Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 mwm ámm KEMST NÆST 1 Ull og aciyl NÁTTÚRUNNI l i lym p=i?a_ Laugavegi 26, sími 13300. - Glæsibæ, sími 31300. TIL FJALLA Gull ermahnappar og bindisnœlur fyrir herrann. Gull og demantar Kjartan Asmundsson, gullsmiður. Aðalstrœti 7,sími 11290. . t rr ,,, vi ' , «• / — Xáfl/ úrBændur á hvunndagsfötum — í bókinni Bændur á hvunn- dagsfotum sem Hörpuútgáfan gefiir út eru sex viðtöl Helga Bjarnasonar blaðamanus við bændur. Hér á eftir er gripið niður í frásögn Aðalsteins Aðal- steinssonar bónda á Yaðbrekku í Jökuldal: Eg byijaði að veiða hreindýr um 1950 þegar fyrstu leyfin voru gefin út og hef síðan veitt eitthvað á hveiju ári, misjafnlega mikið að vísu. Á tímabili veiddi ég fyrir aðra og mest hef ég skotið 64 dýr á einu ári. Eg hef verið mikið í veiðiskap um dagana. Auk hreindýra- og fuglaveiði hef ég legið á grenjum á vorin. Það er misjafnt lífið við tófu- veiðarnar, en við þær hef ég átt margar af mínum skemmtilegustu stundum. Maður kemst næst náttú- runni upp til fjalla. Þá eru veiðarn- ar ekki aðalatriðið. Ég nefni vor- næturnar þegar maður er við tófu- veiðina á heiðinni, það er einhver sérstakasti tími sem maður getur lifað. Ég hef oft haft orð á því að ég vilji heldur sofa á daginn og vaka á nóttunni á vorin. Sú breyt- ing sem verður á náttúrunni við sólarupprás, klukkan tvö, þijú eða fjögur á nóttunni, þegar lífið lifn- ar, hefur meiri áhrif á mig en ann- að sem ég hef upplifað. Engin list jafnast á við þá sjón. Það fer vel saman að vera nátt- úruunnandi og veiðimaður. Enginn er sannur veiðimaður sem ekki þekkir náttúruna og unnir henni — og hefur líka tilfinningu fyrir bráð- inni. Veiðimenn eiga ekki nenia nafnið saman. Náttúi-uunnandinn nær lengst í veiðiskapnum. Sannur veiðimaður sækist aldrei eftir því að drepa, hann veiðir. Þarna er nokkurt bil á milli, í það minnsta í huga veiðimannsins. Til eru menn sem skjóta fugla og önnur dýr án þess að vera raunverulegir veiði- menn. Þeir gætu alveg eins unnið við að drepa fé í sláturhúsi. Mér hefur alltaf fundist mikið til þess koma, sérstaklega í viðureign við ref inn, að stundum vinnur veiði- dýrið en ég tapa. Ég hef aldrei áfellst refinn fyrir það, hann hefur frekar vaxið í áliti hjá mér ef honum tekst að sigra mig með klókindum og aðgæslu því vígstaða hans er auðvitað miklu verri. Aldrei séð ástæðu til annars en komast til bæja Það gerist ýmislegt í veiðiskap og heiðaferðirnar geta verið erfið- ar. En ég er alinn upp við þetta og það getur verið mér auðveldur leik- ur sem öðrum er þraut. Ég fór eitt sinn sem oftar einn ríðandi til hrein- dýraveiða og skaut tvo tarfa í Þrælahálsi hér suður á heiðinni, skömmu fyrir myrkur. Hreindýra- hópurinn fældi hest minn svo ég Pétur Maack Þorsteins son - Afinæliskveðja Stundum hvarflar að manni að heimildir um aldur fólks, svo sem kirkjubækur og ýmsar opinberar skýrslur, séu ekki alls kostar rétt- ar. Sú spurning vaknar hvort það geti hent, að þeir sem færðu inn ártalið hafi bætt við svo sem tíu árum? Vitanlega er ljótt að hugsa svona, hvað þá heldur að segja það. Svona tal leyfist einungis stór- pólitíkusunum, sem geta sagt hvað sem er, hvenær sem er. Ástæðan fyrir þessum hugleið- ingum er einföld. Ég verð þess áskynja að vinur minn og félagi, Pétur Maack Þorsteinsson, yrði 70 ára í dag, 21. desember. Þetta hefði maður látið segja sér tvisvar. Sé það hins vegar rétt að Pétur sé í raun 70 ára, þá veit ég ekki hvar ungiingsárin enda og fullorð- insár taka við. Maðurinn er einfald- lega ungur enn. Og þá vaknar spurningin: Hvernig fara menn að þessu? Svar: Sífelldur áhugi fyrir góðum málum, áhugi og fram- kvæmdasemi þannig að maðurinn má engan tíma missa. Mér er í fersku minni að fyrir nokkrum árum komum við hjónin í stutta heimsókn til þessara vina okkar Péturs og konu hans,_Öglu Bjarnadóttur. Pét- ur sagði: Ég skal sýna þér dálítið úti í bílskúr. Þarna var húsbóndinn að smíða bíl, var búinn með grind- ina og langt kominn með fjaðra- og stýrisbúnað. Og bíllinn var tilbú- inn á götuna nokkrum vikum seinna og á honum óku þau hjónin austur á Hérað til sumardvalar í bústað sínum í Hjallaskógi. Pétur hefir alla tíð verið mikill félagsmálamaður og þar sem annars staðar verið í fafar- broddi. Hann er mjög virkur Rot- aryfélagi, var um tíma umdæmis- stjóri þess félagsskapar hér á landi, og margur annar félagsskapur hef- ir notið starfskrafta hans. Hann hefir um árabil setið í stjórn Spari- sjóðs Kópavogs, lengst af sem for- maður eða varaformaður. Sá óformlegi félagsskapur, sem undirritaður kann Pétri mestar þakkir fyrir að koma á laggirnar er Landnemar Hjallaskógi, óform- leg samtök nokkurra vina, sem hann bauð _að njóta með sér töfra skógarins. Ég veit að mælt er fyrir okkur öll, sem þar eigum hlut að máli, er Pétri Maack Þorsteinssyni er af alhug þakkað fyrir að gefa okkur hlutdeild í þeim unaðsreit og fyrir óeigingjarna forgöngu um framkvæmdir. Um leið og við Mæzý þökkum Pétri og Öglu langa og góða vináttu sendum við þeim, son- um þeirra og fjölskyldum, okkar innilegustu hamingjuóskir. Sveinn Sæmundsson BLBKKIIVG ER BEITTASTA \C)P\H) ■.' ■ ÖLL ÖKUTÆKIN VERÐA AÐ TVEIMUR •'.'.- '. OG STJÓRNENDUR ÞEIRRA EIGA TÖLVUTVÍFARA '• TómsTunDnHúsio ý ■.••.. Laugavegi 164-Reykjavík-S: 21901 . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.