Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 Frakkland: Þjóðarfylkingin vinn- ur á vegna trúardeilna Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaösins. ÞINGMAÐUR frá Þjóðarfylkingu hægri öfgamannsins Jean-Marie Le Pens á nú aftur sæti á franska þinginu eftir að frambjóðandi flokksins sigraði í aukakosningum í borginni Dreux á sunnudag. ■ NEW YORK - Grænfriðungar segja að bandarísk herskip hafi siglt á skip þeirra er áhöfn þess var að reyna að koma í veg fyrir tilraunir með eldflaugar af gerðinni Trident II við Canaveral-höfða í Florída á mánudag. Þeir segja að leki hafi komið á skipið á nokkrum stöðum.en ekki sé hætta á að það sökkvi. Talsmenn Bandaríkjahers vísa þessum staðhæfingum á bug og segja að tvö herskip hafi siglt beggja megin við skipið og fylgt því út fyrir tilraunasvæðið. Tilraun- imar hafi tekist með ágætum. ■ MOSKVU - Slökkviliðsmenn réðu í gærmorgun niðurlögum elds sem logað hafði i tvo daga í olíu- hreinsunarstöð á strönd Svarta- hafs í Sovétríkjunum. Sovéska sjón- varpið skýrði frá því að eldurinn hefði kviknað í stórum tanki og síðan breiðst út. Ferðamannamið- stöð og nokkrar verslanir skemmd- ust og voru íbúar í grenndinni flutt- ir á brott en enginn varð fyrir meiðslum. Douglas Wagner Frambjóðandi fylkingarinnar, Marie-France Stirbois, hlaut rúm- lega sextíu prósent atkvæða, og vann þar með stórsigur á fram- bjóðanda hinna tveggja „hóf- sömu“ hægriflokka, RPR og UDF, sem myndað höfðu með sér kosn- ingabandalag. I Marseille tókust frambjóðendur sömu flokka á en þar vann frambjóðandi RPR-UDF sigur. Þjóðarfylkingin hefur tekið mik- inn þátt í umræðum um málefni múslímskra innflytjenda í Frakkl- andi á undanförnum vikum í kjölfar deilna um hvort leyfa eigi stúlkum sem játa múhameðstrú að bera slæður í skólum landsins. Kröfur múslíma um að reistar verði fleiri moskur, starfrækt verði sérstök sláturhús fyrir þá og jafnvel að ríkisskólar verði nýttir fyrir kennslu í trúfræðum þeirra á sunnudögum, ■ HOLLYWOOD - Kvikmynda- fyrirtækið Wamer Brothers hyggst framleiða kvikmynd um Lech Wal- esa, leiðtoga Samstöðu í Póllandi. Enginn hefur enn verið beðinn um að leika Walesa en kvikmyndasér- fræðingar telja að leikaramir Mich- ael Douglas og Robert Wagner komi einna helst til álita. Tökur hefjast á næsta ári. ■ BONN - Atvinnulausum í Vestur-Þýskalandi fjölgaði nokkuð í nóvember vegna straums Austur- Þjóðveija til landsins, að því er vest- ur-þýska stjórnin skýrði frá í gær. Um 1,95 milljónir eru nú atvinnu- ‘ lausir í landinu, eða 7,6% af vinnu- færum mönnum (7,3% í október). Atvinnuleysið hefur þó aldrei verið jafn lítið í nóvembermánuði frá því árið 1981. ■ MELILLA - Dómstóll í Mal- aga á Spáni úrskurðaði í gær að endurtaka bæri þingkosningar í Melilla-héraði í Spænsku Norður- Afríku og missir Sósíalistaflokkur Felipe Gonzales forsætisráðherra eina sætið sem héraðið hefur á spænska þinginu. Úrskurðað hafði verið að kjósa bæri að nýju í tveim- ur öðrum héruðum, Murcia og Pontevedra. Alls eru nú 22 þing- sæti laus, þar af fjögur vegna þess að baskneskir þingmenn hafa neit- að að sveija stjómarskránni holl- ustueið. Þingmeirihluti Sósíalista- flokksins er nú 166 atkvæði gegn 162, var 176 gegn 174 samkvæmt talningunni í október. Flug innan EB: Samkeppnin eykst og far- gjöld lækka Brussel. Reuter. SAMKEPPNI eykst og boðið verð- ur upp á lægri fargjöld í áætlunar- flugi á milli aðildarríkja Evrópu- bandalagsins (EB) eftir árið 1992, að því er Leon Brittan, sem fer með samkeppnismál í fram- kvæmdastjórn bandalagsins, sagði í gær. „Okkur hefur orðið verulega ágengt í átt til aukins fijálsræðis í flugsamgöngum,“ sagði Brittan á blaðamannafundi. Samgöngumála- ráðherrar EB-ríkjanna höfðu fallist á umdeilda áætlun, þar sem gert er ráð fyrir því að aðeins þurfi sam- þykki