Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 21 Þróunarsamvinnustofnun: Þarf 100 milljónir til að geta sinnt brýnustu verkefhum Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að stofhunin fái 64 milljónir Þróunarsamvinnustofnun er úthlutað 64 milljónum króna í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1990 og telur Björn Dagbjarts- son forstöðumaður stofnunarinnar að það dugi varla til að sinna þeim verkefnum sem hún hefúr skuldbundið sig til að sinna. Hann segir að stofhunina vanti í það minnsta 30-35 milljónir króna til viðbótar til að geta sett skip sitt, Feng RE, í skyldubundna viðgerð og sent það síðan til Namibíu þar sem til stóð að aðstoða heimamenn við uppbyggingu fiskveiða í samvinnu við Norðmenn. Gert var ráð fyrir að skipið yrði yfirfarið strax eftir jólin og síðan átti að senda það að ströndum Namibíu og Angóla. Norðmenn hafa ákveðið að senda sitt rann- sóknarskip af stað í janúar. Fyrst Nemendur við Háskóla íslands gefa kennurum einkunnir: Ekki nema allt gott um reglurnar að segja - segir Logi Jónsson, fulltrúi Fé- lags háskólakennara hjá BHMR „Hvorki félagsfundur né sfjóm félagsins hafa ályktað neitt um þetta, en út frá mínum sjónar- hóli held ég sé ekki nema allt gott um þetta að segja," sagði Logi Jónsson, fulltrúi Félags há- skólakennara í Iaunamálaráði Steftit að Jiví að slíta SIM Selfossi. Á fundi Samtaka íslenskra matjurtaframleiðenda, SlM, sem haldinn var á Selfossi síðastliðinn mánudag, var samþykkt að stefna að því að slita samtökunum. Einnig var ákveðið að skipa skilanefnd til að skipta íjármun- um samtakanna milli kröfuhafa. Samtökin skulda 30—40 milljón- ir en eignir þess nema 12—15 milljónum. I skilanefnd SIM eiga sæti lögfræðingur og endurskoð- andi samtakanna ásamt einum fulltrúa frá landbúnaðarráðu- neyti. Þegar gerð hafa verið skil á málum samtakanna verður boð- að til fundar til að leggja þau endanlega niður. Sig. Jóns. BHMR, aðspurður um þær nýju reglur sem háskólaráð hefúr sett um einkunargjafir nemenda til handa kennurum sínum að lokn- um námsskeiðum. „Það er gott að fá viðbrögð nem- enda gagnvart því sem maður legg- ur fyrir þá og það stuðlar að því að menn geti betrumbætt þá fyrir- lestra sem þeir flytja eða það efni sem þeir leggja fyrir nemendur," sagði Logi. Hann sagði að sér fyndist það sjálfsagt að það væri tekið tillit til þessa þáttar í starfi háskólakennara þegar hæfni þeirra til að flytjast á milli stöðuheita væri metin. „Eina hættan sem ég sé er sú að menn fari að mýkja upp námsskeiðin og slaka á faglegum kröfum í von um að fá betri einkunir hjá nemendum, en mér fínnst það mjög fjarlægur möguleiki," sagði Logi Jónsson enn- fremur. Vmf. Hlíf í Hafnarfirði: Bygging félags- legra íbúða til að auka atvinnu TALA atvinnulausra á félags- svæði verkamannafélagsins Hlífar í Hafiiarfírði 1. desember síðastliðinn var 160 og fór ört hækkandi að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Lýst er yfir miklum áhyggjum vegna þessarar þróunar og gerir félagið það að tillögu sinni að stjórnvöld geri átak í byggingu fé- lagslegs húsnæðis í bænum til þess að laga atvinnuástandið. Lagt er til bygging 200 leigu- og eignarí- búða, en hátt í 200 óafgreiddar umsóknir liggi hjá stjórn verka- mannabústaða. Byggingarfram- kvæmdirnar verði fjármagnaðar með sérstöku framlagi úr ríkissjóði á svipaðan hátt og framkvæmda- nefndaríbúðirnar í Breiðholti á sínum tíma og hafi framkvæmdirn- ar ekki áhrif til minnkunar fram- lags Byggingasjóðs verkamanna til verkamannabústaðakerfisins í Hafnarfirði. / « • * t skammdeginu fara fram hafrannsóknir til að ákvarða veiðiþol fískistofnanna, en síðan