Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 íslenzkt varðskip til Norfolk Flytur Kolfínnu Baldvinsdóttur, drottningn NATO-hátíðarinnar Flórída. Frá Atla Steinarssyni fréttaritara Morgunblaðsins. ISLENZKT varðskip siglir til Bandaríkjanna í vor og tekur þar m.a. þátt í árlegri menningarhátíð aðildarríkja Atiantshafsbandalagsins. Isiand verður í öndvegi meðal NATO-þjóðanna á þessari hátíð, en sá heiður er veittur þjóðum til skiptis. Hápunktur hátíðarinnar er geysi- mikil skrúðganga, þar sem „prinsessur“ þjóðanna sitja í fagurlega skreyttum vögnum og síðastur fer vagn drottningarinnar, sem að þessu sinni verður Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir Bryndísar Schram og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Sú hefð hefur skapast, að drottn- ing hátíðarinnar hveiju sinrii, sigli inn Chesapeak-flóann til Norfolk í stafni herskips síns lands, og það verður hlutverk islenzka varðskips- ins að flytja Kolfinnu, drottningu hátíðarinnar, þessa leið. Þessi hefð verður því ekki rofin, né heldur sú að dóttir háttsetts embættismanns viðkomandi þjóðar sé í hásæti, því í hlutverki drottninga hafa verið dætur forseta, ráðherra eða sendi- herra. Auk þessa verkefnis mun áhöfn varðskipsins heimsækja bandarísku strandgæzluna og áhöfnin taka þar þátt i einhveijum æfingum. Hátíð Atlantshafsbandalagsríkj- anna í Norfolk í apríl á hveiju vori er mikil menningarhátíð, og er kast- ljósinu fyrst og fremst beint að þeirri VEÐUR þjóð, sem er í öndvegi meðal þjóð- anna hveiju sinni. Þetta verður því íslenzk hátíð. Þangað kemur Kór Oldutúnsskóla, en hann skipa 30 ungtingar sem syngja undir stjórn Egils Friðleifssonar. Efnt verður til sýningar á íslenskri myndlist og verða sýnd 30 listaverk sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Einnig verður efnt til tízkusýningar á íslenzkum fatnaði. Nefndin sem skipuleggur þátt ís- lands í menningarhátíðinni er einnig að reyna að fá Jón Pál Sigmarsson til að vera skrúðgöngustjóra og fara fyrir hinni miklu skrúðgöngu sem sterkasti maður heims. Bæði kórinn og tízkusýningin munu fara víðar um en aðeins til Norfolk, og syngur kórinn m.a. í Baltimore. íslendingafélagið í Hampton Roads í Virginíu undir forystu Stellu Sigeirsdóttur Seifert hefur árum saman axlað þunga byrði í sam- bandi við þessa hátíð. Nú koma fleiri aðilar til, m.a. íslenzk stjórnvöld. Sjö manna nefnd undir forsæti Stefáns Stefánssonar sendiráðsfulltrúa hefur undirbúið þátt íslands í hátíðinni nú og Verzlunarráð Norfolk-borgar styrkir verulega ferð Öldutúnskórs- ins til hátíðarinnar. Margir aðrir aðilar veita gott liðsinni. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Höfúndar bókanna 10, sem tilnefningu hlutu í afmælisfagnaðinum i gærkvöldi. íslensku bókmenntaverðlaunin: Tíu athyglisverðustu bækurnar tilneftidar TILKYNNT var á 100 ára af- mælisfagnaði Félags íslenskra bókaútgefenda á Hótel Sögu í VEÐURHORFUR I DAG, 6. DESEMBER. YFIRLIT í GÆR: Vestan- og suðvestanátt um allt land. Hvasst og jafnvel stcirmur á annesjum norðanlands en annars staðar mun hægara. Á Suðvestur- og Vesturlandi er súld og þoka og skúrir viða norðanlands en léttskýjað á Austur- og Suðausturlandi. Hiti 4-16 stig. SPÁ: Sunnan- og suðvestan gola og kaldi og þokusúld suðvestan- lands en hæg breytileg átt og skýjað með köflum norðanlands og austan. Áfram hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðvestlæg átt í landinu. Skýjað og súld og rigning með köflum sunnanlands og vestan en léttskýjað á Noröur- og Austurlandi. Hætt við nætur- frosti norðaustanlands en annars milt áfram. TÁKN: Heiðskírt / Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil f|öður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r # r * Slydda r * r * * * • * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka rzr Þokumóða ’Súld OO Mistur —Skafrenningur P<^ Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hhi veður Akureyri 10 skýjað Reykjavík 8 rigning Bergen 1 súld Helsinki +5 heiðskirt Kaupmannah. 