Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 VEÐURHORFUR íDAG, 21. DESEMBER. YFIRLIT í GÆR: Yfir Grænlandi er 1.020 mb hæð, en um 300 km suðvestur af Reykjanesi er 982 mb lægð. Heldur dregur úr frosti suðvestanlands. SPÁ: Allhvöss norðanátt, él norðanlands og á Norðausturlandi, en bjartast um sunnanvert landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðan- og norðaustanátt og frost um allt land. Snjókoma eða éljagangur á norðanverðu landinu en þurrt og víðast léttskýjað syðra. HORFUR Á LAUGARDAG: Austlæg átt og minnkandi frost. Él við norður- og austurströndina og slydduél við suðurströndina, en þurrt á Vesturlandi. m % m T ▼ ' T VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri -r-15 skýjað Reykjavík +10 skýjað Björgvin 2 skýjað Helsinki 0 skýjað Kaupmannahöfn 4 rigning Narssarssuaq +7 skýjað Nuuk +10 alskýjað Ósló 0 skýjað Stokkhólmur 1 heiðskirt Þórshöfn 2 snjóél Algarve vantar Amsterdam 10 rigning Barcelona vantar Berlín 7 þokumóða Chicago +19 léttskýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 8 rigning Glasgow vantar Hamborg 5 rigning Las Palmas 23 heiðskfrt Lundúnir 14 skýjað Los Angeles 9 heiðskírt Lúxemborg 8 rigning Madríd vantar Malaga 15 skýjað Mallorca 18 skýjað Montreal +18 snjókoma New York +6 heiðskirt Orlando 15 rigning París 13 rigning Róm 16 hálfskýjað Vín 11 skýjað Washington +3 heiðskírt Winnipeg +36 ísnálar W 68o "W w -U44 V- y 67°- Gisinnís (4-6/10)1 i |' L I L'° < ------1 I 1 i >",s.■ I I 1 ° I s°o Soo „ ' oo J ' ° o y Mjög gisinn ís (1-3/10) <. v ✓ K°6Íbei :msey Samfrostaís(10/10) <*> ° „ I ' | Jj M.U L o r n - •/.v.:: '• 0.000 Borgarísjaki 66°. 65° 64oN :j|Y;v:V;lsdreifar (< 1 /10) étturís (7-9/10) iGrímsey ÍSKÖNNUN TF-SYN 20. DES 1989 ísjaöarinn að þéttleika 3/10 er um 60 sjómíiur NA af Kolbeinsey og iiggur þaðan til SV á Húna- flóa og áleiðis að Horni. Um 25 sjómílum dýpra er ís að þéttleika 6/10. Erfitt var að ákveða ísbrún- ina vegna lélegs skyggnis. ís að þéttleika 9/10 er landfastur frá Munaðanesi að Hælavíkurbjargi og nær 3-5 sjómílurfrá landi og þéttur ís varfrá Hælavíkurbjargi að Straum- nesi. Á Húnaflóa eru stakir jakar á víð og dreif. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Heim úr langri hljómleikaferð Sykurmolarnir komu til landsins í gærmorgun, að lokinni hljóm- leikaferð hljómsveitarinnar um Evrópu, sinni lengstu ferð til þessa, sem stóð í 75 daga. Alls lék hljómsveitin fyrir um 70.000 manns á 40 tónleikum i 15 löndum. Ferðin var farin til að kynna nýjustu plötu hljómsveitarinnar, Here Today, Tomorrow, Next Week, sem hefur selst í um 700.000 eintökum um heim allan. Hér á landi kom platan út á islensku undir nafninu Illur arfúr og hefur selst í um 3.500 eintökum. Hljómsveitin tekur sér jóla- leyfi sem stendur út janúar, en þá verður haldið til Banda- rikjanna í fimm vikna ferð. Sjálfstæðismenn: Rúmenum sýnd hluttekning Utanríkismálanefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna og ut- anrikismálanefhd Sjálfstæðis- flokksins munu næstkomandi fóstudagskvöld, 22. desember, klukkan 21, gangast fyrir sam- komu til að sýna rúmenskíTþjóð- inni hluttekningu vegna íjölda- morða hers og lögreglu á frið- sömúm mótmælendum í Rúm- eníu. Samkoman verður haldin í göngugötunni i Austurstræti og áætlað er að hún standi í stundar- fjórðung. Friðrik Sophusson, al- þingismaður mun flytja stutt ávarp og sr. Þórir Stephensep, staðar- haldari í Viðey, flytur stutta hug- vekju og bæn fyrir frelsi rumensku þjóðarinnar. Lesin verður upp álykt- un fundarins. Þórunn Kvaran látin ÞÓRUNN Kvaran lést í Reykjavík 14. desember síðastliðinn. Hún var dóttir Hannesar'Hafstein, skálds og fyrsta íslenska ráðherrans, og Ragnheiðar konu hans. Þórunn var næstelst átta barna þeirra hjóna sem upp komust og var ein eftir af systkinahópnum þegar hún lést á 95. aldursári. Þórunn Kvaran fæddist 19. októ- ber 1895. í byijun árs 1904 varð Hannes Hafstein ráðherra. Fjölskyld- an bjó fyrst á miðhæð Itigólfshvols, þar sem Landsbankinn er nú, en síðar í ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu, sem Hannes lét reisa árið 1907. Þórunn varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1915. Hún giftist séra Ragnari E. Kvaran árið 1919. Ragnar starfaði meðal annars að landkynningu fyrir Ferðaskrif- stofu Islands og var sá fyrsti sem gegndi slíkum starfa. Hann lést 1939, 43 ára gamall. Skömmu síðar hóf Þórunn störf hjá hafnarskrifstof- unni í Reykjavík og vann þar í 26 ár. Börn Þórunnar og Ragnars eru Ragnheiður, gift Sigurði Hafstað fyrrum sendiherra, Einar, sem er verkfræðingur og býr í Bandaríkjun- um ásamt konu sinni, og Matthildur, gift Jóni Björnssyni en þau hjón eru einnig búsett vestanhafs. Eyjólfíir Jónasson íSólheimum látinn EYJÓLFUR Jónasson í Sólheim- um lést í sjúkrahúsinu á Akranesi í fyrrakvöld á hundraðasta og fyrsta aldursári. Eyjólfur fæddist á Gillastöðum í Laxárdal, Dalasýslu, 15. mars árið 1889. Foreldrar hans voru Jónas Guðbrandsson í Sólheimum og kona hans Ingigerður Sigtryggsdóttir. Hann stundaði skólanám í Búðardal og Hjarðarholti. Eyjólfur bjó fyrst á Svalhöfða, en fluttist að Sólheimum 1919, þar sem hann síðan bjó allan sinn búskap. Hann hefur síðan í sum- ar dvalið á sjúkrahúsinu á Akranesi. Fyrri eiginkona Eyjólfs var Sigríður Ólafsdóttir, ættuð úr Lundarreykja- dal í Borgarfirði. Börn þeirra urðu fjögur, þar af er eitt látið. Eyjólfur missti konu sína árið 1925, og var hún þá aðeins 29 ára gömul. Hann giftist aftur Ingiríði Guðmundsdóttur frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal og átti tvö börn með henni. Þau skildu. Eyjólfu'- Jónasson var landskunn- ur hagyrðingurog hestamaður. Hann var heiðursborgari Laxárdalshrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.