Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 „X átt helduréu. Qj5 þaésnú i? Með morgunkaffiiui Meðan við borðuðum súp- una misstum við af lottó- drættinum og nú missum við af lögguþættinum . . .? „Alspryngið“ Til Velvakanda. Ég fór á fyrirlestur með kunn- ingja mínum, og er naumast í frá- sögur færandi, en umræðuefnið ætti þó samkvæmt öllum líkum að vera frásagnarvert: Upphaf al- heimsins. Fyrirlesarinn var að góðu kunnur, einn hinn fróðasti maður á sínu sviði, enda var þétt- setinn salurinn og góð skipun á öllu. Það kom fram hjá honum, að alheimur ætti að þýða eingöngu það, sem náð verður til með hinum öflugu tækjum, sem þessi öld hef- ur búið stjörnufræðingunum í hendur. Allt, sem menn vilja hugsa sér umfram þetta, sé best að láta eiga sig. En þar lenti fyrirlesarinn þó í dálitlum vanda, því að meðal Til Velvakanda. „Tjón af völdum bruna hefur tvöfaldast á tveim árum og eld- varnareftirliti er mjög ábótavant“. Þessa niðurstöðu var að fá úr skýrslu nefndar sem félagsmála- ráðherra skipaði. Kemur þetta ein- hveijum á óvart! Þessi skýrsla fjallar aðallega um brunatjón á iðnaðarhúsnæðum og stærri bygg- ingum. Minna tjón hefur hlutfalls- lega orðið í heimahúsum segir skýrslan, er þá væntanlega verið að tala um fjárhagslegt tjón. Ég tel að tjón séu meiri og alvar- legri í heimahúsum þar sem oftar er um að ræða mannslíf. Forvarn- arstarf Brunamálastofnunar er allt of lítið fyrir heimahús. Bruna- málastjóri segir í viðtali við Morg- unblaðið að það skorti peninga. Það er sjálfsagt rétt. En þarf þetta að vera svo kostnaðarsamt? Nýlega flutti undirritaður í nýtt húsnæði í stóru fjölbýlishúsi og þessa ókannanlega er einmitt hvellurinn sjálfur, sem hann og margir aðrir hafa ætlað vera upp- haf alls. Dálítill galli á þessum ágæta fyrirlestri fannst mér það, að orð- ið sem notað er um hið mikla upp- haf, er heldur sviplaust og leiðin- legt: Miklihvellur, og vil ég leyfa mér að nefna hér annað orð bragð- meira, Alspryngið. Er það myndað dálítið eftir stíl Jóns Guðmunds- sonar lærða (um 1600), en það hefur löngum verið umdeilt, hvort sá maður ætti að teljast lærður eða ekki lærður. Tvenn rök nefndi ræðumaður fyrir því að alspryngið hafi átt sér stað: „Bakgrunns-geislunina“, kom starfsmaður að gera bruna- bótamat á íbúðinni. Skrítið var að ekki minntist hann einu orði á hvort reykskynjari eða slökkvitæki væri í íbúðinni. Þessir starfsmenn Brunabótamats ríkisins gætu svo auðveldlega verið með foi’vanar- starf. Þeir ganga inn á hvert ein- asta heimili bæði í nýbyggingar og eldra húsnæði þar sem íbúar eru að láta endurmeta t.d. vegna endurnýjunar á íbúð. , Þessir starfmenn gætu útskýrt fyrir fólki gildi þess að hafa reyk- skynjara og slökkvitæki í íbúðum sínum og stigagöngum íbúðablokka, t.d. með því að út- deila bæklingum. Viða erlendis fær fólk ekki fasteignir sínar tryggðar nema það sé með þessar sjálfsögðu brunavarnir i lagi. Ég tel að ráðamenn ættu að setja meira fé í þessi nauðsynlegu for- varnarstörf. B.G. „örbylgjukliðinn utar öllu, sem þeir Wilson og Penzias uppgötv- uðu fyrstir árið 1965, og kemur úr öllum áttum jafnt, ennfremur vetrarbrautadreifinguna um geim- inn, sem er nokkurn veginn aljöfn um allan geim. Síðara atriðið kem- ur þeim ekki svo mjög á óvart, sem lesið haf kvæðið Ýmir (Ymir) eftir Einar Benediktsson. En þar er það kyrrðin og auðnin og sorgin, en ekki hávaðinn, sem er hið elsta stig. Einhvern veginn hefur mér alltaf virst sem alspryngiskenn- ingin væri afkvæmi hávaðaaldar. Georg Gamow, einn helsti hvata- maður hennar, var hávaða-sinni og tamdi sér styijaldarsamlíking- ar. — Það man ég úr alþýðuví- sindabókum þess tíma að Gamow talaði þar um einskonar frum- plasma, sem átti að hafa verið til „allra fyrst“, kallaði hann það „ylem“ og sagði vera úr fornensku (engilsaxnesku). En þar skjátlaðist honum, því að ekkert slíkt orð er til í því máli, og munu aðrir leggja minna_ upp úr þeirri villu en ég geri. Ég hygg að mál og hugsun sé hvort öðru háð, á hærra stigi en margir hafa ætlað, hugsun verður að orða, ef hún á að geta orðið varanleg. Og orð Rasmusar Rasks um það, að best verði hugs- unin á íslensku, standa enn í fullu gildi, jafnvel þótt komið væri að heimsslitum. Maður hvíslaði að mér þessari spurningu: „Hvar og hvenær varð alspryngið?