Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 Misþyrmingar eftir Ólaf Ólafsson Hr. ritstjóri. Vegna greinar í blaði yðar þann 26. nóvember 1989, um „Hvað kenn- ir ofbeldið á skjánum," vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Á 5. Landsfundi um slysavarnir kom það fram, að slysum af völdum ofbeldis í Reykjavík hefur fjölgað verulega allra síðustu árin. Af viðtölum við starfsfólk á slysa- deild Borgarspítalans og lögreglu er ljóst að ofbeldi virðist einnig hafa breytt um svip. Vissulega leita menn aðstoðar sem áður vegna afleiðinga „hefðbundinna" slagsmála, en nú gerist það æ oftar að ráðist er á fólk, án ails tilefnis, af ókunnum ungum mönnum og því misþyrmt — sparkað í höfuð og viðkvæm líffæri fallinna fómarlamba. Á helgamótt- um er ekki óalgengt að 2-3 slasaðir einstaklingar, sem hefur verið mis- þyrmt, stundum lífshættulega, eru færðir til slysadeildar Borgarspítal- ans af þeim sökum. Eina nóttina var komið með þijá alvarlega slasaða einstaklinga á slysadeildina en öllum hafði verið misþyrmt af þremur ókunnum ung- um piltum er voru í herleiðangri á götum úti. Nú er svo komið að marg- ir geta nefnt dæmi úr nánasta hóp um eínhvern, sem hefur verið mis- þyrmt á þennan hátt. Hvað veldur þessari óáran? Vaxandi órói í þjóðfélaginu vegna bytjandi atvinnuleysis? Aukin vímu- efnaneysia? Samskiptaleysi unglinga og fullorðinna, sinnuleysi foreldra, leiði eða þroskaleysi? Á fyrmefndum Landsfundi um slysavarnir á dögun- um kom fram, að 11 af 15 ungling- um, sem framið höfðu ofbeldisverk og voru skjóistæðingar félagsmála- stofnana, höfðu alist upp við hinar verstu uppeldisaðstæður og því m.a. tilfinningalega vanþroska. Sum þessara ungmenna fá dóm og koma þá gjaman til geðrannsóknar. Geð- læknar segja má að þegar spurt er um orsök árásanna sé svarið oft „þurfti að fá útrás fyrir gremju og spennu,“ þ.e. sjúkleg útrás fyrir vanlíðan. Alloftast er þetta fólk und- ir vímuefnaáhrifum. Án efa koma hér til margar sam- verkandi ástæður. Óneitanlega fellur einnig verulegur granur á áhrif mik- ils flóðs myndbanda-, kvikmynda- og sjónvarpsefnis um ofbeldi og misþyrmingar, sem sýndar era oft á „besta“ tíma. Margar þessara mynda eru eingöngu velgerð „náms- efni“ í misþyrmingum. Vitað er um dæmi þess að ungl- ingar hér á landi hafa endurspilað misþyrmingasenur myndbanda marg oft til þess að sjá gerla hvern- ig farið var að. Þarf fullmótaða og sterka skapgerð til að þola slíkar „fyrirmyndir"? Ofbeldi vakið af kvikmyndum og sjónvarpi? Sífellt er rökrætt um áhrif sjón- varps og kvikmynda á ofbeldi og árásarhneigð. Allmargar kannanir hafa verið gerðar, en flestar á rann- sóknastofu, og fáar einar hafa beinst sérstaklega að áhrifum ofbeldis í sjónvarpi utan rannsóknastofnana. Það má því vera ljóst að ályktanir verður að draga af miklu minna rannsóknarefni en almennt mun vera álitið. í Bandaríkjunum er getið um 58 tilfelli um ofbeldi á árunum 1970- 1983, sem innblásin vora af kvik- myndum, fórnarlömbin vora 83, flest karlmenn og vopnin skambyssur. Þá má benda sérstaklega á eina kvikmynd, Dádýraveiðar (atriði með rússneskri rúllettu) (Wilson W. et.al. 1983). Fjórum dögum eftir að kvik- myndin „Fæddur saklaus" var sýnd í sjónvarpi