- ir undir vélarhlífinni. Til þess að auka öryggið enn frekar kemur merki inn á talstöðina þegar ýtt er á hnappinn þannig að hægt er að miða bílinn út ef svo vildi til að hann væri ekki í alfaraleið. Taldi Ingólfur líklegt að sá sem ráðist hefur á bílstjórann forði sér. Auk þess ætti það ekki að fara framhjá neinum sem er í nágrenninu að þarna er eitthvað um að vera. Hann sagði að samkennd væri mikil meðal leigubifreiðastjóra. Ef þeir lentu í vandræðum, en kæ- must í talstöðina, væru aðrir bif- reiðastjórar komnir á vettvang á augabragði og Iétu það ekki aftra sér þótt þeir væru með farþega í bílnum. „Við höfum rætt þessi mál í stjórn Frama því allir sjá í hvað stefnir. Það er ekkert launungamál að hér gengur um götur og torg fullt af fólki sem er að leita sér að peningum fyrir fíkniefnum. Það er eins og menn vilji ekki trúa þessu og engar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Ingólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.