Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGÚR 6. DESEMBER 1989
Akureyri
þróun I landinu. Til þess að tilraun-
in iieppnist þarf að hlúa vel að
skólanum. Stofnunin þarf öflugan
stuðning. Skólinn þarf skilning á
því að hann er ekki gróin stofnun,
heldur er verið að byggja hann
upp frá grunni. Fjárveitingar
þurfa að taka mið af þeirri stað-
reynd. Skólinn þarf einnig viður-
kenningu á því að starfsemi hans
er mikilvæg og áhrif hans á þjóð-
félagið gagnleg.
. Því miður er hlutur Háskólans
á Akureyri rýr í því frumvarpi til
íjárlaga, sem nú liggur fyrir á
Alþingi. Hefur skólanum verið
ætlaður svo rýr hlutur bæði til
rekstrar og stofnbúnaðar, að óvíst
er, hvort hægt verður að halda
uppi þeirri kennslu, sem nú þegar
er hafin, og útilokað er með öm/
að hefja kennslu á sjávarútvegs-
braut um áramót. Leiðrétting
verður því að fást.
Það er undir Alþingi komið
hvort Háskólinn á Akureyri mun
rísa undir nafni og uppfylla þær
væntingar, sem til hans eru gerð-
ar.
Áskorun
Stofnun Háskólans á Akureyri
er mikilvægt skref í menntamálum
og boðar breytta tíma í byggða-
málum. Ríkið er stærsti vinnuveit-
andi landsins og menntakerfið eitt
mikilvægasta verkefni ríkisins.
Stjómmálamenn ráða bæði dreií?
ingu starfa á vegum ríkisins og
áherslum í menntamálum. Stjóm-
málamenn axla þannig mikla
ábyrgð og hafa vald, sem þeir
verða að fara vel með. Við undirrit-
uð skoram á alþingismenn að
leggja Háskólanum á Akureyri lið
og tiyggja nægilegt fé til stofn-
kostnaðar og reksturs, svo mögu-
legt verði að hefja kennslu á sjáv-
arútvegsbraut, jafnhliða þeirri
starfsemi, sem þegar fer þar fraim
Akureyri, 1. desember 1989,
Sigríður Stefánsdóttir,
Guðmundur Stefánsson,
Pétur Bjarnason,
Tómas I. Olrich.
HEILSUSAMLEGAR JÓLAGJAFIR
Háskólinn á
Askorun til alþingismanna
Þessa dagana er verið að fjalla
um fjárlög á Alþingi. M.a. verður
ákveðið hve mikið fé Háskólinn á
Akureyri fær til ráðstöfunar til
greiðslu stofnkostnaðar og rekst-
urs. Háskólinn á Akureyri er ung
stofnun, sem ætlað er mikilvægt
hlutverk á sviði kennslu og rann-
sókna. Ákveðið hefur verið að
hefja kennslu í sjávarútvegsfræði
um næstkomandi áramót, og er
þeirri Starfsemi ætlað að verða
burðarás í starfi skólans á kom-
andi áram. Stofnun skólans, og
það sérstaka hlutverk, sem honum
er ætlað, marka tímamót í byggða-
málum hér á landi. Skilningur fjár-
veitingavaldsins á þörfum skólans,
meðan á uppbyggingu stendur, er
mikilvægur, enda ákveða alþingis-
menn nú, hvaða möguleika Há-
skólinn á Akureyri hefur til þess
að rækja hlutverk sitt.
Byggðaþróun
Stöðugir flutningar fólks til
Reykjavíkur hvaðanæva af
landinu era áhyggjuefni öllum
þeim, sem vilja halda landinu í
byggð. Fólk flytur úr sinni heima-
byggð af ýmsum ástæðum, en
oftast vega atvinnumöguleikar
þyngst. Ríkið er stærsti vinnuveit-
andi landsins og stjómmálamenn
ákveða hvar störfum á þess vegum
er valinn staður. Ætla má að þeir
þingmenn, sem vilja efla byggð
víðar en á höfuðborgarsvæðinu,
séu enn sem komið er meirihluti
Alþingis. Það vekur því furðu að
því skuli þannig varið að störfum
á vegum ríkisins skuli undantekn-
ingalítið vera valinn staður í
Reykjavík, nema að hjá því verði
ekki komist. Þegar um það hefur
verið ijallað hvar opinberam störf-
um skuli komið fyrir, virðist vera-
lega hafa skort á samstöðu þeirra
þingmanna, sem hafa áhyggjur
af byggðaröskun í landinu. Þess
hefur einnig gætt um langa hríð
að atvinnustefna ríkisins hefur
verið tilviljanakennd og rekin án
yfírsýnar yfir afleiðingarnar.
ins á Akureyri og ýmissa fyrir-
tækja á svæðinu. I tengslum við
sjávarútvegsbrautina er stefnt að
náinni samvinnu við rannsókna-
stofnanir sjávarútvegsins og hafa
viðræður við foiystumenn þeirra
lofað góðu. Þá er það ætlun
skólans að starfa í sem nánustum
tengslum við fyrirtæki sem víðast
um landið, til þess að tryggja það
sem best, að starf skólans á sviði
rannsókna og kennslu nýtist eins
vel og hægt er.
