Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 40
40 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 HRYLLINGSHÖFUNDUR Ný ófreksja hönnuð þegar hin gamla dugar ekki lengur Ewald Hermannsdörfer við tölvuna í fjósinu. VESTUR-ÞY SKALAND Tölvuvæðing í sveitum Hryllingsleikstjórinn Wes Cra- ven hefur fyrir löngu haslað sér völl meðal hinna fremstu í sinni grein. Hann er höfundur að Fredda Kruger, afturgöngunni skað- brenndu, sern hefur hrellt ung- mennin við Álmstræti í fimm kvik- myndum. Nú á hann í harðvítugum málaferlum við kvikmyndaverið. Hann telur sig hafa verið hlunnfar- inn á meðan fyrirtækið græðir á tá og fingri. Þeir sem hitta og kynnast Craven verða undrandi. Af myndum hans mætti ætla að maðurinn væri hinn trylltasti og jafnvel hryllilegasti. En til dyranna kemur ósköp venju- legur miðaldra maður í jakkafötum, sem minnir heldur á háskólakenn- ara en hryllingsdmyndasmið. Reyndar er hann fyrrum háskóla- kennari. Craven segist þó vera tveir menn, annar sem beri hið rólynda yfirbragð og hinn sem hafi tryll- ingslegt hugmyndaflug og-verði að fá útrás í hiyllilegri kvikmynd. Craven var skipaður í virta kennslustöðu við Westminsterhá- skólann á miðjum sjöunda áratugn- um, hann giftist æskuástinni sinni Bonnie Brocker og örugg framtíð virtist blasa við. En eitthvað braust um innra með honum. Það gerðist nokkurn veginn samtímis, að Cra- ven bauðst ódýr 16 mm kvikmynda- tökuvél og hann sagði starfi sínu lausu við háskólann. Hélt fjölskyld- an til New York þar sem Craven var í atvinnuleit í tvö ár. Hann fékk loks starf sem sendill og launin voru ömurleg. Þegar her var komið sögu höfðu þau Bonnie eignast tvö börn, fjögurra og eins árs. Bonnie hélt hjónabandið ekki lengur út en Craven hélt harkinu áfram. Loks var hann orðinn upptökumaður í hlutastarfi í samvinnu sem Sean Cunningham. Hins vegar aflaði hann sér einkum tekna sem leigubíl- stjór. Árið 1972 dró loks til tíðinda er dreifmgarfyrirtæki í Boston bað þá Craven og Cunningham að fram- leiða yfirdrifna og blóðuga hryll- ingsmynd. Þá varð til myndin Last House on the Left sem vakti at- hygli. „Myndin kom illa við marga. Sjálfur hef ég aldrei gert andstyggi- legri eða ofbeldisfyllri kvikmynd og er þá mikið sagt,“ segir Craven. Myndin kostaði 90.000 doliara í framleiðslu, en gróðinn nam hins vegar 20 milljónum dollara. Þar með voru þeir Craven og Cunning- ham komnir á skrið. Cunningham sendi frá sér fádæma vinsæla hryll- ingssyrpu kennda við föstudaginn þrettánda , en Craven lauk nokkr- um vel heppnuðum hryllingsmynd- um á borð við The Hills have Eyes, Deadly Blessing og Swamp Thing áður en hann snéri sér að Fredda Kruger í Nightmare on Elm street. Álmstrætismyndirnar urðu alls fimm talsins. Er slettist lítillega upp á milli Cravens og framleiðandans, „New Line Cinema" lenti Craven skyndilega úti í kuldanum. Samn- ingar hans við New Line voru svo götóttir að framleiðandinn virðist hafa allt sitt á þurru. Álmstrætis- myndirnar hafa halað inn 170 millj- ónir dollara, en Craven bar aðeins um hálfa miiljón úr býtum. Og hann fær ekki krónu af öllum milljónun- um sem Freddy malar í sjónvarps- syrpu í Bandaríkjunum. Og hann fær ekki heldur krónu af öllu sem fæst fyrir alls konar vaming sem „skreyttur" er með