4 skýjað Narssarssuaq 10 skýjað Nuuk 2 hálfskýjað Ostó +2 skýjað Stokkhólmur +1 léttskýjað Þórshöfn 7 alskýjað Algarve 17 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Barcelona 14 léttskýjað Berlín 3 skýjað Chicago +2 alskýjað Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 3 þokumóða Glasgow 1 þokuruðningur Hamborg 1 þoka Las Palmas 25 alskýjað London 9 místur Los Angeles 11 heiðsktrt Lúxemborg 4 skýjað Madrld 9 rigning Malaga 16 rigning Mallorca 16 skýjað Montreal +19 léttskýjað New York +4 léttskýjað Orlando 4 léttskýjað Pprís 4 þokumóða Róm 10 rigning Vín 3 mistur Washlngton 1 alskýjað Winnipeg +2 snjókoma gærkvöld hvaða 10 bækur hefðu verið valdar athyglisverðustu bækur ársins en ein þeirra mun hljóta íslensku bókmenntaverð- launin sem veitt verða í fyrsta skipti í byrjun næsta árs. Lið- lega 50 bækur voru tilnefndar til verðlaunanna. Bækumar 10 eru þessar: Ég heiti ísbjörg, ég er ljón, eftir Vigdísi Grímsdóttur, Fransí biskví, eftir Elínu Pálmadóttur, Fyrir- heitna landið, eftir Einar Kárason, Götuvísa gyðingsins, eftir Einar Heimisson, • íslenzk orðsifjabók, eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, Náttvíg, eftir Thor Vilhjálmsson, Nú eru aðrir tímar, eftir Ingi- björgu Haraldsdóttur, Snorri á Húsafelli, eftir Þórunni Valdi- marsdóttur, Undir eldfjalli, eftir Svövu Jakobsdóttur og Yfir heiðan morgun, eftir Stefán Hörð Grímsson. Tíu manna dómnefnd valdi þessar 10 bækur sem þær athygl- isverðustu úr hópi hinna sem til- nefndar voru. Sú bók sem verð- launin hlýtur verður valin af dóm- nefnd fimm manna og með at- kvæðum almennings. íslensk fyrirtæki í Kenya: Ráðgj afar fy r irtæki undirbýr rafvæðingn RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ Path á íslandi hf. hefúr tekið að sér könnun á rafvæðingu fyrir raftnagnsveitur rikisins í Kenya. Fyrir- tækið varð hlutskarpast í útboði á verkefninu og hefúr verið undir- ritaður samningur um fyrsta hluta verksins. Þessum verkþætti á að ljúka á tæpum þremur mánuðum. Hann felst í rannsóknum og könnun á ýmsum vandamálum við dreifbýl- israfvæðingu í Kenya. í síðari hluta verkefnisins, sem ekki hefur verið samið um, hefur Path hf. tilgreint Rafmagnsveitur ríkisins og Virki-Orkint hf. sem undirverk- taka. Þróunarsamvinnustofnun Kanada fjármagnar verkið. Path á íslandi er rúmlega eins árs. Ingi Þorsteinsson aðalræðis- maður Islands í Kenya er stjórnar- formaður. Annar íslendingur, Gestur Gíslason jarðfræðingur, vinnur við fyrirtækið. Fyrirtækið er með ráðgjafaskrifstofur í Na- irobi í Kenya og Dar es Salaam í Tanzaníu. Path hf. og Virkir- Orkint hf. vinna í sameiningu að tveimur verkefnum við forkönnun á notkun lághitajarðgufu í Kenya. Suðureyri: Starfsemi hafíní Freyju VINNA hófst í fisknyöls- verksmiðju Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri í gærmorgun í kjölfar þess að sýslumaður rauf innsigli af fasteignum fyrirtækisins í fyrradag. Togari fyrirtækisins, Elín Þörbjarnardóttir, kom til hafn- ar um hádegisbilið í gær og var landað úr honum 50 tonn- um. Vinnsla hefst í frystihús- inu í dag og býst Rannver Eðvarðsson, skrifstofustjóri Freyju, við að 40 manns fáist til vinnu í vinnslusal. Þjóðleikhúsið: Starfsfólk- ið í launa- laust leyfi SAMKOMULAG hefúr verið gert við nokkuð stóran hóp starfsfólks Þjóðleikhússins og Þjóðleikhúskjallarans um að það taki sér launalaust leyfi írá 1. mars þar til endurbótum á húsinu er lokið, en ennþá hefúr það ekki verið tímasett hvenær það verður. Um er að ræða yfir 60 manns, sem flestir hefa verið í tímavinnu í húsinu, við dyravörslu, afgreiðslu í fatahengi, ræstingar og þess háttar, að sögn Snævars Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins. Hann sagði að fólkið héldi öllum áunnum réttind- um þegar það kæmi til starfa á ný. Þá væri einnig ætlunin að nota tækifærið vegna lokunarinn- ar og gera skipulagsbreytingar á starfsemi hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.