réðust þijár ungiings- stúlkur á níu ára gamla stúlku á strönd Kalifomíu. Að því er virtist reyndu stúlkumar að líkja eftir at- riði úr kvikmyndinni með því að nota flösku til þess að nauðga fórn- arlambinu. Ein súlkan skýrði frá því, að meðan á nauðguninni stóð hafi drengur, kunningi hennar, kali- að: „Heyrið þið, erað þið að apa eft- ir því sem gerðist í kvikmyndinni?" Ung móðir stakk fjögurra ára dóttur sína til bana og skar síðan úr henni hjartað, af því að bamið var „illur andi“. Sjö dögum áður hafði móðirin horft á kvikmyndina The Exorcist og The Exorcist II. Ungur maður særði nágranna sinn hættulega með skambyssu, eft- ir að hann hafði horft á Bill Graham í sjónvarpinu. Hann ætlaði að refsa nágrannanum fyrir syndir sínar. Kennslu- og fræðsluefni í rækilegri könnun á heimildum komast 15 rannsakendur (læknar, sálfræðingar og félagsfræðingar) að þeirri niðurstöðu, að það sé „skað- legt að horfa á ofbeldi í sjónvarpi". Meginmáli skiptir, hve oft sjónvarp veldur ofbeldishegðun og á bveijum það bitnar. Kannanir við eðlilegar aðstæður leiða í ljós að „þeir sem era mjög árásargjarnir verði rólegri á eftir, en þeir sem era lítt árásargjarnir verða árásargjarnari eftir að hafa horft á ofbeldiskvikmynd í sjón- varpi“. (Friedrich L.K. et.al. 1979.) Fátt styður þá tilgátu að mjög árásargjarnir einstaklingar séu sér- staklega næmir fyrir áhrifum af of- beldiskvikmyndum. í heild era því niðurstöður þessara rannsókna nokkuð ósamhljóða. Ólafiir Ólafsson „Rannsóknir hafa sýnt að drengir, sem horfa oft á ofbeldismyndir í sjónvarpi, hneigjast fremur til ofbeldisverka heldur en þeir, sem horfa sjaldan á slíkar myndir.“ Samanburðarrannsóknir Rannsóknir hafa sýnt að drengir, sem horfa oft á ofbeldismyndir í sjónvarpi, hneigjast fremur til of- beldisverka heldur en þeir, sem horfa sjaldan á slíkar myndir. (Freedman survey 1984.) í samræmdum rannsóknum, sem gerðar voru í Bandaríkjunum, Finn- landi, Póllandi og Ástralíu, var sam- bandið á milli þess að horfa á of- beldismyndir í sjónvarpi og árásar- hneigðar nemenda í fyrsta til fimmta bekk greinilegt i Bandaríkjunum, eða frá 0,16 hjá drengjum í fýrsta bekk tii 0,30 meðal stúlkna í fimmta bekk. í öllum bekkjunum var sam- hengið greinilegra hjá stúlkum en drengjum. I hinum löndunum þrem- ur var samhengið óljósara (Freed- man survey 1984). Þó að niðurstöð- urnar hafí ekki verið algerlega sam- hljóða, virðist ljóst að börnum og unglingum, sem horfa oftar á of- beldismyndir í sjónvarpi eða kjósa sér fremur slíkar myndir, hættir til að vera árásargjarnari. Engu að síður virðast rannsóknir ekki sanna að varanlegt samband sé milli sjón- varpsdagskrár og árásarhneigðar (aukin árásarhneigð síðar). En and- lega eða tilfinningalega skertur áhorfandi getur orðið fyrir áhrifum af ofbeldismynd. Þegar athuguð era áhrif tveggja þátta, getur fundist tölfræðilegt samband milli þeirra, t.d. ofbeldis- og árásarhneigðar, þó að þriðji þátturinn sé orsökin. Niðurstöður Víst hefur ofbeldi átt sér stað frá alda öðli, ekki síst á heimilum og má sjáífsagt vitna allt aftur í Njálu því til stuðnings, en vonandi hefur okkur miðað eitthvað á leið! Telja má upp ýmsar hugsanlegar samverkandi orsakir ofbeldis, sem lengi