Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Tvíburinn Hinn dæmigerði Tvíburi (21.-20. júní) hefur hraða, athafnasama og lipra hugs- un. Hann er forvitinn og vill fá svör við hverri spurningu svo fljótt sem auðið er. Ef það reynist erfitt að ná fram svari eða tekur langan tíma að fá niðurstöðu, er hætt við að hann missi áhugann og snúi sér að öðrum verkefn- um. Það er mikilvægt fyrir Tvíburann að fást við ijöl- breytt húglæg viðfangsefni, en hann þarf jafnframt að gefa sér tíma fyrir hvert mál, annars er hætt við að hann nýti ekki andlega hæfi- leika sína sem skyldi. Hann skrapp Tvíburinn hefur ánægju af þvi að ferðast og skoða sig um. Hann þarf sífellt að skreppa hingað og þangað og verður fljótt leiður ef um mikla og langvarandi vana- bindingu er að ræða. Honum er í sjálfu sér sama hvort eitthvað sé langvarandi eða taki stuttan tíma, svo fram- arlega sem það er spennandi meðan á því stendur. Það fellur honum ekki vel að vinna undir stjóm annarra, heldur þarf hann að ráða tíma sínum sjálfur. Spurningaleikir Hann hefur gaman af leikj- um og þá sértaklega þeim sem tengjast notkun hugans, ' svo sem spumingaleikjum og gátum. Margs konar orðatil- tæki eru honum oft hugleik- in. Líkamleg fimi og eirðar- leysi era einnig meðal al- gengra einkenna. Tvíburinn er að öllu jöfnu léttur í lund og stríðinn og hefur gaman af því að segja brandara og skjóta léttum athugasemd- um á náungann. Ný viðfangsefni Tvíburinn er fljótur að skipta skapi, en eyðir ekki miklum tíma í það að vera þungur og sorgmæddur. Ef hann fær að takast á við ný og skemmtileg viðfangsefni, er hann fljótur að skipta skapi og verða iéttur í lund. Það má segja að leiðindi, eða ein- hæft lífsmynstur, sé helsti óvinur Tvíburans. Heimsóknir Tvíburinn hefur oft mikla ánægju af bókum og lestri, eða því að horfa á sjónvarp. Hann fær einnig mikið út úr því að tala við aðra og gengur oft vei að læra í gegnum umræðu. Hann lað- ast oft að fólki sem er vel gefið eða veit margt og getur kennt honum eitthvað nýtt. Hann á til að fara í heim- sóknir og tala klukkutímum saman við það fólk sem vek- ur áhuga hans. Aðalatriði fyrir Tvíburann er að hugsun hans sé vakandi og að stöð- ugt berist til hans nýjar upp- lýsingar. Vormaður Vorið er árstíð Tvíburans og í skapi er hann vormaður. Hann horfír á jákvæðar hlið- ar tilverunnar, vill ræða alit milli himins og jarðar, segja sögur, fara úr einu í annað og eiga notalegar stundir með góðum vinum. Kyrr- staða, andleg þyngsli, for- dómar og einhæfur sjón- deildarhringur era fjarn skapgerð hans og upplagi. Á vorin burstum við rykið af spariskónum og föram í heimsókn til vina okkar og kunningja. Við ferðumst um landið og njótum lífsins í góðra vina.hópi.. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR FERDINAND SMAFOLK Föst regla, kaupandinn gæti sín. I 5UPP05E THAT WA5 ONE OF THE FIR5T THIN65 VOU LEAR.NEP IN LAW 5CH00L... Ég býst við að það hafi verið eitt það fyrsta sem þú lærðir í lagaskól- NO, I LEARNEP IT IOHEN THE HANDLE FELL OFF THI5CHEAP BRIEFCA5E! Nei, ég lærði það þegar handfangið datt af þessari bannsettu tösku! r BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Grís aldarinnar,“ sagði Páll Valdimarsson og gat ekki leynt kátínu sinni, svo augljóslega hafði hann fengið happdrættis- vinninginn en ekki andstæðing- arnir. Þetta var á spilakvöldi BR á dögunum. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ G53 ¥Á10652 ♦ KD104 + 4 Vestur ♦ ÁG104 ▼ 743 ♦ G9752 ♦ 5 Austur ♦ K972 ▼ G98 ♦ 83 + G1082 Suður + D8 ▼ KD ♦ Á6 + ÁKD9763 Páll og Magnús Ólafsson voru með spil NS og komust alla leið í sex grönd. Sagnirnar tilheyra ekki sögunni, en þær virðast hafa verið nógu sannfærandi til að hindra útspil í spaða. Vestur kom út með lítinn tígul, sem Páll drap heima á ás og bjó sig undir að taka 13 slagi. En laufiegan setti strik í reikninginn. Vestur notaði strax tækifærið og kallaði í spaða, svo vonlaust var að gefa slag á lauf og treysta aftur á hjálp varaar- innar. Páll tók því hjartahjónin, spilaði tígli galvaskur og svínaði tíu blinds! Þegar rauðu litirnir gáfu 10 slagi var spilið í húsi. Ekki kannski grís aldarinnar, en spilið hlýtur a.m.k. tilnefn- ingu sem grís kvöldsins. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi stutta skák var tefld í C-flokki á haustmóti TR, sem var að ljúka: Hvítt: Ingólfúr Gísla- son, (1.645), Svart: Veturliði Þ. Stefánsson (1.620). Frönsk vöm. 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Rf6, 4. Bg5 - Be7, 5. e5 - Rfd7, 6. H4!? (Aljechin-Chatard- árásin) 6. - Bxg5, 7. hxg5 - Dxg5, 8. Rh3 - De7, 9. Rf4 - g6, 10. Bd3 - Rf8, 11. Dd2 - Bd7?? (Eftir 11. - Rbd7 ætti hvítur enn eftir að sýna fram á réttmæti peðsfómarinnar.) 12. Rcxd5! - exd5, 13. Rxd5 - Dd8, 14. Rf6+ - DxfS (Svartur verður að láta drottninguna fyrir tvo riddara, því eftir 14. - Ke7, 15. Db4 - c5, 16. Dxc5 er hann mát.) 15. exf6 og svartur gafst upp. Svo sem fram hefur komið hér urðu þeir Björgvin Jónsson og Sigurður Daði Sigfússon efstir í A-flokki. Úrslit í öðrum flokkum: B-flokkur: 1-2. Ólafur B. Þórsson og Snorri Karlsson 7 v. af 11 mögulegum. 3. Eggert ísólfsson 6 v. C-flokkur: 1-2. Hrannar Baldurs- son og Ragnar Fjaiar Sævarsson 8 v. 3. Kristján Eðvarðsson 7 v. D-flokkur: 1. Einar K. Einarsson 10 v. 2. Ólafur J. Einarsson 7 v. E-flokkur (opinn): 1. Árni H. Kristjánsson 9 v. Unglingaflokkur: 1. Helgi Áss Grétarsson 9 v. af 9, 2-3. Hlíðar Þór Hreinsson og Flóki Ingvars- son 6 v. Hraðskákmeistari TR varð Jóhannes Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.