Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 279. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Fyrrum ráðamenn Austur-Þýskalands settir í stofiifangelsi: Sovétmenn hafna áætlun um sameiningu Þýskalands Allir yfírmenn öryggislögreglunnar segja af sér vegna harðrar gagnrýni Framlágir austur-þýskir öryggislögreglumenn sitja aðgerðarlausir meðan óbreyttir borgarar og Ijós- myndarar snúa öllu við í höfuðstöðvum lögreglunn- ar í Leipzig í fyrrakvöld. Stjórnarandstæðingar lögðu bygginguna undir sig er þeir leituðu að skjöl- um er staðfesta eiga spill- ingu helstu leiðtoga lands- ins og embættismanna. Austur-Berlín. Reuter. EDÚARD'Shevardnadze hafnaði í gær alfarið áætlun Helmuts Kohls kanslara Vestur-Þýskalands sem lögð var firam fyrir viku um samein- ingu þýsku ríkjanna. Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra kom til Moskvu í gær til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Að loknum þriggja klukkustunda fimdi sagði Shevardnadze að sumir liðir sameiningar- hugmynda Kohls væru íhlutun í innanríkismál Austur-Þýskalands. Sovéska fréttastofan Tass hafði eftir Shevardnadze að sameining- aráætlunin myndi auka óróann í Mið-Evrópu nú þegar stöðugleika væri þörf. Haft er eftir ráðherranum að krafa Kohls um að gerðar yrðu óafturkræfar breytingar á efnahags- og stjórnkerfi Austur-Þýskalands, þar sem völdin yrðu tekin af komm- únistaflokknum jafngiitu því að kanslarinn væri að gefa fyrirskipan- ir um innanríkismál annars ríkis. Atburðarásin er nú hröð í Austur- Þýskalandi. Tilkynnt var í gær að ýmsir fyrrum ráðamenn landsins fengju ekki að yfirgefa glæsileg híbýli sín í Wandlitz-hverfi í Austur- Berlín af ótta við að þeir flýðu ella land. Meðal þeirra sem þannig er haldið í hálfgerðu stofufangelsi eru Erich Honecker, æðsti leiðtogi lands- ins í 18 ár, Giinter Mittag, fyrrum æðsti yfirmaður efnahagsmála, og Joachim Herrmann, sem stjórnaði áróðursmálum. Gunter Wendland, ríkissaksóknari Austur-Þýskalands, sagði af sér í gær vegna ásakana um að hann hefði ekki tekið spillingu valdhafa nógu föstum tökum. Frásagnir af óhófi og spillingu ráðamanna lands- ins hafa dunið yfir undanfarnar tvær vikur og þótti almenningi ríkissak- sóknarinn bregðast hægt við frétt- unum. Var honum meðal annars kennt um að Alexander Schalk- Golodkowski sem áður fór með ut- anríkisviðskiptamál skyldi sleppa úr landi. Allir yfirmenn austur-þýsku ör- yggislögreglunnar sögðu af sér í gær vegna harðrar gagnrýni fyrir að láta undir höfuð leggjast að grafa upp spillingu, eins og austur-þýska fréttastofan ADN orðaði það. Her- deildir verkamanna voru einnig lagð- ar niður í gær en þar var um nokk- urs konar einkaher kommúnista- flokksins að ræða. Að sögn Reuters- fréttastofunnar fer miðstjórnarvald nú óðum þverrandi í Austur-Þýska- landi svo nálgast stjórnleysi. Wolfgang Vogel, kunnasti lög- maður Austur-Þýskalands, var handtekinn í gær sakaður um mútu- þægni. Vogel var náinn samstarfs- maður Honeckers og átti oft ríkan þátt í samningum milli austurs og . vesturs um skipti á leyniþjónustu- mönnum. Höfðað hefur verið mál á hendur 114 fyrrum háttsettum embættis- mönnum fyrir valdníðslu og spill- ingu. Fyrirtækjum í eigu kommún- istaflokksins sem tóku áttu í gjald- eyrisviðskiptum hefur verið lokað á meðan rannsókn fer fram og banka- reikningum fyrrum flokksleiðtoga hefur verið lokað. Utanríkisvið- skiptadeild flokksins er nú líkt við mafíu. í Leipzig og víðar í landinu aðstoðar almenningur yfirvöld við að fara yfir leyniskýrslur öryggislög- reglunnar. Hugmyndir eru uppi um að stofna borgararáð víðs vegar um landið til að sjá um rannsókn á fjör- utíu ára valdatíð kommúnista. Neyð- arnefnd sú sem falin var stjórn landsins á sunnudag eftir að öll for- ystan sagði af sér hefur mælst til þess að almenningur