hafa fyrirfundist í þjóðfélaginu, þ.e. slæmar uppeldisaðstæður, vímu- efnaneysla (áfengi eða fíkniefni), órói í þjóðfélaginu o.fl. En hvað er nýtt? Nú berast tíðar fregnir um mis- kunnarlausar misþyrmingar á fólki á götum úti. Þeir er þarna standa að verki fara oft saman í hóp. Of- beldi hefur breytt um mynd. Hver er orsökin? Því er erfitt að svara. Oneitanlega beinast augu okkar m.a. að ofbeldismyndum sem marg- ar hveijar eru frábært námsefni í misþyrmingum. Við foreldrar verð- um að bregðast við þessum vanda með betra eftirliti, upplýsingum og aðhaldi, sömuleiðis skóía- og heil- brigðisyfirvöld og ljósfjölmiðlar. Efla þarf lögregluna til þess að halda uppi lögum og reglum á götum úti. Þeir sem haldnir era ofbeldis- hneigð mega ekki fá að hasla sér völl, heldur ber að veita þeim öflugt aðhald og hjálp. Heimildir fengust m.a. úr bókasafni Alþjóðaheilbrigðismálastofiiunar- innar í Kaupmannahöfn 1985. Höfundur er landlæknir. þetta öðravísi, ég gef það sem ég hef. Þegar ég hugsa um guð, þá verður hjarta mitt svo fullt af gleði, að tónamir renna frá mér eins og þráður úr spólu. Og þar sem Guð hefur nú gefið mér svona glaðlegt hjarta, á hann vafalaust eftir að fyrirgefa mér að ég þjóni honum svona glaðlega". Einsöngvararnir Finnska söngkonan Soile Iso- koski er enn eitt nýstirni Finna í sviði tónlistarinnar. Hún nam söng ^ við Sibeliusar-akademíuna og köm fyrst fram á tónleikum í Helsinki 1986. Síðan hefur hún tekið þátt í nokkrum söngkeppnum og unnið þar til verðlauna, m.a. í BBC- söngvakeppninni „Singer of the World", þar sem hún yann til ann- arra verðlauna. Hún hefur síðan starfað í Amsterdam, Gautaborg og Lundúnum. Guðbjörn Guðbjörnsson var kominn vel á þrítugsaldurinn, þeg- ar hann varð við áskoran Sigurður Dementz Franzsonar að helga sig sönglistinni eftir eins árs nám í Söngskólanum undir handleiðslu Magnúsar Jónssonar. Hann lauk burtfararprófi frá Nýja tónlistar- skólanum vorið 1987 og var við söngnám hjá einkakennara í Þýskalandi þar til í vor að hann gerði námssamning við Óperuna í Zúrich í Sviss. Á námsferli sínum hefur Guðbjöm sungið víða, hér heima og erlendis m.a. við upp- færslu Messiasar eftir Hándel með félögum úr útvarpshljómsveit Berlínarborgar. Viðar Gunnarsson stundaði söngnám við Söngskólann hjá Garðari Cortez á áranum 1978-81. Hann hélt síðan til framhaldsnáms í Stokkhólmi. Hann hefur haldið fjölda tónleika í Svíþjóð og hér heima og sungið ýmis óperahlut- verk í Þjóðleikhúsinu. Einnig söng hann við Kammeróperuna í Vínar- borg í Töfraflautunni eftir Mozart. Höfundur er upplýsingnfulltrúi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sinfóníuhljómsveitin og Langholtskórinn á 7. áskriftartónleikum: SKÖPUNIN EFTIR HAYDN eftir Rafh Jónsson SKÖPUNIN eftir Haydn verður verkefhi Sinfóníuhljómsveitar Islands á áskriftartónleikunum í Háskólabíói á fimmtudaginn nk., 7. desember, og hefjast þeir klukkan 20.30. Áuk hljómsveit- arinnar taka einsöngvaramir Soile Isokoski frá Finnlandi, Guðbjöm Guðbjömsson og Við- ar Gunnarsson, ásamt Lang- holtskórnum, þátt í flutningi á þessum óði til Guðs og sköpun- arverks hans. Hljómsveitarsljóri verður Petri Sakari, aðalhljóm- sveitarstjóri, og kórstjóri er Jón