Fredda. Efast þó enginn um að Freddy er hugar- fóstur Cravens. Hann segist nú hafa lært af dýr- keyptum mistökum, hann haldi öðru vísi á sínum málum en áður. Hann minnir á köttinn að því leyti, að hann kemur alltaf niður á fæturna, hvað sem fallið er hátt. Nýtt „átrún- aðargoð“ hryllingsunnenda hefur sprottið alskapað út úr hugar- fylgsnum Cravens. Það heitir Horace Pinker og er morðóður geð- sjúklingur í kvikinyndinni Shoeker. Mitch Pileggi, sem leíkur bijál- æðinginn Horace segist álíta að Craven dreymi um að vera sjálfur allar skuggalegu persónurnar sem hann skapar. En eins og Freddy, þá er Horace varla raunverulegur og atburðir gerast í þoku og í óljósri vitundarvídd. Þannig sprettur Horace með alvæpni út úr sjón- varpstækjum fólks og drepur alla sem til næst. Shocker er vel sótt vestra og þykir líklegt að ný fram- haldsflokkur sé að fæðast. Þýski bóndinn Ewald Her- mannsdörfer getur treyst því að tölvan blandi fóðrinu á hag- kvæmasta hátt fyrir rúmlega þrjátíu kýr í íjósi hans. Notkun á tölvum eykst óðfluga hjá þýskum bændum. Þannig hefur bóndinn Stute sem á 40 hektara býli við Oldenburg í Norður-Þýskalandi sagt upp vinumönnum og kaupa- konum og sinnir nú búi sínu einn með konu sinni og fullkomnum tölvubúnaði. Tölvan fylgist með ræktun, hún gefur svínunum, kúnum og alifugl- unum, sér um að rétt hitastig sé í gripahúsum, hugar að bókhaldi og reiknar út skatta. Ef vestur-þýskir bændur hefðu ekki tölvuvætt bú- skapinn væru þeir ekki lengur sam- keppnisfærir. Tölvurnar hafa komið Rúmenska fimleikastúlkan Na- dia Comaneci, sem vann hug og hjörtu fólks um heim allan með frammistöðu sinni á Olympíuieikun- um í Montreal 1976, er nú komin til Bandaríkjanna þar sem hun hef- ur fengið hæli sem pólitískur flótta- maður. Hún lýsti flótta sínum í við- tali við breskt blað um helgina og kom þar fram að hún laumaðist yfir rúmcnsku landamærin til Ung- veijalands í skjóli myrkurs í síðustu viku. Gekk hún ýmist eða skreið í í stað vinnuafls sem er hvort tveggja í senn óhagkvæmt og ekki lengur tiltækt. Nú er talið, að 20.000 þýsk bændabýli hafi verið alhliða tölvuvædd allt frá fjósi til reikningshalds. Á 14.000'býlum að auki eru einfaldar tölvur notaðar til að gefa svínum, kúm og alifugl- um, en 5.000 bændur fá á skjáinn hjá sér upplýsingar um markaðs- verð og hvar best sé fyrir þá að selja afurðir sínar. Tölvuvæðingin er hins vegar að- eins að hefjast, því að alls ehi 667.000 býli í Vestur-Þýskalandi. Sagt er að það sé skynsamlegt fyr- ir þá bændur að fjárfesta í tölvum, sem eiga 40 til 50 mjólkurkýr, 400 svín eða 40 hektara af ræktuðu landi. Samtök bænda beita sér fyr- ir fræðslu á þessu sviði sex klukkustundir yfir afskekkt landamærasvæði og varð að vaða forarvilpur eða ískaldar ár. Tókst henni að laumast framhjá Ianda- mæravörðum, sagðist hafa orðið hrædd þegar hún heyrði hunda þeirra gelta í fjarska og var illa haldin þegar komið var á leiðar- enda. Sagðist hún hafa farið mjög leynt með flóttaáform sín. „Ég gat ekki kvatt foreldra mína og varð að ljúga að bróður mínum þegar ég lét til skarar skríða,“ sagði hún. COSPER - — Nei, ég ætla ekki að kaupa neitt, ég er bara að skoða. FLÓTTI ;i:' Comaneci til Bandar í kj anna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.