Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 Þessir hringdu . . . Hraðahindranir eina vörnin Móðir hringdi: „Fyrir nokkru birtist grein í Velvakanda þar sem látið er að því liggja að hraðahindranir séu óþarfar og komi að litlu haldi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þessar hindranir séu nánast eina örugga leiðin til að draga úr ökuhraða í íbúðahverfum. Vil ég þakka borgaryfirvöldum fyrir framtakið og styð ég það heils- hugar að sem flestar hraðahindr- anir verði gerðar í íbúðahverfum. Það eru því miður ekki allir öku- menn ábyrgð sinni vaxnir, það sannast á hverri helgi þegar drukknir ökumenn eru teknir tug- um saman. Hraðahindranirnar eru eina vörn barna okkar og ég er sannfærð um að þær hafa bjargað mörgum mannslífum nú Þegar‘“ Læða Hvít læða er í óskilum í Vestur- -bænum. Upplýsingar í *síma 26043. Svört og hvít læða sem gegnir nafninu Steffí tapaðist frá Braga- götu 27 sl. fimmtudag. Hún er mjög gæf og var með merkta hálsól. Vinsamlegast hringið í síma 22590 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Veski Svart seðalveski með skilríkjum o. fl. tapaðist á Gauk á Stöng hinn 25. nóvember. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 666441. Strætó hafi forgang Kæri Velvakandi. Einkabíllinn hefur verið sá gull- kálfur sem allir hafa dansað í kring- um síðustu áratugi og er nú svo komið að erfitt er að komast leiðar sinnar í umferðarþvögunni. Þetta kemur niður á farþegum strætis- vagna því vagnarnir komast oft ekki áfram í einkabílaþvögunni. Ég hef tekið eftir því að venjulega er bara einn maður i hveijum bíl og nýtast þessi farartæki því illa. Strætisvagnarnir ættu tvímæla- Iaust að hafa forgang í umferðinni fram yfir alla þessa einkabíla. Eins tel ég að fjölga þurfí ferðum stræt- isvagna og jafnvel bæta við ökuleið- um. Þetta myndi verða til þess að fleiri notuðu vagnana og við það myndi umferðaröngþveitið minnka. Borgari Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem glöddu mig á nírœðisafmœli mínu þann 25. nóvember sl. Guð blessi vkkur öll. Lilja Sveinbjörnsdóttir Schopka, Fálkagötu 5. Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmœli mínu þann 26. nóvember sl. Sérstakar þakkir fá börn og barnabörn fyrir ógleymanlega veislu á Hótel Loftleiðum. Guð blessi ykkur öll. Pála K. Einarsdóttir frá Hörgslandi á Síðu, Framnesvegi 46, Reykjavík. KARLMANNAFÖT Nýir litir. Verð 9.990,- Úlpur, peysur, skyrtur, stærðir 39-46. Hattar, húfur, hanskar og fl. ANDRÉS, Skólavörðustíg 22a, s.: 18250. Opið laugardaga til kl. 16.00 íwœwm. Gl^MarieNo^ SKUSSSIÉ SKUGGSJÁ EKKI ER ALLT SEM SÝNIST. Theresa Charles. Annabella hafði verið yfir sig ástfangin af Davíð, og var niðurbrotin, þegar hann fór skyndilega til Ástralíu. En hún var viss um að hann myndi snúa aftur til hennar, þó aðrir væru ekki á sama máli. LYKILORÐIÐ. Else-Marie Nohr. Mugo Hein bíður ásamt lítilli dótturdóttur sinni eftir móður litlu telpunnar. En hún kemur ekki. Skelfingu lostinn sér gamli maðurinn að dóttur hans er rænt. Litla telpan stendur einmana og yfirgefin. Mamma er horfin. AUÐLIG OG ÓFRJÁLS. Barbara Cartland. Til að bjarga föður sínum frá skuldafangelsi giftist Crisa Silas P. Vander- hault. Nokkru síðar er Crisa orðin ekkja eftir einn af ríkustu mönnum í Ameríku. En nú er hún eins og fangi í gylltu búri. SVIKAVEFUR. Erik Nerlöe. Elún hefur að því er virðist allt, sem hugurinn girnist. Hún hefur enga ástæðu til að stela, en samt er það einmitt það sem hún gerir. Eða hvað? Er einhver að reyna að koma rangri sök yfir á hana? ENGINN SÁ ÞAÐ GERAST. Eva Steen. Hún er daufdumb. Hún hefur búið hjá eldri systur sinni, frá þvi að foreldrar þeirra fórust i bílslysi. Systirin hefur haldið vandlega leyndu fyrir yngri systur sinni leyndarmálinu, sem foreldrar þeirra tóku með sér í gröfina. SKUGGSJA - BOKABUÐ OLIVERS STEISS SF C Mlwtaí Erik Nerlöe SVIKAVEFUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.