Byggðaáhrif
Starf Háskólans á Akureyri á
sviði rannsókna og kennslu rétt-
lætir í sjálfu sér fullkomlega til-
vist hans. Á hitt er þó rétt að
benda á að Háskólinn á Akureyri
mun hafa mikil og jákvjeð áhrif á
byggð á Akureyri og í nágrenni
bæði beint og ekki síður óbeint.
Ætla má að ýmis starfsemi
blómstri í skjóli Háskólans og að
það starf, sem þar er unnið, verði
hvati til stofnunar fyrirtækja af
ýmsu tagi. Gera má ráð fyrir að
nemendur Háskólans muni í vera-
legum mæli skila sér í störf á
landsbyggðinni, þar sem lengst af
hefur vantað menntað fólk. Efling
sjávarútvegsbrautar, sem ætlað
er að verða burðarás í starfi
skólans, mun einnig skapa stjóm-
völdum tækifæri til þess að beina
til Akureyrar þeirri starfsemi
ríkisins, sem lýtur að stjórnun
sjávarútvegs og rannsóknum.
Mætti með þeim hætti tengja bet-
ur saman fræðslu, rannsóknir og
stjómun í sjávarútvegi. Slík þróun
gæti orðið upphaf markvissrar
atvinnustefnu, þar sem byggðum
í hveijum landshluta yrði ætluð
Sigríður Stefánsdóttir
Pétur Bjarnason
Fjárlög
Stofnun Háskólans á Akureyri
er tilraun til að snúa við byggða-
Tómas Ingi Olrich
Guðmundur Stefánsson
verkefni á vegum ríkisins.
Reykjavík yrði m.ö.o. ekki alltaf
sjálfgefinn valkostur fyrir aukin
ríkisumsvif.
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri var stofn-
aður árið 1987. Staðsetning
skólans á Akureyri er undantekn-
ing á þeirri viðteknu venju að
ætla ríkisstofnunum stað á höfuð-
borgarsvæðinu, svo fremi sem
aðstæður beinlínis krefðust ekki
annars.
Á Akureyri era að ýmsu leyti
góðar aðstæður fyrir háskólastarf-
semi. Samgöngur við aðra lands-
hluta era góðar. Á Akureyri og í
næsta nágrenni er blómleg at-
vinnustarfsemi á sviði sjávarút-
vegs, iðnaðar og landbúnaðar.
Ekki er annars staðar á landinu
að finna eins mikla matvælafram-
leiðslu eins og á Akureyri og í
næsta nágrenni bæjarins. Stórt og
fullkomið sjúkrahús er á Akureyri
og ferðamannaþjónusta er vax-
andi. Á Akureyri er þannig æski-
legt umhverfi fyrir margvíslega
vísinda- og rannsóknastarfsemi,
og því er eðlilegt og ákjósanlegt
að velja nýjum háskóla þar stað.
Háskólinn á Akureyri hefur
þegar hafið kennslu í rekstarfræði
og hjúkranarfræði. Nú um ára-
mótin er ætlunin að hefja kennslu
í sjávarútvegsfræði, en íslending-
ar hafa fram að þessu þurft að
leita til útlanda í slíkt nám. Sjávar-
útvegur er og verður um ófyrirsjá-
anlega tíð undirstaða atvinnulífs á
íslandi. Þarf því naumast að fjöl-
yrða um mikilvægi þess að hafin
verði kennsla í sjávarútvegsfræði
hérlendis. Tekist hefur góð og
gagnleg samvinna milli Háskólans
á AkuréýríýFjófðUrtgSSjúkráhú^s--- -
ÞREKHJOLIMIKLU URVALI
Ódýrt samanbrotið kr. 4.465.-
V-þýsk gæðahjól frá kr. 13.325.-
ÆFINGASTOÐVAR
Margar gerðir. Verð kr. 25.625
-52.500.- Staðgr. afsl. 5%
Heimsþekkt
æfingatæki
FJÖLNOTATÆKI - 16 ÆFINGAR
Róður, bakpressa, armréttur, armbeygjur, hné-
beygjur o.fl. Verð f rá kr. 14.710.- Stgr. 13.974.-
ÆFINGABEKKIR OG LÓÐ
Bekkur AVENGER kr. 7.505.-
Fáanleguraukabúnaður: Fótbeygja,
hnébeygjustandur, butterfly.
Lóðasett 50 kg. kr. 6.535.-
Bekkur + lóðasett 10% afsláttur
Ármúla 40.
Sími 35320.