sýni sjálfstjórn í „nornaveiðunum" ella væri „skrílræði" á ferð. Tilkynnt var í gær að Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands héldi til Austur-Berlínar 19. desem- ber nk. til viðræðna við Hans Reuter Modrow forsætisráðherra landsins. Vestur-þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að stofna sjóð til að auðvelda Aust- ur-Þjóðveijum ferðalög ög innkaup í Vestur-Þýskalandi. í staðinn er aflétt öllum hömlum á ferðum-Vest- ur-Þjóðveija til Austur-Þýskalands og þurfa þeir nú t.d. ekki að skipta 25 vestur-þýskum mörkum í aust- ur-þýsk í hvert skipti sem farið er austur yfir landamærin. Tékkóslóvakía: Kommúnistar í minni- hluta í liéraðsstjórn Prag. Reuter. LEIÐTOGAR kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu féllust í gær á kröf- ur Borgaravettvangs, samtaka tékkneskra umbótasinna, um að fúlltrúar flokksins yrðu í minnihluta í héraðsstjórn tékkneska hluta landsins. Er litið á það sem mikinn sigur fyrir samtökin. Reuter Tékkneskir stúdentar mótmæla við forsætisráðuneytið í Prag. I for- grunni sést hluti þriggja inetra hás múrs sem þeir reistu umhverfis bygginguna úr þúsundum pappakassa. Frantisek Pitra verður áfram- forsætisráðherra í héraðsstjórninni og sjö flokksmenn til viðbótar eiga þar sæti. Níu manna meirihluta stjómarinnar mynda hins vegar fimm óháðir ráðherrar, tveir úr Sósíalistaflokknum og tveir úr Þjóðarflokknum. Umbótasinnar hafa einnig kraf- ist þess að kommúnistum verði fækkað í ríkisstjórn Ladislavs Ad- amecs, forsætisráðherra Tékkósló- vakíu. Hefur honum verið veittur frestur fram að helgi til að verða við kröfum þeirra ellegar verður efnt til allsheijarverkfalls í landinu næstkomandi mánudag. Tugþúsundir stúdenta efndu til mótmæla í miðborg Prag í gær og kröfðust breytinga á stjórn Ad- amecs. Reistu þeir þriggja metra háan múr úr þúsundum pappa- kassa umhverfis forsætisráðuneyt- ið og sögðu stjórn Adamecs best geymda bak við múra sem enginn kæmist yfir nema fuglinn fljúgandi því hún ætti engan hljómgrunn hjá almenningi. Helstu leiðtogar Borgaravett- vangs með skáldið Vaclav Havel í broddi fylkingar áttu nær klukku- stundar fund með Adamec í gær. Neituðu þeir að ræða við blaða- menn en gáfu til kynna að hart hefði verið deilt. Hermdu heimildir að Adamec hefði boðið þeim svo- nefnda „pólska“ lausn á deilunni um stjórn landsins, þ.e. að komm- únistaflokkurinn héldi embætti forseta en stjóriTarandstaðan fengi forsætisráðherra í nýrri stjórn. Hefði hann gefið Vaclav og félög- um frest til dagsins í dag að svara tilboðinu. Sátu þeir á neyðarfundi í gærkvöldi þar sem ijallað var um það. Adamec skipaði nýja stjórn sl. sunnudag og setti hann kommún- ista yfir 16 ráðuneyti af 21. Mikil óánægja braust út þar sem hann dreifði völdum ekki meira og efndi stjórnarandstaðan til fjölmennra mótmæla um land allt í gær og fyrradag. Thateher hlaut 314 at- kvæðiaf374 London. Reuter. MARGARET Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, vann yfir- burðasigur á Sir AnthonyMeyer í leiðtogakjöri breska Ihalds- flokksins í gærkvöldi. Sagðist hún fagna eindregnum stuðn- ingi sem hún sagði úrslitin sýna. Ýmsir flokksmenn sögðu þau tæpast nógu afgerandi og útilok- uðu ekki að þau yrðu til þess að hún fengi alvöru mótfram- bjóðanda síðar. Thateher hlaut atkvæði 314 þingmanna af 374 en Sir Anthony 33. Fjarverandi voru 24 þingmenn og þrír skiluðu auðu. Ýmsir flokks- leiðtogar töldu að telja yrði þessi 27 atkvæði gegn Thatcher. Úrslitin þykja ekki nógu afgerandi fyrir hana og hlaut hún færri atkvæði en helstu stuðningsmenn hennar höfðu vonast til að féllu henni í skaut. Ekki hefur áður komið framboð gegn henni frá því hún tók við leiðtogastarfi af Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra, 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.