“ — Þeirri spurningu hefur enginn svarað. Þorsteinn Guðjónsson Eldvarnaeftirliti mjög ábótavant Yíkveiji skrifar Hinn 1. desember síðastliðinn hófst nýr kafli í norrænni sjón- varpssögu, þegar MTV-sjónvarps- stöðin í Finnlandi sendi út fýrstu morgundagskrána, Góðan dag, Finnland! Geta Finnar horft á þessa dagskrá á hveijum morgni frá mánudegi til föstudags frá klukkan 6.28 til 8.37. Þar verður að finna fréttir og veður á hálfum og heilum tímum, umræður um mál i fréttun- um, viðtöl og annað slíkt. Er aug- ljóst að fyrirmyndin er frá morgun- þáttunum í bandarískum og bresk- um sjónvarpsstöðvum. Rannsóknir sýna að flestir áhorf- endur eiu heima og vaknaðir á tíma- bilinu 6.45 til 7.30. Sendingin nær til 60% þjóðarinnar í fyrstu og á fyrrgreindum tíma er rúm milljón manna þriggja ára og eldri komin á fætur á svæði sjónvarpsins. Talið er líklegt að fólk á aldrinum 15-24 ára og eldra en 44 ára muni helst horfa á morgunsjónvaipið og verði karlkyns áhorfendur fleiri en kven- kýns. Reiknar stöðin með 200 til 300 þúsund áhorfendum að meðal- tali. Hjá tveimur af hveijum fímm fjöl- skyldum er sjónvaipið á þeim stað, að unnt er að horfa á það við morg- unverðarborðið. Fimmtungur getur hlustað. á sjónvarpið. Auglýsingar verða í morgundagskránni, en MTV er 32 ára gamalt sjónvarpsfyrirtæki sem ijármagnar starfsemi sína með auglýsingum. xxx Víkveiji ætlar ekki að geta sér til um það, hvenær fleiri sjón- varpsstöðvar á Norðurlöndunum feta í fótspor hinnar finnsku einka- stöðvar. Hins vegar minnti þetta framtak hennar á það, hve honum þótti lítið til þess koma sem hann sá í fréttatímum sænska sjónvarpsins, þegar Berlínarmúrinn tók að hi-ynja, en þá var Víkveiji á ferðalagi á Norðurlöndunum og átti þess helst kost að horfa á sænska sjónvarpið. Að vísu áleit hann, að vegna ferða- laga hefði hann farið á mis við bestu fréttamyndimar í sjónvarpinu en tók að efast um það, þegar hann las gagmýni á fábrotnar sendingar þess. Gagniýnandi benti sænskum sjónvarpsfréttamönnum á, að þeir ættu nú í samkeppni við erlendar sjónvarpsstöðvar, sem Svíar gætu auðveldlega náð úr gervihnöttum. Ef þeim þætti heimasjónvaipið standa sig illa í miðlun heimsfrétta hættu þeir einfaldlega að horfa á það og veldu gervihnattastöðvamar. Ef til vill er finnski morgunþátturinn svar við slíkri samkeppni? xxx Islenska ríkissjónvaipið sýndi af sér þá sneipu, þegar stórtíðindin bárust frá Berlin að hefja beinar útsendingar þaðan. Ber að fagna þeim skjótu viðbrögðum. Við slíkar aðstæður getur enginn miðill keppt við sjónvarpið, tæknin veitir þvi slíkt forskot. Hlýtur það að vera öllum sjónvarpsfréttamönnum kappsmál að nýta þetta forskot til hins ítrasta og gera sem mest af því að sýna áhorfendum atburðina þegar þeir eru að gerast eða eins og þeir gerð- ust. Vegna vinsælda efnis af þessu tagi hafa bandarískar sjónvarps- stöðvar hneigst til þess undanfarið að setja fréttnæma atburði á svið í fréttatimum. Eins og gefur að skilja mælast þessi vinnubrögð mjsjafn- lega vel fyrir. Að mati Víkveija eiu þau í ætt við þá starfshætti að láta fréttamenn flytja fréttaskýringar á þeim tíma, þegar áheyrendur eða áhorfendur telja sig vera að hlusta á staðreyndir. Ríkisútvaipið þarf að draga skarpari skil í þessu efni, ekki síst þegar ijallað er um íslensk stjómmál. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.