yfirvalda í öðru landinu fyrir áætlunarflugi 4 milli tveggja EB- ríkja. Nú þurfa yfirvöld beggja land- anna að samþykkja flugið. eiga lítinn hljómgrunn meðal al- mennings. Er litið svo á að úrslitin í Dreux og Marseille séu til marks um að margir kjósendur Sósíalistaflokks- ins vilji refsa flokknum fyrir tvístígandi afstöðu í slæðumálinu en múslímar eru mjög fjölmennir í báðúm þessum kjördæmum. Höfðu sósíalistar og kommúnistar hvatt stuðningsmennn sína til þess að greiða frambjóðendum RPR-UDF atkvæði sitt til að komast hjá því að Þjóðarfylkingin ynni sigur. For- ystumaður Sósíalistaflokksins í Dreux gekk hins vegar gegn vilja flokks síns og hvatti sósíalista til að greiða ekki atkvæði. Reuter Hraðametí Frakklandi Franskar hraðlestir, svonefndar TGV-lestir, sjást hér á Gare de Mont- parnasse-stöðinni í París. Ein þeirra sló í gær hraðamet þýskrar til- raunalestar sem var 409,9 km á klukkustund, og náði hvorki meira né minna en 480 km hraða. Tveir hreyflar eru í frönsku lestinni. Frakk- ar reyna nú að selja þessa gerð til ýmissa landa, þ. á m. Kanada, Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Mitterrand og Gorbatsjov: Ræða um framtíð Evrópu París. Reuter. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, og Mikhaíl Gorbatsj- ov, forseti Sovétríkjanna, munu ræðast við í dag í Kíev, höfúðstað Úkraínu, og verður það efst á baugi hvernig koma megi í veg fyrir óstöðugleika í kjölfar ólg- unnar í Austur-Evrópu. „Framtíð Evrópu, afvopnunarmál, Evrópubandalagið, hugsanleg sam- eining Þýskalands og lýðræðisþró- unin í Austur-Evrópu verða um- ræðuefnin," sagði Hubert Vedrine, talsmaður Mitterrands, en á föstu- dag verður Frakklandsforseti í for- sæti á tveggja daga fundi EB-leið- toganna í Strassborg. Þá lýkur miss- erislangri forystu Frakka í EB og Mitterrand vill ekki skilja við hana án þess samþykkt verði að hraða samruna Evrópuríkjanna. Vedrine sagði, að eitt aðalum- ræðuefnið yrði hvernig treysta mætti stöðugleika í Evrópu í ljósi þeirra miklu breytinga, sem nú ættu sér stað í Austur-Evrópu, og koma í veg fyrir, að sjálfsögð ósk almenn- ings þar um lýðræði leiddi til upp- lausnar. Gerast Norðmenn aðilar að evrópska myntkerfinu? Vilja auka stöðugleika og bæta starfsskilyrði fyrirtækja Financial Times. NORÐMENN munu hugsanlega gerast þátttakendur í evrópska myntkerfinu (EMS) þótt önnur aðildarríki Fríverslunarbandalags Evrópu, EFTA, ákveði að standa utan við það. Gengi norsku krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt síðan það var fellt á árinu 1986 en samt hefur árlega komið til nokkurrar ókyrrðar vegna vangaveltna og ótta manna við nýja gengisfellingu. í skýrslu, sem þingnefnd um gjaldeyris- og peningamál skilaði af sér í fyrra, segir, að með aðild að EMS yrði komið betur í veg fyrir spákaup- mennsku en með þeirri aðferð, sem nú er viðhöfð, en hún er sú að miða gengið við meðalgengið í 14 helstu viðskiptalöndum Norðmanna. Á hún að tryggja, að gengisbreytingar verði ekki umfram 5%. Norska stjórnin vinnur formlega að þessum málum í samstarfi við önnur EFTA-ríki en nýlegar við- ræður hennar við sænsku stjórnina sýna, að henni er full alvara með að tengjast EMS. Hafa Norðmenn mikinn áhuga á, að Svíar verði þeim samferða í þessu efni þótt hingað til hafi það verið stefnan að bíða eftir afstöðu Breta til EMS og fulln- aðarútfærslu á framkvæmdinni. Arne Skauge, fjármálaráðherra Noregs, segir, að nú sé rétti tíminn til að ræða við embættismenn Evr- ópubandalagsins (EB) og stjómvöld í EFTA-ríkjunum um nánari teng- ingu gjaldmiðlanna. „Það væri í samræmi við meirihlutaálit fjár- hagsnefndar Stórþingsins, sem fram kom við umræðu um fjárlög næsta árs. Aðild að evrópska mynt- kerfinu (EMS) yrði til að auka á stöðugleika og bæta starfsskilyrði norskra fyrirtækja,“ sagði