Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. UESEMBER 1989 7 Landsbanki íslands: Aukin cig’ii- arhlutdeild í Scandin- avian Bank EIGN ARHLUTDEILD Lands- banka íslands í Scandinavian Bank mun aukast úr 2,5% í 3,8% eftir að bankinn verður gerður að lokuðu hlutafélagi. Stjóm Scandinavian Bank hefur ákveðið að breyta um stefnu og snúa sér enníirekar að við- skiptum við Norðurlönd þannig að bankinn verði þar leiðandi viðskiptabanki. Með tilliti til Evrópumarkaðarins og þeirra breytinga sem verða á öllu bankakerfinu í Evrópu þykir rétt að aðalhluthafamir eigi bankann einir vegna þess að þannig þjóni hann hlutverki sínu best. Aðalhluthafar Scandinavian Bank, auk Landsbankans, eru Bergen Bank, Union Bank of Fin- land, Skandinaviska Enskilda Banken og Privatbanken. Þeir eiga 64,5% af hlutafé bankans en hafa nú gert tilboð í önnur hluta- bréf. Markaðsverð á hlutabréfum Landsbankans er um 3,3 milljónir sterlingspunda en eftir þessa breytingu mun verðmæti bréfanna hækka í 3,8 milljónir vegna hagn- aðar af eignasölu eða rúmar 370 milljónir króna. Landsbankinn þarf ekki að leggja fram fé til hlutabréfakaup- anna þar sem þau verða fjármögn- uð með eignasölu og uppstokkun á starfsemi Scandinavian Bank víða um heim. Hagnaður af rekstri bankans var á síðastliðnu ári 23,6 milljónir sterlingspunda en búist er við að 2,6 milljóna tap verði á þessu ári. Niðurstaða á efnahagsreikningi er yfir 3 milljarðar punda og er bankinn númer 15 í röðinni í Bret- landi hvað stærð snertir. Starfs- menn eru 1.240 talsins og útibú eru víða um heim m.a. í New York, Genf, Hong Kong, Sydney og Mílanó. Guðmundur G. gegn Þjóðviljanum: Ummæli dæmd dauð og ómerk HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm um að tilgreind um- mæli í fyrirsögn og frétt á fors- íðu Þjóðviljans, 7. janúar 1986 um tengsl Guðmundar G. Þór- arinssonar við meint skattsvik Þýsk-islenska skuli dauð og ómerk. Borgardómur hafði einnig dæmt ummælin dauð og ómerk. Þjóðviljanum er gert að birta dómsorð og forsendur dóms Hæstaréttar með áberandi hætti í fyrsta eða öðru tölublaði eftir birtingu dómsins. Þáverandi ritstjórar Þjóðvilj- ans, Arni Bergmann og Ossur Skarphéðinsson, voru dæmdir til að greiða Guðmundi G. Þórarins- syni 100 þúsund króna miskabæt- ur, 50 þúsund krónur til að kosta birtingu dómsins í opinberum blöðum og 150 þúsund krónur í málskostnað. arie * sérVAbo^ i ðV^u VCynn Fjölbreytt landslag, gott veður allan arsins hring, vinsamlegir íbuar :':v uppbyggð m U fyrir alla þá sem vilja stytta skamm- degið og hvfla sig á hryssingslegri vetrartíð, skemmta sér og snæða fjölbreyttan mat, lita hörundið, spila golf og eiga góða daga á „Hamingju- eyjunni". íslenskir fararstjórar á Kanarfeyjum eru Auður og Rebekka. BEINT DAGFLUG: 0^seW . 8/1 . 29/1 . fflSPi 12/3 . 2/4 . 16/4 Ferðaskrifstofurnar og FLUGLEIDIR Sími 690300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.