hefjast tilraunaveiðar þar sem meðal annars á að notast við reynsl- una frá Grænhöfðaeyjum þar sem Fengur RE var einnig notaður. Verður íbúum Namibíu kennt að nota ný veiðarfæri og þeir þjálfaðir í vinnubrögðum, því Namibíumenn hafa ekki nýtt fiskimið sín sjálfír hingað til. Björn sagði að það væri óðs manns æði að senda skipið af stað og geta svo ekki rekið það þegar það kemur á leiðarenda. Engin leið væri að gera það nema fjárveiting- in verði hækkuð um 30-35 milljónir króna. Þróunarsamvinnustofnun fór fram á 123 milljónir króna til þess að geta sinnt þessu verkefni og ýmsum öðrum. Stofnunin hefur skuldbundið sig með skriflegum samningum að sinna ýmsum verk- efnum í Afríku og á Grænhöfðaeyj- um, en enginn samningur hefur hins vegar verið undirritaður um verkefnið í Namibíu. „Ástæðan fyrir því að við ætluð- um að hefja þetta verkefni í Namibíu byggist á því að forsætis- ráðherra íslands fékk bréf frá Namibíu þar sem farið var fram á stuðning Islendinga og Norðmanna við uppbyggingu fískveiða og rann- sóknir á fískistofnum við landið. Þessari beiðni var ekki illa tekið og það er slæmt að þurfa að ganga á bak orða sinna. Ég hef þá trú að þetta verði leiðrétt," sagði Björn. Þess má geta að íslendingar greiða innan við 0,1% af þjóðartekj- um til þróunaraðstoðar, en ná- grannaþjóðirnar greiða yfirleitt um 1% af þjóðartekjum. Björn sagði að ef staðið væri við það sem Al- þingi og ríkisstjórnir hafa alltaf ætlað sér að veita til þróunaraðstoð- ar væri um 12-1400 milljónir að ræða. Ef íslendingar greiddu álíka hlutfall af þjóðartekjum og ná- grannaþjóðirnar væru veittar ár- lega 18-1900 milljónir til þessara mála. Morgunblaðið/Þorkell Smái kolinn „trimmaður" hjá Hólmaröst. Mikil sandkola- veiði í Garðssj’ó TVEIR bátar, Haíorn og Arnar, báðir frá Kefiavík, hafa undan- farna daga fiskað vel af sandkola í snurvoð í Garðssjó. Þeir hafa fengið um 6 tonn daglega. Kolinn er fluttur ísaður utan til Hollands á fostu verði og er skilaverð fyrir stærri kolann slægðan 34 krónur, en fyrir þaiin minni „trimmaðan" fást 50 krónur á hvert kíló. Það er Seifúr hf, sem sér um útflutninginn. Bátamir fengu undanþágu hjá sjávarútvegsráðuneytinu til til- raunaveiða frá og með siðasta fimmtudegi til síðastliðins mánu- dags, en leyfið hefur nú verið framlengt til 20. desember. Áður höfðu þessar veiðar verið leyfðar í tilraunaskyni í sumar, en þeim hætt aftur vegna þess hve mikið af öðrum fisktegundum veiddust með kolanum. Örn Erlingsson, útgerðarmaður Hafarnarins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sjávarútvegsráðherra hefði sýnt útgerð þessara báta mikinn skilning. Mikilvægt væri að geta nýtt þennan annars daufa tíma til veiða á vannýttum fiskitegund- um eins og sandkolanum. Þetta væri verðlaus fískur hér heima, en gott skilaverð fengist fyrir hann með þessu móti. Nóg væri af kolanum í Garðssjónum og fengist ekkert af öðrum fiskteg- undum með honum nú. Gert er að stærri kolanum um borð og hann ísaður í kör til út- flutnings í gámum. Smærri kol- ann koma bátarnir með óaðgerðan að landi. Hann er svo trimmaður eins og kallað er í Hólmaröst við Fiskislóð. Þessi verkun felst í því, að kolinn er hausaður og slóg- dreginn, uggarnir klipptir af hon- um og dökka hliðin síðan roðflett. Að því loknu er fiskurinn ísaður og fluttur utan í körum. Ytra fer hann ýmist beint á neytendamark- að, eða er- lausfrystur og dreift þannig. HÓTEL ÍSLAND Rmmtudaginn 7. des. Kl. 22.00 . Miðaverð 1.250,- . U Cí" ik JíJUJSJ J j1 Xforsau \ / I \ I tt.* 1 \ Misu ) \ SNORRABRAUT 29 / \ (WIO UUGAVÍC) / og í Gramminu, Laugavegi 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.