Skauge. Norðmenn voru aðilar að forvera EMS, Basel-samþykktinni 1972, sem kölluð var „Snákurinn“ og gerði ráð fyrir, að vægi gjaldmiðl- anna innbyrðis breyttist mest um 2,25%. Að því stóðu sex stofnríki EB og að auki Bretar, Danir, írar og Norðmenn. Til að auka tiltrú á stöðugleika krónunnar ákváðu Norðmenn fyrr á þessu ári að minnka hömlur á fjármagnshreyfingum með því að leyfa útlendingum að fjárfesta í norskum hlutabréfum og einnig að selja verð- og hlutabréf á norskum markaði. Get stundum ekki stillt mig um að angra vinstrisinnana — segir þingmaðurinn og ritstjór- inn Oli Breckmann frá Færeyjum EINN af umdeildustu stjómmálamönnum í Færeyjum, Óli Breckmann, er staddur hér á landi til að kynna sér islensk dagblöð og rekstur þeirra en Breckmann er ritstjóri Dagblaðsins, málgagns Fólkaflokks- ins. Hann er jaftiframt þingmaður á færeyska lögþinginu og annar tveggja fulltrúa Færeyinga á danska þjóðþinginu. Þar hefúr Breck- mann oftast tekið afstöðu með íhaldsmönnum en situr þó ekki í þing- flokki þeirra og greiðir yfirleitt ekki atkvæði nema í málum sem koma Færeyingum við. Hann gerir undantekningu ef hægristjóm Pouls Schliiters er í hættu. Þingsetan í Kaupmannahöfn kostar mikil ferða- lög og því í mörg hom að líta hjá Breckmann sem stundum heftir sparað danska ríkinu mikil fjárútlát með því að styðja aðhaldsaðgerð- ir Schliiters. Það hefur ekki ríkt lognmolla um Óla Breckmann þau 15 ár sem hann hefur setið á lögþinginu og hann hefur oft verið sakaður um að fylgja hægri-ofstækisstefnu í blaði sínu. í samtali við Morgunblaðið segist hann vera mesti friðsemdararmaður en geti stundum ekki stillt sig um að angra sannheilaga vinstrisinna. „Það eru gefin út átta blöð í Færeyjum," segir hann, „þar af tvö sem koma út daglega. Þeirra helst er Dimmalætting, elsta blaðið og með flestar auglýsingarnar, það kemur út í rúmlega 11.000 eintök- um en alls eru um 15.000 heimili í Færeyjum svo að þetta er stærsta blað í heimi, miðað við fólksfjölda! Ég efast um að flokksmálgagnið í Albaníu slái því við. Þá eru það Dagblaðið og Sósíalurin; upplag þeirra beggja er um 5.000. Dimm- alætting er blað sem á flokk, þ.e. Sambandsflokkinn, en jafnaðar- menn gefa út Sósíalurin og Fólka- flokkurinn, systurflokkur Sjálf- stæðisflokksins ykkar, á Dagblaðið. Síðastliðið vor brann hús Dagblaðs- ins til kaldra kola með prentvélum og öllu saman og lögreglunni hefur ekki tekist að upplýsa eldsupptök enn þá. En við erum að láta byggja nýtt hús og því enginn bilbugur á okkur. Ekki má gleyma ríkisfjölmiðlun- 'um; útvarpinu og sjónvarpinu en við erum ekki enn búin af aflétta ríkiseinokun á þessum sviðum. Einkaaðilar mega sem sagt útvarpa eða sjónvarpa frá Noregi eða Hjalt- landi til Færeyinga en ekki frá Færeyjum til Færeyinga! Stjóm- málamenn eiga það til að beijast gegn einokuninni í stjómarand- stöðu en það sljákkar í þeim þegar þeir eru sjálfir sestir í ráðherrastól- ana. Þá fara kurteisir sjónvarps- spyrlar afar mjúkum höndum um tignarmennið og báðir aðilar em allt í einu ósköp sáttir við einokun- ina, hún er svo þægileg. Ráðamenn gleyma frelsisbaráttunni og hvatn- ingum sköllóttra ritstjórablóka sem basla við að láta enda ná saman á flokksblaðinu svo að það er langt í land enn þá. Annars er nú verið að setja upp endurvarpsstöð fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar í Þórs- höfn og Nólsey og þá getur fólk séð BBC og fleiri stöðvar.“ Allt fyrir umhverfið Eftir síðustu kosningar er Fólka- flokkurinn stærsti flokkur í Færeyj- um. Breckmann segir helsta verk- efnið vera að moka flórinn eftir óráðsíu fyrri ára en skuldir landsins em þær hæstu í heimi miðað við íbúafjölda. Hann segir Þjóðveldis- flokkinn, sem samsvarar Alþýðu- bandalaginu á íslandi, nú vera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.