Stefánsson. Sköpunin hefur þrisvar áður verið flutt hérlendis, fyrst í des- ember 1939, fyrir hálfri öld, því næst 1973 og síðast 1979. Sköpunin og Haydn Sköpunin var framflutt í Vínar- borg 29. apríl, 1798 í höll Schwarz- enbergs. Móttökurnar vora stór- fenglegar og endurflytja varð verkið þrisvar sinnum. Þetta ein- falda en um leið hrífandi verk end- urspeglar á aðdáunarverðan hátt trúfestu tónskáldsins; „Aldrei var ég jafn guðhræddur eins og meðan ég skrifaði þetta verk,“ segir Ha- ydn. „á hveijum degi kraup ég á kné og bað Guð að styrkja mig, svo mér tækist að ljúka verkinu." Haydn 'sagði um framflutning verksins; „Mér var annað hvort ískalt eða sjóðandi heitt. Oftar en einu sinni óttaðist ég að ég fengi hjartaáfall.“ í efnisskrá að flutningi Sköpun- arinnar, er verkið var framflutt hér á landi 18. desember 1939 af Hljómsveit Reykjavíkur og blön- Viðar Gunnarsson þriðja kaflans. Og það varð ljós, er geislað með yfimáttúrulegum krafti moll-dúr breytingarinnar, mettaður strengjakliður merlar mánann og lokakór fyrsta kaflans „Himnamir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa" sýnir vel hve Haydn var gagntekinn af hinni leyndar- dómsfuilu dýrð sköpunarverksins. Náttúralýsingarnar og mál fugl- anna og dýranna votta um kímnig- áfu sem orkar á áheyrendurna. Öskur ljónsins heyrist í kontrafag- otti og básúnum heldur hressilega, tígrisdýrið urrar og jafnvel ormur- inn hefur sitt mál. En raddir vors- ins og kærleiksríkt hugarþel mannlegs bræðralags er sú uppi- staða, sem allt verkið er ofið úr.“ Jósef Haydn fæddist 1732 í Austurríki, einn tólf systkina. Þótt foreldrar bans væra ekki skóla- Guðbjörn Guðbjörnsson gengnir tónlistarmenn, var mikil tónlist stunduð á heimili hans. Hann fékk því frá blautu barns- beini tilsögn í söng og hljóðfæra- leik og söng um skeið í Vínar- drengjakómum. Þegar röddin sveik hann dró hann fram lífið með kennslu og undirleikarastörf- um. Hamingjuhjól Haydns byijaði fyrst að snúast hratt, þegar hann gekk í þjónustu Ezterhazys-fursta- fjölskyldunnar árið 1761.1790 var hann leystur frá störfum hjá fjöl- skyldunni er greifinn lést. I fram- haldi af því hélt hann til Eng- lands, þar sem hann dvaldi í þijú ár. Sköpunina skrifaði Haydn á ár- unum 1797 og 1798, Hann var ásakaður um, að kirkjuleg tónverk hans væra of glaðleg en hann hafði svör á reiðum höndum: „Ég veit ekki hvemig ég ætti að geta Soile Isokoski duðum kór tónlistarfélagsins og „Kátir félagar" undir stjóm Páls Isólfssonar, segir m.a. um verkið: „Byggingarlag verksins fylgir hefðbundnum hætti. Því er skipt í framsagnarkafla með einföldum eða skreyttum undirleik, kórkafia og aríur, sem ýmist fylgja ítalskri fyrirmynd eða eru forboði nýrrar stefnu í sönglagagerð. Hijómset- ingin og hljóðfæraíærzian er bæði hugmyndarík og snjöll. Hinn alls- lausi einmanaleiki hins rótlausa upphafs er ekki aðeins heillandi vegna hinna nýstárlegu hljóma, heldur engu að síður vegna hljóð- færaskipunarinnar. Klarinetta geysist gegnum tómið og grár hljómur tréblásturshljóðfæranna iýsir snúningi jarðarinnar í þoku- hjúpi sínum. Hina yfirnáttúrulégu fegurð hinnar fyrstu sólarupp- komu túlka þijár flautur í upphafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.